Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 28. APRIL 1999
Rúnar Harðarson, Vesturbergi
146, Reykjavík: Er þaó ekki stefna
Sjálfstœðisflokksins að eyóa klíkustarf-
semi eins og á sér stað hjá samgöngu-
ráöherra sem úthlutar hinum og þess-
um vinum og œttingjum og stjórnmála-
mönnum um allt land leyfum leigubif-
reiðastjóra fram hjá öllum reglum.
„Ég held þú hafír ekkert fyrir þér í
þessu. Samgönguráðherrann úthlutar
ekki leyfunum, sérstök nefnd annast
um þessar leyfisveitingar og formaður
Frama er í þeirri nefnd. Annars þekki
ég ekki einstök dæmi um þessi leyfí."
Friðþjófur Jóhannsson, Reykja-
vík: Finnst þér ásœttanlegt aó sóknar-
dagabátar fái aðeins að róa 23 daga á
ári?
„Ég hef ekki á reiðum höndum neitt
það kerfi sem leiðir til að menn geti
veitt miklu meira en áður án þess að
það bitni á þeim dögum sem menn
hafa, meðan dagakerfið gildir. Þetta
veistu, Friðþjófur."
Eignarskattsmörk
Guðmmidur Helgi Þorsteinsson,
Seltjamamesi: Finnst þér aó ríkið
œtti að setja meira jjármagn í íþrótta-
hreyfinguna og getur þú séð fyrir þér aö
foreldrar, sem eiga böm í íþróttum, fái
skattaafslátt vegna kostnaðar af þátt-
töku þeirra?
„Ég held að það sé erfítt að blanda
þessum þætti inn í skattamálin sér-
staklega. Við höfum forðast það að
hafa skattskýrslur einstaklinga of
flóknar. Ég vek síðan athygli á því að
það er ekki bara ríkið sem leggur heil-
mikið fjármagn til íþróttamála heldur
einnig sveitarfélögin. Síðan er því iðu-
lega gleymt að íþróttafélögin eru hluti
af hópum sem hafa ríkisvarið lottó.
Þessi framlög hljóta menn að skilja
sem beina rikisstyrki af því að þetta er
ríkisvarið lottó.“
Baldur Hannesson, Reykjavlk:
Hvað mœlir á móti því að afnema leigu-
kvóta?
„Ég tel að afhám leigukvóta mundi
draga úr hagræðingu í greininni og
ekki verða til góðs. Að ósk sjómanna-
forystunnar höfum við dregið úr
möguleikum manna til að leigja kvóta
frá sér. Við höfum aukið skyldur
manna til eigin veiða úr kvóta. Við
höfum, að kröfum sumra, búið til
kvótaþing. En það hefúr ekki reynst
nægilega vel. Við erum búnir að banna
það að nokkur aðili geti átt meira en
10% af kvóta. Það eru ekki slíkar
hömlur í öðrum atvinnugreinum. Við
höfum líka sagt að við viljum auka-
gjald á útgerðina þannig að hún standi
undir kostnaði við greinina. Þetta eru
skref í þá átt að koma til móts við sjón-
armið manna í þjóðfélaginu. Við erum
í fullri alvöru að tala um að reyna að
ná sátt um þessa atvinnugrein. Það er
nauðsynlegt."
Ólafur Bergmann, Grafarvogi:
Hvenœr má eiga von á því aó maður
geti átt eign upp á meira en 7-8 millj-
ónir án þess að þurfa aó borga af
henni skatt?
„Mér fmnst þessi tala vera of lág og
er mjög ákafur um að hún hækki.
Mér finnst óeðlilegt að fólk sem er að
kaupa sér eignir á löngum tíma og
borgar skatt af launum sínum á með-
an borgi síðan eignarskatt af eigninni.
Við erum mjög aftarlega á merinni í
heiminum hvað þetta varðar. Mér
þætti eðlilegt að þessi eignarskatts-
mörk lægju í kring um 10-12 milljón-
ir hjá hjónum. Það gæti verið fyrsta
skrefið."
Helena Ólafsdóttir, Reykjavik:
Hvað finnst þér um að námsmenn geti
ekki unniö eins og þeir vilja á sumrin
án þess aó vera fyrir skerðingu á lán-
um.
