Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 frikmyndir « Sam-bíóin: Message in Bottle Sending úr fortíðinni Blaðamaðurinn og skútusmiðurinn. Kevin Costner og Robin Wright Penn í hlutverk- um sínum. ★★ Einmana og fráskilin móðir finnur flöskuskeyti á ströndinni hvar í er ástar- og saknaðarbréf frá karli til konu. Svo vill til að konan stundar eftirgrennslan og stað- reyndaleit fyrir dálkahöfund á stóru dagblaði þannig að henni verður ekki skotaskuld úr að hafa uppi á höfundi bréfsins. Hún vitjar hans og kemst að því að hann hefur misst konu sína tveimur árum áður og er enn í sárum. Konan hefur hrifist af einlægni bréfsins og vill vita meira um þennan fiskimann sem kann svo vel að tjá sig um innstu hjartans mál. Með þeim takast náin kynni en þriðja manneskjan, sú látna, er enn á sveimi og gerir sambandið mun flóknara en ella. Þessi tárakreistir er eins og send- ing úr fortíðinni, maður gæti ímyndað sér Gary Cooper og Greer Garson gera þetta með sóma og sann fyrir svona eins og sextíu árum. Það er allavega auðvelt að ímynda sér að handritið hafi fund- ist í flöskuskeyti sem velkst hafi í sjónum í áratugi. Þetta er óskamm- feilin rómantík, saga um missi og nær óbærilegan söknuð eftir því sem hefði getað orðið á öðrum enda vogarskálarinnar, og örlagaríka samfundi og endurnýjun á hinum endanum. Víst er hér ýmislegt þokkalega gert. Leikur Costners, Wright Penn og Newmans er hóf- stilltur og látlaus, framvind- an að mestu sömuleiðis og myndimar fallegar. En ein- hvem veginn nær þetta ekki að verka nægilega sterkt á mann, til þess er flest of slétt og fellt. Að auki dett- ur myndin stundum út í kjána- gang, sykursæt tónlist eyði- leggur senur sem hefðu staðið ágætlega án dísætra strengja og píanós. Einu samfarasenu myndarinnar er einnig ofaukið, þetta er svona nærmyndasúpa sem við höfum séð allt of oft áður og virkar aðeins hjákátlega. Fyr- irsjáanleiki hrjáir einnig frásögnina en það hefði kannski verið í lagi ef sannfæringin hefði verið til staðar. Þar er nefnilega stærsta vandamál myndarinnar; hún er í hróplegri mót- sögn við okkar kaldhæðnu tíma. Höf- undar hennar hafa ákveðið að búa til rómantískt melódrama upp á gamla móðinn en heykjast á því að fara alla leið, því þeir vita sem er að áhorfend- ur nútímans kaupa ekki slíkt i dag. Um leið fellur grunnhugmynd- in um sjálfa sig því svona frá- sagnir (sem og raunar allar aðrar) standa og falla með trú höfunda verksins á því sem þeir eru að gera. Þetta er svo allt toppað með lokakafla sem er gersam- lega út úr kú og skilur myndina mátt- lausa eftir, eins og stjómlausa skútu á úfnu hafi. Leikstjóri: Lois Mandoki. Handrit: Gerald DiPego, eftir samnefndri skáldsögu Nicholas Sparks. Kvik- mynd: Caleb Deschanel. Aðalhlut- verk: Kevin Costner, Robin Wright Penn, Paul Newman. Ásgrímur Sverrisson Kvikmynda GAGNRÝNI Regnboginn: The Faculty Líkamsþjófar á unglingaveiöum Það hefði mátt halda að eitt- hvað bitastætt kæmi út úr samstarfi leikstjórans Robert Rodriquez (Desperado, From Dusk Till Dawn) og handritshöfundarins Kevin Willi- amson (Scream, I Know What You Did last Summer), en svo bregðast krosstré sem önnur tré, The Faculty er þegar best lætur samsuða góðra hugmynda en hefur enga festu sem heildarverk. Ekki er frumleikanum fyrir að fara, heldur er farið í klassíkina Invasion of the Body f O P P % o í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 23. - 25. apríl. Tekjur í mllljónum dollara og helldartekjur Keanu Reeves leikur aöalhlutverkiö í vinsælustu kvikmyndinni, The Matrix. Matrix aftur á