Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Síða 16
16 lenning MANUDAGUR 12. APRIL 1999 Að mála eða ekki mála... Tæplega hefur nokkurt tíma- bil verið málaralistinni jafnerfitt og þessi öld. Ekki er nóg með endalausar kollsteypur strauma og kúvendingar í stefnum heldur hefur tæknin líka tekið sinn toll. Málverkið lifir reyndar enn, þótt það hafi oft verið úrskurðað dautt, en það er alls ekki jafn- sjálfsagt og einu sinni var að listamaður máli málverk. Oft er miklu nær að nota aðra aðferð, t.d. ljósmynd. Til þess að mál- verkið eigi rétt á sér þarf það að hafa huglæga dýpt til að bera, hvort sem hún byggist á hug- mynd, tilfinningu, hreinni fagur- fræði eða einhverjum öðrum for- sendum. Fyrst og fremst þarf listamaðurinn því að spyrja sjálfan sig ótal spurninga og setja sér ákveðin mark- mið. Ef hann veit ekki hvert hann stefnir og tekst ekki á við neina ögrun er vægast sagt ólíklegt að verkið verði spennandi. Þessa dag- ana standa yfir tvær mál- verkasýningar sem áhugavert er að bera sam- an með ofan- sagða hluti í huga. Þær eru ólíkar en eiga það þó sameig- inlegt að þar er ekki tekist á við mikla spennu. Val- garður Gunnarsson sýnir í Listasafni ASÍ og Freyja Önundardóttir í Gallerí Listakoti. Valgarður virðist ekki leggja þunga áherslu á innihaldið. Myndimar eru fyrst og fremst fallegar, mótíf er aukaatriði, eins og skylda, eitthvað til að hafa á myndunum. Fyrir vikið er sýningin nokkuð sundurleit þó höfundareinkennin í pensilskriftinni séu sterk. Myndin Njólabreiða er að mínum dómi best. Þar er í raun ekkert eiginlegt mó- tíf annað en áferðin. Óræður gróðurinn breiðir sig jafnt út yfir allan myndflötinn og handbragð málarans nýtur sín til fulls. Valgarður Gunnarsson: Húfa, 1998. orð um sín verk: Einu prentuðu upp- Myndlist Áslaug Thorlacius Freyja Önundardóttir: Fossar, 1999. DV-myndir E.ÓI. Pensilskrift Valgarðs Valgarður Gunnarsson hefur ekki mörg lýsingarnar sem fylgja sýningunni hans er titla- skráin. Það er hins vegar augljóst aö hann leggur mesta áherslu á myndflötinn og málar hverja um- ferðina af annarri mjög ákveðnum strokum, gjarnan í nálægum litum, svo úr verður nær einlitur en þó mjög lifandi flötur. Hver einasti fersentímetri er málaður af sömu ástríðunni fyrir áferðinni, út í blá- horn. Þrívíddarmótunin er lítil sem engin. Myndflöturinn er því jafn og lítið um áhersl- ur, aðrar en þær sem felast í mismunandi lit. Fossar Freyju Freyja Önundardóttir hef- ur ýmislegt að segja i sam- bandi við sín verk. Sá galli er hins vegar á að lítil samsvör- un er á milli þess sem hún segir um myndefni sitt og þess sem maður sér. Sýning- in ber yfir- ----- skriftina „Fossar“ en hún líkir ------ þeim við mannfólkið, ___________________________ segir þá táknræna fyrir lífið - „fortíð, nútíð og framtíð (...). Fossarnir ýmist falla fram eftir farvegi sem fortíðin hefur mótað eða þeir flnna sér nýjan.“ Ég sé hvorki dýpt né breidd í fossum Freyju. Þeir eru allir svipaðir, síga eins og hvítur lopi niður jarðgrænt/prússa- blátt/úmbrulitað þunnildi sem hvorki er hamraveggur né brekka. Landslagið hefur enga fyllingu og er útilokað að flnna fyrir farveginum sem listakonan segir viðfangs- efni sitt. Hlutföllin í myndfletinum eru ómarkviss, engar línur eru beinar, fossarnir fá hvorki að falla niður af þunga né hylurinn að hvíla fyrir neðan. Þessar sykruðu glans- myndir, sem ná ekki einu sinni að vera fyr- ir augað, hafa ekkert með lífið að gera. I nið- urlagi ávarps síns segir listakonan: „Þetta eru jú bara litir og léreft“, og þar ratast henni satt á munn. Metnaðarleysi sem þetta er