Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999
Spurningin
Eru íslendingar fordóma
fullir í garð útlenskra
ferðamanna?
Ólafur Ingi Pálsson nemi: Nei.
Ferðamennirnir eru svo margir og
þeim er alltaf að fjölga.
Ármann Dan Ámason nemi: Nei.
íslendingar eru svo fordómalausir.
Erna ísaksen starfsstúlka: Nei. Ég
hef til dæmis sjálf ekkert á móti
þeim.
Ragnhildur Guðmundsdóttir
nemi: Nei. En mér finnst íslending-
ar frekar fordómafullir i garð nýbúa.
Erlingur Einarsson nemi: Já, ég
myndi segja það, en þó frekar gagn-
vart nýbúum.
Ásdís Sveinsdóttir húsmóðir: Nei,
mér finnst þaö alls ekki.
Lesendur
Athyglisþörf
héraðslæknis
Þór skrifar:
Það voru margir sem nutu veður-
blíðunnar um páskana. Gengu eða
skíðuðu og áttu svo góðar stundir
heima. Og af því bárust fréttir að
kirkjusókn um páskana hefði verið
með eindæmum góð. Þetta er ef til
vill einn dýrmætasti tími sem fólkið
hefur tO að hvOa sig frá amstri hvers-
dagslífisins og njóta kyrrðarinnar.
Eftir hátíðirnar mátti svo sjá frétt
í DV þar sem sagt er frá flutningi
„poppmessu" á Flateyri og þar er
sagt að endurtaka þurfti „messu-
flutninginn“ tvisvar vegna mikillar
aðsóknar. Þarna var héraðslæknir
bæjarins, einhver Lýður Árnason,
mættur í sínu veldi. Sjálfur héraðs-
læknirinn. Nutu lesendur m.a.
flennistórrar myndar af honum með
útbreiddar hendur og í greininni
segir að hann hafi þrumað í hljóð-
nemann í bland við flutning á
rokktónlist. Nú er það flestum í
sjálfsvald sett hversu mikla athygli
þeir þrá. Sumir þrá enga, aðrir
mikla og enn aörir óeðlOega mikla.
Og húmor héraðslæknisins heldur
áfram. Hann sótti nefnOega um
prestsstöðu í bænum fyrir nokkru,
af því prestur staðarins var að fara í
leyfi. Honum var hafnað, því miður
fyrir hann, þar sem hann hefði þá
getað baöað sig í sviðsljósinu daginn
inn og daginn út. Það er ekkert gam-
an að vera læknir að íjarlægja vört-
ur aOan liðlangan daginn. Og hér-
aðslæknirinn bað þorpsbúa, sem
komust ekki inn í kirkjuna á fyrri
sýninguna, að fara og fá sér bjór og
koma aftur. „Þetta er nokkuð
traust," sagði læknirinn eftir sýning-
una. Nokkuð traust, því að sjálfur
héraðslæknirinn stóð fyrir guðlasti
ársins en fékk athygli ársins.
Lýður Árnason læknir horfir beint í myndavélina í „poppmessu" um páskana.
Halldór Asgrímsson
frábær ráðherra
Skarphéðinn Einarsson hringdi:
Nú eru kosningar að nálgast.
Dæma kjósendur þá sem hafa
stjórnað. Halldór Ásgrímsson er
ráðherra sem ber af í þessari stjóm
sem nú er að skOa af sér. Það virð-
ist vera sama hvar hann kemur að,
verk hans einkennast af gáfum og
einbeitni. Ég er viss um aö er kom-
andi kynslóðir fara yfir feril stjórn-
málamanna á íslandi á þessari öld
mun hann bera af ásamt Davíð
Oddssyni. Það er skoðun margra að
þeir utanríkisráðherrar sem best
hafa staðið sig frá lýðveldisstofnun,
séu dr. Kristinn Guðmundsson, sem
var ráðherra um miðjan 6. áratug-
inn, og nú HaUdór Ásgrímsson.
Honum hefur tekist að bæta imynd
íslands erlendis. T.d. taka íslending-
ar nú meira þátt í samstarfi á vett-
vangi mála hjá NATO, sem áður var
ekki gert. Það var lýsandi fyrir það
aukna samstarf er ríkisstjórnin
sendi flugvél Landhelgissgæslunnar
til hinna stríðshrjáðu svæða á
Balkanskaga með hjálpargögn. Við
erum lítil þjóð en okkar skerfur
sýnir okkar hug í þessu máli. Við
höfum ekki efni á að missa HaUdór
úr utanríkisráðuneytinu. Þessi
stjórn mun að öUum líkindum sitja
áfram, ekkert betra er i boði. Næstu
verkefni í samstarfi við erlend ríki
eru innganga í ESB og upptaka evr-
unnar hér á landi. ísland á mikla
möguleika til framfara á nýrri öld.
Við megum ekki einangrast í þeim
efnum. Þess vegna mun HaUdór Ás-
grímsson verða fuUtrúi íslands í er-
lendum samskiptum er við stígum
inn í 21. öldina.
