Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999
'ennmgu
Gaman að fá að semja
tónlist án málamiðlana
Umsjón
Aðalsteinn Ingólfsson
Fleiri orðabækur
Á orðabókaráðstefnu Hagþenkis, sem hald-
in v£ir á Degi bókarinnar, viðr-
uðu þátttakendur skoðanir
sinar á því sem betur mætti
fara í útgáfu hjálpargagna fyr-
ir þýðendur og fræðimenn.
Efstar á óskalista þeirra
voru auknar og endurbættar
útgáfur íslensku samheita-
orðabókarinnar og ís-
lenskrar orðabókar. Einnig
kom fram áhugi á að nýta
tölvutæknina betur til að
svala þörfum fyrir góð
gagna- og orðasöfn.
Á móti upplýstu full-
íslenskrar málstöðvar og
uróabókar Háskólans að á vegum þeirra færi
fram hröð uppbygging orðasafns í rafrænu
formi. Enn fremur er hafið á vegum Náms-
flokka Reykjavíkur að semja orðasafn í raf-
rænu formi þar sem íslenska er þýdd yfir á
mörg tungumál. Einnig stefnir Mál og menn-
ing að endurskoðaðri útgáfu íslenskrar orða-
bókar á geisladiski, auk þess sem verkið kem-
ur út á bók.
Nýlega bárust tíðindi þess efnis að ungu
íslensku tónskáldi, Atla Ingólfssyni, hefði
verið boðið að semja verk fyrir hinn fræga
Arditti-kvartett, helsta flytjanda nýrrar
kammertónlistar í heiminum í dag. Verkið
var síðan frumflutt á mikilli tónlistarhátíð í
Berlín snemma í marsmánuði. Tónverk Atla,
sem hann nefndi HZH Strengjakvartett nr. 1,
var þar í góðum félagsskap, því á efnisskrá
þeirra Arditti-manna voru einnig kvartettar
eftir þá Luigi Nono og Iannis Xenakis. í
Hannoverische Algemeine Zeitung (19.3) er
til þess tekið að „íslendingurinn ungi“ hafi
átt í fullu tré við þessa stórmeistara nú-
tímatónlistar. í Tagesspiel (17.3) er kvartett
Atla talinn markverðasta framlag ungs tón-
skálds til tónlistarhátíðarinnar. í sömu grein
er rætt er um margbrotið tónmál hans og
hæfileika hans til að tefla saman ólíkum
„mállýskum" tónlistarinnar; leikrænni til-
gerð og markvissri hófstillu, hrífandi dans-
við þessum hraða búið til að geta svar-
að strax öllum spurningum þeirra og
það er ekki alltaf auðvelt að flnna ná-
kvæmlega réttu svörin þegar verið er
að æfa verk í .fyrsta sinn. Það er merki-
legt að sjá þá stilla sig saman í erflðustu
köflunum: Þeir anda saman eins og einn
maður og allt smellur á örskömmum tíma. Eft-
ir æfmgamar finnst manni reyndar eins og
þessir tæknilegu hæfileikar þeirra verði til
þess að túlkunin gleymist, en þetta er bara
þeirra vinnuaðferð: Á tónleikunum sjáifum
leika þeir svo af einbeitni og innblæstri sem
tekur af allan vafa um að þeir eru ekki bara
tæknilegir virtúósar heldur fyrsta flokks tón-
listarmenn. í upphafi æflnga gætti skiljanlegr-
ar tortryggni í minn garð, einkum þar sem ég
hafði leyft mér að nota þverband, lítið apparat
sem sett er á fyrstu fiðlu og sellóið og styttir dá-
lítið strengina. Þetta er algengt á gítar í popp-
músík, en hefur mér vitanlega aldrei áður ver-
ið notað á strokhljóðfæri. Þeir voru
hins vegar fljótir að sætta sig við
þetta, enda hafði ég séð fyrir að
þetta ætti ekki að valda þeim mikl-
um erfiðleikiun. Tækið veldur því
að lausir strengir fyrstu fiðlu verða
aðrir en á annarri fiðlu. Þetta
breytir nokkuð hinum hefðbundna
kvartetthljómi.
Aðalatriði að verkið
Óborganlegar fyrirsagnir
Góðvinur menningarsíðunnar er fundvis á
ýmislegt skemmtiefni sem tengist blaða-
mennsku. Frá honum, og væntanlega Inter-
netinu, berast upplýsingar
um „bestu“ fyrirsagnir
bandarískra blaða á árinu
1998. Margar þeirra byggjast
á nánast óþýðanlegum - og
oft óheppilegum - orðaleikj-
um, sem erfitt er að yfirfæra
á annað mál. Annað kemst til
skila með umorðun, til dæm-
is: „Eitthvaó fór úrskeióis þeg-
ar þotan fórst aö mati sér-
frœðinga". „Hjón stungin til
bana; lögregla hefur rök-
studdan grun um moró". „Kirkjugaröur gjör-
eyóilagöist í hvirfilbyl, margir látnir". „Tvœr
systur hittast eftir 18 ár á kassanum hjá Hag-
kaupi". Og þá kemur upp í hugann sígild ís-
lensk fyrirsögn, sem Morgunblaðið mun eiga
heiðurinn af: „Skreió til Nígeríu yflr Sahara".
