Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 20
tónleikar h a f Einar og Eiður Snorr- ar standa í stórræð- um þessa dagana. Þeir eru ekki bara í New York að meika það, eins og frést hef- ur, heldur eru þeir nú að ritstýra sérriti fyrir tímaritið Big Mag- azine. En það er víst ógurlega stórt og fal- legt Ijósmyndatímarit, sem hefur gert sér- rit um Tokyo og alls konar stórborgir og eitthvað af smárikjum. Þar koma óbræð- urnir einmitt að verkinu og sjá um sérrit um smáríkið ísland. Norrænt rokkstarf er í miklum blóma. Nú þegar samnorræna rokkplatan Rock From the Cold Seas er komin út, berast þau tíðindi að t haust verði haldin á íslandi 2-3 daga rokkfestival með norrænum sveit- um frá allt að tólf löndum. Gillið verður á vegum Norræna fé- lagsins og auk þess að rokka dag eftir dag verður boðið upp á ráðstefnur og fyrir- lestra. Ekki er vitað upp á hár hvaða bönd koma, nema að Hatespeech koma frá Færeyjum og Siissisoq frá Grænlandi. Full- trúi íslands verður að öllum líkindum hljóm- sveitin Sigurrós. Fyrst lenti Heiöar iónsson snyrtir í hel- vítis Akureyringum og nú er kallinn lentur í fjandans aröbunum. Já, drottning sauma- l-.lúbbana er farin að vinna hjá Atlanta. Er þar flugþjónn og býð- ur Mekkaförum upp á léttar veitingar og sel- ur þeim snyrtivörur af hjólaborði. Það get- ur ekki verið að nokkrum íslendingi finnist þetta starf vera Heiöari snyrti bjóðandi. Helðar, komdu heim! Hið margboðaða rokksumar fær beina innspýtingu með safnplötu sem Mannaskíts-útgáfa Krumma og félaga f Mínus gefur að öllum líkindum út í júní. Þarna verða sveitirn- ar Mínus, Shiva og Bisund með þrjú lög hver og til að ná fram sögulegu jafnvægi verður óútgefið lag með dauðarokksnögl- unum í Sororiclde haft með. Platan á ekki að heita Pottþétt hardkor 1. \ w _ m Pörupiltarnir f Quarashi eru komnir all ill- þyrmilega á kreik á ný. Þeir eru akkúrat núna að stilla upp fyrir tónleika sem þeir halda I Osló f kvöld á 100 manna elliheim- ili, sé mark takandi á heimasfðunni þeirra. Um næstu helgi hefst svo kombakkið á ís- landi; risatónleikar á litlum klúbbi f Reykja- vfk. Þú lest um það f Fókusi. fyrirbæri annars heims, líkt og andar, draugar, galdramenn, skógardfsir, drottnari kalheima og ástarguðinn. Sögumaður tengir tónlistarat- riðin með frásögn sinni. Bjórg Karítas Jónsdóttir syngur á útskriftar- tónleikum í Borgarneskirkju. Hún er að útskrif- ast frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar og syngur músík eftir Pál isólfsson, Jón Þórarinsson, Gabriel Fauré, W.A. Mozart, Antonín Dvorák, Richard Strauss og G. Puccinl. Meðleikari er Jerzy Tosik-Warszawiak. •Sveit i n Bergþóra Árnadóttir er komin á puttanum til Víkur í Mýrdal. Hún leikur og syngur af innlifun á Hótel Vík klukkan 20.30. KK er kominn á Hofsós. Hann er f Félagsheim- ilinu Höföaborg klukkan 20.30 Leikhús Borgarleikhúsið sýnir f kvöld farsa eftir eina fyndna Nóbelshafann undanfarna áratugi, Dario Fo. Þetta er gamall kunningi fslenskra leikhúsgesta - Stjórnleysingi ferst af slysför- um. Borgarleikhúsið hefur sótt Hilmar Jóns- son leikstjóra til Hafnarfjarðar til að setja þetta upp og með honum fylgir lunginn úr sam- starfsfólki hans frá Hermóði og Háðvöru. Egg- ert Þorleifsson leikur hlutverk brjálæðingsins, það sama og Arnar Jónsson lék f sfðustu upp- færslu. Óperettan Leöurblakan eftir Jóhann Strauss verður sýnd f íslensku óperunni kl. 20. Sögu- sviðið er Reykjavík samtímans og spannar einn dag i Iffi borgarbúa sem lifa bæði hratt og hátt. Miðað við viðbrögð þeirra sem horft hafa upp á þessu sýningu er þessi tilfærsla á sögu- sviðinu síst til bóta. Garðar Cortes stjórnaði tónlistinni ogfékk stóðhest að launum. