Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 13
Fyrir vikið var ekki hægt að
opna blað án þess að hans
væri þar getið. Sjálfur sagðist
hann einhvem tíma þakka
Guði fyrir Pressuna sálugu,
því hún yrði ómetanleg heim-
ild um hvar hann hefði alið
manninn þegar hann færi að
skrifa sjálfsævisöguna. En
auðvitað var þetta orðum
aukið, því ef marka átti dálk-
inn „Hverjir voru hvar“ ferð-
aðist hann með ljóshraða í
tíma og rúmi milli allra
skemmtistaða borgarinnar og
út fyrir hana líka,“ segir
Andrés.
Haustið 1995 kynntist
Baltasar núverandi eiginkonu
sinni Lilju Pálmadóttur. Þá
voru þau stödd í Barcelona,
hún í myndlistarnámi og
hann að leikstýra Hárinu. Ári
síðar voru þau gefin saman í
Landakotskirkju. Nú starfar
Lilja sem myndlistarkona og
leggur áherslu á veggmynda-
gerð. Þannig smellur hún eins
og flls við rass í fjölskyldu
Baltasars, þar sem myndlistin
er i öndvegi höfð. Baltasar og
Lilja búa í miðbæ Reykjavík-
ur og vinna að endurgerð á
gömlu húsi sem þau festu
kaup á. Baltasar á tvö börn úr
fyrri samböndum, Baltasar
Breka, 9 ára, og Ingi-
björgu Sóllilju, 3ja ára,
og Lilja á eina dóttur,
Stellu Rín, 6 ára. Baltasar
heldur góðu sambandi
við Baltasar Breka og
Ingibjörgu og þau dvelja
mikið á heimili hans.
„Baltasar hefur róast
mikið, sérstaklega eftir
að hann kynntist Lilju
sinni og kvæntist henni.
Hans tími fer enda nær
allur í vinnu, fyrir utan
þann tima sem fer í hest-
ana,“ segir Andrés.
Hnusað af pólitík
Baltasar hefur alltaf
verið vinsæll, en Andrés segir
að þó hann geti verið hrókur alls
| fagnaðar sé hann ekki allra.
Hann skirrist ekki við að láta
menn heyra það ef honum mis-
likar framkoma þeirra í sinn
garð. Þannig að engum á að dylj-
ast hvar þeir hafa hann.
í fyrra tók Baltasar þátt í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar.
Andrés segir að það hafi komið
! sér á óvart.
„Baltasar er suðræn týpa og
getur verið ör, jafnvel fljótfær,
en yfirleitt er hann nú samt sem
J áður kaldur rökhyggjumaður.
Hann eyðir ekki tíma sínum í það
sem hann sér fyrir að muni ekki
ganga upp einn, tveir og þrír. Þess
vegna skildi ég ekki alveg hvað
hann var að hnusa af pólitík í
fyrra, þegar hann fór í prófkjör fyr-
ir borgarstjórnarkosningarnar.
Bæði hefur hann engan tíma í slíkt
starf og eins held ég að pólitík eigi
ekki vel við hann. Hann vill ná ár-
angri strax, en leiðist þras og mála-
miðlanir. En stjórnmálaskoðanir
Baltasars áttu fullt erindi, því hann
er frjálslyndur og víðsýnn. Hann
vill að menn fái notið verka sinna
og að mönnum sé frjálst að gera
hvað þeir vilja svo lengi sem það
skaðar ekki aðra. Ég kaus hann.“
-ILK
Uppsetning Baltasars á Hamlet vakti mikla athygli
en því fór fjarri að allir væru á eitt sáttir með hana.
Hún varð eftir sem áður til þess að í ár mun
Baltasar setja Hamlet upp í ríki Dana.
Leikstjóraverk Baitasars
1994 Hárið Islenska óperan
1995 Rocky Horror Loftkastalinn
Hárið Barœlona
1996 Skari Skrípó Loftkastalinn
Leitt hún skyldi vera
skækja Þjóðleikhúsið
Áfram Latibær Loftkastaiinn
1997 Hamlet Þjóðleikhúsið
1998 Bugsy Malone Loftkastalinn
1999 Rent Þjóðleikhúsið
Hamlet Odense Theatre
í Danmörku
Skítamórals-
sonur
skíröur á krá
Skítamóralsstrákarnir eru nú
komnir á það skeið í lífinu að erf-
ingjarnir eru farnir að líta dagsins
ljós. Hanni trommari varð pabbi í
fyrra og Addi Fannar eignaðist
strák fyrir nokkrum vikum. Dreng-
urinn verður skírður á fímmtudag-
inn, á krá í Grafarvogi sem foreldrar
móðurinnar eiga. Föðurbróðirinn og
lagahöfundurinn Einar Bárðar,
sem er í námi í Bretlandi, daðrar nú
við kennarana sína og reynir að
sleppa við eins mörg próf og hann
getur til að drífa sig heim í kráar-
skírnina. Af öðrum hljómsveitar-
meðlimum er það að frétta að Einar
Ágúst ætlar til ísrael í lok maí í
þeim tilgangi að sækja sér innri
orku. Hann er bahá’ítrúar. Hann
kemur væntanlega endurnærður
heim, enda líka eins gott því dag-
skráin er að verða ansi þétt hjá þeim
félögum.
Sveitaböllin
aö byrja
Það er nefnilega brjálað að gera
hjá Skítamóral núna. Fyrir utan það
að sveitaballavertíðin er að hefjast
og dagskráin að verða ansi þétt er ný
plata á leiðinni frá þeim. Hún kemur
út í byijun júní og ber hið frumlega
nafn, Skítamórall. Einar Bárðar á
allavega eitt lag á henni og hún er
víst örlítið rokkaðri en fyrri plötur.
Annars er hér um týpiskan Skíta-
móral að ræða. í byrjun júni verður
hljómsveitin með óvænta uppákomu
sem verður líklega ekkert auglýst.
Þeir ætla bara að poppa upp ein-
hvers staðar á höfuðborgarsvæðinu
og sjá svo til hvort þeir verða bomir
burt. Skítamóralsmenn verða sem
sagt samir við sig í sumar, þrátt fyr-
ir barneignir og bleiuskiptingar.
r
morgundagsins
Stuttmyndadagar verða haldnir
í Tjarnarbíói dagana 25. til 27. maí
nk. og ræmumar hreinlega streyma
inn. Þátttakan er mun meiri en í
fyrra og margir sem biðja um frest.
Síðasti séns til að skila inn stutt-
mynd er í dag og má búast við að
biðröð myndist rétt fyrir kl. 4 á
skrifstofu Kvikmyndasjóðs, sé miðað
við hinn hefðbundna slóðaskap ís-
lendinga. Fmmherjarnir á bak við
þessa hátíð eru engir aðrir en Jonni
Sigmars (gerði Eina stóra fjölskyldu *-
og frumsýnir nýja ræmu seint í sum-
ar) og Júlli Kemp (Veggfóður og
Blossi). Þeir stofnuðu þessa hátíð í
einhverjum bílskúrnum fyrir níu
árum og hafa alltaf staðið ágætlega
að henni.
7. maí 1999 f ÓkUS