toppinn Eftir aö hafa dottið niður í annað sætið í síðustu viku fer vísindatryllirinn The Matiix aftur í efsta sæti listans og eru tekjur af myndinni að nálgast 120 milljónir dollara á aðeins fjórum vikum. Gamanmyndin Ufe, þar sem Eddie Murphy og Martin Lawrence eru í aðalhlutverkum, sem kom The Matrix úr öðru sæti listans í síðustu viku, er nú í öðru sæti og viröist ekki ætla aö verða sú metaðsóknamnynd sem aöstandendur hennar gerðu ráð fyrir. Tvær nýjar kvikmyndir, Pushing Tln og Lost & Found, fengu ekki hljómgrunn og verður að telja víst að þær eigi báðar stutta lífdaga á listanum. Vert er að geta einnar annarrar nýrrar kvikmyndar, eXistenZ, sem vakið hefur mikla athygli. Henni var aöeins dreiftí fáein kvikmyndahús en nær þó að kíkja inn á listann. eXistenZ er nýjasta kvikmynd David Cronenbergs og sem fyrr fer hann ekki venjulegar leiðir. í myndinni leikur Jennifer Jason Leigh tölvuforritara sem býr til nýjan leik sem síðan festir sig inn í minni þátttakenda. Auk Jason Leigh leika í myndinni Willem Dafoe, Juse Law, Sarah Polley og Christopher Eccleston. -HK Tekjur 1 Heildartekjur 1. (1) The Matrix 12.642 117.082 2. (1) Life 11.257 37.016 3- (3) Never Been Kissed 6.014 31.012 4. (-) Pushing Tin 3.555 3.555 5.(4) Analyze this 3.107 95.467 6- (-) Lost and Found 3.024 3.024 7.(5) 10 Things 1 Hate about You 2.717 28.771 8. (7) Go 2.020 23.310 9. (6) The Out-Of-Towners 2.017 23.310 10. (8) Forces of Nature 1.620 48.125 11. (9) Cookie's Fortune 1.306 5.169 12. (10) Shakespeare in Love 1.256 91.661 13. (13) Life Is Beautiful 1.222 51.808 14. (12) Twin Dragons 0.894 6.204 15. (13) Doug's lst Movie 0.781 16.947 16. (19) Foollsh 0.718 4.078 17. (-) eXistenZ 0.705 0.705 18. (16) Baby Geniuses 0.626 23.618 19. (-) A Walk on the Moon 0.605 1.840 20. (17) October Sky 0.514 29.146 HJzg Snatcher og henni breytt í táningatrylli. Þar með erum við komin með lik- amsþjófa utan úr heimi sem gera innrás í mannslíkamann. Stokely (Clea Duvall) reynir að forða sér undan óvættinni. The Faculty gerist að mestu innan veggja menntaskóla sem má muna betri daga. Strax í byrjun er tónninn gefinn þegar skólastýran verð- ur fórnarlamb leikfimi- kennarans og eldri kennslukonu sem að sjálfsögðu eru ekki það sem þau sýnast. Líkams- þjófarnir fá að athafna sig í skólanum þar til nördinn Casey (Elijah Wood) flnnur lítið kvik- indi á fótboltavellinum og sýnir það félögum sinum. Þegar kvikindið er látið í vatn lifnar það heldur betur við. Krakk- arnir huga þó ekki nán- ar að þessu þar til tvö þeirra verða vitni að því þegar hjúkrunarkona skólans er drepin, en vaknar jafn- skjótt til lífsins aftur. Þegar krakk- arnir fara síðan að líta í kringum sig taka þeir eftir mörgu óvenjulegu í háttalagi annarra nemenda og kennara, meðal annars því að allir virðast vera að drekka vatn í tíma og ótíma. Það sem háir The Faculty fyrst og fremst er að hún er markaðssett fyr- K v i k m y n.d a GAGNRÝNI ir unglinga og því óþarflega mikið ijallað um skólarómantík, með til- heyrandi skólahúmor, sem er að mestu misheppnaður. Þetta dregur talsvert úr spennunni sem myndast í kringum geimhryllinginn. Rodriguez og Wiliamson hafa gert betur og í raun undarlegt að verða vitni að slíku metnaðarleysi frá tveimur hæfileikamönnum. Leikstjóri: Robert Rodriguez. Handrit: Kevin Williamson. Kvik- myndataka: Enrique Chediak. Tón- list: Marco Beltrami. Aðalleikarar: Eliajah Wood, Jordana Brewster, Clea Duvall, Josh Hartnett, Laura Harris og Shawn Hatosy. Hilmar Karlsson ’studögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.