Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 Ummæli Kominn í leitirnar „Davið Oddsson er kominn í leitirnar, eftir að hafa verið fjarri góðu gamni um skeið sökum anna við bréfaskriftir." Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður, í Morg- unblaðinu. Barátta gegn barnaþrælkun „Með aðgerðaleysi ís- lenskra stjórnvalda liggur einfaldlega ekki fyrir hvort þau styðja alþjóðlega baráttu gegn barnaþrælkun." Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri ASÍ, í Morgunblaðinu. Slá í gegn á þremur mínútum „Þetta er suðupottur af tungumálum og fólki af ýmsu þjóðemi sem á nær ekkert sameiginlegt nema að ætla sér að slá í gegn á þremur mínútum." Páll Óskar Hjálmtýsson um keppendurí Eurovision, í DV. Ófyrirgefanlegt „Nokkrir verkalýðsfor- kólfar gerðu sig seka um ófyr- irgefanlegan hlut á dögunum: Þeir fóru sjálfir til Brussel og öfluðu sér upplýsinga um fs- land og ESB.“ Guðmundur Andri Thors- son, í DV. Auglýsingareiking- ur Framsoknar „Fróður maður sagði mér að þeir stefhdu í 100 milljónir. Það mun vera um það bil það sem kvótagreif- arnir leggja flokknum til.“ Sverrir Hermanns- son, form. Frjáls- lynda flokksins, um auglýsinga- kostnað Fram- sóknar, í DV. Ruglukollur „Þú ert nú meiri helvítis ruglukollurinn að vera að hlaupa þetta með honum Sverri. Þið eruð eins og Bakka- bræður sem héldu sig geta bor- ið sólina inn í húfunum." Sigurður Helgason ellilífeyr- isþegi, við Guðjón A. Krist- jánsson frambjóðanda, í DV. Falur Jóhann Harðarson, körfuknattleiksmaður ársins: Ég er alæta á íþróttir DV, Suðurnesjum: „Ég var náttúrlega mjög ánægður og þakklátur að hljóta þennan titil og átti síður von á því,“ sagði Falur Jóhann Harðarson, körfuknattleiks- maður í Keflavík, en hann var um helgina út- nefndur besti leik- maður íslands- mótsins að mati leik- manna. „Ég byrjaði að æfa körfu- bolta með Njarðvík 1979 en með tilkomu nýs íþróttahúss í Keflavík færði ég mig yfir til Keflavíkur 1980.“ í gegnum alla yngri flokk- ana keppti Falur síðan með Kefla- vík og varð nokkrum sinnum ís- landsmeistari og bikarmeistari þar en vorið 1984 hóf hann að æfa með meistaraflokki Keflavíkur. „Haustið 1985 fór ég síðan til Bandarikjanna og dvaldi hjá frænku minni, sem býr í Camp Hill í Pennsylvaníu- ríki, í einn vetur. Þar spilaði ég með skólaliðinu og tók þátt í þremur íþróttagreinum, þ.e. frjálsum, körfu og amerisk- um fótbolta." Eftir heim- komuna byrjaði Falur aft- ur að æfa með meistara- flokki Keflavíkur og vann fyrsta íslandsmeistaratitil- inn með þeim árið 1989. Að loknu námi á tölvu- braut Iðnskólans í Reykja- vík lá leið Fals aftur til Bandaríkjanna í þriggja ára há- skólanám og lauk hann BS- gráðu í tölvunarfræði frá Charleston Southem háskólanum í Suður-Karólínu árið 1994. „Þar spilaði ég með liði háskól- ans i þrjú ár sem var alveg frábær lífsreynsla.“ Á áranum 1994 og 95 spilaði Fal- ur síðan með KR en gekk svo aftur til liðs við Keflvíkinga og varð ís- lands- og bikarmeistari með þeim 1997 og aftur á þessu ári og fyrir- Maður dagsins tækjabikarinn hefur Keflavík unnið síðastliðin þrjú ár. Að sjálfsögðu standa iþróttir hon- um næst þegar áhugamál eru ann- ars vegar. „Ég er alæta á íþróttir og horfi nánast á hvað sem er en há- skólakörfuboltinn og NBA- boltinn eru í miklu uppáhaldi hjá mér og svo náttúrlega allt sem viðkemur Manchester United. Tölvur og tækni er annað svið sem ég hef mik- inn áhuga á og þar þarf maður að hafa sig allan við því breytingarnar gerast svo hratt í tölvuheiminum og bara starfsins vegna þarf ég að vera með á nótunum. En Falur starfaði síðastliðin fimm ár hjá tölvudeild Flugleiða en hefur nýhafið störf hjá tölvudeild Varnarliðsins. Sambýliskona Fals til tólf ára er Margrét Sturlaugsdóttir en hún er