Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1999 7 Fréttir Álver Noröuráls: Þetta er aðeins byrjunin - sagði Kenneth Peterson, eigandi og forstjóri CVC DV, Grundartanga: Efnt var til hátíðarhalda 24. apríl í tilefni þess að álver Norðuráls á Grundartanga er að fullu tekið til starfa. Það er hið eina sinnar teg- undar í heiminum sem er í eigu einkaðila og heimsmet var sett í byggingu þess. Fyrsta skóflustung- an að álverinu var tekin 29. mars 1997 og steypuvinna hófst í júní 1997. Byggingu kerskála var lokið í apríl 1998 og þá fóru væntanlegir starfsmenn til þjálfunar til Þýska- lands. Fyrsta starfsemi var 8. júní 1998 og fyrsta álið var flutt frá Grundartangahöfn í ágúst 1998. Gangsetningu allra 120 keranna var að fullu lokið 15. janúar 1999. Hið nýja álver Norðuráls er á Grundartanga, i 50 km fjarlægð frá Reykjavík. Framleiðslugeta þess nú er 60.000 tonn á ári, en stefnt er að 180.000 þúsund tonna framleiðslu. Gert er ráð fyrir þremur áfongum - annar áfangi er aukning um 30.000 tonn á ári og þriðji um 90.000 tonn á ári. Margir fluttu ávarp á laugardag: Björn Högdahl álversstjóri, Kenn- eth D. Peterson, eigandi og for- stjóri Columbia Ventures Cor- poration, Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Álver Norðuráls er dótturfyrirtæki Col- umbia Ventures í eigu Kenneth Peterson. Hann sagði að þetta væri aðeins byrjunin. Nú væri unnið að því að auka framleiðsl- una um 50% og síðan tvöfalda hana frá því. „Það stendur ekki á okkur að byrja framkvæmdir, það ræðst einvörðungu af framboði á orku og ég bind vonir við það að þessi stækkun geti orðið eftir um það bil tvö ár,“ sagði Peterson. Hjá Norðuráli vinna nú um 150 manns. -DVÓ Frá vinstri: Kenneth Peterson, eig- andi Norðuráls á Grundartanga, Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, Har- aldur Sturlaugsson, forstjóri HB, Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Þórður Friðjónsson, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðu- neyti, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. DV-mynd DVÓ Garðyrkjuskólinn 60 ára: Sextugt en síungt afmælisbarn - sagði skólastjórinn, Sveinn Aðalsteinsson DV, Hverageröi: í ár heldur Garðyrkju- skóli rikisins í Ölfusi upp á sextugsaf- mæli sitt með veglegri af- mælisdag- skrá. Hátíðin hófst á sum- ardaginn fyrsta og auk almennrar kynningar á starfsemi skólans og ís- lenskri garð- yrkju sáu nemar skólans um ýmsar uppákom- ur. Afmælishátíðin stóð í fjóra daga að þessu sinni í tilefni stórafmælis- ins. Þann 23. apríl heimsóttu nem- endur grunnskólans í Hveragerði skólann og kynntu sér og unnu við ýmis verkefni tengd umhverfismál- um og garðyrkju, svo sem að greina tegundir og aldur trjáa, hvaða gróð- ur hentaði best og hvar. Eftir hádegi kom forseti íslands, Ólafur Ragnar, og heilsaði upp á yngri grunnskólanema sem stóðu með íslenska fánann í höndum. Að ávarpi forsetans loknu fengu bömin ís frá „lífvörðum forsetans“. Sveinn Aðalsteinsson, skólastjóri garðyrkjuskólans, ávarpaði gesti, forseta, viðstadda alþingismenn, eldri borgara og aðra og ræddi um Ólafur Ragnar forseti flytur ræðu á afmælishátíðinni. DV- mynd Eva starfsemi skólans. Sagði hann m.a. að Garðyrkjuskóli ríkisins væri öfl- ugur fjárfestir á sviði heilbrigðis- mála á íslandi. Efasemdir hefðu ver- ið uppi hér áður fyrr um hvort skól- inn gæti staðið undir nafni en nú dyldist engum að hér væri um mjög þarft skólastarf að ræða. Forseti ís- lands hélt síðan stutta tölu þar sem hann m.a. óskaði aðstandendum skólans og öðrum íslendingum til hamingju með afmælið. Að loknum ræðuhöldum skoð- uðu gestir sig um i þessu fagra um- hverfi á einum besta degi ársins. 25. apríl var dagur umhverfisins og dagskrá hans spunnin út frá því. -eh BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Suður-Mjódd, breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016. Landnotkun í Suður-Mjódd breytist annars vegar að hluta til úr blöndu af verslunar-, þjónustu- og stofnanasvæðum í útivistarsvæði til sérstakra nota og hins vegar að hluta til úr almennu útivistarsvæði og útivistarsvæði til sérstakra nota í blöndu verslunar- og þjónustu og útivistarsvæðis til sérstakra nota. Jafnframt fellur niður tengibraut neðan Þverársels frá Skógarseli að Fífuhvammsvegi í Kópavogi og ný tengibraut verður lögð í framhaldi af Álfabakka, um undirgöng undir Breiðholtsbraut, samsíða Reykjanesbraut og tengist Fífuhvammsvegi. Þá er í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga auglýst tillaga að deiliskipulagi Suður-Mjóddar, þar verður íþróttasvæði, almennt útivistarsvæði, stofnanasvæði, verslun, þjónusta og íbúðir. Ofangreind tillaga er til kynningar í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10:00 til 16:15 frá 28. apríl til 26. maí 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 9. júní 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Kleppsvík, deiliskipulag í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi í Kleppsvík Deiliskipulagið nær yfir lóðirnar Skútuvogur 3,7,9 og Kjalarvogur 14 og 16. Ofangreind tillaga er til kynningar í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10:00 til 16:15 frá 28. apríl til 26. maí 1999. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 9. júní 1999. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. SHARP ER-A150 Sjóövél SHARP AL-1000 10 eintök á mínútu Stafrœn iNINiSLA Ljósnitunarvélar, faxtæki og sjóövélar BetPi tæki enu vandfundin! Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar | B R Æ Ð U R N I Rj Lágmúla 8 • Sími 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.