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, er í hlutverki Rósalindu og Bergþór Pálsson f hlutverki von Eisenstein. Edda Björgvinsdóttir leikkona er i hlutverki fangavarðarins Frosch. Leikstjóri uppfærsl- unnar er David Freeman, ópersustjóri sem er kunnur fyrir opinskáar uppfærslur. Nemendaleikhúsið sýnir Krákuhöliina eftir Einar Örn Guömundsson. Þetta er sfðasta verkið sem sýnt verður f Lindarbæ en nú á að taka húsnæðið undir skjalageymslur. Hilmir Snær er leikstjóri en leikarar eru Egill Heiðar Anton Pálsson, Hinrik Hoe Haraldsson, Jó- hanna Vigdis Arnardóttir, Laufey Brá Jóns- dóttir, María Pálsdóttir, Nanna Kristfn Magn- úsdóttlr, Rúnar Freyr Gíslason og Stefán Karl Stefánsson. Sviðsmynd og búningar eru f höndum Jórunnar Ragnarsdóttur lýsingu hannar Egill Ingibergsson og um hljóöið sér meistari Sigurður Bjóla. Maður í misiitum sokkum eftir Arnmund Backman er á Smfðaverkstæði Þjóöleikhúss- ins kl. 20.30. Þessi farsi gengur og gengur. Enn eitt gangstykkið með „gömlu leikurunum" - aö þessu sinni Þóru Friöriksdóttur, Bessa Bjarnasyni og Guðrúnu Þ. Stephensen. Sím- inn er 551 1200 fyrir þá sem vilja þanta miða á sýningu einhvern tima f framtíðinni. Þjóðlelkhúsið. Sjálfstætt fólk, seinni hluti: Ásta Sóllilja - Lífsblómiö, verður sýndur kl. 20. Þeir sem sáu Bjart fyrr um daginn geta skellt sér á aðra þrjá tfma af Laxness eftir kvöldmat. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er Ásta Sóllilja og Arnar Jónsson er Bjartur seinni hlutans. Leikstjóri er KJartan Ragnarsson og hann samdi hann leikgerðina ásamt eiginkonu sinni. Fyrir börnin Litla ævintýrið um Dimmalimm eftir Mugg er til sýnis f Iðnó klukkan 16. Staðsetningin hent- ar vel þar sem hægt er að f^ra og horfa á álft- irnar á Tjörninni strax á eftir. Barnasöngleikurinn Ávaxtakarfan eftir Krist- laugu Maríu Slguröardóttur í íslensku óper- unni kl. 14. Kennsluleikur um einelti. Ávextir Bisund bíður eftir sumrinu „Maður er bara að bíða eftir sumrinu því þetta á eftir að vera mjög gott sumar fyrir þessa tónlist sem við spilum.“ Miðvikudaginn 12. maí býður leppabúðin Spútnikk upp á gróft rokk i verslun sinni á Hverfis- götu. Um klukkan 21 fer rokkið að sjóða á kötlunum og Mínus og Bisund sjá um fjörið. Mínus ætti að vera lesendum kunn eftir sig- urinn í síðustu Músíktilraunum en Bisund varð einmitt í öðru sæti í sömu keppni í fyrra. Þetta er kvartett sem byrjaði um haust- ið ‘97 og hefur verið að þéttast jafnt og þétt síðan þá. Strákarnir eru með lag á nýutkominni safn- plötu (“Rock from the Cold Seas“) og verða með þrjú lög á væntan- legri safnplötu sem Mannaskítsút- gáfan gefur út í samráði við Skíf- una í sumar. „Nei, við göngum ekkert frekar í fötum frá Spútnikk,“ segir Raggi, bassaleikari Bisundar. „Ef þeir eru með eitthvað flott er samt aldrei að vita, ég bara veit ekki hvað er til þarna. Þetta er bara töff framtak hjá þeim og auðvitað styðjum við slíkt.“ 1 gœr spilaöi Bisund fyrir Sam- fylkinguna. Kjósa þeir hana? „Ég vil ekkert gefa upp um stjórnmálaskoðanir," segir Raggi þungbúinn. Þeir spiluðu fyrir vinstrimenn í fyrra svo það er hægt að leggja saman 2 og 2. Mynduði spila fyrir Heimdall? „Hvaö er þaö?