Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1999, Síða 21
MÁNUDAGUR 12. APRÍL 1999 jÍL ,a Netið er miðill Kosovostríðsins - heimasíða NATO stífluð með árásum frá Belgrad Sagt hefur verið að útvarpið hafi verið miðill seinni heimsstyrjaldar- innar og sjónvarpið miðill Víetnam- stríðsins. Margir vilja i dag meina að Netið sé miðill stríðsástandsins í Júgóslavíu. Netið hefur orðið vett- vangur stríðsreksturs bæði NATO og serbneskra yfirvalda á síðustu dögum. í fyrri styrjöldum hefur yfirvöld- um að mestu tekist að stjóma flæði upplýsinga frá stríðssvæðum en Netið hefur breytt þessu vemlega. Allir geta sett upp heimasíðu og komið þar fyrir sögum sjónarvotta jafnharðan og atburðir gerast. Jafn- framt geta allir komist í samband við umheiminn með tölvupósti og hafa margar fréttastofur utan Júgóslavíu fengið fjölda póstsend- inga frá Serbum sem lýsa skoðun- um sínum á loftárásum NATO á heimili þeirra. Atvinnuskapandi En jafnframt hefur það verið at- vinnuskapandi fyrir netfyrirtæki, sem í kjölfarið hafa fengið verkefni við allt frá verndun persónuupplýs- inga einstakra notenda, til baráttu við skæruhernað á Netinu. Fyrirtækið Internet Security Sy- stems (ISS) frá Atlanta er gott dæmi um hið síöarnefnda, en starfsfólk þess vinnur um þessar mundir hörðum höndum með Bandaríkja- her og öðrum stofnunum í Banda- ríkjunum við að halda heimasíðum þeirra öruggum fyrir árásum raf- barbara af ýmsu tagi. Og ekki er vanþörf á. í síðustu viku réðust t.d. tölvuþrjótar frá Belgrad á heimasíðu NATO og stífl- uðu hana með þvi að senda gríðar- legt magn af tölvupósti og fyrir- spurnum í gegnum síðuna. Þetta varð þess valdandi að almenningur gat ekki nýtt sér hana í töluverðan tíma. Rússneskir tölvuþrjótar gerðu slíkt hið sama við eina af heimasíð- um sjóhers Bandaríkjanna fyrir skömmu. Kostnaðurinn við að vemda heimasíðu fyrir slikum árásum er á bilinu frá 2.000 dollurum (um 140.000 krónur) til milljón dollara (um 70 milljónir króna), allt eftir umfangi heimasíðunnar. Næg verk- efni eru fyrir hendi ef marka má velgengni ISS, því fjöldi starfs- manna fyrirtækisins hefur fjórfald- ast síðan það var stofnað árið 1994. Fyrirtækið hefur jafnframt bætt við skrifstofum í Brussel, Tokyo og Sydney. Starfsemi af öðrum toga hefur einnig hlotið mikinn hljómgrunn meðal striðshrjáðra. Hún gengur út á að gera fólki kleift að skoða Netið og senda tölvupóst, án þess að hægt sé að rekja athæfið til þess. Það er fyrirtækið Anonymizer Inc. sem stendur fyrir þjónustunni og hafa þúsundir Serba og Kosovo-Albana nýtt sér hana að sögn forseta fyrir- tækisins. Heimabóksala býður Amazon.com birginn: Veltir milljónum á mánuði Þau Linda og Lyle Bowlin hafa byggt upp örlitla sam- keppni við bók- sölurisann Amazon.com með heimafyrirtæki sínu, Positively You. Margir vilja meina að saga þeirra sé merki um það hve einstaklingar geta náð langt í barátt- unni við risafyrir- tækin með því að nýta sér Netið á rétt- an hátt. „Ég tel alveg ljóst að hver sem er geti hafið viðskipi á Net- inu og hagnast af því,“ segir Lyle Bowl- in. Hann sjálfur hóf bóksöluna sem áhugamál með starfí sínu sem prófessor við háskólann í Norður-Iowa. Fyrst seldi hann einung- is sjálfshjálparbækur en nú er hann farinn að selja flestar tegundir bóka, þó aðallega metsölubækur. Ævintýrið byrjaði í raun fyrir al- vöru þegar hann uppgötvaði að hægt væri að kaupa bækur af sömu heild- sölu og Amazon.com verslar við á nokkum veginn sama verði ef keypt eru fimm eintök af hverri bók. Með því að virkja fjölskyldu sína, 18 ára dóttir hans sér um bókhaldið, eiginkonan hefur umsjón með að senda bækumar og hann sjálfúr sér um að viðhalda heimasíðunni, getur hann selt bæk- umar ódýrar en Amazon vegna minni kostnaðar við yfirbyggingu. Bóksölu- bransinn getur verið arðvænlegur á Netinu. Gnðarleg velta Bowlin telur að kostnaður sinn í byijun hafi verið um 2.500 dollarar (um 180.000 kr.). En viðskiptin hafa aukist gríðarlega síðan þá. í byijun var velta heimilisfyrirtækisins um 400 dollarar (um 28.000 kr.) á mánuði en nú er hún um það bil 4.000 dollarar (280.000 kr.) á degi hveijum. Margir vilja meina að velgengni Bowlins og annarra smárra netbóksala muni að lokum leiða til hruns stór- verslana á borð við Amazon.com. Verð hlutabréfa slikra verslana hafa rokið upp úr öllu valdi á hlutabréfamörkuð- um þrátt fyrir að þær hafi verið rekn- ar með bullandi tapi frá upphafi. Menn hafa hins vegar haft trú á því að hagn- aður muni verða af rekstrinum að lok- um þegar vaxtarverkir Netsins era yf- irstaðnir. En þegar margar litlar versl- anir geta boðið lægra verð en risamir er