Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 Fréttir Ævintýri í lífi hjóna á fimmtugsaldri: Tvisvar sinnum tví- burar á 2 árum „Þetta er vissulega ævintýri sem ekki allir fá aö upplifa. Það þýðir ekki annað en að bretta upp ermamar segir Guðbrandur Einarsson hjá Verslunarmannafélagi Suðumesja, en hann og Margrét Sumarliðadóttir eig- inkona hans eignuðust tvisvar sinn- um tvíbura á tveimur árum. Seinni tvíburamir fæddust í febrúarmánuði síðastliðnum. Þau hjónin era að skriða á fimmtugsaldurinn og eiga fyrir tvítugan son. Guðbrandur segir að alltaf hafi staðið til að bæta við bami en engan hafi órað fyrir þessum ósköpum. 3 verða 7 „Ég flutti inn í nýtt raðhús með þriggja manna fjölskyldu fýrir nokkrum árum. Skömmu síðar flutti ég út með sjö manna fjölskyldu vegna Bíður niðurstöðu: Svefnlaus í Sviss „Þetta mál hefur oft haldið fyrir mér vöku og gerir enn,“ sagði Þórður Ingvi Guðmundsson, fyrrverandi for- stjóri eignaleigufyrirtækisins Lindar, í samtali við DV í gær. Þórður Ingvi var þá við störf sín í fastanefnd is- lands hjá Alþjóða- stofnuninni í Genf í Sviss þar sem hann hefur búið og starfað aö undanfómu. Þórður Ingvi var ráðinn í utanrík- isþjónustuna eftir fjárþurrð hjá Lind upp á 800 milljónir króna. „Ég bíð niðurstöðu rannsóknar máls- ins hjá rikislögreglustjóra en læt þetta að öðm leyti ekki trufla störf min hér,“ sagði Þórður Ingvi. Jón Snorrason, saksóknari hjá Ríkislögreglustjóra sem fer með rannsókn málsins, sagði í DV á mánudaginn að þrýstingur væri á embættinu að ljúka rannsókn Lind- armálsins sem fyrst. Það væri hins vegar enginn hægðarleikur þvi máls- gögn væm tröilaukin. -EIR Þóröur Ingvi Guðmundsson. Margrét Sumarliðadóttir og Guðbrandur Einarsson með tvenna tvíbura, stúlkurnar Sólborgu og Sigríði og synina Einar og Gunnar. Fyrir áttu þau tvítugan son. DV-mynd Pjetur þess að raðhúsið var orðið of lítið. Ég þurfti líka að skipta um bO og er nú kominn á sjö manna rútu,“ segir Guð- brandur. Fyrri tvíburamir vora stelpur, Sól- borg og Sigríður. Seinni tvíburamir vora strákar, Einar og Gunnar. Elsti strákurinn heitir svo Davíð. Guð- brandur segir að dagurinn hjá fjöl- skyldunni hefjist strax á sjöunda tím- anum alla morgna og sjálfur sé hann kominn á fulla ferð um leið og hann opnar annað augað: „Við hjónin sofum ekki lengur í sama svefhherbergi. Ég er með stelp- rnnar hjá mér en mamma þeirra með strákana. Ef strákarnir vilja báðir pela um leið þá er ég vakinn til að að- stoða. Maður er að meira og minna alla nóttina. Sem betur fer era stelp- urnar búnar að fá pláss á dagheimili þannig að ég get unnið á meðan þær era þar. Á meðan er Margrét heima með strákana," segir Guðbrandur, sem verður að flýta sér heim strax að loknum vinnudegi, því þar bíða fjögur bleiuböm. Hann er búinn að reikna út að bleiukostnaðurinn á heimilinu er 15 þúsund krónur á mánuði, ef hann kaupir bleiumar af tilboðspaili hjá Bónusi. Annars era þær miklu dýrari. Og það er hopp og hí við kvöldverðarborðið. Hrein tilviljun „Þetta er hrein tilviljun að við skyldum eignast tvíbura í tvigang. Konan mín er tvíburi sjálf, þannig að þetta hlýtur að liggja í hennar genum. Sjálfur á ég náskyldan frænda sem á