Gunnar og Óðinn
Fyrirlestrar eru nú fluttir með reglulegu
millibili í Reykholti á vegum Snorrastofu. í
kvöld (miðvikudag) kl. 21 mun Bergur Þor-
gensson, bókmenntafræðingur og forstöðu-
maður Snorrastofu, halda fyrirlestur sem ber
heitið Njála og fornir frásagnarhœttir. Til-
raun til túlkunar á utanferö Gunnars á Hlíó-
arenda. Að sögn fyrirlesara er frásögnin af
ævintýrum Gunnars í framandi heimi al-
mennt talin byggjast á minnum sem m.a.
tengjast munnmælum um Óðin. Tilvalið að
skutlast upp í Reykholt nú þegar vegir eru
orðnir ágætlega greiðfærir.
Óhætt að hafa það erfitt
Hafói pöntunin einhver áhrif á þaö hvernig
verkió var unniö?
„Þegar ég vissi að
Arditti-kvartettinn mundi
flytja það vissi ég að mér
var óhætt að hafa það
erfitt i flutningi. Einn
kunningi minn taldi jafn-
vel að því erfiðara sem
það væri, því betur myndu þeir flytja það!
Ekki svo að skilja að ég sækist sérstaklega
eftir því að semja erfið verk, en það er gott
að geta leyft sér að vinna án málamiðlana.
Þetta á einkum við um ryþmann í verkunum
mínum. Hann lifir eigin lífi og getur hlaðist
upp í býsna flókna fleti ef ég leyfi honum
það. Ég miða þó yfirleitt við að skrifa ekkert
sem góður flytjandi getur ekki lært á einum
mánuði.
fæðist heilbrigt
Kaþólskir á íslandi
Fáir íslenskir kirkjusöfnuðir eru duglegri
að gefa út ýmiss konar kver en sá kaþólski,
þar sem Torfi Ólafsson er sérstök drifíjöður.
Nýlega hefur söfhuðurinn gefið út tvö kver,
annars vegar Kaþólska kirkjan frá 14. öld til
okkar daga, hins vegar Kaþólska kirkjan á ís-
landi á mótum ár-
þúsunda. Hið fyrra
er byggt á fyrir-
lestrum sem dr. Jo-
hannes Gijsen
biskup flutti siðast-
liðinn vetur í Safn-
aðarheimilinu í
Landakoti. Ein af
niðurstöðum hans
er að kaþólska
khkjan sé nú mik-
ilvægasta dómstig
heimsins í siðferðismálum, „ekki síst vegna
þess að hún hélt fast í pólitískt sjálfstæði sitt
og varðist því af öllu afli að fagnaðarboðskap-
urinn yrði notaður í „pólitískum” tilgangi,
svo sem reynt var með svokallaðri „frelsunar-
guðfræði".
í síðara kverinu er að fmna þrjá fyrirlestra
sem haldnir voru á ráðstefnu fyrir kaþólskt
fólk í Viðey í september 1997: Hugleiöing um
kristna trú á mörkum árþúsunda eftir séra Ai-
dan Nichols, Trúboó og starfshœttir kaþólsku
kirkjunnar á 20.öld eftir Gunnar F. Guð-
mundsson sagnfræðing og Kaþólska kirkjan á
íslandi - horft til næstu aldar eftir dr. Johann-
es Gijsen.
Atli Ingólfsson: „Hélt að Þjóðverjar væru kaldir og yfirvegaðir..."
hrynjandi og harðsvíraðri naumhyggju. Die
Welt (16.3) leggur meiri áherslu á tilbreyting-
arleysi kvartettsins, sem gert hefði óvenju-
legar listrænar kröfur til flytjenda. í
Berliner Morgenpost (17.3) er verk Atla sagt
„góð tónsmíð", en flutningur Arditti-kvar-
tettsins er talinn fremur „vanabundinn".
Atli og kona hans, Þuríður Jónsdóttir,
flautuleikari og tónskáld, búa ásamt Þor-
gerði dóttur sinni í Bologna á Ítalíu. DV
grennslaðist fyrir um aðstæður hans og þá
sérstaklega þátttökuna í tónlistarhátíðinni í
Berlín.