„Lánasjóðurinn hefur verið hugs-
aður til þess að skapa mönnum skil-
yrði til þess að komast í gegnum sitt
nám. Hann er niðurgreiddur og því
hafa menn viljað fara að öllu með gát.
Á hinn bóginn hefur Lánasjóðurinn
verið að efla sína þjónustu við náms-
menn upp á síðkastið. Ég held að við
veitum sambærilega eða jafngóða
þjónustu og flestir aðrir. Það er nauð-
synlegt að skilyrðin og kjörin séu
ekki þannig að þau dragi úr vilja
manna til að vinna. Þessi skilyrði eru
mun opnari en áður. Skerðingar-
mörkin hafa verið hækkuð."
-ótt/hvs/SÁ/ JBP/hlh
svoleiðis hlutum eins og hann fékk
árið 1987. Á hinn bóginn tel ég að sókn-
armarkið gangi ekki upp. Ég tel að við
höfum prófað það, kynnst því og ég hef
séð aðrar þjóðir kynnast því, t.d. vini
okkar, Færeyinga. Það hentar ekki og
er ekki arðvænt. En sem betur fer þá
er öryggi byggðanna meira en það var
áður þegar öll þessi fyrirtæki voru rek-
in á horriminni og voru alltaf að fara
á hausinn. Annaðhvort var það vinnsl-
an, útgerðin eða hvort tveggja. Sam-
fylkingin leggur til að kvótakerfmu
verði hent og eitthvað annað tekið upp
eftir tvö eða þrjú ár sem þeir vita ekld
hvað er. Það er ekki skynsamlegt."
Tryggvi Júlíus Húbner: Ertu
ánœgður með hin nýju lög um endur-
upptöku sem voru samþykkt og teluróu
möguleika á því aó Hœstiréttur hafni
beiöni um endurupptöku ef hún kemur
fram eftir 1. maí þegar lögin taka gildi?
„Ég er ánægður með að það náðist
fram þessi breyting. Menn vildu hins
vegar hafa breytinguna þannig að hún
opnaði ekki upp á gátt allt í slíkum
málum því ákveðin festa þarf að ríkja.
Mér þótti það lakara að þegar Geir-
fmnsmálið var til meðferðar í Hæsta-
rétti á sínum tima skyldu ekki vera til
lagaskilyrði til þess að taka málið upp.
Nú hafa þau lagaskilyrði verið sett af
þinginu. Hins vegar get ég ekki fullyrt
um hvemig Hæstiréttur mun líta mál-
ið þrátt fyrir þessi nýju skilyrði. Það
er skipting milli löggjafar-, fram-
kvæmda- og dómsvalds. Framkvæmda-
valdið og löggjafarvaldið hafa sagt sina
sögu en dómsvaldið verður að segja
sína sögu og ég get ekki gefið því nein
fyrirmæli. Þeir hvorki mættu né ættu
að hlusta á slík skilyröi."
Guðjón G. Gunnarsson, Reykhól-
um: Er eitthvað í bígerð til styrktar fá-
mennum afskekktum byggóum, eins og
Árneshreppi á Ströndum?
„Ég hef talið að angi af heilbrigðri
byggðastefnu sé sá að slíkar jaðar-
byggðir fái sérstaka aðstoð. Ég tel að
það felist innan þeirrar byggðaáætlun-
ar sem við erum að gera. Ég tel að
hægt sé að taka á því með sértækum
hætti.“
Trúnaður um fjármál
Þráinn Brynjúlfsson, Kópavogi:
Finnst þér að Jjármál stjómmálafiokk-
anna eigi aó vera opin og öllum Ijós?
„Nei, ég tel að fjármál stjómmála-
flokkanna eigi að vera bundin trúnað-
arsambandi milli styrktaraðila flokk-
anna og viðkomandi flokka. Það sé
hluti af lýðræðiskerfinu i landinu að
Stóri bróðir - ríkið - eigi ekki að vera
með puttana í þessu. Þetta er dálítið
erfítt fyrir okkur að skilja hér í skand-
inavískum löndum sem hafa mikla trú
á ríkisvaldinu. En alls staðar annars
staðar, eða víðast hvar, hafa menn góð-
an skilning á því að þetta trúnaðar-
samband eigj að rikja. Hins vegar em
flokkamir bókhaldsskyldir og endur-
skoðunarskyldir og þannig á það að
vera.“
land hefur horft á þessi lönd sem fyrir-
mynd. Hvemig sérð þú velferöarkerfiö
hér fyrir þér?