tvíbura, en um aðra tvíbura í fjöl- skyldu minni veit ég ekki,“ segir Guð- brandur. Margrét tvíburamóðir er hár- greiðslumeistari og hefur ekki getað unnið úti undanfarin ár vegna bam- eigna. Fyrir þeim möguleika er ekki gert ráð í tryggingakerfinu og hefur Margrét því farið á mis við fæðingar- orlof sem aðrar mæður fá möglunar- laust. Guðbrandur hefur skrifað Tryggingastofhun bréf vegna þessa, en þar fóma starfsmenn höndum og segjast ekkert geta gert. Það sé ekki venja að fólk sé að eignast tvisvar sinnum tvíbura með svo stuttu milli- bili. Og sjö manna rútan kostaði sitt: „Ég þurfti að greiða miklu hærri tolla af þessum bíl en öðrum, þó svo ég sé aðeins að eignast bíl utan um fjölskylduna. Ég var ekki að kaupa bílinn til að monta mig á en þaö virð- ist enginn gera ráð fyrir að fólk geti lent í þessum aðstæðum," segir Guð- brandur, en er þó þrátt fyrir allt í sjö- unda himni. Hann og eiginkona hans era að upplifa ævinýri lífs síns sem enginn gat séð fyrir, „ ... erfitt en gam- an,“ segir hann. -EIR Samræmdu prófin búin: Nemendur til sóma - Qölmargir fóru í ferðalög - kyrrð í miðbænum í gærkvöld Nemendur Valhúsaskóla í skýjunum yflr próflokum. Þeir fóru strax að lokn- um prófum í ferðalag á Snæfellsnes, líkt og nemendur fjölmargra annarra skóla í gær. DV-mynd Hilmar Þór Samræmdu prófum tíundubekkj- amema lauk í gær með prófi í ensku. Úti um allt land hlupu setu- þreyttir nemendur fagnandi út úr skólum sínum. Oftar en ekki hefur það borið við að krakkamir safnist saman í stórum hópum eftir prófin og þá aðallega á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta hefur veriö foreldrum og skólayfirvöldum til mikils ama. Því skipulögðu flestir skólar í samráði við félagsmiðstöðvar á höfuðborgar- svæðinu ferðir í tilefni prófloka. Þumalputtareglan er síðan sú að þeir sem ekki fóru eða komust ekki í ferðimar þurftu að mæta sam- kvæmt stundaskrá í morgun. Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla, sagði þátttökuna vera mjög góða þar. „Um 70% nemenda skráðu sig í ferðina. Þetta er sólar- hringsóvissuferð og var hún skipu- lögð af foreldrum í samráði við fé- lagsmiðstöðina Hólmasel. Það á að vera fjör hjá krökkunum fram eftir nóttu og spilað eftir eyranu hvenær er haldið heim á morgun,“ sagði Þórður Kristjánsson skólastjóri. í Réttarholtsskóla var annað upp á teningnum. Þar stóð til að hafa ferð en áhuginn reyndist vera svo lítill að hætt var við. „Ég reikna með því að foreldrar ætli þá að sinna börnum sínum í kvöld," sagði Haraldur Finnsson skólastjóri. Nemendur Valhúsaskóla bragðu einnig undir sig betri fætinum. „Það verður farið vestur á Snæfells- nes og er hugmyndin að skoða hella og fara á jökulinn ef veður leyfir,“ sagði Sigfús Grétarsson skólastjóri. „Þaö er mjög góð þátttaka, 41 af 58 nemendum skráðir í ferðina. Síðan eiga eflaust einhverjir eftir að bæt- ast við. Það hefur færst í aukana að fara í slíkar ferðir, einmitt vegna þess að það var orðinn siður hjá unglingunum að safnast saman og halda upp á þessi tímamót með mis- jöfnum hætti. Þegar svona mikill Qöldi safnast saman þá getur eitt og annað gerst,“ sagði Sigfús Grétars- son, skólastjóri Valhúsaskóla. Nokkur hópur