Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Síða 13
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 13 Fréttir Bændur snjallir að nýta tölvur - standa aö mörgu leyti framar bændum erlendis „Ég vil meina að íslenskir bænd- ur standi að mörgu leyti framar sín- um starfsbræðrum í öðrum löndum í því að tileinka sér hagnýtt gildi tölvukunnáttu og notkun tölvu við bústörf. Þátttaka í námskeiðum sem haldin hafa verið að undanförnu sýnir glögglega að bændur eru í vaxandi mæli að færa sér í nyt margþætt notagildi þeirrar fræðslu sem í boði hefur verið og kemur til með að verða þeim mikils virði. Er þegar orðin það,“ segir Ketiil A. Hannesson, ráðunautur í búnaðar- hagfræði hjá Bændasamtökum ís- lands. Hann var aðalleiðbeinandi á nám- skeiði sem nýverið lauk á Café Riis á Hólmavík og haldið var í sam- vinnu við Bændasamtökin, Bænda- skólann á Hólum og Búnaðarsam- band Strandamanna lagði því gott lið. Þátttakendur sem bæði voru að feta fyrstu skrefin og aðrir sem lengra voru komnir í fræðunum fengu numið undirstöðuatriðin í sambandi við gerð og frágang land- búnaðarframtals. Var unnið með til- búið verkefni fyrir hefðbundin býli. Bókhaldsforritið, Búbót 3,9 var sett upp í tölvum þeirra sem voru að byrja og farið yfir grunnatriði viö bókhaldsskráningu með forritinu auk margs annars. Ketill A. Hannesson segir bændur vera fremri öðrum þeim sem at- vinnurekstur stunda hér á landi við að ganga frá sínum skattaframtöl- um. Þeir, sem betur fer, treysti sjálf- um sér fullt eins vel og öðrum í þeim efnum enda reyni þeir að lesa sér til um flest það sem máli skipt- ir. Tileinka sér reglur og fyrirmæli það varðandi og sýni þar með meiri ábyrgðartilfinningu og sjálfstæði um eigin atvinnurekstur en al- mennt gerist og sé það vel. -GF Þátttakendur og Ketill A. Hannesson sem var aðalleiðbeinandi á námskeið- inu á Hólmavík. DV-mynd Guðfinnur Lagarfljót: Flestir ætla að sigla með bátnum DV; Egilsstðum: Samkvæmt könnun Gallups munu allt að tveir þriðju ferða- manna taka sér far með skemmti- ferðaskipinu á Lagarfljóti ef þeir verða á ferð á Héraði. „Þetta er betri útkoma en við höfðum reiknað með,“ sagði Bjarni Björgvinsson, formaður stjórnar Lagarfljótsormsins, sem er hlutafé- lag um rekstur ferju á Fljótinu, „einkum þegar tekið er tillit til þess að á þeim tíma sem könnunin var gerð var ekki víst hvort skipið kæmi í sumar." 1200 manns voru spurð. í fyrsta lagi hvort þeir hefðu áhuga á að ferðast um ísland, sem 80% svöruöu játandi, og í öðru lagi hvort þeir myndu sigla með ferjunni frá Egils- stöðum til Hallormsstað. Tveir þriðju sögðu já. Nú er víst að ferjan kemur í sum- ar og það er búið að stofna hafnar- samlag Fella og Egilsstaða og koma tveir staðir til greina fyrir höfn. Annars vegar við Egilsstaðavíkina, rétt hjá gamla gistihúsinu á Egils- stöðum, og hins vegar norðan (vest- an) Fljóts við Skipavík, rétt sunnan Fellabæjar. Gert er ráð fyrir að höfnin verði ekki einungis fyrir ferjuna heldur verði þar framtíðar- staður fyrir almennar siglingar lít- illa skemmtibáta um Lagarfljót. Gestir skoða söluvarning sem í boði var á vinnuvökunni. DV-mynd MGG Kvenfélagasamband Skagafjarðar: Safnar fé fýrir endurhæfingarstöð DV, Skagafiröi: Árleg vinnuvaka Kvenfélagasam- bands Skagafjarðar var haldin fyrir skömmu og varð ágóði af vökunni um 200 þúsund krónur. Honum verður varið til uppbyggingar end- urhæfingarstöðvarinnar við sjúkra- húsið á Sauðárkróki, sem nú er í byggingu. Kvenfélög í Skagafirði hafa allt frá árinu 1993 haft samkomu einu sinni á vetri. Þar koma saman kon- ur víðs vegar að úr héraðinu með vaming sem kvenfélög eða einstak- ar félagskonur gefa. Hefð er fyrir því að samkoman, sem konurnar kalla vinnuvöku, sé haldin í húsa- kynnum gamla kvennaskólans að Löngumýri. Undirbúningur hefst nokkrum vikum áður, en síðan er komið er saman á laugardegi til lokafrágangs og daginn eftir eru svo seldir þeir munir sem borist hafa eða búnir hafa verið til á staðnum, auk þess er selt kaffi og meðlæti. Ágóðanum er jafnan varið til að styrkja eitthvert málefni í héraðinu. Oftast til ýmiss konar tækjakaupa, bæði til Sjúkrahúss Skagfirðinga og í grunnskóla héraðsins. Þá hafa ein- staklingar sem áttu í erfiðleikum verið styrktir. Einnig hafa björgun- arsveitimar í Skagafirði notið góðs af þessu, svo nokkur dæmi séu nefnd. -ÖÞ TRIM/\FORM Grensásvegi 50, sími 553 3818. tl ft Æ Þjáist þú af vöðvabólgu, þvagleka, brjósklosi eða viltu bara grenna þig og losna við cellolite eða styrkja þig? Þá ertu velkomin í ókeypis kynningartíma hjá okkur. Vatnsnuddbekkur sem gefur nudd og góða slökun. Opið frá kl. 8.00. LIFEYRISSJOÐUR VERZLUNARMANNA Ársfundur 1999 Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn mánudaginn 12. apríl 1999 kl. 17 í Gullteigi á Grand Hótel. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Onnur mál. Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík 14. mars 1999 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna LÍFEYRISSJOÐUR VERZLUNARMANNA Sfmi: 580 4000, Myndsendir: 580 4099 Netfang: skrifstofa@lifver.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.