Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Side 4
4 MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 Fréttir_______________________________pv Skemmdir á timburhúsi á Höfn þegar kviknaöi í út frá kerti: Reykskynjarinn bjarg- aði fjölskyldunni - segir Bára Baldvinsdóttir sem býr í húsinu ásamt manni og fimm börnum Magga skorar á hólm DV, Höfn: Nokkrar skemmdir urðu á Mána- braut 1 á Höfn í fyrrinótt þegar kviknaði í út frá kerti í borðstofu á Einar Smári Þorsteinsson ásamt tvíburabræðum sínum, Braga Fannari og Andra Snæ, í stofunni þar sem eldurinn kviknaði. Á bak við þá má sjá sótugan vegginn og brunninn kertastjakann á skápnum. Á innfelldu myndinni sést hús fjölskyldunnar, tvílyft timburhús. DV-mynd Júlía Imsland neðri hæð hússins. Þegar slökkvilið- ið kom á staðinn hafði húseiganda tekist að slökkva eldinn. „Við vöknuðum við hljóðið frá reykskynjaranum kl. rúmlega þrjú og fundum reykjarlyktina um leið og ég opnaði svefnherbergisdymar og mundi ég þá um leið eftir kertinu á borðstofuskápnum," sagði Bára Baldvinsdóttir sem þar býr ásamt eiginmanni sínum, Þorsteini Guð- mundssyni, og 5 bömum. „Ég hringdi strax i neyöarlinuna og viö drifum bömin út í bíl og þeg- ar slökkviliðið kom eftir örfáar mín- útur hafði manninum mínum tekist að slökkva eldinn. Slökkviliðið reykræsti svo húsið.“ Bára segir að enginn vafi sé á að reykskynjarinn hafi bjargað þeim. „Við sofum öll á efri hæðinni og jjetta er timburhús og því mikill eldsmatur," segir Bára. „Við eram með 4 reykskynjara í húsinu en ekki samtengda. Úr því veröur bætt strax eftir þetta óhapp. Það hefur kennt okkur og vonandi fleiram hversu góð líftrygging reykskynjar- ar era. Kertastjakann sem brann hafði dóttirin á heimilinu smíðað úr tré í handavinnu í skólanum og munu margir slíkir vera til hér á Höfn.“ Skemmdir urðu á borðstofuskáp og vegg og reykur barst um allt hús. -Júlia Borgarfjöröur: Banaslys Banaslys varð á Vesturlands- vegi í Borgarfirði þegar bifreiö fór út af veginum sunnan Skarðs- lækjar. Slysið átti sér stað á fostu- dagskvöld og er talið að bílstjór- inn, sem var einn í bílnum, hafi látist samstundis. Maðurinn sem lést hét Magnús Már Björnsson, 20 ára, til heimilis aö Birkihlíð 38 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig unnustu. -aþ Hafnarfjörður: Datt af baki Tvítug stúlka féll af hestbaki í Kaldárseli í Hafnarfirði um fimm- leytiö í gær. Hún var flutt á slysa- deild Sjúkrahúss ReyKjavíkur. Að sögn læknis á vakt vora meiösl stúlkunnar minni háttar; hún reyndist óbrotin en talsvert marin. Mosfellsdalur: Bíll brennur Eldur kom upp í biffeið sem ekið var upp Mosfellsdalinn, skammt fyrir ofan Gljúfrastein, um kvöldmatarleytið á laugar- dagskvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn logaði glatt í bílnum. Greiðlega gekk að slökkva í bíln- um sem, að sögn lögreglu, er mik- ið skemmdur. Ekki er vitaö um orsakir eldsins en talið er líklegt að bensínleiðsla hafi gefið sig. aþ Bíllinn er illa farlnn eftir brunann. DV-mynd Sveinn Það er stuð á Möggu Frímanns þessa dagana. Hún er uppnumin yfir því að fá að leiða Sam- fylkinguna sem Sighvat- m- leyfði henni að gera eftir að í ljós kom að kratamir voru alls staö- ar kosnir í efstu sæti. Minna mátti nú ekki vera, eftir að Alþýðu- bandalagið samþykkir að leggja sjálft sig niður til að flykkja sér um fram- boð Alþýðuflokksins um land allt. Og Magga er í stuði. Hún er í svo miklu stuði að hún hefur skorað Dav- íð á hólm - einvígi Dav- íðs og Golíats - nema hvað Davíð er ekki Golí- at, Magga er Davíð. Dav- íð er Golíat. Og Golíat hefur enn ekki sést í kosningabaráttunni. Hefur ekki talið hana þess virði, ekki séð ástæðu til að birtast kjósendum nema svona fyrir siðasakir rétt fyrir kosningar. Magga verður þess vegna ein í hólmgöngunni til að byrja með, ef Golíat nennir þá nokkuð að eiga við þetta einvígi. Það kemur þá í ljós. Spennan i sambandi við þessar kosningar í vor er einmitt sú hvort Davíð Golíat nennir að sýna sig. Það tek- ur því varla. Já, Samfylkingin skorar Sjálfstæðisflokkinn á hólm. Það gerðist á kosningahátíð á laugardaginn í Háskólabíói þar sem fjöldanum öllum af fólki var smalað saman til að klappa og syngja