málverkinu síst til framdráttar. ISIS OG OSIRIS Kammertónleikar eru algengir hér á landi en hliðstæðir söngtónleikar, þar sem fleiri en einn söngvari syngja saman, eru fátíðari. í raun heyrast hér ekki samsöngsatriði nema í óperum og á skólatónleikum, sem er synd því óperudúettar, oktettar og allt þar á milli eru gjaman hin fegursta tónlist. Það var því kærkomin tilbreyting í tón- leikaflóruna að fá loksins að hlýða á heilan samsöngs- konsert í Salnum síðastliðið mið- vikudagskvöld, þar sem skartað var toppum úr þekkt- um óperum, og í leiðinni að kynnast nokkrum efnileg- um einsöngvurum af yngri kynslóð- inni. Einnig var spennandi að fara á tónleika þar sem flettarinn var sér- staklega nefndur i efnisskrá. Bara það lífgaði upp á andrúmsloftið og skapaði eftirvænt- ingu. Tónleikarnir hófust á dúett Súsönnu og Marcelinu úr Brúðkaupi Fígarós eftir Moz- art, með þeim Huldu Björk Garðarsdóttur, sópran, og Sigríði Aðalsteinssdóttur, mezzó- sópran. Dúettinn var glæsilega fluttur, enda eru bæði Hulda Björk og Sigriður með fagr- ar raddir og hnitmiðaða raddbeitingu og voru í þokkabót svo sætar og dúllulegar uppi á sviðinu að það hálfa væri nóg. Dúett Súsönnu og greifynjunnar úr sömu óperu var litlu síðri en hann var fluttur af Huldu Björk og hinni norsku Tonje Haugland, sópr- an, sem hefur sérlega fallega og skæra rödd. Á eftir komu fleiri atriði úr óperum eftir Mozart, og komu þar til sögunnar, auk ofan- talinna söngvara, þeir Sigurður Skagfjörð Steingrímsson, baríton, Davíð Ólafsson, bassbaríton, og Tomislav Muzek, tenór. Sig- urður hreif undirritaðan ekki sökum veikrar og holrar raddar en þess má geta að tilkynnt var í lok tónleikanna að hann hefði verið kvefaður og myndi hafa fallið á hvaða stera- prófi sem væri. Vonandi fær maður því að heyra Sigurð aftur í betra formi. Óperuhópur í Salnum: F.v. Sigurður Skagfjörð, Tonje Haugland, Tomislav Muzek, Sigríður Að- alsteinsdóttir, Davíð Ólafsson, Hulda Garðarsdóttir, Kurt Kopecky. Ferskleiki og sönggleði Davíð Ólafsson byrjaði ekkert allt of vel sem Sarastro í terzett Paminu, Taminos og Sarastros úr Töfraflautunni eftir Mozart. Mátti helst ætla að hann væri að leika stytt- Tónlist Jónas Sen una úr Don Giovanni eftir sama tónskáld, sem passar engan veginn þvi þó Sarastro sé æðstiprestur Frímúrarareglunnar er hann ekki konungur dauðans. í þokkabót er Davíð ekki nógu mikill bassi til að valda þessu hlutverki, sem kallar á alvörubassarödd, en á hinn bóginn brilleraði hann sem sauö- drukkinn John Falstaff í óperunni Die Lustige Weiber von Windsor, og var verulega fyndinn, enda skelltu áheyrendur upp úr. Tomislav Muzek er afar efnilegur tenór en hann á enn eftir að móta rödd sína á neðra sviðinu. Dúett Don Carlosar og Posa úr óper- unni Don Carlos eftir Verdi var kraftmikill og hæfUega karlrembu- legur, enda voru þeir Sigurður Skagfjörð og Tomislav þar að sverj- ast í fóstbræðralag. Annað á tónleikunum var að mestu leyti prýðUegt og var það ekki síst að þakka pí- anóleikaranum Kurt Kopecky, sem lék ágætlega á slaghörpu- na aUt kvöldið. Hápunktur tónleik- anna var án nokkurs efa dúett Lakmé, eða Lakshmi og MaUiku úr Lakmé eftir Delibes. Bæði er tónlistin með því fegursta sem samið hefur verið og svo var dúettinn svo faUega fluttur af þeim Tonje og Sigríði að maður komst við og sá nánast inn í æðri heima. Þó finna mætti að ýmsu voru þessir tón- leikar bráðskemmtilegir. Ástæðan var sú að söngvararnir skemmtu sér svo vel uppi á sviði að þeir hrifu áheyrendur með sér. Þar var ekki að sjá þetta þreytta yfírbragð sem einkennir marga reynda tónlistarmenn