Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 12
Nú er Baltasar Kormákur að leikstýra enn einu verkinu, söngieiknum Rent sem verður frumsýndur eftir viku. Það er eins og maðurinn fái aldrei nóg að gera og þó hann sé undantekningarlaust með mörg járn í eldinum virðist hann alltaf halda jafn vel á spöðunum. Þetta segja að minnsta kosti þeir sem tii hans þekkja, en í vikunni ræddi Fókus við nokkra sem það gera og skyggðist aðeins inn í líf hans. Þegar Baltasar Kormákur Baltasarsson stóð frammi fyrir því að ákveða hvað skyldi gera eft- ir stúdentspróf úr MR þótti honum koma jafn mikið til greina að ger- ast dýralæknir og leikari. Baltasar er nefnilega mikill dýravinur og síðan hann var lítill strákur hefur hann verið á kafi í hestamennsku. Verka- og hestamaðurinn Sigur- jón Gunnarsson er mikill vinur hans og eiga þeir hestana að sam- eiginlegu áhugamáli. Þeir kynnt- ust tólf ára gamlir og hafa allar götur síðan ræktað vinskapinn í hesthúsum Gusts í Kópavogi, þar sem þeir geyma hestana sína. „Baltasar hefur óbilandi áhuga á hestum en enga hæfileika. En hann fer langt á áhuganum," segir Sigurjón glottandi. „Hann er hins vegar snillingur á ferðalögum og ótrúlega duglegur að rata. Með landakortið á hreinu og oftar en ekki í forystuhlutverki. í eðli sínu er hann foringi. Hann er jú Spánverji og skapstór eftir því, þannig að það er betra að leyfa honum að ráða ferðinni en að fá skapofsann yfir sig,“ segir Sigurjón og bætir því við að sök- um tímaleysis sjáist Baltasar lítið á baki á veturna, en þeim mun meira á sumrin þegar þeir félagar ferðast um landið. MR-ingurinn Eins og Sigurjón segir er Baltasar Spánverji. Sem kunnugt er orðið er hann sonur hjónanna Baltasars Samper, sem er spænskur, og Kristjönu Samper, en þau eru bæði myndlistarmenn. Systur á hann tvær sem heita Míreyja og Rebekka Rán, en þau systkinin fæddust með stuttu millibili. Baltasar var lítið sem ekkert á leikskóla, þar sem móðir hans annaðist hann og systur hans heima fyrstu árin. Sex ára fór hann í Kársnesskóla og svo Þing- hólsskóla í Kópavogi. Eftir grunn- skólann hóf hann nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og útskrif- aðist þaðan með stúdentspróf. Að Fyrsta leikstjóra- verkefni Baltasar, Hárið, varð metsölu- sýning og jók enn á söngleikjaæðið á íslandi sem ekki sér enn fyrir endann á. „Ég sá heldur ekki fýrir að hann ætti eftir að breytast í kyntákn strax upp úr tvrtugu , en hann var eitt af fyrstu karikyns kyntáknunum hér á landi.“ því loknu lærði hann leiklist í Leiklistarskóla íslands. Stefán Baldursson Þjóðleikhús- stjóri hefur unnið mikið með Baltasar undanfarin átta ár, eða síðan hann tók við stöðu leikhús- stjóra. Hvað skapstærð Baltasars, sem hestamaðurinn Sigurjón vill meina að renni í spænsku blóði Baltasars, segir Stefán það vera eiginleika sem allir góðir lista- menn þurfi að búa yfir. „Baltasar er skapstór og það er gott af því að hann kann að spila rétt úr því. Það kemur kannski mörgum á óvart, en hann er líka skapgóður og skemmtilegur í vinnu. Honum tekst ævinlega að skapa mjög góða vinnustemningu um leið og hann er agaður og að- haldssamur gagnvart leikurum sem hann leikstýr- ir,“ segir Stefán. Syngur ekki Þegar Baltasar var í Leiklistarskólanum kynntist Stefán hon- um fyrst. Hann var þar að leikstýra og segist strax hafa séð að Baltasar var efni- legur leikari, sterk- ur og góður. „Þess vegna réði ég hann óhræddur til starfa hjá Þjóðleik- húsinu. Hann var ekki búinn að vinna lengi hjá mér þegar i ljós kom að hann er mjög næmur leik- húsmaður og ég gaf honum því tækifæri til að leikstýra. Fyrsta stykkið hans hér var Leitt hún skyldi vera skækja, en það er dramatískt og krefjandi leikrit. Baltasar leysti þetta verkefni feyki- lega vel af hendi. Auk þess að vera hugmyndaríkur og djarfur er hann sterkur persónuleikstjóri, hefur sérstakt lag á að vinna með leikur- um og er ófeiminn við að skafa af þeim ýmsa galla. Þannig hefur hon- um tekist á mjög stuttum tíma að skipa sér í röð mest spennandi leik- stjóra síðustu ára,“ segir Stefán og bætir við að ekki