Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Qupperneq 20
32
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999
K I/J£JJÍJ VS \ <JJJ ‘
Merkileg vinna í eyðimörkinni í Patagóníu:
Nákvœm kortlagning á legu
mörg þúsund risaeðlueggja
Tölvukubbur á
slóð krabba-
meinsfrumna
Danskir vlsindamenn hafa
þróað nýja tækni sem þeir gera
sér vonir um að geti uppgötvað
krabbameinsfrumur miklu fyrr
í sjúkdómsferlinu en nú er
% mögulegt.
Hér, eins og svo víðar, er' það
kisilflögukubbur sem gerir
gæfumuninn. Áætlað er að
tæknin verði komin í notkun
innan fárra ára, að því er segir
í danska blaðinu Politiken. Það
eru vísindamenn við danska
tækniháskólann sem hafa þró-
að tölvukubbinn.
Nýja aðferðin þýðir að hægt
verður að ráðast gegn krabba-
meininu fyrr en ella. Með nú-
verandi greiningaraðferðum
eru krabbameinsfrumurnar
orðnar svo margar þegar þær
uppgötvast að sjúklingurinn
hefur það fjári skítt. Vonandi
verður hér breyting á.
Hjartanu líkar
hneturnar
Nú eru það hnetur sem mað-
ur verður að fara að gleypa í
stórum stíl. Þeir sem vilja
draga allverulega úr líkunum á
því að fá blóðtappa í hjartað
ættu að borða hnetur að
minnsta kosti fimm sinnum í
viku.
* Þannig hljóða niðurstöður
rannsóknar sem vísindamenn
við lýðheilsuskóla hins virta
háskóla Harvard gerðu á 86
þúsund konum. Rannsóknin
stóð í fjórtán ár. Sagt er frá
henni í Breska læknablaðinu.
Þegar konurnar borðuðu
hnetur að minnsta kosti fimm
sinnum á viku voru 35 prósent
minni líkur á að þær fengju
blóðtappa í hjartað en þegar
þær létu aldrei eða sjaldan ofan
í sig hnetur. í hnetum eru bæði
einómettaðar og fjölómettaðar
fitusýrur sem geta komið jafn-
vægi á kólesterólmagnið í blóð-
inu. Þá eru fleiri góð efni í
* hnetunum.
Geitur til að upp-
rœta illgresið
Nýjasta tækni og visindi eru
ekki alltaf hentugasta lausnin
við sérhverjum vanda. Borgar-
yfirvöld í Denver í Bandaríkj-
unum eru ekkert feimin við að
grípa til lágtæknilausnar í bar-
áttu sinni við illgresi sem hef-
ur vaxið stjórnlaust innan
borgarmarkanna. Litlar kasm-
írgeitur eru það sem dugar.
Geitunum er ætlað að éta ill-
gresi sem hefur skotið rótum
við ár og læki og á opnum
svæðum innan borgarmarka
> Denver og hrakið innfæddar
plöntur á brott. Það er líklegast
óþarfi að taka fram að geitun-
um finnst illgresið á við besta
súkkulaði.
Umræddar geitur eru smá-
vaxnar, svona á stærð við
hund. Hornin á þeim eru lítil
og þær eru hændar að mann-
' fólkinu.
Vísindamenn sem hafa verið að
störfum í eyðimörkinni í sunnan-
verðri Patagóníu eru nú langt
komnir með fyrsta hluta umfangs-
mikillar kortlagningar á svæði þar
sem þúsundir risaeðlueggja hafa
fundist.
Kortlagning svæðisins mun auð-
velda vísindamönnum að átta sig á
æxlunarmynstri risaeðlanna, að
sögn sérfræðinga.
„Þetta verður stærsta kortlagn-
ingin sem gerð hefur verið af risa-
eðlueggjum," segir Rodolfo Coria,
forstjóri Carmen Funes safnsins í
Neuquen-héraði í Argentínu.
„Við ætlum að gefa út kort sem
sýnir hvar öll eggin eru. Slíkt kort
hefur aldrei verið gert áður.“
Kortlagningin er síðasti áfangi í
uppgreftri sem hófst fyrir tveimur
árum. Þá greindu vísindamenn frá
þvi að fósturvísar risaeðlna hefðu
fundist í fyrsta skipti á suðurhveli
jarðar. Uppgötvun vísindamann-
anna vakti mikla athygli um heim
allan.
Coria segir að eggin tilheyri
dæmigerðri títanseðlu frá
Rómönsku Ameríku. Þau eru um
það bil áttatíu milljón ára gömul.
Eðlur þessar voru af graseðluætt,
með langan hala og háls, lítinn haus
og fjóra fótleggi svipaða og eru á fíl-
um.
Fyrst í stað er kortlagt svæði sem
hefur að geyma um tvö hundruð
risaeðluegg. í flestum þeirra eru
fósturvísar. Svæðið er um átján
kílómetrar að lengd og fimm til sjö
kílómetrar á breiddina. Að kort-
lagningunni lokinni munu vísinda-
mennirnir reyna að gera sér grein
fyrir því sem þeir eru með í hönd-
unum.
„Þetta var greinilega staður sem
risaeðlur völdu til að verpa eggjum
sínum,“ segir Coria. Hann segir þó
pf snemmt að fara að kalla þetta
hreiður.