“ Ungir sjálfstæðismenn. „Ja, ég meina, já, já. Alveg eins, ef þeir borga. Við myndum þess vegna spila í Sautján. Ef þau myndu bjóða okkur að spila fyrir fimmtíu þúsund kall þá væri það alveg sjálfsagt." Þannig aö þiö spilið bara hvar og hvenær sem er? „Já, eins lengi og það er vel staðið að tónleikunum og allir komist inn óháð aldri.“ Raggi segir að það sé mjög fínn mórall í bandinu og framtíðin björt. „Maður er bara að bíða eftir sumrinu því þetta á eftir að vera mjög gott sumar fyrir þessa tón- list sem við spilum. Kjarninn er 2-300 manns sem mætir á alla tón- leika og fer sífellt stækkandi." eru meðal ann- arra Andrea Gylfadóttlr, Hinrik Ólafsson og Margrét Kr. Pétursdóttir. Sími 551 Möguleikhúsiö fer til Akureyrar í dag og setur upp Snuðru og Tuöru Iðunnar Steinsdóttur á Renniverksstæðlnu kl. 13 og aftur kl. 15. töpnanir Kristján Davíðsson opnar sýningu á nýjum ol- íumáiverkum í sýningarsal Sævars Karls í Bankastræti i Reykjavík klukkan 15. Hún mund standa til 27 maí. Kvöldskóli Kópavogs heldur vorsýningu sína aðeins í dag og er hún opnuð klukkan 14 í Snælandsskóla. Sýndur verður afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum; Bókbandi, bútasaum, fatasaum, glerlist, kán- trýföndri, körfugerð, silfursmíði, skrautritun, trésmíði, trölladeigsmótun, útskurði og vatns- litamálun. Skólinn óskar þess að sem flestir sjái sér fært að líta inn og skoða sýninguna. •Síöustu forvöö Sýningu Önnu Sigríðar Sigurjónsdóttur í Stöðlakotl er að Ijúka. Opið til klukkan 18. Jóhann Maríusson hefur undanfarið sýnt 1475. skúlptúra unna í tré i Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Sýningunni líkur klukkan 18. •F undir Klukkan þrjú heldur færeyski kvinnuhringur- inn sína árlegu kaffisölu i Færeyska Sjó- mannaheimilinu, Brautarholti 29. Eins og und- anfarin ár verða konurnar með kafflhlaðborð og eiga allir að finna eitthvað sem þeim þykir gott. Konurnar í þessum klúbbi hafa lagt rækt við að styrkja Sjómannaheimilið með því að kaupa innanstokksmuni í húsið og munu þær einniggera það nú. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Sjómannaheimilið þennan kaffisölu- dag og er vonast eftir að sem flestir láti sjá sig, því allir eru hjartanlega velkomnir. í dag er mæðra- og bænadagurinn. Af því til- efni veður Kvenfélag Breiðholts með messu og kaffisölu i Breiðholtskirkju klukkan 14. Guðrún Kristín Þórsdóttir prédikar og kvenfé- lagskonur anhast ritningarlestur. Kaffið verður svo drukkið í safnaöarheimilinu. í Norræna húsinu spjalla myndasöguhöfund- arnir Arild Mldthun, Teddy Kristlansen, Peder Madsen, Teppo Sillantaus, Mikael Gylling, Stépane Rosse og BJarni Hlnriksson um list- grein sina. Fundurinn hefst klukkan 15. •F eröir Ferðafélaglð ætlar í dag að tölta upp að Þor- bjarnarstöðum og Kristrúnarborg eftir svokall- aðri Alfaraleið. Þetta er um 3 klst. ganga und- ir leiösögn Auöar Magnússdóttur og Lovísu Ásbjörnsdóttur frá Umhverfis- og útivistarfé- lagi Hafnarfjarðar. Brottför klukkan 13 viö Um- ferðamiðstöð og Mörkinni 6. Mánudagur 10. maí •Klúbbar Listaklúbbur Leihús- skjallarans þorir að vera framúrstefnulegur og það á einnig við um kvöldið í kvöld. Fatakönnuðir frá Gallerí Mót sýna verk sín við íslensk samtímaljóð. Ljóðin eru valin af Lindu Vilhjálmsdóttur en nem- endur úr Leiklistarskóla íslands leggja hönnuðun- um lið með framsetningu, módelstörfum