Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Qupperneq 26
50
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999
Afmæli
Ríkey Ríkarðsdóttir
Ríkey Ríkarðsdóttir hjúkrunar-
fræðingur, Safamýri 59, Reykjavík,
er sextug í dag.
Starfsferill
Ríkey fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp, lengst af við Eiríksgötuna.
Hún lauk gagnfræðaprófi 1956 og
dvaldi síðan um eins og hálfs árs
skeið við nám og störf í Svíþjóð og í
Danmörku. Ríkey lauk námi frá
Hjúkrunarskóla íslands 1961.
Ríkey var hjúkrunarfræðingur á
• sjúkrahúsi Hvitabandsins og St.
Jósefsspítala, Landakoti, 1961-63,
flugfreyja hjá Loftleiðum 1963-65,
hjúkrunardeildarstjóri á Flókadeild
Kleppsspítala og síðan aftur á St.
Jósefsspítala 1968-78, var hjúkrun-
arframkvæmdastjóri á Hrafnistu í
Reykjavík 1979-84 og hjúkrunar-
deildarstjóri á Droplaugarstöðum
1984-97.
Ríkey var einn stofnenda Félags
stjórnenda í öldrunarþjónustu og
um tíma í stjórn og ritstjóri blaðs
þess félags og sat í stjórn Hvatar
1995-98. Ríkey er nú forseti Inner-
Wheel, Reykjavík.
Rikey hefur nýlega haft forgöngu
um stofnun Ættingjafélags Nínu
Sæmundsson en félaginu er ætlað
það markmið að halda uppi heiðri
og minningu Nínu sem listakonu.
Hún var búsett og starfaði lengst í
Bandaríkjunum og hlaut þar frægð
fyrir höggmyndir sínar, þ. á m. þá
höggmynd sem hið fræga hótel, The
Waldorf Astoria í New York, hefur
sem tákn sitt. Fyrir forgöngu Rík-
eyjar verður þess minnst
á hátíðahöldum vestan-
hafs árið 2000. Þáerunn-
ið að því að koma upp
minningarreit með einu
verki Nínu á fæðingar-
stað hennar, Nikulásar-
húsum í Fljótshlíð.
Fjölskylda
Eiginmaður Ríkeyjar
er Bragi Steinarsson, f.
14.3. 1936, vararíkissak-
sóknari. Foreldrar hans voru Stein-
arr St. Stefánsson, f. 7.4.1896, d. 25.5.
1980, verslunarstjóri í Reykjavík,
og k.h. Ása Sigurardóttir, f. 26.1.
1895, d. 12.4. 1984, húsmóðir. Þau
voru bæði fædd í Arnarneshreppi i
Eyjafirði en búsett í Reykjavík,
Börn Ríkeyjar og Braga eru Ei-
ríkur, f. 26.10. 1961, verkfræðingur,
Dipl.Ing., nú starfandi við Sultar-
tangavirkjun, kvæntur Guðbjörgu
Jónu Jónsdóttur, f. 13.2.1961, en þau
eiga tvær dætur, Ríkeyju, f. 8.10.
1992, og ísabellu, f. 13.2. 1995; Björk,
f. 9.9.1965, hjúkrunarfræðingur, gift
Kolbeini Arinbjarnarsyni, f. 10.5.
1962, verkfræðingi og forstöðu-
manni hjá Flugleiðum, en þau eiga
tvo syni, Arinbjörn, f. 9.5. 1993, og
Benedikt, f. 7.9. 1996; Steinarr, f.
20.1. 1972, flugmaður hjá Flug-
leiðum, og er sonur hans Arngrím-
ur Bragi, f. 23.7. 1996.
Systkini Ríkeyjar: Guðbjörn
Helgi, f. 11.2. 1935, d. 15.4. 1979; Haf-
dís. f. 8.5. 1936, húsmóðir, var gift
Qskari Benediktssyni, f.
11.2. 1935, húsasmið;
Guðrún, f. 5.1. 1947,
sjúkraliði, var gift Braga
Guðmundssyni, f. 4.11.
1945, blaðaljósmyndara;
Anna, f. 28.9. 1952, hús-
móðir í Hafnarfirði, mað-
ur hennar er Halldór
Stígsson, f. 11.8. 1952,
húsasmíðameistari.
Foreldrar Ríkeyjar voru
Ríkarður Kristmundsson,
f. 3.6. 1912, d. 5.9. 1970,
kaupmaður í Reykjavík, og k.h.,
Guðrún Helgadóttir, f. 22.10.1914, d.
23.7. 1978, húsmóðir.
