Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 Spurningin Hvað myndir þú gera ef þú ynnir 10 milljónir í happ- drætti? Erla Steinunn Valsdóttir nemi: Fara nokkrum sinnum til Kúbu. Inga Sól Kristmundsdóttir nemi: Ég myndi kaupa villu í Svíþjóö. Ingibjörg Garðarsdóttir sölumað- ur: Borga skuldirnar og gera eitt- hvaö skemmtilegt. Róbert Andri Bárðarson, 3 ára: Kaupa dót. Elín Björk Jónsdóttir, 12 ára: Ég myndi fara til Spánar og hjálpa mömmu og pabba að kaupa húsið. Kristín Ragna Loftsdóttir, 12 ára: Ég myndi sjálfsagt eyða peningun- um. Lesendur Hverjir eiga Sjálf- stæðisflokkinn? „Frádráttarbær framlög eru ekki skilyrt með þeim hætti að þau dreifist á öll framboð," segir Ragnar m.a. í bréfinu. Ragnar A. Þórsson skrifar: Fyrir nokkrum árum spurði Jón Baldvin Hannibalsson landsmenn ítrekað að því hverjir ættu ísland og fékk engin skýr svör. Nú liggur það fyrir hverjir eiga ísland og hvernig þeir fóru að því að eignast það. Allt er falt fyrir peninga og samkvæmt kenningu sjálfstæðismanna hljóta þeir hnossið sem bjóða best og það á svo sannarlega við um örlög Sjálf- stæðisflokksins. Áhrif peningaafl- anna innan Sjálfstæðisflokksins hafa löngum verið kunn en sam- hliða eignatilfærslunni í þjóðfélag- inu hefur flokkurinn sjálfur verið að færast á fárra manna hendur og nú er svo komið að mörgum smá- kóngum úr röðuni flokksins er brugðið. Lái þeim hver sem vill. Með markvissu átaki hafa fjár- magnsöflin styrkt stöðu sína á öll- um sviðum þjóðfélagsins, m.a. í Sjálfstæðisflokknum. Nú er lagt til atlögu við almenning með auglýs- ingaskrumi til að eignast hug og hjörtu landsmanna svo að atkvæðin falli flokknum í skaut rétt eins og allt annað i þessu landi. Framsókn- arflokkurinn tekur þátt í þessari af- skræmingu lýðræðisins og það sem meira er, stórfyrirtækin sem splæsa tugum milljóna á þessa flokka fá skattaafslátt hjá almenningi fyrir vikið. Hvaðan Samfylkingin fær sína peninga er mörgum hulin ráðgáta en þeir telja sér sæmandi að taka þátt í loforðakapphlaupi framsókn- ar og íhalds. Það sem vekur óhug margra er sú staðreynd að fyrirtæki geta stýrt fjárveitingum almennings til ákveðinna flokka og haft áhrif á kosningaúrslit í þingræðisríki eins og því sem við búum í. Frádráttar- bær framlög eru ekki skilyrt með þeim hætti að þau dreifist á öll framboð. Þeir peningar sem al- menningur leggur stóru flokkunum til með þessum hætti, svo og fram- lög ríkisins til þingflokka, eru eign allra en enginn fær að vita með hvaða hætti þeim er varið og hve mikið fjárstreymiö er í raun. Er ekki ástæða til að staldra við og spyrja hvert lýðræðið stefnir þeg- ar framboð geta keyrt á innantóm- um loforðum í formi auglýsinga, í stað þess að halda uppi málefnaleg- um umræðum? Týndi árgangurinn í kerfinu Sigurbjörg skrifar: Kosningar eru í nánd og minna má . nú sjá á öllu auglýsingafárinu sem gengur yfir okkur. Maður kveikir hvorki á sjónvarpi né flettir dagblöð- um án þess að svo að segja drukkna í auglýsingunum. Ég verð að segja eins og er að ég er ein af þessum ólánsömu foreldrum sem á ungling sem er í neyslu og enn ólánsamari er ég að mitt barn er fætt ‘82, í týnda árgang- inn í kerflnu. í dag er barn mitt í meðferð á Stuðl- um, bjargvætti okkar foreldranna og unglinganna sem í þessu lenda. Ég vil helst ekki segja frá þvi hve margar dyr ég hef þurft að banka á áður en dyr Stuðla opnuðust fyrir mitt barn. Og nú er ég þegar farin að hugsa með hryllingi hvernig ég á að láta næstu dyr opnast, því sami biðlisti er í áframhaldandi meðferð og var inn á Stuðla. Mér finnst mikil hræsni koma fram hjá stjórnmálamönnum er nota vímu- eíhavanda barna okkar sér í hag. Þetta er nefnilega ekki nýtilkominn vandi og það eru mörg ár síðan bregð- ast hefði átt við honum, en ekki eins og klukkutíma fyrir kosningar og nota það svo ofan í kaupið í herferð til að kaupa atkvæði. Ég held að hver sá flokkur eða flokkar sem komast í ríkisstjórn ættu að hafa þessi málefni í forgangi fram yflr öll önnur. Þrif og vanþrif á götum borgarinnar Sandur og rusl er áberandi lengi á götunum, mest áberandi í gömlu götum borgarinnar. - Litið eftir gangstétt og rennusteini við Sólvallagötu. Halldóra Jónsdóttir skrifar: Nú er komið vor og götur borgar- innar koma misvel undan vetri. Þær sem mesta umferðin er um koma einna best út, enda er þeim best hald- ið við og þær eru líka hreinsaðar reglulega. Allt er það eðlilegt. Hinar göturnar, sem verst koma út eftir vet- urinn hvað varðar vanþrif, eru marg- ar íbúagötur, t.d. hér í