Svæðið þar sem eggin fundust er
nú hrjóstrug eyðimörk. Fyrir átta-
tíu milljónum ára var þar öðruvísi
um að litast, frjósamt graslendi,
ekki ósvipað gresjunum í kringum
Buenos Aires.
Coria og staifsbræður hans við
bandaríska náttúrusögusafnið í
New York greindu fyrst frá uppgötv-
un sinni í nóvember síðastliðnum.
Coria segir að tiltölulega lítið af
risaeðluleifum hafi fundist í Pata-
góníu en þeim hafí þó farið fjölg-
andi að undanfornu. Þar á meðal
hafa fundist leifar af fjórum eða
fímm stórum kjötæturisaeðlum á \
svipuðum slóðum.
Vorið á Úranusi
ekkert til að öf-
undast út í
Vorið góða grænt og hlýtt á
svo sannarlega ekki við á reiki-
stjömunni Úranusi. Þvert á
móti. Þar geisar hið mesta óveð-
ur, marglit ský æða um himin-
hvolfið og frostið er hvorki
meira né minna en þrjú hundr-
uð gráður, eða þar um bil.
Stjarnvísindamenn geta nú í
fyrsta sinn af einhverju viti séð
hvernig vorið á Úranusi er með
því að beina geimsjónaukanum
Hubble að reikistjörnunni.
Ástæðan er sú að árið á Úranusi
er svo langt, eða sem svarar 84
árum á jörðinni, að sögn Heidi
Hammel sem starfar við tækni-
háskólann í Massachusetts, eða
MIT.
Árstíðaskipti verða á jörðinni
vegna þess að hún hallar eilítið
á sporbaug sínum umhverfis
sólina. Norðurhvel jarðar hallar
nú í átt að sólu og því er lang-
þráð vor farið að láta á sér
kræla þar.
Sama er upp á teningnum á
norðurhveli Úranusar sem er
sett saman úr ýmsum loftteg-
undum, svo sem helíum og
vetni. Sólin er nú farin að
verma yfirborð þess eftir
margra áratuga vetur. Sumar
kemur ekki til Úranusar fyrr en
árið 2007 þegar sólin verður yfír
miðbaug reikistjörnunnar.
í yfirlýsingu sem bandaríska
geimvísindastofnunin NASA
sendi frá sér í tilefni vorsins á
Úranusi segir að skýin þar séu
hin björtustu í utanverðu sól-
kerfinu og þau séu að öllum lík-
indum úr meþankristöllum sem
þéttist þegar heitar loftbólur
vella upp úr lofthjúp reikistjörn-
unnar.
Steingervingafræðingurinn Luis Chiappe frá bandaríska náttúrusögusafninu leitar að eggjum og fósturvísum risa-
eðlna í Patagóníu í Argentínu. Þúsundir eggja fundust á þessum slóðum og eru vísindamenn nú byrjaðir að kort-
leggja staðsetningu þeirra til að auðvelda frekari rannsóknir.
Gleðitíðindi úr heimi efnafræðinnar:
Súkkulaðiátið dregur úr lík-
unum á að fá hjartasjúkdóma
Góðar fréttir fyrir þá
sem átu yfir sig af páska-
eggjum á nýliðnum pásk-
um: Súkkulaðiát dregur
hugsanlega úr líkunum á
hjartasjúkdómum með
því að koma í veg fyrir að
æðamar til hjartans
stíflist.
Samkvæmt niðurstöð-
um rannsókna vísinda-
manna súkkulaðifram-
leiðandans Mars og Kali-
forníuháskóla í Davis
inniheldur kókó efnið ffa-
vonóíða sem verka eins
og andoxunarefni og get-
ur valdið því að óhrein-
indi og drulla festist ekki
við æðaveggina. Niður-
stöðurnr voru kynntar á
ráðstefnu bandaríska
efnafræðifélagsins í Ana-
heim í Kaliforníu í síð-
asta mánuði.
Vísindamenn
súkkulaðiframleiðandans
og háskólans i Davis
ganga lengra í skýrslu
sinni en gert hefur verið
til þessa með því að
benda á ákveðin fla-
vonóíð i súkkulaði sem
hindra oxun svokallaðs
slæms kólesteróls.
Talið er að sú oxun sé
lykilþáttur í því að æðar
þrengist og stíflist hugs-
anlega áður en yfir lýk-
ur og valdi þar með
hjartasjúkdómum.
Á ráðstefnu kókósér-
fræðinga í Madríd á
Spáni í fyrra kom fram i
máli vísindamanna að í
kókói væru meira en sex
hundruð efnasambönd
sem kynnu að gagnast i
baráttunni við krabba-
mein og hjartasjúkdóma
og sem gætu einnig
verndað ónæmiskerfi
mannsins og barist gegn
gigt og streitu.
í desember síðastliðn-
um sendu vísindamenn
við lýðheilsudeild
Harvardháskóla frá sér
skýrslu þar sem líkur
eru að því leiddar að
sælgætisát kunni að
lengja lífið.
Þá má geta þess að fla-
vonóíða er einnig að
finna í víni. Og rann-
sóknir hafa einmitt bent
til þess að hófleg vín-
drykkja dragi úr hætt-
unni á hjartasjúkdómum
og heilablóðfalli.