Kvótaraunir
Vegna mistaka í vinnslu birtist
eftirfarandi grein á ný:
Halldór HaUdórsson skrifar:
Misvitrir erum við íslendingar og
hyggjuvitinu misskipt. Undarlegt er
það ef bjóða á aflaheimildir upp. Af
hverju ekki að bjóða upp á verslun-
arleyfi og selja hæstbjóðanda? Nei,
það gengur ekki. Það verður að vera
[LÍÍítÍiGM þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
Lesendur geta sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
birt verða á lesendasíðu
Staða fjögurra mikilvægustu botnfiskistofna
- meðalafli í tonnum
1985-1995 1996 1997 1998
Þorskur 304.730 181.656 203.546 190.549
Ýsa 53.325 56.209 43.501 31.564
Ufsi 68.034 40.099 37.158 27.365
Skarkoli 11.975 11.066 10.552 7.479 oa
frjáls verslun. Því þá að fjötra sjáv-
arútveginn? Við stjórnuðum veið-
unum mun betur áöur en kvótakerf-
ið var sett á, enda var sátt um veið-
arnar. Þeim var stjórnað með sókn-
arstýringu, svæöaskiptingu og öðr-
um takmörkunum. Ef setja ætti á
auðlindagjald væri hægt að gera
það með skatti á fisk við sölu á
markaði. Þá myndum við losna við
allt brottkast fisks og fiskurinn færi
allur í gegnum markað.
íslendingar eru eins og steinald-
armenn í markaðssetningu á fersk-
um sjávarafla og til athlægis ef
skýrt væri satt og rétt frá stöðu
sjávarútvegs á íslandi í erlendum
fjölmiðlum. Það er kominn tími til
að aörir fari með stöðu sjávarútvegs
á íslandi I erlenda fjölmiðla en áróð-
ursmeistarar LÍÚ og ríkisstjórnar-
innar.
Ekki hefur kvótinn verndað fiski-
stofnana. Þeir eru í sögulegri lægð -
kerfið takmarkar aðeins en vemdar
ekki.
DV
Ábending til
stjórnar RÚV
Jóhann Páll Símonarson hringdi:
í sl. viku var fluttur mjög fróð-
legur þáttur um öryggismál sjó-
manna í Ríkisútvarpinu. Stjórn-
andi þáttarins var herra Arnþór
Helgason og á hann þakkir skildar
fyrir framlag sitt sem einkenndist
af góðri og ljúfri framkomu. Það
sem stakk mig þó var hvers vegna
þessi þáttur var ekki kynntur
hlustendum á viðeigandi hátt eins
og dæmi er um, t.d. með þáttinn
Sunnudagskaffi. Vonandi verður
bætt úr þessu sem fyrst því RÚV og
starfsmenn þess hafa staðið sig vel
um ýmis mál að undanfömu.
Flóttafólkið
velkomið
Halldóra hringdi:
Lesandi Morgunblaðsins, sem
kallar sig „ein óánægð", skrifaði
bréf í blaðið á dögunum. Veltir
þessi „óánægða“ því fyrir sér hvort
það séu geymdar íbúðir á landinu
handa flóttafólki og undrar sig á
því að ríkisstjómin geti alltaf hjálp-
að flóttafólki en ekki löndum sín-
um. Leitt er það að íslendingar séu
heimilislausir en okkar ber rík
skylda til'að hjálpa fólki sem stend-
ur snautt og heimilislaust hundrað-
um þúsunda saman á flótta undan
árásum NATÓ og Milosevics. Eng-
inn á skilið að vera án heimilis en
nauðin er meiri hjá flóttafólki í
fyrrum Júgóslaviu.
Margrét góð
Þórður skrifar:
Það stóð ekki á svari hjá for-
manni stuttbuxnadeildar Sjálfstæð-
isflokksins, Ásdísi Höllu Bragadótt-
ur, þegar hún var spurð hver
stjórnmálaleiðtoganna hefði staðið
sig best í umræðum í Sjónvarpinu
um daginn. „Geir H. Haarde var
bestur," sagði Ásdís og bætti því að
Margrét hefði ekki verið nógu vel
undirbúin. Hið sanna er að mínu
viti að Margrét fer vel af stað sem
leiðtogi Samfylkingarinnar. Hún
bæði svarar vel fyrir sig og kemur
vel fram enda gömul í hettunni.
Það er ekkert grín að taka við hlut-
verki forystumanns í nýju og óslíp-
uðu kosningabandalagi en henni
ferst það betur heldur en margur
vill vera láta. En Geir var sem sagt
bestur.
Veitingastaður
í Hljómskála-
garðinum
Hannes Jónsson skrifar:
Fátt er nauðsynlegra en að efla
miðbæinn í Reykjavík og koma upp
fallegum byggingum og bæta þær
sem eldri eru. Þess vegna líst mér
afar vel á tillögur sem fram hafa
komið í skipulagsnefnd um að reisa
veitingastað í Hljómskálagarðin-
um. Það myndi fjölga komum í
þennan fallega garð og skapa fjöi-
breyttara umhverfí veitingastaða.
Svæðið í Hljómskálagarðinum í
dag er allt of opið og túnin nýtast
ekki nógu vel fýrir fólkið þar sem
þau eru ekki hólfuð niður með
plöntum og bekkjum. Það er ástæða
til að hlakka til verði veitingastað-
ur í garðinum.
Haukdal í slaginn
íbúi í Gnúpverjahreppi skrifar:
Makalaust er það ef Eggert
Haukdal heldur því fram fyrir al-
vöru aö hann nái að endurheimta
þingsæti sitt. Ekki tókst honum
það síðast einn síns liðs en náði þó
að koma því til leiðar að kratar
náðu manni inn í fyrsta skipti í
einhver 30 ár. Nú stefnir aOt í að
Samfylkingin haldi þeim tveimur
mönnum sem hún hefur í kjördæm-
inu og þá þýðir það að sáralitlar
vonir eru um að Eggert komist inn.
Hann hefur verið kærður til emb-
ættis ríkislögreglustjóra fyrir fjár-
drátt en einn frambjóðandi Sam-
fylkingarinnar í Norðurlandskjör-
dæmi eystra gaf sæti sitt eftir á
dögunum þó að hann væri með
hreinan skjöld. En viti menn, Egg-
ert heldur að hann komist inn.