Ætt
Ríkarður var sonur Kristmundar,
b. í Þjóðólfstungu i Bolungarvík,
Snæbjömssonar, b. á Vatnshorni,
ísakssonar, b. á Vatnshorni, Þor-
steinssonar, b. .í Heiðarbæ, ísaks-
sonar, b. á Kveingrjóti í Saurbæ,
Þorsteinssonar. Móðir Snæbjörns
var Guðrún Snæbjörnsdóttir. Móðir
Kristmundar var Sigríður Pálsdótt-
ir, ættfoður Pálsættar, Jónssonar,
og Sigríðar Magnúsdóttur frá Hafn-
arhólmi.
Móðir Ríkarðs var Anna Jónas-
dóttir, b. í Svansvík, Jónssonar, b. á
Keldum og Vatnsfjaröarseli, Jóns-
sonar.
Guðrún var dóttir Helga, sjó-
manns í Reykjavík, bróður Nínu
Sæmundsson myndhöggvara. Helgi
var sonur Sæmundar, b. í Nikulás-
arhúsum, bróður Sæmundar í Mó-
húsum á Stokkseyri, langafa Páls
Sigurðssonar, fyrrv. ráðuneytis-
stjóra, fóður Daggar hrl.. Sæmund-
ur var sonur Helga, b. í Nikulásar-
húsum í Fljótshlíð, Guðmundsson-
ar, b. í Nikulásarhúsi, Helgasonar,
bróður Bjarna, langafa Guðbjarna,
foður Sigmundar, fyrrv. háskóla-
rektors. Móðir Helga sjómanns var
Þómnn Gunnlaugsdóttir.
Móðir Guðrúnar var Guðbjörg,
systir Þorgeirs, afa Þorgeirs Bald-
urssonar, forstjóra Odda, og Péturs
Gunnarssonar rithöfundar. Guð-
björg var dóttir Guðjóns, b. í Ein-
kofa á Eyrarbakka Bjarnasonar,
kirkjusmiðs, Jónssonar. Móðir Guð-
jóns var Guðbjörg Guðmundsdóttir.
Móðir Guðbjargar Guðjónsdóttur
var Guðrún, systir Gísla í Ásum, afa
Steinþórs Gestssonar, fyrrv. alþm. á
Hæli, föður Gests skattstjóra. Guð-
rún var dóttir Einars, hreppstjóra á
Urriðafossi, Einarssonar, ættföður
Urriðafossættar, Magnússonar.
Móðir Einars hreppstjóra var
Jóreiður Magnúsdóttir. Móðir Guð-
rúnar Einarsdóttur var Guðrún,
systir Vigfúsar, afa Gretars Fells.
Annar bróðir Guðrúnar var Ófeig-
ur, langafi Tryggva Ófeigssonar út-
gerðarmanns, afa Tryggva Pálsson-
ar, framkvæmdastjóra hjá íslands-
banka. Guðrún var dóttir Ófeigs
ríka, ættföður Fjallsættar. Móðir
Guðrúnar var Ingunn Eiríksdóttir,
ættfóður Reykjaættar, Vigfússonar.
Ríkey tekur á móti gestum á
heimili sínu í dag.
Ríkey Ríkarðsdóttir.
Skúli Halldórsson
Skúli Kristján Halldórsson tón-
skáld, Bakkastig 1, Reykjavík, er
áttatíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Skúli fæddist á Flateyri við Ön-
undarfjörð. Hann lauk prófi frá VÍ
1932, prófl í kontrapunkti, tónsmíð-
um og útsetningu frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík 1947, prófi í pí-
anóleik frá sama skóla 1948, nam pí-
anóleik hjá Unni Thoroddsen, Leo-
poldinu Eiriks Daníelsdóttur, Árna
Kristjánssyni og Rögnvaldi Sigur-
jónssyni og nam tónfræði, kontra-
punkt og útsetningar hjá Páli ísólfs-
syni, Franz Mixa og Victor Urban-
cic.
Skúli vann hjá Tóbaksverslun ís-
lands hf. 1932-34, var skrifstofumað-
ur hjá SVR 1934-44, skrifstofustjóri
þar 1944-85 og endurskoðandii hjá
Gunnari R. Magnússyni 1989-.
Skúli kenndi píanóleik 1948-52,
var undirleikari hjá Pétri Jónssyni
ópemsöngvara 1943-47, hjá Sigurði
Ólafssyni, Guðmundi Guðjónssyni,
Guðmundi Jónssyni og ýmsum öðr-
um óperusöngvurum og leikurum
1953-75 og var einleikari á héraðs-
mótum víða um land mörg sumur.