gömlu borg- inni, þar sem sandi hefur verið dreift ómælt á gangstéttir og þar situr hann enn þessa dagana. Mér finnst mega byrja að þrifa sandinn af gangstéttum mun fyrr en gert er og síðan þarf að fylgja eftir með hreinsibil (ekki vatnssprautubíl) sem hreinsar götuna og rennustein- ana. í rennusteinunum safnast saman sandur og jafnvel lauf frá síðasta hausti og þetta situr allt fast. íbúar þjónusta allan sólarhringinn flðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 sem margir hverjir sópa nú af gang- stéttunum fyrir framan húsin sin geta ekki komið óhreinindunum burtu því þau safnast bara saman í rennustein- unum og niðurfóllin eru stifluð. Þetta er eins og ég segi mjög áber- andi í gömlu götum vesturbæjarins. Ég nefni sem dæmi Bræðraborgarstíg- inn og svo Hávallagötu og Sólvalla- götu og einkum vestari hluta gatn- anna. Það er oröið verulega áberandi hversu þessar gömlu götur sæta litl- um þrifum að þessu leyti. Það eru líka dæmi um verulega vel þrifnar götur og gangstéttir. Ég nefni Nesveg, Ægis- síðu og götumar við Einimel og þar í kring. Ég skora nú á borgaryfirvöld og kannski fyrst og fremst gatnamála- stjóra að taka rúnt um þessar götur og líta á ástandið með eigin augum. Við íbúarnir bíðum með eftirvæntingu. DV Verðlaus Reebok auglýsing Sæunn skrifar: Með Morgunblaðinu sl. helgi fékk ég aukakálf með auglýsingum um Reebok íþróttavörur. Hið myndarlegasta blað með fallegum vörum. Sem sé allt fyrir íþróttirn- ar. Krakkarnir gleyptu þetta í sig. En mér stóð ekki á sama er ég renndi yfir vöruúrvalið, það vant- aði öll verðin. Þessu er ég ósam- mála. Ég hef búið i miklu verslun- ar- og kaupæðislandi, nefnflega í Bandaríkjunum. Þar sá maður aldrei auglýsingabæklinga og síst af öllu með dagblöðum án þess að verð væru sett með. Hér þarf alltaf að hringja og spyija um verðið. - Og enn ein athugasemd; hvers vegna í ósköpunum þarf að auglýsa í 4-lit? Það stórhækkar verðið og við greiðum. Hér virðist allt gegn kúnnanum en ekkert með honum. Sjómannaafslátt- ur ósanngjarn Fróði hringdi: Ég las áhugaverða grein í blaði alveg nýlega eftir mann sem starfar sem vátryggingaráðgjafi en er öryrki. Hann gerir harða hríð að sjómannaafslættinum sem vonlegt er, þvi hann er bæöi ósanngjam gagnvart öðrum laun- þegum og auk þess úrelt fyrir- bæri. Ég hef engan stjómmála- flokk heyrt lýsa því yfir að hann muni afnema sjómannaafslátt. Fyrr en ég heyri það mun ég ekki fara á kjörstað, því þá veit ég að engin heilindi eru að baki kosn- ingaloforðanna. En sá flokkur sem lýsir stríði gegn sjómanna- afslætti fær mitt atkvæði. Útboöið hjá Baugi Óskar Sigurðsson skrifar: Maður stendur yfir sig undr- andi yfir þessum sífelldu útboðum á hlutabréfum hér á landi. Þetta er einhver nýjung sem fólk hefur tek- ið inn á sig og heldur að það sé að græða á þessu. Fáir gera sér grein fyrir að hér er um lítinn eða eng- an gróða að ræða. Hlutirnir eru svo smáir að enginnn fær neitt út úr þessu. Útboðið hjá Baugi hf., þar sem tæp 6000 manns óskuðu eftir að kaupa rúma 3 milljarða króna, er nú svo hlægilegt að manni dettur helst í hug einfeldn- ingar af fyrstu gráöu. Er þetta eitt- hvað til að byggja á, ég bara spyr? Leikur Rafiðnað- arsambandsins Birgir skilfar: Ég lýsi andstööu minni gegn Rafiðnaðarsambandi íslands fyrir leikaraskap gagnvart ASÍ foryst- unni. Tel raunar að formaður Raf- iðnaðarsambandsins sé að leika þama einn sinna stóru einleikja. Hann nýtur þess að vera á svið- inu út af hinum og þessum mál- um. Ef þaö er ekki þetta, þá er það hitt og ef ekki hitt, þá þetta. Deilan um faglærða og ófaglærða er núll og nix. í ASÍ hafa þessir hópar alltaf getað setið á sátts höfði og svo á aö vera hægt enn. Bókmenntakynn- ingarsjóöur Helgi Gunnarsson hringdi: Ég tel mig ekki minna bók- hneigðan en aðra samlanda mína. Mér hugnast samt ekki það óstjórnlega dekur sem á sér stað við skáldin okkar, verðlaunaveit- ingar til þeirra og árleg bók- menntaverðlaun, auk þess sem kallað er listamannaúthlutun til skálda, jafnvel til þeirra sem löngu voru hætt að skrifa stafkrók. Nú hefur verið opnuð skrifstofa fyrir Bókmenntakynningarsjóð í nýjum húsakynnum. Aðstöðuleysi er sagt hafa staðið í vegi fyrir starfsemi sjóðsins, sem þó er líka sögð ein- fóld í sniðum og stendur mest megnis fyrir styrkveitingum til þýðenda á fagurbókmenntum ís- lenskum á erlendar tungur. Og nú segir í frétt af málinu, að bregðast verði við auknum umsvifum. Mér óar hreinlega þetta ofdekur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.