Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 4
Alda Björk, stúlkan okkar, stendur í ströngu þessa dagana. Platan Out of Alda var að koma út hér á
íslandi og í Japan fyrir þrem vikum. Evrópa pakkast saman í júní og svo er það Ástralía, restin af Asíu,
Afríka og Ameríka og Sovétríkin eru á teikniborðinu. Hún er sem sagt komin langt að þessi fyrrum
Stjórnarmeðlimur og vinkona Sverris Stormskers. En Fókus leyfir sér að efast og spyr sig: „Af hverju
virðast íslendingar ekki alveg trúa á hana Öldu okkar?“
Það er búið að rakka
mig niður í fjölmiðlum
„Það er meira að segja á planinu
að halda útgáfuteiti héma,“ segir
Alda Björk, heitasta meikdolla ís-
lands. „Þá er planið að koma með
fullt af blaðamönnum frá Þýska-
landi og víðar. Halda síðan tón-
leika og gera svoldið mikið úr
þessu. En þetta em bara hugmynd-
ir og þær em nú eins og þær eru.
Verða ekki allar framkvæmdar."
Já. Hún Alda er komin langa
leið frá upphafinu. Hún byrjaði að
syngja flmmtán ára í búlgörsku
hljómsveitinni Spectrum Show-
band sem gerði út frá Svíþjóð og
söng á ensku í skemmtiferðaskip-
um og á hótelum víða um Skandin-
avíu. í þá daga var Alda svolítið
villt en tveimur ámm síðar var
hún komin hingað heim til íslands
og fór að syngja í bandi með Mána
Svavars og Matta Hemstock. Sú
hljómsveit hét Stjórnin og þróaðist
út í það að Grétar kom inn í band-
ið og einu og hálfu ári eftir það tók
Sigga Beinteins við af Öldu. Á
þessum tíma hélt Alda alltaf
tryggð við Sverri nokkurn Storm-
sker, eins og hún gerir enn þann
dag í dag.
Real Good Time í
Júgóslavíu
Alda hefur geflð út tvo singla í
Bretlandi sem báðir hafa gert það
nokkuð gott. Real Good Time fór í
sjöunda sæti á Breska smáskífu-
listanum og Girls Night Out fór í
það tuttugasta.
Eru einhverjar tónleikaferöir
framundan?
„Já,“ segir Alda sem semur öll
sín lög með manninum sínum. „Ég
byrja á tónleikaferð núna 15. maí.
Held einhverja fimmtán tónleika
víðs vegar um Bretland í júní og
júlí og ég kem líka til með að hita
upp fyrir Republica. Ég er líka
alltaf á leiðinni til Malasíu en veit
ekki nákvæma dagsetningu hvað
það varðar."
Varstu vinsœl þar?
„Já. Real Good Time var vinsælt
þar og Girls Night Out kemur út á
næstu vikum,“ segir Alda og bætir
því við að Real Good Time hafi far-
ið i fyrsta sæti í Júgóslavíu og í
númer fimm í Ástralíu, svo dæmi
séu tekin.
«3—
Hvað dettur
heytir eftirfarandi
orð, sem eiga það
ölláessi?
Súkkulaði?
„Það er fitandi en mér
fmnst Síriussúkkulaði
best. Það ætti að flytja
það út.“
Stjórnin?
„Gamlar góðar
minningar."
Sjónvarp?
„Uppáhaldssjónvarpsþátturinn minn er The
Simpsons. Ég á hvern einasta þátt á vld-
eóteipi. How sad is that?"
Skónúmer?
„39“
Sverrir
Stormsker?
„Góður karl og
hreinskilinn. Sumir þola
það ekki viö hann þvl
þaö má aldrei segja
sannleikann."
Litla stúlkan úr Kópavogi syngur fyrir heiminn, hvort sem okkur líkar þaö betur eða verr.
„Ég er bara að gera músík fyrir
fólk sem fílar mína músík,“ full-
yrðir Alda. „Ef þú filar ekki það
sem ég er að gera þá kaupirðu
bara eitthvað annað.“
En hefurðu séð einhverja stelpu
úti með hár eins og þú?
„Það er mikið talað um hárið en
krakkar hafa yfirleitt ekki efni á
að hafa svona hár.“
Ertu að segja að þetta sé ekki
ekta?
„Nei. Þetta er blandað, sko. Það
er alls konar feik í þessu og ein-
hverjar fléttur. Þetta er bland í
poka,“ segir Alda og hlær.
íslendinaar fíla bara Öldu
ef útlenaingar gera það
Er ekki skrýtið að koma heim
núna, eftir aö þú meikaöir það?
„Jú, auðvitað. Maður fær miklu
meiri athygli en það er mismunur
á því hvort um er að ræða venju-
legt fólk eða fjölmiðlafólk."
Hvernig þá?
„Venjulegt fólk úti á götu tekur
mér rosalega vel og margir vinda
sér upp að mér - er virkilega al-
mennilegt. Sérstaklega ungar stelp-
ur sem fíla músíkina. Hún höfðar
náttúrlega til þeirra en síðan eru
alls konar kallar úti í bæ sem fíla
mig ekki neitt. Það er auðvitað búið
að rakka mig svoldið niður í fjöl-
miðlum. Það er líka æðislega mikið
um það héma að allir eru að biða
eftir því hvemig stóra platan mín,
Out of Alda, muni ganga úti.“
Förum viö hér heima bara eftir
því sem þeir í útlöndum segja um
þig?
„Algjörlega. Hundrað prósent.
Það lítur ekki út fyrir að íslending-
ar geti fílað hluti út frá sínum eigin
forsendum. Afstaða þjóðarinnar, og
þá aðallega fjölmiðla til mín fer
bara eftir því hvernig mér gengur
úti. í staðinn fyrir að taka bara sína
eigin afstöðu og styðja mig með
henni. Stóra platan mín fær til
dæmis ekki mikinn stuðning héma
því það era allir að bíða og sjá
hvemig mér muni ganga úti. En
síðan, ef hún gengur rosalega vel er-
lendis þá verður hún allt í einu orð-
in mjög góð plata hér heima. Hún
getur bara ekki verið góð fyrr en
það er búið að sanna að hún sé góð
úti. Þetta var svona með Björk líka
og mér finnst þetta alveg út í hött og
í rauninni er þetta algjört
hneyksli.“
En hafiö þiö hist eitthvað, þú og
Björk?
„Nei. Ég hef aldrei hitt hana og
þekki hana ekki neitt,“ segir Alda
Björk að lokum og gerir íslending-
um ljóst að hún er að meika það út
frá eigin forsendum. Er hvorki fjöl-
listahópur, hljómsveit né fyrrum
Sykurmoli. -MT
Stjórnmál?
„Leiðinleg. Eöa það eru eiginlega ekki stjórn-
málin sjálf sem eru leiðinleg heldur fólkið
sem er I stjórnmálum. Ég býst samt við þvl
að kjósa fyrst ég er hér heima.“
Svín?
„Borða þau ekki. Það er vond lykt af þeim.“
Sigurjón Kjartansson?
„Og hver er hann?“
Sambándiö?
„Enga skoöun á þvl og
dettur ekkert I hug.“