Skúli var í stjórn Tónlistarfélags-
ins 1949-88, í stjóm Tónskáldafélags
íslands 1950-87, í stjórn STEF
1950-88 og formaður þar 1968-87.
Hann sat í stjóm Bandalags ís-
lenskra listamanna 1961-71.
Skúli hefur samið á annað hundr-
að söngverk, um tuttugu hljómsveit-
arverk og kammerverk og um tíu
píanóverk.
Út hafa komið eftir Skúla Þrír
valsar; Sjö sönglög við ljóð Jóns
Thoroddsens, Þrjú sönglög við ljóð
Sverris Thoroddsens, Steingríms
Thorsteinssonar og Vilhjálms frá
Skáholti; Sönglög við ljóð Arnar
Amarsonar og Theodóru Thorodd-
sen; Sautján sönglög fyrir orgel í
léttri útsetningu; 32 söngverk I og
II, við ljóð ýmissa höfunda, og
hljómplata með tuttugu lögum.
Skúli fékk verðlaun frá Ríkisút-
varpinu fyrir lagaflokk sinn við ást-
arljóð Jónasar Hallgrímssonar. Ár-
ið 1992 komu út æviminningar
Skúla, Lífsins dóminó,
skráðar af Örnólfi Árna-
syni.
Fjölskylda
Skúli kvæntist 14.5.
1937 Steinunni Guðnýju
Magnúsdóttur, f. 14.8.
1917, bókhaldara. For-
eldrar hennar voru
Magnús Hákonarson,
bóndi á Nýlendu í Mið-
neshreppi, og k.h., Guð-
rún Steingrímsdóttir hús-
freyja.
Börn Skúla og Steinunnar eru
Magnús, f. 15.10. 1937, arkitekt í
Reykjavík; Unnur, f. 30.7.1939, fiski-
fræðingur hjá Hafrannsóknastofn-
un.
Systir Skúla var Anna Margrét,
f. 30.10.1911, d. 6.10.1973, starfsmað-
ur Hagstofu Islands.
Foreldrar Skúla voru Halldór Ge-
org Stefánsson, f. 3.7. 1884, d. 21.2.
1948, læknir í Reykjavík, og k.h„
Unnur Skúladóttir Thoroddsen, f.
20.8. 1885, d. 10.8. 1970, húsmóðir.
Skúli Halldórsson.
Ætt
Halldór var sonur Stef-
áns, b. í Litlu-Hlíð, Jónas-
sonar. Móðir Halldórs
var Margrét Eggertsdótt-
ir, b. á Fossi i Vestur-
hópi, bróður Helgu,
langömmu Björgvins, föð-
ur Ellerts B. Schram, for-
seta ÍSÍ. Móðir Margrétar
var Halla Jónsdóttir,
stúdents á Leirá, Árna-
sonar, bróður Arndísar,
ömmu Bjarna Þorsteins-
sonar, pr. og tónskálds á Siglufirði.
Unnur var dóttir Skúla Thorodd-
sens, alþm. á ísafirði, bróður Þórð-
ar, föður Emils tónskálds og Þor-
valds, stofnanda Tónlistarfélagsins.
Skúli var sonur Jóns Thoroddsens,
skálds á Leirá.
Móðir Unnar var Theodóra
Thoroddsen skáldkona, Guðmunds-
dóttir, prófasts og alþm. á Breiða-
bólstað á Skógarströnd, Einarsson-
ar, bróður Þóru, móður Matthíasar
Jochumssonar.
Gunnar Karlsson
Gunnar Karlsson
myndlistarmaður, Vita-
stíg 3, Reykjavík, er fer-
tugur í dag.
Starfsferill
Gunnar fæddist á
Helluvaði við Hellu en
flutti tveggja ára í Kópa-
voginn og ólst þar upp.
Gunnar lauk prófum
frá Myndlista- og hand-
íðaskólanum 1979, stund-
t aði nám við Konunglegu
listaakademíuna í Stokk-
hólmi 1980-82 og við Nor-
rænu listamiðstöðina í Sveaborg í
Finnlandi 1984-85.
Gunnar kom til íslands 1985 og
starfaði að myndlist, auk þess sem
hann vann við myndskreytmgu bóka
og við auglýsingagerð. Hann var síð-
1,
an búsettur í Bandaríkjun-
um 1989-95, þar sem hann
starfaði við myndskreyt-
ingu bóka. Þá hóf hann
teiknimyndagerð með
tölvu.
Við heimkomuna 1995
stofnuðu Gunnar og eigin-
kona hans fyrirtækið
Skrípó sem þau hafa starf-
rækt siðan. Gunnar hefur
síðan einkum unnið við
figúrutíva teiknimynda-
gerð fyrir auglýsingar.
