Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 9 i>v Útlönd Skotar eru margir ekkert of hrifnir af pólitískum afskiptum kvikmynda- leikarans Seans Connerys. Þessi gamli Bond-leikari er eindreginn þjóðernissinni og vill ekkert minna en sjálfstæði Skotlands. Þykir mörgum það of stór biti að kyngja. Aðskilnaðarsinnar á undanhaldi: Sean „Bond“ Connery fær bara skömm í hattinn DV, Edinborg: „Skotar eiga að vera eins og aðr- ar þjóðir, sjálfstæðir," sagði gamli Bond-leikarinnar Sean Connery á fundi med flokksbræðrum sínum hér í Edinborg í gær. Þetta þykir nú flestum Skotum of mikið og vilja ekki að hann blandi sér meira i kosningabaráttuna fyrir þingkosn- ingamar 6. maí. Gamli Bond er í skoskum fjöl- miðlum sakaður um að æsa til þjóð- rembings því hann hafi engin hald- bær rök fram að færa fremur en aðrir aðskilnaðarsinnar í kosninga- baráttunni. Flokkur aðskilnaðar- sinna, Skoski þjóðarflokkurinn, nýt- ur nú minnkandi fylgis eftir að hafa verið jafnstór Verkamannaflokkn- um á tímabili. Þá voru þessir tveir höfuðand- stæðingar í skoskum stjómmálum báðir með 40 prósenta fylgi. Nýjasta skoðanakönnun ætlar að- skilnaðarsinum 29 prósent en Verkamannaflokknum 48 prósent. Því þykir þegar ljóst að aðskilnaðar- sinnar fá ekki að halda um stjómar- taumana eftir kosningar og ekki að vinna að sjálfstæöi landsins. Mörgum Skotum finnst lika að frægasti sonur landsins, Sean Conn- ery, eigi að hafa sig hægan og láta heimamenn um að ákveða framtíð sína. Enginn meirihluti er fyrir sjálfstæði og þá er bara að taka því. Málið snýst öðru fremur um pen- inga. Það kostar Skota 450 millj- arða íslenskra króna að byggja upp nýjar stjómarstofnanir í eigin landi. Þaðerofdýrt að mati flestra landsmanna. -GK Ert þú að tapa réttindum? Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfírlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1998: Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Lífeyrissjóður Rangœinga Lífeyrissjóður Suðurlands Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík Lífeyrissjóður Vesturlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Sameinaði lífeyrissjóðurinn FAIR ÞU EKKIYFIRLTT en dregið hefur verið af launum þinum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfírlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þins í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 dagafrá dagsetningu yfírlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit lauanseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjaída þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissj óðnum ekki verið kunnugt um iðgj aldakröfuna. Ertu á leið í nám eða á námskeið í haust ?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.