Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoóarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgalds. 20.000 atkvæði glatast Eftir glæsilegt prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík og á Reykjanesi benti flest til þess að bræðingur vinstri manna hefði erindi sem erfiði í komandi Alþingiskosn- ingum. Draumurinn um sameinaða vinstri menn var ekki langt undan. Síðan hefur allt snúist í höndum fram- bjóðenda Samfylkingarinnar, sem hefur mistekist að nýta sér þann meðbyr sem þeir höfðu - þeim hefur ekki tekist að virkja velvilja sem margir báru til þeirra. Þegar DV birti fyrstu skoðanakönnun eftir prófkjörin fögnuðu samfylkingarsinnar mjög, enda fylgið litlu minna en SjálfstæðisfLokksins. En svo fóru frambjóðend- ur í kosningaham. Fram að þessu hefur kosningabarátta Samfylkingar- innar verið marklaus - hún hefur engu skilað og raunar fremur haft neikvæð áhrif á hug kjósenda. Miklar vænt- ingar um stóran og öflugan flokk hafa orðið hógværari með hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri sem sýna minnkandi fylgi. „Sigur er 31-32 prósent og þar yfir,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, í blaðaviðtali eftir að mesta sigurvíman var runnin af honum. Þannig verða menn nægjusamari eftir því sem líður að kosning- um, en þetta er í fyrsta skipti sem stjórnmálaforingi í stjómarandstöðu telur fylgistap milli kosninga vera sér- stakan sigur. Samfylkingin hefur beitt öllum þeim ráðum sem kunn em úr stjómmálabaráttu, auglýsingar tröllríða fjölmiðl- um, bæklingar og pésar fylla bréfalúgur og frambjóðend- ur gefa loforð, sem fáir vita hvernig verða greidd. En kjósendur láta sér fátt um finnast - frambjóðendum Sam- fylkingarinnar hefur ekki tekist að ná trúnaði og trausti þeirra sem ráða ferðinni á kjördag. Verði uppskeran svipuð því sem skoðanakannanir benda til, verður það ekki aðeins áfall, heldur pólitískt skipbrot fyrir Samfylkinguna. Það hlýtur að vera nötur- legt fyrir frambjóðendur hennar að horfa upp á árang- ursleysi undanfarinna vikna. Svo virðist sem neikvætt samhengi sé á milli kosningabaráttunnar (sem kostar tugi milljóna króna) og fylgis meðal kjósenda. í könnun DV 8. febrúar sl. var fylgi Samfylkingarinn- ar 35,6% eða litlu minna en Sjálfstæðisflokksins. Ætla má að um eða yfir 195 þúsund manns hafi kosningarétt í komandi kosningum. Reynsla fyrri ára bendir til að bú- ast megi við að minnst 172 þúsund þeirra leggi leið sína á kjörstað. Sé miðað við fylgi Samfylkingarinnar í áður- nefndri könnun ætluðu liðlega 61 þúsund íslendingar að gefa henni atkvæði sitt. Könnun DV í liðinni viku - og síðan skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem staðfestir niðurstöður henn- ar - leiddi í ljós að fylgi samfylkingarsinna hefur hrapað niður í rúm 24%, sem þýðir að rúmlega 41 þúsund kjós- endur ætla að ljá þeim atkvæði sitt. Þannig hafa um 20 þúsund atkvæði saxast af Samfylkingunni á tveimur mánuðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar bætt við sig nær 13 þúsund atkvæðum, Framsóknarflokkur- inn um 2.200 og Vinstrihreyfmgin - grænt framboð lið- lega 4 þúsund atkvæðum. Árangurinn í kosningabaráttunni er því lítill hjá Sam- fylkingunni og frambjóðendur hennar hljóta að hugsa með hryllingi til þess að á hverjum degi hafa að jafnaði 270 kjósendur orðið þeim afhuga. Fátt er ömurlega fyrir stjómmálamann en sú vitneskja að hver nýr dagur boð- ar ekkert annað en færri atkvæði. Óli Björn Kárason „Það er alveg sama hvort um er að ræða „gamla Framsókn" eða hina „nýju“. Þetta er sami grauturinn í sömu skálinni," segir Guðmundur Árni í greininni. - Formaður Framsóknarflokksins flytur ræðu. Nýju fötin keisarans! áróður Framsóknar- líÍAÍiarÍnn flokksins um þessar r^jaiiai mu mundir. Núna allt í einu muna þeir fram- sóknarmenn eftir flöl- skyldupólitíkinni, öldruðum og öryrkjum og öllu hinu í velferðar- pólitíkinni. Að vísu hljómar þetta allt dálít- ið falskt og loðið, ekki síst þegar til þess er lit- ið að þetta eru einmitt málaflokkarnir sem ráðherrar Framsóknar- flokksins fóru með á yf- irstandandi kjörtíma- bili, þ.e. heilbrigðis- og tryggingarmálin og fé- lagsmálaráðuneytið, þannig að stærstur hluti velferðarmálanna „Kjósendur eru engir kjánar. Framsókn einfaldlega sveik kosningaloforðin frá síðustu kosningum. Það er kjarni máls• ins. Þeir höfðu tækifærin til að standa við stóru orðin, en not- uðu þau ekki.“ Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður Samfylk- ingarinnar „Þið fyrirgefið okkur vonandi gott fólk, að við skyld- um gleyma fjöl- skyldunni og hags- munum hennar á yfirstandandi kjör- tímabili. Einnig fórst alveg fyrir að gaumgæfa og bæta stöðu aldraðra og öryrkja. Baráttan gegn vímuefnunum fór enn fremur for- görðum. Og svo voru það algjör mistök af okkar hálfu að skerða barnabæturnar svona mikið. Við vorum held- ur ekki alveg með á nótunum varðandi þjónustu á heil- brigðissviðinu og þess vegna standa sjúkrastofnanir höllum fæti. Þá fóru jafnréttismál- in í hálfgerða úti- deifu. En núna ætl- um við að muna eftir þessu öllu saman. Við lofuð- um að vísu að gera dálítið í þessum málum þegar kosningar voru í að- sigi fyrir fjórum árum, en það var bara svo mikið að gera í öðru að við komumst ekki til þess. En núna lofum við að gleyma þessu ekki næstu fjögur árin. Þá ætlum við að gera rosalega mikið og ætl- um alls ekki að gleyma velferðar- málunum ef við fáum að vera áfram í ríkisstjórn. Þess vegna væri ágætt, ef þið kjósendur góðir gæfuð okkur annað tækifæri...“ Svona hljómar hann í stílfærðu og samþjöppuðu formi, kosninga- hefur verið á þeirra hendi. Björgun eftir fjögur ár Halldór Ásgrímsson orðaði það til að mynda þannig í sjónvarps- auglýsingu Framsóknarflokksins, að ef 200 íslendingar væru villtir og í erfiðleikum uppi á hálendi, þá myndu hjálparsveitir þegar verða sendar á vettvang og íslendingar allir standa að baki þeim björgun- arleiðangri. Og hann bætti við að á þann hátt ætlaði Framsóknar- flokkurinn að ráðast gegn vímu- efnavandanum. Allt þetta hljómar ágætlega, eða þangað til menn velta því fyrir sér hvort landsmenn myndu biða að- gerðarlausir í heil fjögur ár með að senda björgunarleiðangurinn á hálendið - þ.e. í baráttuna gegn vímuefnavandanum. Og ekki síst þegar þingmenn Samfylkingarinn- ar fluttu tillögu á tillögu ofan um að björgunarleiðangurinn yrði þegar sendur af stað, en Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn skelltu við skollaeyr- um. Kjósendur eru engir kjánar. Framsókn einfaldlega sveik kosn- ingaloforðin frá síðustu kosning- um. Það er kjami málsins. Þeir höfðu tækifærin til að standa við stóru orðin, en notuðu þau ekki. Þótt loforðalistinn nú sé endurtek- inn og endurbættur frá því síðast, þá er það þannig að fólk kaupir ekki svikna vöru tvisvar. Van- máttugar tilraunir forystu flokks- ins að breyta um lit og lögun og fara í felulitina með því að breyta heiti Framsóknarflokksins og kalla hann hina „nýju Framsókn" er einkar neyðarleg. Það er alveg sama hvort um er að ræða „gamla Framsókn" eða hina „nýju“. Þetta er sami grauturinn í sömu skál- inni. Hann er allsber Það þekkja allir söguna af nýju fótum keisarans. Það er alveg sama hversu oft og lengi frambjóð- endur Framsóknarflokksins dá- sama hin nýju sparifót foringjans og hversu litskrúðugar auglýsing- amar eru,,þá sjá allir að hann er klæðalaus. Hann og flokkurinn em einfaldlega afhjúpaðir - þeir era allsberir! Guðmundur Ámi Stefánsson Skoðaiúr aimarra Kirkjan og geimurinn „Kirkjan lætur sér sæma að fetta fingur út í það fjármagn sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ver í að senda geimflaug til Mars og bendir á að hefði því verið varið til vatnsöflunar í þriðja heim- inum hefðu milljónir manna fengið aðgang að hreinu vatni. Það má til sanns vegar færa en hvað varðar íslenska kirkju um Geimvísindastofnun Bandaríkjanna? Kannski liggur hún vel til höggsins þar sem enginn er henni til varnar. En hvernig var þetta með bjálkann og flísina? Hvað ver íslensk þjóð- kirkja mörgum milljónum á ári í kalda steinsteypu, parket, pluss og fallíska veldissprota á hverjum hól?“ Reynir Harðarson í Mbl. 27. apríl. Rislágir kosningafundir „Við getum sagt að þessi stóru kosningamál séu ekki endilega til staðar að þessu sinni en vissulega snúast þessar kosningar um málefni eins og alltaf. Vissulega skiptir þó máli hverjir era í framboði og upp að vissu marki snúast kosningar líka um menn. Þeir kosningafundir sem haldnir hafa verið eru ekki rismiklir sem kemur til af því að ágreiningur milli framboða er ekki ýkja mikill almennt talað." Arnar Páll Hauksson í Degi 27. apríl. Skattfrjálsir dagpeningar flugliða „Flugliðar sem starfa um borð í millilandaforam Flugleiða hf. njóta skattfrjálsra dagpeninga jafnvel þótt þeir komi til baka samdægurs og beri lítinn eða engan kostnað sem dagpeningum er ætlað að mæta.... Venjulegur vinnustaður flugliða getur því hvergi annars staðar verið en um borð í flugfóram. Hvers vegna skyldu þeir njóta frádráttar á móti dag- peningum vegna starfa á venjulegum vinnustað en aðrir ekki? Engin lög heimila þessa fyrirgreiðslu í skattkerfinu og því er um hrein og klár skattsvik að ræða sem stunduð eru með vitneskju og samþykki stjórnvalda." Örn Gunnlaugsson i Mbl. 27. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.