Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 Jl2 Getraunir i>v Sakna þjóðhátíðanna í Vestmannaeyjum ^ - segir Sverrir Sverrisson hjá Malmö Örgyte og Malmö gerðu 4-4 jafntefli í Gautaborg síðastliðinn laugardag. Fyrir þann leik hafði Örgryte unnið báða leiki sína, en Malmö unniö leik og tapað öðrum. Sænskir spámenn spá liðunum misjöfhu gengi. Örgryte er spáð vand- ræðum en Malmö velgengni, allt frá fjórða til fyrsta sætis í A-deildinni. Maimö er komið i fjögurra liða úrslit í sænsku bikarkeppninni og keppir við Göteborg um sæti í úrslitaleikn- Nr. Leikur: 1. Tottenham - West Ham 1-2 2. Middlesbro - Arsenal 1-6 3. Blackburn - Liverpool 1-3 4. Aston Villa - Nott.Forest 2-0 5. Derby - Southampton OO 6. Wimbledon - Newcastle 1-1 7. Leicester ■ Covenby 10 8. Everton - Charlton 4-1 9. Sunderland - Sheff.Utd. OO 10. Q.P.R. - Bradford 1-3 11 .Bristol C. - Birmingham 1-2 12. Watford - C.Palace 2-1 13. Orford ■ Norwich 24 Röðin 2 2 2 1 X X 1 1 X 2 2 1 2 Heildarvinningar 82 milljónir Nr. Leikur:_______________________________Röðin 1. Sampdoria - Lazio 0-1 2 2. Juventus - Rorentina 2-1 1 3. Vicenza - Milan 0-2 2 4. Roma - Parma 1-0 "T 5. Inter - Udinese 1-3 2 6. Salernitana - Bologna 40 1 7.Empoli - Bari 0-2 T 8. AIK - Kalmar F 40 i 9. Elfsborg - Hammarby 30 i lO.Halmstad - Norrköping 1-1 “x ll.Helsingborg - Djurgarden 4-1 1 12.Trelleborg - Gautaborg 31 1 13,Frölunda - Örebro 20 1 Heildarvinningar 22 milljónir 13 réttir 12 réttir 11 réttir 10 réttir kr. kr. kr. kr. Sverrir Sverrisson fer yfirleitt ekki gegnum svona hlið á knattspyrnuvöllum. Hann kom þó sem áhorfandi á leik Örgryte og Malmö síðastliðinn laugardag. DV-mynd E.J. um. Einnig ákvarða úrslit leiksins hvort liðið kemst í Evrópukeppni bik- arhafa, því hin liðin í undanúrslitum, AIK og Helsingborg, hafa þegar tryggt sér sæti í Evrópukeppninni. Mats Lilienberg skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Malmö á 49. mín- útu en Marcus Allbáck jafnaði fyrir Örgyte. Mats Lilienberg skoraði aftur fyrir Malmö og bakvörðurinn Olof Persson kom Malmö í 1-3 með lang- skoti á 58. mínútu. Joachim Karlsson tók til sinna ráða og minnkaði muninn i 2-3, en Lilien- berg fullkomnaði þrennuna er hann kom Malmö í %-4 og einungis 12 mín- útur til leiksloka. Staða Örgryte var vonlítil en Erik Hamrén, þjálfari liðs- ins, var ekki á þeim buximum að gef- ast upp. Hann skipti þremur leik- mönnum inná smám saman og breytti vöminni, færði meðal annars Brynjar Gunnarsson framar á miðj- una. í miklum darraðardansi á síðustu mínútum leiksins skoraði Joachim Karlsson tvö mörk og jafnaði leikinn í 4-4. Örgryte fékk auk þess gott færi á lokamínútunum en knötturinn skaust framhjá stönginni utanverðri. Toppleikur og tveir leikmenn með þrennu, Mats Lilienberg hjá Malmö og Joachim Karlsson hjá Örgryte. Blaðamenn eru famir að jafha þess- um leik við frægan leik Göteborg og Elfsborg sem endaði 5-5 árið 1961. Brynjar Gunnarsson byrjaði sem aftasti maður