og klappa meira og að lokum var svo gaman að eld- vamarkerfið gaf sig og það þurfti að reka fólkið, þetta glaða og sigurvissa hólmgöngulið, út úr húsinu og inn í það aftur. Sumir segja að Framsókn hafi eyðilagt bruna- kerfið. Það er ekki rétt. Framsókn skiptir ekki máli í þessum kosningum. Framsókn verður í ríkisstjórn, hvemig sem kosningamar fara. Enda er Össur búinn að gefa Halldóri syndakvittun og segir að Halldór sé traustur maður og Halldór sé góður maður, þótt Össur hafi aldrei talað við hann nema úr ræðustól. Og Halldór hafi aldrei talað við Össur, ekki einu sinni úr ræðustól. Nei, það þarf ekki aö skora Halldór og Fram- sókn á hólm. Framsókn er á vísum stað. Og á sín- um stað eftir kosningar. Nú er það bara hólmganga Möggu og Davíðs sem málið snýst um og hvort Sjálfstæðisflokkur- inn megi vera að því og nenni að leggja sig niður við að mæta Möggu í hólmgöngunni, enda ekki gott að vita meö hvað vopnum eigi að slást eftir að búið er að eyða öllum ágreiningi í pólitíkinni og Samfylkingin segir meira að segja að utanrík- ismál séu ekki kosningamál og ekki heldur þjóð- arsáttin um kvótann og ekki heldur einkavæðing- in og ekki er stríöið í Júgóslavíu á dagskrá og hvað er það þá sem Magga vill tala um og berjast um? Kannski það eina sem öllu varðar, aö ganga í augun á Halldóri og Framsókn, til að ffamsókn- armaddömunni þóknist að bjóða Möggu upp í! Eða þá að koma brunvarnakerfmu í lag! Dagfari Oddi ekki skemmt Oddi Helga Halldórssyni, bæjar- fulltrúa L-listans á Akureyri, var ekki skemmt þegar hann sá að menningar- málanefnd bæjarins hafði veitt listamann- inum Lárusi H. List 50 þúsund króna styrk vegna mál- verkasýningar hans í höfuðborginni. upplýsti á bæjar- að listamaðurinn hefði haldið til borgarinnar með eitt málverk í farteskinu og hengt það upp þar í einhverjar klukkusúmdir. Málverkið mun listamaðurinn að hluta til hafa málað með eigin blóði sem hann fékk lækni til að taka úr sér. Oddur segist í sjálfu sér nokkuð hress með ffamtak listamannsins og hugmyndaflug en undrast mjög gjaf- mildi menningamálanefndarinnar og skyldi engan undra... Oddur stjómarfundi How do you like... Flóttamennimir frá Kosovo mættu her íslenskra fjölmiðla við komuna til landsins fyrir helgi. Skondið þótti að fylgj- ast með beinum út- sendingum sjónvarps- stöðvanna þegar flug- vél Landhelgisgæsl- unnar lenti á Reykjavíkurflug- veÚi. Róbert Mars- hall á Stöð 2 var einn þeirra frétta- manna sem freistuðu þess að skúbba í málinu. Þaö hrukku margir við þeg- ar fréttamaðurinn viðkunnalegi spurði í gegnum túlk einn hinna hijáðu flóttamanna „hvernig honum líkaði á Islandi". Flóttamaðurinn varð í fyrstu kjaftstopp við „how do you like Iceland" spurninguna en mælti síðan á móðurmáli sínu sem í lauslegri þýðingu túlksins gekk út á það að það væri bara hálftími síðan hann heföi komið til landsins ... Bragðarefur Sú ákvörðun hins umdeilda hér- aðshöfðingja, Eggerts, að hætta við að hætta í pólitík og gerast frjálslyndur hefur vakið blendin og sums staðar ótta- blendin viðbrögð. í tilefni upprisu Egg- erts orti ónefndur hagyrðingur á Suð- urlandi sem skammstafar nafn sitt Bj. H. eftirfar- andi: Von um frama vaskan dreng víða glapið hefur. - Enn þá leggur ör á streng Eggert bragðarefur. L-S-D hann áður bar upp og kaskur varði. En nú blaktir F-iö þar efst í kappans garði. Barátta Hin skelegga Ásdís Halla Bragadóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna, lætur nú senn af embætti sem forystumaður ung- liðahreyfingarinn- ar. Mun hún ásamt eiginmanni sínum ætla í framhaldss- ________ nám I hinum virta Harvard- háskóla í Bandaríkjunum. Ljóst er að barátta mun verða um for- mannsstólinn en talið er að bæði Jónas Þór Guðmundsson, lög- fræðingur í dómsmálaráðuneytinu og varaformaður SUS, og Sigur- jón Pálsson, formaður utanríkis- málanefndar SUS, ætli sér i slag- inn. Aldnir SUS-meðlimur eru þess enn minnugir hinum mikla slag sem fram fór fyrir nokkram áram þegar Guðlaugur Þór Þórð- arson lagði Jónas Fr. Jónsson að velli. Talið er að stuðningur Guð- laugs muni skipta miklu máli enda er kosningavélin hans ein sú best smurða í dag... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.