og flutningi Ijóöa. Þema sýningarinnar er: Ljóð í litum sumars. Hönnuðirnir sem taka þátt í sýningunni eru: Alda Kristín Sigurðardóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Björk Baldursdóttir, myndlist í safnahúsi Borgarfjaröar eru sýnd verk fýrsta árgangs útskriftarnema úr PA&R, Printmaking, Art & Research: Listgrafík á ufSþleiö. Opið alla daga frá kl. 13 til 18. Kvöldskóli Kópavogs heldur vorsýningu sina á sunnudaginn. Já, bara þennan eina dag frá kl. 14 í Snælandsskóla. Kristján Davíðsson, sýnir frá og með sunnu- deginum ný olíumálverk í sýningarsa! Sævars Karls í Bankastrætinu. Ýmsar skoðanir eru uppi um verkin hans Kristjáns, en þau eru alla- vega dýr. Sýningin stendur til 27 maí. Hin árlega útskrlftarsýning MHÍ hefst í SSskól- anum kl. 14 laugardaginn 8. Þarna sýna 56 nemendur úr öllum deildum hvað þeir hafa ver- ið að bralla á önninni. Alltaf eitthvað skemmti- legt og sniðugt. Á 3. hæð er sýningin PA&R (Printmaking, Art and Research), með verkum úr samstarfsnámi fimm listaskóla í listgrafík. Sýningarnar standa til 16. maí og er opið dag- lega kl. 14 -19. Tine Buur Hansen og Þormar Þorbergsson eru konditorimeistarar og halda sýningu á brúð- kaupstertum á Café Kondltori Copenhagen að Suðurlandsbraut 4. Þetta er I fyrsta sinn sem slík sýning er haldin. Ætli maður fái eitthvað í f Ó k U S 7. maí 1999 gogginn? Sýningin stenduryfir helgina en þá fer væntanlega að slá í terturnar. Hópurinn Homo Grafikus sýnir I plötubúðinni 12 Tórium á horni Barónsstígs og Grettisgötu. Sex meðlimir klúbbsins sýna þar karllæga grafík. 1 Listasafni Árneslnga, Selfossi, sýnir Pétur Halldórsson verk sem eru samsett úr ýmsu myndefni. Sýningin stendur til 30 maí. Öanski hönnuðurinn Rikki Feltmann sýnir kjóla í nýrri fatabúö á Laugavegi 48b. Búðin heitir One 0 One Shopplng og er með flott og ódýr föt, meira fiftís en seventis. Opið á verslunar- tíma. Þeir sem eru á leiðinni til útlanda geta skoðað kristilega myndlist í Flugstöð Leifs heppna. Sýningin er í tilefni af 1000 ára afmæli kristni á íslandi og sýna þar allskonar snillingar. Messíana Tómasdóttir sýnir 18 klippimyndir unnar á þessu ári á Mokka. Nú stendur yfir Ijósmyndasýning á verkum áhugaljósmyndara á árunum 1950 - 1970 i anddyri Þjóðarbókhlöðunnar. Sýningin stendur til 28. maí. Rnnbogl Pétursson pínir Odjöfuls hávaða0 út úr enn einu snilldarverkinu sem hann sýnir nú í Gallerí Ingólfsstræti 8. Eyrnatappar ekki inni- faldir. í Norræna húsinu hefur Halldór Carlsson sagn- fræðingur og kvikmyndagerðarmaður safnað saman nokkrum frummyndum og Ijósritum eft- ir íslenska teiknimyndageröarmenn. Sögurnar vekja minningar, t.d. fígúran Böbbi eftir ma- estro Sigmund. Ein athyglisverðasta sýningin á landinu stendur nú yfir í Listasafni Akureyrar. Hún nefnist Jesús Kristur - Eftlrlýstur! og þar sjá ýmsar túlkanir á Jesúsi frá mörgum tímaskeiðum. í Listasafni ASÍ, Ásmundarsal sýnir Steinunn Þórarinsdóttur höggmyndir. Sýningunni lýkur S sunnudaginn. Ólöf Nordal sýnir i Gerðarsafni sem er í menn- ingarstórborginni Kópavogi. Ólöf kallar sýning- una Nord Al13. Sýningunni lýkur á sunnudag- inn. Skuggaspeglar heitir sýning þar sem safnað er saman myndum og textum myndlistarmanna og rithöfunda. Hún er í Gerðarsafni og lýkur á sunnudaginn. Þór Vigfússon er i Gerðarsafni með sýninguna Brothættir staðlr Sýningunni lýkir á sunnudaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.