„Fundið hefúr verið að því að ís-
lendingar eyddu minna til tiltekinna
velferðarmála en Norðurlandaþjóðim-
ar. Þá hefúr það gleymst að ríkisút-
gjöld Norðurlandanna era svo miklu
meiri en okkar almennt. Danir tóku
sér tak þegar Poul Schlúter var við
stjóm i 10 ár eftir hörmulega stjómar-
tíð jafnaðarmanna og Danir komust á
réttan kjöl á nýjan leik og gæta sín nú
í þessum efúum. Við höfum gætt okk-
ar en erum jafúframt með velferðar-
kerfi sem er ekkert síður virkt en vel-
ferðarkeríi annars staðar á Norður-
löndum. Það er meginatriðið að það
fara ekki endilega saman eyðsla og
gæði. Við viljum nýta fjármuni vel, við
viljum hafa velferðarkerfið en ekki að
það drepi hér allt í dróma eins og hef-
ur gerst í Svíþjóð og í Danmörku áður
en það var leiðrétt."
Halldór Guðmundsson, Reykja-
vík: Hverjar eru erlendar skuldir
landsins og hvaó hefur verió greitt mik-
ið nióur af erlendum skuldum?
„Við höfum verið að greiða niður er-
Amþór Amarsson f Grafarvogi:
Er ekki vegið að barnafjölskyldum,
fólki sem þarf aó auka tekjur sínar en
lendir í jaóaráhrif-
um á sköttum, tekju-
tryggingum á
barnabótum og
slíku?
„Að vísu er það
þannig að þegar
tekjutrygging á
barnabótum var
ákveðin á sínum
tíma var ákveðið að
lækka tekjuskattinn
um leið. Éf þú legg-
ur þetta saman og
berð saman við ann-
ars staðar á Norður-
löndum þá kemstu
að raun um að þú
ert betur staddur
með okkar kerfi en
þeirra.“
Logi Hjartarson.
Skeljagranda 2.
Reykjavík: Vœruó
þió tilbúnir aó sjá til
þess að örorkubœtur
skeróist ekki gagn-
vart tekjum maka?
„Þetta hefur verið rætt og menn
hafa reynt að sjá til þess að heimilis-
tekjumar væra þannig að við þær
verði búið. Auðvitað er það svo að ef
makinn hefur sæmilegar tekjur þá era
bæði hjónin betur stödd en gerist
kannski hjá einstaklingnum. Engu að
síður hefur það verið rætt í mínum
flokki og annars staðar að menn þurfi
að gæta sín að skerðing af þessu tagi
dragi ekki úr vinnumöguleikum fjöl-
skyldunnar."
Magni Magnússon, nemandi að
Laugum: Okkur hérna í skólanum
langar til að vita hvaö þú œtlar að gera
fyrir okkur, unga kjósendur. Maður er
aó spá í að kjósa Sverri. Eitthvaó veró-
ur að gera í kvótamálunum, kvótinn er
aö komast á fimm hendur og ástandið
á Vestfjöröum hrikalegt.
„í 17 stærstu fyrirtækjunum í kvóta
í landinu era núna 20 þúsund eigend-
ur en áður bara fáar fjölskyldur. Það
er vont þegar fólk með delluhugmynd-
ir er að slá ryki í augu fólks. Varðandi
Vestfirðinga vora þeir því miður síð-
astir að aðlagast þessu kerfi, það er
misvitrum stjómmálamönnum að
kenna.“
Jóhann Guðnason, Hafnarfirði:
Ég hjó eftir því í gœr í sjónvarpsviðtali
viö Sverri Hermannsson aó þú kaust að
leggja ekki spurningu fyrir hann. Tek-
urðu ekki Sverri Hermannsson og
Frjálslynda flokkinn alvarlega?