Gunnar hefur haldið eftir-
farandi einkasýningar:
Gallerí Salnum í Reykjavik, 1985;
Gallerí FÍM, Reykjavík, 1988; Lista-
safni Kópavogs, Gerðarsafni, 1995;
Deiglunni, Akureyri, 1996; Nýlista-
safhinu, Reykjavík, 1996; Sjónarhóli,
Reykjavik, 1997.
Þá hefur hann tekið þátt í fjölda
samsýninga í Svíþjóð, Finnlandi og
á íslandi.
Gunnar hlaut styrk frá Norræna
listasjóðnum til námsdvalar í Sea-
borg 1983-84; Startbidrag frá Sverig-
es bildkonstnásfund í Sviþjóð 1985;
var bæjarlistamaður Kópavogs 1990;
þáði listamannalaun úr launasjóði
myndlistarmanna 1996; var bæjar-
listamaður Kópavogs 1990 og þáði
listamannalaun úr launasjóði
myndlistarmanna 1996.
Fjölskylda
Gunnar kvæntist 31.12.1989 Ólöfu
Nordal, f. 1.9. 1901, myndlistarkonu.
Hún er dóttir Jóns Nordals, f. 6.3.
1926, tónskálds og fyrrv. skólastjóra
Tónlistarskólans i Reykjavík, og
k.h., Solveigar Jónsdóttur, f. 31.10.
1932, framhaldsskólakennara.
Synir Gunnars og Ólafar eru
Bergur, f. 15.4.1995; óskírður sonur,
f. 26.2. 1999.
Dóttir Gunnars frá því áður er
Hulda, f. 11.3. 1985.
Systkini Gunnars eru Þorbergur,
f. 23.6. 1951, byggingarverkfræðing-
ur í Reykjavík; Valdimar Örn, f.
26.12. 1953, húsgagnasmiður í Kópa-
vogi; Hafsteinn, f. 6.10. 1956, skóla-
stjóri Selásskóla; Sigríður Ingibjörg,
f. 17.5. 1958, húsmóðir í Borgarnesi;
Arnþrúður, f. 22.4. 1965, kerfisfræð-
ingur í Kópavogi; Eva Björk, f. 4.4.
1967, húsmóðir í Kópavogi.
Foreldrar Gunnars eru Karl Berg-
þór Valdimarsson, f. 24.9. 1928,
húsasmiður í Kópavogi, og k.h.,
Margrét Ólöf Þorbergsdóttir, f. 22.9.
1930, húmóðir.
Gunnar verður að heiman.
Gunnar Karlsson.
Tll hamingju
með afmælið
28. apríl
85 ára
Sigríður Engilbertsdóttir,
Móabarði 2, Hafnarfirði.
Bergþóra Þorgeirsdóttir,
Skólastíg 14 A, Stykkishólmi.
Eiríkur Hallsson,
Steinkirkju, Hálshreppi.
80 ára
Gísli Engilbertsson,
Vallargötu 10,
Vestmannaeyjum.
75 ára
Steinar Þorsteinsson,
Bústaðavegi 93, Reykjavík.
Ragnheiður Jónasdóttir,
Skálabrekku 5, Húsavík.
70 ára
Alfreð Eymundsson,
Dalalandi 6, Reykjavík.
Stella Vilhjálmsdóttir,
Sléttahrauni 32, Hafnarfirði.
Unnur Ámadóttir,
Lóurima 16, Selfossi.
60 ára
Þorsteinn
Magnússon
verkfræðingur, ji fi
Hlíðarhjalla 2 A, Kópavogi.
Sigríður Lúthersdóttir,
Hvassaleiti 8, Reykjavík.
Bogi Helgason,
Birkigrund 35, Kópavogi.
Sigurður Randversson,
Norðurgötu 54, Akureyri.
50 ára
Bryndís Jónsdóttir,
Asparfelli 4, Reykjavík.
Nanna Arthúrsdóttir,
Tjarnarbraut 3, Bíldudal.
Hún er að heiman.
Guðbjörg Eygló
Ingólfsdóttir,
Faxastíg 27, Vestmannaeyjum.
40 ára
Vilborg Reynisdóttir,
Klukkubergi 7, Hafnarfirði.
Guðmundur Reynisson,
Hrannarstíg 4, Grundarfirði.
Sóley Ingibjörg
Erlendsdóttir,
Lækjargötu 10, Siglufirði.
Gerður Þórisdóttir,
Stóragerði 11, Hvolsvelli.