hættan orðin talsverð á að hinn væntanlegi hagnaður muni aldrei verða að ráunveruleika hjá stórversl- ununum.Slóð bókaverslunar Bowlin- fjölskyldunnar er http://www.positi- vely-you.com/ ORFRETTIR Gore með ólöglega heimasíðu Al Gore lenti heldur betur í vandræðum í síðustu viku þegar hann neyddist til aö t a k a ú t spurningalista fyrir börn af heimasíðu sinni vegna þess að hann samræmdist að öllum líkindum ekki nýjum lögum um persónuleynd. Hiö meinta ólöglega athæfi átti sér staö á þeim hluta heimasíðunnar sem er eingöngu ætlaður börnum og fólst í að biðja börn um að veita upplýsingar um fullt nafn, netfang og póstnúmer. Ný lög banna hins vegar umsjónarmönnum heimasíöna að biðja börn um slíkar upplýsingar nema fullt samþykki foreldra hafi veriö veitt. einstaklingsnota, og Windows NT, sem frekar er notað innan fyrirtækja, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta sagði Steve Ballmer, einn forráöamanna Microsoft í ræðu á WinHEC- ráðstefnunni í síöustu viku. Fyrirhugað haföi verið aö byggja næstu kynslóð stýrikerfa til einstaklingsnota á Windows NT stýrikerfinu. Nú hefur því hins vegar verið frestaö að samtvinna stýrikerfin og Ijóst oröið aö næsta stýrikerfi fyrir almenning veröur byggt á Windows 95 og 98. Ekki er Ijóst enn hvaö þaö mun heita. Sameinast um stórverslun Tveir af stærstu tónlistarútgefendum í heimi, Universal Music og BMG, tilkynntu í síðustu viku að þeir myndu sameinast um rekstur netverslunar þar sem seld veröur tónlist og ýmislegt henni tengt. Verslunin ætti að geta veitt stærstu verslunum með tónlist á Netinu, eins og CDNow og Amazon, talsveröa samkeppni þar sem þessi tvö fyrirtæki gefa út um 40% af allri þeirri tónlist sem seld er í Bandaríkjunum. Verslunin er á slóöinni http://www.getmusic.com Samruna Windows frestað Samruna stýrikerfanna Windows 95/98, sem einkum eru ætluð til Yahoo græðir Yahoo.com, sem rekur næstvinsælustu heimasíðuna á Netinu, græddi meira á fyrsta fjóröungi ársins en sérfræöingar á Wall Street höföu reiknaö meö. Yahoo, sem er eitt fárra netfyrirtækja sem getur stært sig af hagnaði, tilkynnti í síðustu viku aö hagnaöurinn á fjórðungnum væri um 16 milljónir dollara (um 1100 milljarðar króna). Þetta er mikil aukning miöað viö sama tímabil í fyrra en þá var hagnaðurinn um 3,3 milljónir dollara. Þjónusta Yahoo við almenning hefur aukist mikið á síöasta ári og segja stjórnendur fyrirtækisins það vera fyrst og fremst ástæöuna fyrir velgengni fyrirtækisins. Nokkrar sérsíður tileinkaðar ástandinu í Kosovo: Heimasíða um hermál: http://defence.janes.com/ NATO: http://www.nato.int/ Umfjöllun BBC: http://news.bbc.co.uk/hi/eng- lish/special-report/1998/kosovo/ Opinber heimasíða júgóslavnesku ríkisstjórnarinn- ar: http://www.gov.yu/kosovo/ Heimasíða Kosovo-Serba: http://www.kosovo.com/ Hernaður er nú ekki einungis rekinn með flugvélum og skriðdrekum, því Netið er farið að skipta sífellt meira máli á ófriðartímum. yyiar vomr JL */ Stuttkápur illegar úlpur Microkápur Hattar Mörkinni 6, sími 588 5518, bílasiæöi við búöarvegginn Auglýsing frá yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis um móttöku framboðslista og fleira Framboðsfrestur til alþingiskosninga 8. maí 1999 rennur út föstudaginn 23. apríl nk., kl. 12 á hádegi. Yfirkjörstjóm Reykjavíkurkjördæmis tekur á móti framboðslistum þann dag, kl. 10-12, í fundarsal borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjamargötu 11. Á framboðslista skulu vera að lágmarki 19 nöfn frambjóðenda en þó ekki fleiri en 38. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Þá skal hverjum framboðslista fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í Reykjavíkurkjördæmi. Fjöldi meðmælenda skal vera 380 hið fæsta en 370 hið flesta. Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir strikast nafn kjósandans út í báðum (öllum) tilvikum. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir í kjöri eru. Við nöfn meðmælenda skal greina kennitölu og heimili. Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis mun koma saman til fundar á sama stað mánudaginn 26. apríl 1999, kl. 17, til að ganga frá framboðslistunum, sbr. 38. gr. laga nr. 80/1987 um kosningar til Alþingis. Meðan kosning fer fram laugardaginn 8. maí 1999 verður aðsetur yfirkjörstjómar í Ráðhúsi Reykjavikur. Talning atkvæða að kjörfundi loknum mun fara fram í Hagaskóla, Fomhaga 1, Reykjavík. Reykjavík, 6. apríl 1999 Yfirkjörstjóm Reykjavíkurkjördæmis Jón Steinar Gunnlaugsson Ástráður Haraldsson Gautur Gunnarsson Hjörleifur B. Kvaran Sigurbjörg Ásgeirsdóttir 4. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.