„Jú. Ég kaus að leggja ekki spum-
ingar fyrir neinn í þessum yfirheyrsl-
um Stöðvar 2. Það kom út í spumingu
Stöðvar tvö eins og ég væri að neita að
spyrja Sverri Hermannsson sérstak-
lega. Ég tel að það hafi sannast í gær
að sjónvarpsmennimir era miklu betri •
spyijendur en við stjómmálamennim-
ir.“
Áslaug Cassata, Reykja\ók: Hvaó
finnst þér um alla þessa bölsýni sem
kemur fram í málflutningi Samfylking-
arinnar og þœr nei-
kvœðu auglýsingar
sem hún hefur sent frá
sér og beinast m.a að
þér og þinni persónu?
„Ég verð að segja
eins og er að ég er dá-
lítið undrandi á þeim,
sérstaklega á heilsíðu-
auglýsingum sem birt-
ar era með þessum
hættinum til. Svo era
reyndar póstkort gefin
út og dreift með mynd-
um af mér sem kvóta-
eiganda en ég held að
þeir hafi ekki fundið
heimilisfangið hans
Ágústs Einarssonar og
hafi því fundist sjálf-
sagt að beina þessu að
mér. Að öðra leyti
finnst mér afskaplega
leiðinlegt að menn
skuli fara fram með
jafú neikvæðum hætti
og þama er gert. Ég
held að fólk vilji þetta
ekki og það skýri að
nokkra að fólkið er að falla frá stuðn-
ingi við Samfylkinguna."
Helga Þorsteinsdóttir, Suðumesj-
um: Hvað finnst þér mœla gegn því að
hœkka ellilaunin upp í 150 þúsund?
„Af hveiju nefnirðu ekki hærri tölu
en það, 300 þúsund eða þess háttar?
Svar mitt er bara þetta: Ég tel mikil-
vægt að kaupmáttur þessara launa
hækki en ég vil ekki gefa væntingar
sem ekki er hægt að byggja á. Það
gerði ég ekki fyrir síðustu kosningar
en kaupmáttur launanna hefúr hækk-
að síðan um 24%. Þýðingarmest fyrir
eldri borgara í þessu landi sem flestum
öðrum er aö efúahagsástandið sé
sæmilegt."
Þráinn Brynjúlfsson, Kópavogi:
Hvaóa skoðun hefurðu á beinu lýórœði
og treystirðu þjóðinni til aó hafa áhrif
á stór mál með þjóðaratkvœðagreiöslu?
„Þjóðin hefur, þegar hún hefur ver-
ið spurð í slíkum efnum, ekki farið út
af sporinu. Á hinn bóginn er það
þannig að það er vandmeðfarið hvem-
ig spurt er í þjóðaratkvæði, eins og
sést t.d. þegar spurt er í skoðanakönn-
unum. Það geta komið algerlega ólík
úrslit eftir því hvemig spumingunni
er hagað. Þetta er því afar vandmeðfar-
ið. Við búum hins vegar við fúlltrúa-
lýðræði. Það er skilvirkt og ég tel að
það eigi að vera meginstefúan. Það era
heimildir í stjómarskrá fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslu og ég tel að í sumum til-
vikum mætti nota þær meira en gert
er. Um spumingu um inngöngu í Evr-
ópusambandið yrði að fara fram þjóð-
aratkvæðagreiðsla þar sem í henni
felst slíkt afsal á fullveldi o.s.frv.“
Skuldalækkun
Guðlaug Júlíusdóttir, Reykjavík:
Velferóarríki Norðurlandanna hafa
staðið illa vegna felagsmálakerfa sinna
sem virðast hafa þanist of mikið út. ís-
lend lán sem ekki hafa einu sinni ver-
ið gjaldfallin en heimilt að greiða af
þeim samt. Á tveimur árum höfum við
greitt niður erlend lán sem samsvarar
35 milljörðum króna. Þetta þýðir að
vaxtagreiðslur af erlendum lánum fara
hratt minnkandi. Við erum ekki að
borga útlendingum vexti heldur getum
notað þá peninga sem sparast í ýmis
verkefni hér innanlands. Áður vora
menn að auka skuldir þjóðarinnar,
líka þegar vel áraði. Það stendur til að
halda áfram að greiða þessar erlendu
skuldir niður í stórum stíl.“