nemenda safnaðist saman í miðborg Reykjavíkur í gær- kvöld. Þar var allt með kyrrum kjörum og allir fóru snemma til síns heima. Lögreglan lét því vel af ástandinu í morgun. -hvs Stuttar fréttir i>v Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokkurinn og Borgar- byggðarlistinn gengu frá samkomu- lagi um myndun nýs meirihluta í Borgarbyggð i gærkvöld. í dag verða samráðsfundir hjá Sjálfstæðisflokki og Borgarbyggðarlista þar sem flokksmenn hvors flokks fara yfir samninginn. Visir.is sagði frá. Tóbakiö í apótek Þorgrímur Þráinsson, fram- kvæmdastjóri Tóbaksvama- nefndar, hefur viðrað þá hug- mynd að ein- skorða tóbaks- sölu við apótek og stórhækka verðið á því um leið. Dagur sagði frá. Jaröskjálfti Rétt fyrir klukkan 17 í gær varð jarðskjálfti sem átti upptök sín skammt sunnan Súlufells, um 8 kiló- metra norðnorðaustur af Hvera- gerði. Mældist hann 2,8 stig á Richterskvarða. Skjálftans varð vart allt til Reykjavíkur og austur í Rang- árvallasýslu. Framsókn tapar Framsóknarflokkurinn tapar meira en þriðjungi fylgis á Austur- landi samkvæmt nýrri skoðana- könnun sem Gallup gerði fyrir Rik- isútvarpið. Vinstri hreyfingin - grænt framboð er nálægt þvi að fá kjördæmakjörinn mann. Samfylk- ingin fengi einn mann kjörinn inn á þing, með um fjórðung atkvæða. RÚV sagði frá. Iðja vill í Eflingu Aðalfundur Iðju, felags verk- smiðjufólks í Reykjavík, hefur samþykkt að óska eftir viðræðum við Eflingu - stétt- arfélag með það fyrir augum að sameinast þessu stóra félagi. Guð- mundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, býst við að sameining geti orðið á næsta ári. Vísir.is sagði ffá. Bónus í Smárann Ætlunin er að setja upp nýja Bón- usverslun í hluta þess húsnæðis sem Hagkaup nýtir núna undir verslun sína á Smáratorgi. Vísir.is sagði frá. Eftirliti hætt Heilbrigðiseftirlit Suðumesja ætl- ar að hætta umhverfis- og mengun- areftirliti á svæðum Vamarliðsins um næstu mánaðamót að sögn Rík- issjónvarpsins. Vamarliðið er hætt að borga fyrir þetta starf. Strætó burt Sjálfstæðismenn í borgarstjóm Reykjavíkur vilja að fundin verði ný lóð undir starfsemi SVR. Þeir lögðu í dag fr am tillögu í borgarráði um að hefja undirbúning að flutningi fyrir- tækisins, að sögn RÚV. Atkvæöatalningarvél Reykjavíkurborg hefur keypt vél til að telja atkvæði í kosningunum ffam undan. Hún var sérpöntuð, því íslenskir atkvæðaseðlar era óvenju- stórir. Dagur sagði frá. Nettó - nei takk Ókunnur maður tók sig til í gær og setti upp skilti fyrir framan Sam- komuhúsið á Akureyri þar sem á stóð: Nettó, nei takk. Til greina hef- ur komið að reisa Kea-Nettó verslun fyrir framan Samkomuhúsið. Engin hækkun Meirihluti borg- arráðs vísaði í gær frá tillögu sjálf- stæðismanna um aðlaunl6áraung- linga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði hækkuð um 3,5%. Sjálfstæðismenn telja það nauðsynlegt að þessi aldurs- hópur fái sömu launahækkun og aðr- ir í Vinnuskólanum. Fjárhagsaöstoö hækkar Borgarráð samþykkti í gær tillögu félagsmálaráðs um 8,3% hækkun fjár- hagsaðstoðar ffá 1. maí. Hækkunin er í takt viö hækkun á vísitölu neyslu- verðs frá maí 1995 til apríl 1999. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.