„Þannig var að maður í verkefnavalsnefnd
hátíðarinnar, Stephan Winkler, hafði sam-
band við mig og bað mig að kynna verk mín
fyrir nefndinni. Hann hafði eitt sinn leikið
verk eftir mig og líkað það vel. Síðan var
ákveðið að panta hjá mér verk til flutnings á
tónleikaröð Arditti-kvartettsins, en hún var
þannig hugsuð að á þrennum síðkvöldstón-
leikum átti kvartettinn að flytja einn mikil-
vægan strengjakvartett frá áttunda áratugn-
um og eitt nýtt verk. Ég bað þá í guðanna
bænum að segja mér ekki með hvaða „mikil-
væga“ verki ætti að frumflytja mitt verk, því
ég vildi ekki láta það hafa áhrif á smíðina.
Ég var reyndar þegar með kvartett i undir-
búningi svo pöntunin kom sér ágætlega."
Nafn verksins, HZH, hvaö átti þaó aó fyrir-
stilla?
„Það réðist líka af pönt-
uninni og varð þýskt. HZH
er skammstöfun fyrir
Haut, Zúnge, Herz (húð,
tunga, hjarta). Þetta er lík-
ingarmál sem á við um
þrjú sjónarhorn mín á
tónefnið: Ég skoða það ýmist sem hreint
hljóð (húð), sem setningar í ræðu (tunga) eða
sem hreinan ryþma (hjarta), og músíkin
ferðast stöðugt á milli þessarra þriggja fasa.
Þetta er fyrsti strengjakvartettinn minn, en
meðan ég samdi urðu til hugmyndir sem
væntanlega munu nýtast mér í fleiri slíka.
Ég fann ýmsa fleti á þessu formi sem mig
langar til að þróa áfram.
Hvernig gekk svo ungu tónskáldi ofan af ís-
landi aö lynda vió heimsfrœga tónlistarmenn
á borö viö Arditti-kvartettinn?
„Samstarfið við kvartett-
inn gekk vel. Þeir eru geysi-
lega fljótir að læra verk og
skilja hvernig það á að
hljóma, enda frumflytja
þeir fjöldan allan af verkum
á ári hverju. Tónskáldið þarf reyndar að vera
Hvernig tókst svo flutningur
verksins?
„Verkið var
flutt á fyrstu
tónleikum rað-
arinnar og lenti
með löngum og
erfiðum kvartett
eftir Luigi Nono,
auk þess sem
tveimur styttri verkum var á end-
anum bætt á efnisskrána. Þetta
var í litla salnum í Konzerthaus
(fyrrverandi Austur-Berlín) sem
var fullur. Það var auðvitað flytj-
endunum að þakka því þeir eru
viðfrægir og eru sérstaklega um-
talaðir i Þýskalandi um þessar
mundir þar sem þeim voru út-
hlutuð hin eftirsóttu Siemens tón-
listarverðlaun fyrir þetta ár.
Þegar verk mín eru frumflutt
fer eiginlega öll einbeitingin í æf-
ingarnar og áhyggjurnar
snúast um hvort hitt og
þetta muni koma rétt út í
verkinu. Ég hugsa eiginlega
ekkert um áheyrendur, velti
þvi bara ekki fyrir mér
hvemig verkinu verði tekið.
Aðalatriðið er að verkið
fæðist heilbrigt. Móttökum-
ar voru hins vegar mjög
góðar og ég verð að segja í
hreinskilni að það kom mér
í opna skjöldu. Ég hélt líka
að Þjóðverjar væra frekar kaldir
og yflrvegaðir á tónleikum, í besta falli kurt-
eisir, en þessar innilegu móttökur breyttu
þeirri skoðun. Þeir í kvartettinum áttu lík-
lega ekki heldur von á neinu, gáfu bara allt
í flutninginn og biðu svo. Eftir tónleikana
ákváðu þeir svo að verkið yrðu þeir að leika
oftar og það var auðvitað ekki síður ánægju-
legt en velgengnin þetta kvöld. Verkið er lík-
lega komið á dagskrá á einum stað á næsta
ári og svo sjáum við til.
Hvaö meö framtíöaráformin?
H„Nú sný ég mér að nýju
verki fyrir Caput-hopinn,
sem væntanlega mun taka
mig nokkra mánuði að
ljúka við. Það má segja að
með kvartettinum ljúki
vetrarstarfinu hjá mér, en
veturinn og allt siðasta ár
voru óvenju erilsöm, bæði vegna tónleika og
tónsmíða. Ég veit um ýmsa tónleika og verk-
efni sem eru í uppsiglingu á næsta starfsári,
en ekkert af því hefur verið staðfest enn. Það
er í raun bara þægileg tilfinning fyrir mig að
geta læst mig inni í vinnustofunni aftur og
einbeitt mér að því eina sem skiptir máli...
Sem er?
„Kaffi og súkkulaði auðvitað..." -þhs
Myndlr: ÞJ.