Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 10
22 9 NO SCRUBS......................................TLC 17 11
23 5 TEQUILA TERROVISION 27 36
24 2 HVERJUM KEMUR ÞAÐ VIÐ STUÐMENN 36 -
25 7 SHEEP GO TO HEAVEN CAKE 14 5
plötudómur
Tom Waits
Mule Variations ★★★
Krakkar! Kveikið á kertunum og
kaupið kassa af rauðvíni: Tom
Waits er kominn aftur!
Gamli rafturinn hefur lengi höfð-
að til þeirra sem dreymir innst
inni um að gefa skít í sitt verald-
lega kjaftæði og gerast fyllibyttur,
helst í erlendri stórborg. Tom, líkt
sukkskáldið
Charles Bukowsky, tekst að halda
því fram í textum sínum og
gauðrifinni tónlist að lífið í ræsinu
sé líklega alveg frábært og eitthvað
svo, ja, mannlegt, og miklu betra
en eitthvert 9-5 í blokk. Áheyrand-
inn þarf að hafa sig allan við að
drekka sig ekki í
hel þegar þessi
plata rennur í
gegn og hann er
með andlega lifr-
arbólgu B þegar
hún er búin.
Þetta er fyrsta
plata Toms í sex
ár og gamli
skröltormurinn
er kominn með
t ó n f y 11 i s -
gremju og
treður á
diskinn 16 lög-
um á 70 mín-
útum og er al-
veg að
■ s p r i n g a .
Pönkfyrir-
tæki á upp-
leið gefur
káJáÉiii
Gargandi snilld!
Eklci missa af þessu.
Góð afþreying.
leyranamn þarfað hafa
sig allan við að drekka sig
ekki í hel þegar þessi plata
rennur í gegn og hann er
með andlega lifrarbólgu B
þegar hún er búin.
diskinn út. Tónlistin er nákvæm-
lega sú sama og Tom Waits hefur
verið að gera; blús og ballöður,
sumt dulbúið í lélegt og hrátt sánd
en furðu oft leyfir Tom sér að
hljóma eins og hann eigi sæmileg-
ar græjur. Hann gólar og slefar og
leikur sig á síðasta snúningi og að
vanda er margt stælt frá frumlegra
fólki eins og Captain Beefheart.
Það er hellingur af góðu stöSi á
þessum diski, hress lög eins og
„Big in Japan“ (í upphafi kvölds
þegar stuðið blasir við) og skjálf-
andi drykkjugælur eins og „Black
Market Baby“ (undir morgun þeg-
ar harmurinn hellist yfir). Annars
er þetta bara ekta Tom Waits-
stemning út í gegn og þú veist hvar
þú hefur hann. -glh
= Nothæft gecrn leiöindum
= Notist í neyo
.0.= Timasóun
.&»= Skaðlegt
Foo Fighters hugsa
sér til hreyfings
Rokkbandið Foo Fighters með
Dave Grohl úr Nirvana í framlín-
unni, er farið í hljóðver til að taka
upp plötu númer þrjú. Bandið stend-
ur í þessu heima hjá
Dave, en hann er búinn að nota öll
auðæfin til að koma sér upp góðri að-
stöðu í villunni sinni í Virginíu. Foo
Fighters ætla að nota sumarið til að
klára plötuna og munu því ekkert
spila á tónleikum fyrr en platan kem-
ur út. Hvenær það verður er óákveð-
ið og eins hver gefur út, því sveitin
hefur sagt upp samningi sínum við
Capitol-plötur eftir að vinveittur yfir-
maður þar hætti. Það er til hellingur
af lögum, en sveitin segist bara muni
velja það besta úr. Að vanda semur
Dave grunnhugmyndir að lögunum
en svo eru þau kláruð af allri sveit-
inni.
Ljótir pervertar
hafa annað slag
átt góðan dag
poppinu. Nú er
komið að Ultra
sound. En er n
að vera Ijótur
pervert?