með BS-gráðu í íþróttafræð- um. Hún er jafnaldri hans úr Keflavík og bæði hafa þau lifað og hrærst í körfuboltanum frá unga aldri. Þau eiga tvær dætur, Lovísu sem er tæplega fimm ára og Elfu sem er eins árs. -A.G. Spuninn er vinsæll og í Hnetunni er spunnið. Geimsápan Hnetan Spunaleikritið Hnetan, sem Iðnó sýnir, gerist að mestu leyti í geimnum. Leikritið fjallar um leit Islendinga að plánetunni Hnet- unni sem er byggileg mönnum. Verkið gerist árið 2099 um borð í geimflaug sem mönnuð er fimm íslendingum en þá eru íslending- ar orðnir fremstir í heiminum á sviði geimferða og sjávarútvegs. Áhöfnin er leikin af hópi leikara sem hafa sannað sig í bæði hefð- bundnum hlutverkum og í spuna- leikritum þar sem þeim gefst frelsi við leikinn. Áhoifendur eru Leikhús hins vegar við stjórnvölinn í Hnetunni og ákveða þeir gang mála. Spunaleikrit eru aldrei hefð- bundin en Hnetan er ekki bara spuni heldur einnig geimsápu- ópera með gamansömu yfirbragði og alvöru. Leikarar Hnetunnar eru Gunnar Helgason, Gunnar Hansson, Ingrid Jónsdóttir, Frið- rik Friðriksson og Linda Ásgeirs- dóttir. Sá sjötti í áhöfninni er tón- listarmaðurinn Pálmi Sigurhjart- arson úr Sniglabandinu, en hann sér um tónlistina meðan á ferð- inni stendur. Bridge Fyrir 4 árum kom út í Danmörku bók sem heitir Bridge a la Carte. Hún hefur að geyma 52 frásagnir 52 þekktra spilara, þar sem hvert einasta spil í stokknum var í aðalhlutverki í hverri sögu. Tilgangurinn með útgáfunni þá var að safna fé til styrktar unglinga- landsliði Danmerkur á heimsmeistara- mót. Nýverið kom út önnur bók, Bridge a la Carte 2, sem skrifuð er á sömu nótum til styrktar unglinga- landsliðinu. Hér er eitt dæmanna úr þeirri bók. Spaðaáttan gegnir lykilhlut- verkinu, en höfundur frásagnarinnar er unglingalandsliðsspilarinn Mikkel Nöhr. Spilið kom fyrir í tvímennings- keppni í Hollandi, í sætum AV sátu Rússarnir Khiouppenen og Khokhlov. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og allir á hættu: * G5 V ÁK109874 4 73 * D7 4 D94 V G3 4 KDG * G9432 4 K1073 V 62 4 1095 * Á1065 4 Á862 V D5 4 Á8642 * K8 Ensími er meðal hljóm- sveita sem koma fram á t Gauknum í kvöld. hljómsveitin Spotters sem var að leika þar í fyrsta sinn. í kvöld er það Vinstrihreyfíngin grænt framboð sem býð- ur til rokkveislu. Þrjár hljómsveitir koma fram og rokka fram á rauð- græna nótt. 2 dónaleg haust hefja leikinn, síðan tekur við hljómsveitin Url og að lokum kemur iram Ensími. Annað kvöld stígur síðan á stokk á Gauknum hin vinsæla hljómsveit Skíta- Gaukur á Stöng: Grænt rokk Sem fyrr er boðið upp á lifandi tónlist á hverju kvöldi á Gauki á Stöng. í y gærkvöld kom þar fram Skemmtanir mórall sem mun halda upp líflegri stemningu og um helgina er það svo ein vin- sælasta ballhljómsveit landsins, 8-villt. Mælistika Myndgátan hér að ofan iýsir orðasambandi. Norður Austur Suður Vestur Pass pass 14 3 * dobl pass 3 spaðar p/h Norður var í vandræðum með sögn yfir 3 hjörtum og ákvað að gefa nei- kvætt dobl með aðeins 3 spaða. Af þeim sökum lauk sögnum í 3 spöðum á 4-3 samleguna. Rússarnir byijuðu á því að taka 2 hæstu í hjarta og spiluðu síðan tígli. Nöhr sá að óráðlegt var að treysta á trompið 3-3 með spaðakóng í vestur, eftir hindrunarsögnina í hjarta. Hins vegar mátti aðeins tapa einum slag á tromp. Nöhr ákvað þvi að treysta á hagstæða tígullegu og sér- staka legu í spaðanum. Hann drap á tígulás heima og spilaði spaða á ní- una. Austur fékk á tíuna og spilaði lágu laufl frá ásnum. Nöhr setti kóng- inn, spilaði litlum tígli á drottningu og spaðadrottningu úr blindum. Aust- ur lagði kónginn á, en Nöhr gat nú spilað tígli á kóng, spilað spaða úr blindum og tekið sannaða svíningu í litnum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.