Örgryte en var færður framar á völlin í síðari hálfleik. Hann stóð sig vel, var vel vakandi og mjög ákveðinn. Ólafur Öm Bjamason spil- aði vinstra megin á miðjunni fyrir Malmö og átti skemmtilegar rispur og sendingar. Sverrir Sverrisson hefúr verið meiddur og sat uppi í stúku með Har- aldi Ingólfssyni sem kom frá Borás. „Það er hræðilegt að horfa á leikinn og geta ekki verið með,“ sagði Sverrir eftir leikinn. „Þjáifarinn hefði átt að taka mann úr sókninni og þétta miðjuna þegar staðan var 2-4. Ég hef verið meiddur síðan í hinni frægu Úkraínuferð, en minnist þess ekki að hafa áður misst úr leik vegna meiðsla. Þessi meiðsli komu í ljós smám saman og ágerðust. Fyrst vissu menn ekki hvað var að, en nú hafa sérfræðingar fundið út að ástæðan era óþægindi frá bakinu. Þetta var svo slæmt á tímabili að ég gat ekki hlaupið, en er allur að koma til og býst við að fara á æfingar í næstu viku. Ég spilaði alla leiki Malmö í fyrra. Okkur gekk ekki of vel til að byrja með en skipt var um þjálfara er 10 leikir vom eftir að leiktímabilinu og þá fór að ganga betur og við hefðum orðið Svíþjóðarmeistarar ef eimmgis hefði verið miðað við þessa tíu leiki. Gengi mitt var svipað liðinu. Mér gekk best í síðustu leikjunum. Ég spil- aði fyrst vinsta megin á miðjunni en færði mig innar á miðjuna er fór að líða á sumarið. Ég kann best við mig þar sem baráttan er. Framlína Malmö er mjög sterk. Við spilum yfirleitt 4-3- 3 og þá mæðir mikið á miðvallarleik- mönnum ef andstæðingamir em með fjóra menn á miðjunni. Liðið er mark- sækið og þó ég sé ekki þekktur fyrir að skora mörk, skoraði ég sex mörk í fyrra. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt tímabil hjá Malmö og þá ekki síður að vera með í landsleikjunum sem hafa gengið vel. Malmö er miðsvæðis og stutt til Danmerkur og Þýskalands. Ég ferðast töluvert, fer til dæmis nokkrum sinnum til Eyjólfs bróður í Stuttgart. það er alltaf gott að fá góð ráð hjá stóra bróður. Ég sakna því einskis frá íslandi, nema ef til vill þjóðhátíðanna í Vestmanaeyjum," segir Sverrir Sverrisson. Tólf raðir fundust á íslandi Tólf raðir fundust á íslandi með 12 rétta á hvorum seðli um síðustu helgi, en enginn komst alla leið í 13 rétta. 38 raðir fundust í Svíþjóð með 13 rétta á enska seðlinum en 49 raðir á italska seðlinum. Vinn- ingar voru nokkuð hærri fyrir ensku leikina, enda úrslit óvænt- ari. Fáir tipparar bjuggust við sigri West Ham á Tottenham á White Hart Lane og jafntefli Derby og Southampton og Sunderland og Shefíield Wednesday settu einnig strik í reikninginn. Á ítalska seðlinum var það aðal- lega útisigur Udinese á Inter sem stóð í getraunasérfræðingum. Margir hópar eru með gott skor eftir fyrstu umferðirnar í nýjum hópleik. 13 hópar eru með 22 stig eftir tvær fyrstu umferðimar í 1. deildinni og 11 hópar með 22 stig í 2. deild. 