UftJiJ
NR. 322
vikuna 6.5-13.5. 1999 Akureyringarnir í 200 þús n^bít^
eru mættir á topp io en vilja þö eflaust
frekar vera Neðanjarðar.
Sæti Vikur LAG FLYTJANDI 29/4 15/4
1 13 LADYSHAVE..............................GUS GUS 1 1
2 3 ALLOUTOFLUCK .................SELMA (EUROVISION) 4 8
3 3 CANNED HEAT ........................JAMIROQUAI 13 20
4 10 YOU STOLE THE SUN FROM ME .MANIC STREET PREACHERS 2 7
5 7 MY NAMEIS...............................EMINEM 3 3
6 5 EINN MEÐ ÞÉR.......................SKÍTAMÓRALL 6 12
7 3 IT’S NOT RIGHT BUT IT’S OK .....WHITNEY HOUSTON 10 19
8 8 WHY DON’T YOU GET A JOB..............OFFSPRING 5 2
9 3 NEÐANJARÐAR ....................200.000 NAGLBÍTAR 11 13
10 11 TENDER....................................BLUR 8 4
11 10 MARIA..................................BLONDIE 15 14
12 7 STRONG...........................ROBBIE WILLIAMS 9 9
13 1 RIGHT HERE RIGHT NOW................FATBOY SLIM QQQQ
14 4 IFYOUBELIVE .............................SASHA 7 17
15 2 NEW....................................NO DOUBT 18 -
16 7 PROMISES........................THE CRANBERRIES 19 18
17 12 STRONG ENOUGH ............................CHER 12 6
18 3 ELECTRICITY..............................SUEDE 23 28
19 4 THANK ABBA FOR THE MUSIC.........VARIOUS ARTISTS 16 32
20 4 EVERY YOU, EVERY ME....................PLACEBO 24 21
21 6 IN OUR LIFETIME .........................TEXAS 30 23
Ófrítt og feitt fólk hefur eignast
von í poppinu með ensku hljómsveit-
inni Ultrasound. Þau eru fimm en
upphaf bandsins má rekja aftur til
þess tíma er feitabollan og söngvar-
inn Andrew „Tiny“ Wood hitti gít-
arleikarann Richard Green á ein-
hverju námskeiði. Þeir ákváðu að
stofna hljómsveit og smám saman
söfnuðust öfuguggar að þeim svo að
loksins varð til samheldinn hópur.
Fyrir u.þ.b. ári var þetta fólk blaðr-
andi í öllum ensku músíkblöðunum,
„bözzið” var mikið og Ultrasound var
málið.
Hremmingar
Eftir tvær smáskífur hvarf bandið.
Það hatði fengið samning hjá Nude-
plötum, sem gefa út Suede og fór út
i sveit til að taka upp fyrsta albúmið.
Það gekk ekki án hremminga. Fyrst
hætti umboðsmaðurinn Geoff Travis
(sem sér eftir því núna) og allt fór í
steik út af því á tímabili. Þá braut
trommarinn á sér úlnliðinn og loks
beið bandið i þrjá mánuði eftir að
hljóðkarlinn Nigel Godrich (sem
varð eftirsóttur eftir vinnu með Radi-
ohead) hefði tíma til að vinna með
Hljómsveitarmeðlimir reyndu
af örvæntingu að hleypa lífi í
kynningarstarfsemina fyrir
plötuna. Tveir þeirra hlupu
allsberir inn á fína tískusýn-
ingu og veifuðu lillunum
framan í módelih.
sér. Ultrasound-fólkið hefði þó getað
sleppt því að bíða, Nigel fór í fýlu og
gekk út eftir tvo daga. Nú fór bandið
að örvænta og íhugaði að hætta. Úr
því varð ekki. „Þegar við hættum að
hafa áhyggjur verðum við ömurleg,”
segir gítarleikarinn. „Við þrífumst á
óheppni."
