Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 15
Little Voices eða
Taktu lagið Lóa er
byggt á frægu
leikriti eftir Jim
Cartwright sem
sýnt var í
Þjóðleikhúsinu við
miklar vinsældir
Taktu lagið Lóa (Little Voices),
sem Regnboginn hefur sýningar á í
dag, er gráglettin gamanmynd sem
einnig er tónlistarmynd. Er myndin
byggð á frægu leikriti eftir Jim Cart-
hwrigt sem sýnt var í Þjóðleikhús-
inu fyrir þremur árum. Þar fór Ólaf-
ía Hrönn Jónsdóttir með hið krefj-
andi hlutverk Lóu. í kvikmyndaút-
gáfunni er það Jane Horrocks sem
er í hlutverkinu en hún lék hana
einnig á sviði í London. Horrocks
leikur hina LV, einmana stúlku sem
lifrr í gömlu og drungalegu húsi í lít-
illi sjávarborg í norðvesturhluta
Englands. Allt frá því að faðir henn-
ar lést hefur hún ekki talað en eyðir
deginum í að hlusta á plötur úr
miklu safni sem faðir hennar skildi
eftir sig. Móðir hennar Mari
(Brenda Blethyn) er löngu hætt að
syrgja eiginmann sinn og skemmtir
sér mikið og á marga elskhuga. Dag
einn kemur nýr maður inn í líf
Mari, vafasamur karakter, Ray Say
(Michael Caine), sem er umboðs-
maður skemmtikrafta. Um sama
leyti kynnist LV feimnum ungum
manni, símaviðgerðarmanninum
BiII (Ewan McGregor), og hún fær
áhuga á lífinu aftur. Þetta verður til
þess að hún syngur mefra og dag
einn heyrir Ray Say hana syngja og
verður nánast orðlaus af hrifningu.
Hann sér mikla peninga í hæfileik-
um hennar og hefur undirbúning að
því að gera hana að stjömu.
Það þarf engan að undra að Jane
omvnair
Krakkar á menntaskólaaldri eru
ein helsta tekjulind kvikmyndafram-
leiöenda i Bandaríkjunum og sjálf-
sagt víðar. Það er því engin furða þótt
stórum hluta framleiðslunnar sé
beint tii þessara aldurshópa. Skólarn-
ir hafa ekki fariö varhluta af þessari
markaðsetningu og mikill fjöldi kvik-
mynda sem gerast innan veggja
menntaskóla lítur dagsins ljós á
hverju ári. f dag er Varsity Blues
frumsýnd, en hún gerist innan veggja
menntaskóla, fyrir í kvikmyndahús-
um er The Faculty, sem einnig gerist
i menntó, og meðal mynda sem koma
til landsins á næstu mánuðinn og eru
gerast í þessu umhverfi eru Cruel In-
tentions, Never Been Kissed og
Rushmore. Sjálfsagt er misjafn
smekkur hvað er góð menntaskóla-
mynd og hvað ekki en nokkrir banda-
rískir gagnrýnendur töldu eftirfar-
andi tólf myndir bestar. Þær eru að
sjálfsögðu allar amerískar nema To
Sir With Love enda verður að segjast
eins og er að þótt okkar kvik-
myndasmekkur hér á íslandi sé
þröngur þá er kvikmyndasmekkur
Bandarikjanna ennþá þrengri þegar
kemur að kvikmyndum þar sem ekki
er töluð enska.
1. Amerícan Graffiti,
1973, leikstjóri George Lucas.
2. Say Anything...,
_ 1989, leikstjóri Cameron Crowe.
3. Dazed and Confused,
. 1993, leikstjórí Richard Linklater.
4. Carríe,
_ 1976, leikstióri Brian De Palma.
5. Dead Poets Society,
_ 1989, leikstjóri Peter Weir.
6. Ferris Bueller’s Day off,
7
8
9
1986, leikstjóri John Hughes.
. Fast Times at
Ridgemont High,
1982, leikstjóri Amy Heckerling.
■ To Sir with Love,
1967, leikstjóri James Clavell.
. Heathers
. .J.989, leikstjóri: Michael Lehman.
10. Fame,
. J.977, leikstjóri Alan Parker.
11. The Breakfast Club,
. J.985, leikstjóri John Hughes.
12. Clueless,
1995, leikstjóri Amy Heckerling.
Horrocks skyldi fá þetta mikla hlut-
verk i Little Voice þegar til stóð að
kvikmynda leikritið. Hún hafði
fengið frábæra dóma fyrir túlkun
sína og er margverðlaunuð. Þar að
auki hafði Jim Cartwright skrifað
hlutverkið fyrir hana. Horrocks er
þekkt leikkona á Bretlandseyjum og
hefur leikið jöfnum höndum á sviði,
í kvikmyndum og í sjónvarpi. Hér á
landi eru þó margir sem kannast við
hana fyrst og fremst úr hlutverki
heimska einkaritarans Bubble í
þáttaröðinni Absolutely Fabulous
sem sýnd var á Stöð 2. Hennar besta
kvikmyndahlutverk til þessa er í
Life Is Sweet sem Mike Leigh leik-
stýrði. Þar lék hún unga stúlka með
anorexíu og voru gagnrýendur í Los
Angeles svo hrifnir af leik hennar
að þeir völdu hana bestu leikkonu í
aukahlutverki árið 1992.
Leikstjóri Little Voice er Mark
Herman og skrifaði hann kvik-
myndahandritið upp úr leikritinu.
Hann á baki tvær kvikmyndir, Disn-
ey myndina Blame It to the Bell Boy
og svo hina ágætu gamanmynd
Brassed off.
-HK
7. maí 1999 f ÓkuS
15