megi gleyma því að Baltasar sé alltaf að bæta sig sem leikari. „Frammistaða hans í Listaverk- inu var til dæmis með afbrigðum góð og eins sýndi hann frábæran leik í Mávinum, Kæru Jelenu og nú í vetur í Brúðuheimilinu, svo eitthvað sé nefnt. Það virðist nefni- lega vera nokkuð útbreiddur mis- skilningur að hann geti aðeins leik- ið töffara." Líklega kemur sá misskilningur til vegna þess að í kvikmyndum hefur Baltasar gjarnan verið í „töffara" hlutverkum, til dæmis sem Lars í Veggfóðri og Baddi í Djöflaeyjunni. „Hann hefur tekið að sér mjög fjölbreytileg hlutverk og staðið sig feykilega vel í þeim öllum. Þó hann J eðli sínu er hann foringi. Hann erjú Spánverji og skapstór eftir því, þannig að það er betra að leyfa honum að ráða ferðinni en að fá skapofsann yfir sig.“ Fyrsta verkefnið í Þjóöleikhúsinu var Leitt hún skyldi vera skækja og vakti sú uppsetning almenna hrifningu. „Baltasar er skapstór og það er gott afþví að hann kann að spila rétt úr því. Það kemur kannski mörgum á óvart, en hann er líka skapgóður og skemmtilegur í vinnu.“ Kyntákn úti á lífinu Eins og áður hefur komið fram var Baltasar í MR. Andrés Magn- ússon blaðamaður var skólafélagi hans þar og síðar lágu leiðir þeirra saman sem hluthafar í Kaffibarn- um í Bergstaðastræti. Andrés segir að Öaltasar hafi haft áhuga á mörgu í framhaldsskóla og bjóst ekki við því að hann myndi leggja fyrir sig leiklist, jafnvel þó hann hafi tekið þátt í Herranótt og sýnt listinni áhuga í skóla. „Honum er náttúrlega svo margt til lista lagt að hann hefði getað far- ið út í hvað sem er. Hann var góð- ur námsmaður og naut þar sérstak- lega dugnaðar og driftar sem hon- um er í blóð borin. Og raunar held ég megi segja að hann sé afar far- sæll í flestu sem hann tekur sér fyr- ir hendur og það bar þegar á því í menntaskóla," segir Andrés. „Ég sá heldur ekki fyrir að hann ætti eftir að breytast í kyntákn strax upp úr tvítugu, en hann var eitt af fyrstu karlkyns kyntáknun- um hér á landi, nema menn vilji nefna leðurjakkatöffarann Flosa Ólafsson í byrjun sjöunda áratug- arins í þessu sambandi,“ bætir Andrés við. Baltasar vakti strax mikla athygli sem leikari og ekki síður sem persóna. Hann hefur áberandi útlit sem konur kunna að meta og þótti gaman að því að vera úti á lífínu. sé mjög músíkalskur er hann ekki mikill söngleikjamaður, þar sem hann er ekki sterkur söngvari. Samt stóð hann sig vel í söngleikn- um West Side Story og þá sýndi hann líka fína takta í dansinum. Hann er nefnilega góður dansari," segir Stefán. Þægilegur og óþægilegur Það er ekki nóg með að Baltasar vinni nú að söngleiknum Rent, sem frumsýndur verður næsta fóstu- dag, heldur er hann líka að vinna að kvikmyndinni 101 Reykjavík. Einnig leikur hann eitt aðalhlut- verkanna 1 kvikmyndinni Englum alheimsins, sem tökur hefjast brátt á, og ætlar til Danmerkur eftir nokkrar vikur til að leikstýra Hamlet. Þeir sem þekkja Balta, eins og hann er gjarnan kallaður, segja að það sé dæmigert fyrir hann að vera með svo mörg járn í eldinum í einu. Hann ku vera orkusprengja með ótrúlegt úthald. Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður hefur unnið mikið með Baltasar og núna taka þeir höndum saman í áðurnefndum kvikmyndum sem verið er að vinna að. „Mér finnst þægilegt að vinna með Baltasar vegna þess að hann leggur sig allan i það sem hann er að gera, sama hvað hann er með mörg járn i eldinum. Það er kannski ekki alveg eins þægilegt að umgangast hann. Ég hef það oft á tilfmningunni að hann sé ekki hundrað prósent í þvi sem hann er að fást við. Hins vegar kemst ég alltaf að því að hann er fullkomlega heill í því sem hann er að gera hverju sinni,“ segir Friðrik. Rólegur fjölskyldufaðir „Hann naut mikillar kvenhylli, þó hann væri nú yfirleitt á föstu. „Hann eyðir ekki tíma sínum í það sem hann sér fyrir að muni ekki ganga upp einn, tveir og þrír. Þess vegna skildi ég ekki aiveg hvað hann var að hnusa af pólitík í fyrra, þegar hann fór i prófkjör fyrir borgarstjómar- kosningamar. “ 12 f Ó k U S 7. maí 1999 J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.