3 hópar eru með 22 stig í 3. deild. Litrík stuðningsmannakeppni fram undan Hið árlega knattspymumót stuðn- ingsmannaklúbbanna á íslandi verður haldið á gervigrasinu í Laug- ardal fimmtudaginn 13. maí. Keppt verður í tveimur riðium og komast tvö lið úr hvorum riðli í úrslit. Sem fyrr verður dómgæslan í höndum fremstu dómara landsins, þeirra á meðal dómari sem er nýkominn frá Nígeríu með nýjustu reglur Alþjóða knattspyrnusambandsins í fartesk- inu. Hvor hálfleikur er 7 mínútur og mega ekki vera með leikmenn úr A- og B-deildunum á íslandi. Lið mæta i búningi þess félags sem þau keppa fyrir, sama hvaðan úr heiminum það kemur. Fyrir utan heiðurinn er keppt um veglega farandbikara sem geymdir eru í Ölveri og eru nöfn viðkomandi grafin á þá hvert ár. Skráning fer fram í Ölveri, er haf- in og lýkur að kvöldi 8. maí. Þegar klúbbur skráir sig skal gefa upp nafn liðs og fyrirliða eða forsvars- manns, ásamt síma hjá viðkomandi. Allar frekari upplýsingar eru veittar í Ölveri og i síma 533-6220. Miðvikudagur 28.4. Kl. 6.30 Eurosport Mark á mínútu Kl. 8.00 Eurosport U-16 Tékkland-England Kl. 15.00 Eurosport U-16 Pólland-Spánn Kl. 16.00 TV2 Georgía-Noregur Kl. 18.00 Sýn/Sky Ungverjaland-England Kl. 18.15 DSF Handbolti í Þýskalandi Kl. 18.15 ORFl Austurríki-San Marinó Kl. 18.40 RaiUno Króatía-Ítalía Kl. 19.00 ARD/Sky/Eurosport Þýskaland-Skotland Kl. 19.00 Eurosport Franska bikarkeppnin Kl. 21.50 Channel 5 Barcelona-Brasilía Fimmtudagur 29.4. Kl. 9.00 Eurosport Landsleikjamörk Kl. 10.00 Eurosport EM hetjur • Kl. 15.00 Eurosport U-16 Þýskaland-Danmörk Kl. 20.00 Eurosport Landsleikjamörk Föstudagur 30.4. Föstudagur 30.4. Kl. 10.00/14.30 Eurosport Landsleikiamörk Kl. 18.45 Sky Bolton-Wolves Kl. 20.00 Sýn Fótbolti um viða veröld Kl. 20.30 Sýn Alltaf í boltanum Kl. 20.30 Eurosport Landsleikjamörk Laugardagur 1.5. Kl. 00.00 Sýn/Canal+ Houston-Utah Kl. 12.00 Stöð 2 Alltaf í boltanum Kl. 13.30 RÚV Þýska knattspyrnan Kl. 13.45 Stöð 2 Enska knattspyrnan Kl. 13.50 Canal+ Chelsea-Everton Kl. 14.00 TV2 Bryne-Start Kl. 15.00 ORFl Rapid-Tirol Milch Kl. 16.00 SATl RAN-Þýsku mörkin Kl. 16.00 Canal+ Chelsea-Everton Kl. 19.00 RTP Uniao de Leiria - Sporting Sunnudagur 2.5. Kl. 12.00 Sky Birmingham-Ipswich Kl. 12.00 Eurosport EM U-16 ára, 8 liða úrslit Kl. 14.00 Stöð 2 ítalska knattspyman Kl. 14.45 Sýn Arsenal-Derby Kl. 16.20 RaiUno ítölsku mörkin Kl. 17.00 SATl RAN-Þýsku mörkin Kl. 17.00 TV3 Danm. Dönsku mörkin/leikimir Kl. 17.00 TV2 Noregi Nórsku mörkin Kl. 17.05 Sky Celtic-Rangers Kl. 17.50 Kanal 5 Sænsku mörkin Kl. 18.00 NRK Norsku mörkin Kl. 18.00 Sýn ítölsku mörkin Kl. 18.00 Sýn Arsenal-Derby Kl. 19.30 Sýn San Antonio-Utah m. 20.25 RaiDue ítölsku mörkin Kl. 21.50 Sýn ítalskur leikur Mánudagur 3.5. Kl. 13.30 Sky Arsenal-Southampton Úrslitaleikur kvenna í FA Cup Kl. 15.30 Sky Hearts-Dunfermline Kl. 17.15 RTP Portúgölsku mörkin Kl. 16.00 TV2 Válerenga-Molde Þriðjudagur 4.5. Kl. 16.50 Canal + Hammarby-AIK Miðvikudagur 5.5. Kl. 18.30 Sky/Canal+ Liverpool-Manch.Utd. Kl. 20.50 Sýn Fiorentina-Parma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.