Lillunum veifað
Ultrasound fékk gamla kunningja
til að taka plötuna upp fyrir sig og
hún er loks komin út, heitir „Every-
thing Picture” og hefur fengið mis-
jafna dóma. Sjálfum fmnst mér hún
nokkuð góð; slatti af finum lögum en
innan um leiðindi. Þetta er líka alltof
löng plata, 2 diskar og 88 mínútur og
það hefði mátt nota hnífinn á pervert-
ana. Tónlistin er dálítið gamaldags;
Bowie, Roxy Music, jafnvel Gary Glit-
er á köflum, hrært við gott popp sem
minnir á nýbylgjubönd eins og Mag-
azine og The Smiths.
En enska rokkpressan er undarlegt
fyrirbæri. Nú getur Ultrasound sopið
seyðið af því að hafa verið svona
lengi að klára plötuna því „bözzið” er
búið og önnur „Besta band í heimi!"
komin í staðinn. Hljómsveitarmeð-
limir reyndu af örvæntingu að
hleypa lífi í kynningarstarfsemina
fyrir plötuna. Tveir þeirra hlupu alls-
berir inn á fina tískusýningu og veif-
uðu lillunum framan í módelin. Sjálf-
ur fékk Tiny söngvari að sýna, gekk í
einhverjum druslum inn og lyfti
þeim síðan upp svo flæðandi ístran
blasti við. Þar hafði hann skrifað
„unique” (sérstakur).
Hvort þetta er nóg til að vekja
áhuga kemur í ljós. Líklegra er þó að
hijómsveitin hverfi jafnhljóðlega og
hún kom æpandi inn í bransann,
studd púi poppblaðamanna sem
hvöttu hana inn áður af því það var
dagskipunin þá. Yfirborðskenndur
andskoti þessi poppbransi.
26 5 HOW LONG’S A TEAR TAKE TO DRY .. .. .BEAUTIFUL SOUTH 28 29
27 5 REALLIFE BON JOVI 25 31
28 2 I AIN’T MISSIN YOU RAHSUN 29 -
29 9 BIRTIR TIL LAND OG SYNIR 20 15
30 1 FLAT BEAT MR OIZO k'i’aai
31 2 SWEAR IT AGAIN WESTLIFE 33 -
32 3 TONITE SUPERCAR 35 37
33 22 FLY AWAY LENNY KRAVITZ 21 10
34 1 I WANT IT THAT WAY LENNY KRAVITZ ItilllJ
35 2 SAY YOU LOVE ME JOHNSON 40 -
36 6 THAT DON’T IMPRESS ME MUCH SHANIA TWAIN 31 33
37 1 TURN AROUND PHATS & SMALL ÍCfeCTa
38 6 REMAKE MY FIRE HOUSEBUILDERS 22 26
39 1 LIVIN’LA VIDA LOCA RICKY MARTIN l.’VHIKÍ
40 1 LOOKATME ............................GERIHALLIWELL
Skítamórall er Einn
með þér og stendur í
stað í númer sex.
GusGus númer eitt.
Sjöttu vikuna í röð!
Lifrarbólga B:
Taktu þátt í vali
listans í síma 550 0044
íslcnski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV.
Hringt er í 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af
öllu landinu. Einnig getur fólk hringt í síma 550 0044 og
tekiö þátt i vali listans. íslenski listinn er frumfluttur á
fimmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og birtur á
hveijum föstudegi í DV. Listinn er jafnframt endurfluttur
á Bylgjunni á hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn er
birtur, aö hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöövarinnar.
lslenski listinn tekur þátt í vali „World Chart“ sem
framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig
hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er í
tónlistarblaöinu Music & Media sem er rekið af bandaríska
tónlistarblaöinu Billboard.
Yílrumsjón meö skoöanakönnun: Halldóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaösdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó
Handrit, heimildaröflun og yflrumsjón með framleiöslu: Ivar Guðmundsson - Tæknistjóm og íramleiösla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn
Steinsson Útsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar PáU ólafsson - Kynnir i útvarpi: ívar Guðmundsson
10
f Ó k U S 7. maí 1999