þeg- ar þeir eru að gera eitthvað sem þeir hafa gert hundrað sinnum áður. Þvert á móti skynjaði maður ferskleika og sönggleði sem vonandi mun fylgja þessu unga tónlistarfólki um ókomna tíð. Meira um Nikulás munk Um daginn var hér skýrt frá áformum dansks leikhóps um að ferðast á hestvögnum gömlu pUagrímsleiðina ffá íslandi og suður tU Jerúsalem árið 2001, með hliðsjón af Vegvísi Nikulásar munks, sem síðar varð ábóti að Munkaþverá i Eyjafirði. Við þetta má bæta að undanfarin þrjú ár hafa Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður og Sumarliði R. ísleifsson sagnfræðingur einmitt unn- ið að heim- Udarkvik- mynd um fór Nikulás- ar til Lands- ins helga árið 1150 og munu rekja slóð hans frá íslandi og um Nor- eg, Dan- mörku, Þýskaland, Sviss, Italíu, Grikkland, Tyrkland, Kýpur og ísrael. Leiðarvísir Nikulásar er meðal þeirra ítar- legustu og bestu sem ritaðir voru i Evrópu á miðöldum. Hann greinir frá öllum helstu við- komustöðum og fjallar gaumgæfilega um það sem fyrir augu ber. Þeir Hjálmtýr og Sumarliði leggja áherslu á að segja ferðasöguna frá sjón- arhóli Nikulásar, en um hann er töluvert vitað, en jafnframt verður efni myndarinnar tengt menningar- og kirkjusögu hér á landi og er- lendis á þessum tíma. Umsjón með tónlist hef- ur Sverrir Guðjónsson tónlistarmaður. Þætt- imir verða sýndir í Sjónvarpinu og ennfremur hafa ýmsar erlendar sjónvarpsstöðvar sýnt þeim áhuga. Helstu stuðningsaðUar eru SAS, Hertz og Úrval-Útsýn. Aðrir styrktaraðUar eru Kristnihátíðarnefnd, Menningarsjóður út- varpsstöðva, Kaþólska kirkjan á íslandi, Eyja- íjarðarsveit og Eyjafiarðarprófastsdæmi. Það er svo kvikmyndagerðin Seylan ehf. sem fram- leiðir þættma. Heiðrum Chopin með því að banna hann... Stórafmæli tónskáldanna eru að verða meiri háttar álag á tónlistarunnendum. Ekki eru þeir fyrr búnir að verða sér úti um diskana 250 eða svo sem PhUlips-útgáfan gaf út í tUefni af 200 ára dánarafmæli Mozarts árið 1991en farið var að efna tU mikiUar Brahms-útgáfu í tilefni 100 ára dánarafmæli hans; var þá tjaldað öllu sem til var og gefið út í „settum" upp á mörg kUó. Nú er þýska Hanssler-útgáfan í miðjum klíðum við „aldarlokaútgáfu" á öllu sem eftir Bach liggur, upp á 167 geislaplötur. Að ógleymdri 50 geisla- plötu-útgáfu á helstu píanóleikuram 1 vorra tíma. Nú er að bresta á 150 ára dánarafmæli Chopins (á mynd) og af tUefni verða eflaust gefnir út geisladiskar í metravis, þó svo til séu frábær „sett“ með tón- smíðum hans í meðfórum þeirra Vladimirs As- hkenazy, Arthurs Rubinstein og fleiri snUl- inga. Gagnrýnandi við New York Times, Beraard HoUand að nafni, er orðinn eUítið þreyttur á þessum viðamiklu afmælisútgáfum. Hann er einlægm- aðdáandi Chopins en leggur samt tU að haldið verði upp á þetta dánarafmæli meist- arans með því að banna tónlist hans í nákvæm- lega eitt ár; hætta að spUa hana á hljómleikum, í útvarpi og heima i stofu, snúa öUum portrett- um af honum tU veggjar og sefia allar nótur með tónsmíðum hans undir lás og slá. Hann viU að þeir sem kenni sónötur Chopins verði handteknir og að þeir sem blístri þær opinber- lega verði sektaðir. Sömuleiðis verði bannað að fialla um Chopin í fyrirlestrum, birta um hann greinar í blöðum og tímaritum, hvað þá að gefa út bækur um ævi hans. „Hversu undursamlega fersk verður ekki tónlist Chopins í eyrum okkar þegar þessu banni hefur loksins verið aflétt," segir Holland. Og bætir við: „Heiðrum við ekki minningu hans best með því að endurappgötva ferskleik- ann i tónlist hans?“ Umsjón Aðalsteinn Ingólfssnn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.