Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1999, Blaðsíða 14
Árg» 'JÖ.V_iw..r Lussis mSllj- arður cJyllara? Eftir hina miklu markaðsetningu og allan þann spenning sem ríkir i kring- um Star Wars: The Phantom Menace telja fjármálasérfræðingar í Hollywood að árstekjur George Lucas frá þvi myndin verður frumsýnd 19. mai verði allt að einum milljarði doll- ara. Ástæðan er sú að hann fær 90% af öllum tekjum sem verða af myndinni þegar búið er að draga frá kostnaðinn og 20th Century Fox aðeins 10%. Ef þetta verður að veruleika þá þarf Star Wars að verða næstum jafnvinsæl og Titanic en heildartekjur af henni námu 1,5 milljarði dollara. Kostnaður við myndina er nú geflnn upp sem 112 milljónir dollarar en ekki hefur verið skýrt frá hve margar milljónir fóru í markaðsetninguna. Nú er það ekki svo að George Lucas sé ijárþurfl. Haitn hefur rakað inn peningum á fyrri Star Wars-seríunni og er fyrir löngu orðinn milljarðamæringur. Ef einhver vill reikna út hverjar tekjur Lucasar á einu ári gætu orðið í islenskum krón- um þá er dollarinn 74 krónur. kómedíu I lok maí lýkur hinn vinsæli gaman- þáttur Bamfóstran (The Nanny) göngu sinni i Bandarikjunum en þátturinn hefur ekki verið síður vinsæll hér á landi en annars staðar. Leikkonan geð- þekka Fran Drescher, sem hefur verið aðalaðdráttarafl þáttanna, auk þess að framleiða þá, ætlar að reyna fyrir sér i kvikmyndum. Hún á eitt aðalhlutverk að baki í mislukkaöri kvikmynd, The Beautican and The Beast, sem gerð var í fyrra. Fyrsta hlutverk hennar eftir The Nanny verður í Picking Up the Pi- eces, svartri kómedíu sem Alfonso Arau leikstýrir. Hún verður þar í góð- um félagsskap þvi meðal annarra leik- ara eru Woody Allen, Sharon Stone, David Schwimmer, Cheech Marin, Ki- efer Sutherland, Hector Elizondo, Lily Tomlin og Elliott Gould. Einn af mörgum góðum leikurum í hinni ágætu bresku sakamálamynd Lock, Stock and Two Smoking Barrels er Vinnie Jones og er óhætt aö segja að hann hafl verið senuþjófurinn í hlut- verki handrukkara sem kallar ekki allt ömmu sína. Vinnie Jones, sem er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu (lék lengi með Wimbleton og þótti harður í hom að taka), hefur komið sér vel fyrir i kvikmyndaheiminum og hefur nokkur tilboð á milli handanna. Hann brá sér til Hollywood einn dag- inn í boði framleiöandans Jerrys Bruckheimer. Þar var einnig staddur Nicholas Cage en þeir ætla að gera saman Gone in 60 Seconds sem fmm- sýna á árið 2000 og er áætlaður kostn- aður 125 milljónir dollara. Þeir litu á kappann og snöruðu fram samningi *sem tryggir honum 850.000 dollara fyr- ir að leika í myndinni: „Ég þurfti ekki einu sinni að sýna prufuleik, það nægði þeim að hafa séð Lock, Stock. Allt þetta tilstand tók minna en 40 mínútur og ég fór þvi til baka til London með næstu flugvél." eXistenZ er tölvuleikur framtíðarinnar sem er svo fullkom- inn og langt framar öðru að hönnunin nálgast svæði líffræðinn- ar. Leikurinn er tímaflakk sem er framar öllu öðru sem fundið hefur verið upp: í fyrsta skipti frá því David Cronenberg gerði Videodrome ger- ir hann kvikmynd eftir eigin hand- riti sem hann byggir á eigin hug- mynd. Hugmyndina að eXistenZ fékk hann eftir að hafa tekið tíma- ritsviðtal við rithöfundinn Salman Rushdie árið 1995. Rushdie var þá búinn að vera i felum vegna morð- hótana öfgatrúaðra múslima i íran: „Hugmyndin um snilling í felum vegna morðhótana ásótti mig lengi og í fyrstu hafði ég í huga að gera kvikmynd sem byggð væri á reynslu Rushdies, en hætti fljótt við það, fann mig aldrei í þeirri veröld sem hann þarf að berjast við. Þegar ég loks komst niður á það að hafa aðalpersónuna tölvu- leikjahönnuð í stað rithöfunds, gat ég farið af stað með handritiö," seg- ir David Cronenberg. eXistenZ gerist 1 nánustu fram- tíð og gerist í þjóðfélagi þar sem lit- ið er á tölvuleikjahönnuði sem hetjur. Fremst meðal hönnuða er Allegra Geller (Jennifer Jason Leigh). Nýjasti leikur hennar er eXistenZ, en með þeim leik hefur hún náð svo langt í þróun tölvu- leikja að þátttakandinn finnur ekki muninn á raunveruleika og leik og getur orðið innlyksa í leiknum. Þegar æstir aðdáendur og þátttak- endur 1 leiknum hafa ruglast svo verður hún að leggja á flótta. Henni til bjargar kemur öryggis- vörður, sem hafði fengið það verk- efni að gæta hennar meðan á sýn- ingu á leiknum stóð. Allegra man- ar Ted til að spila leikinn með sér svo hún geti séð hvað er að og leið þeirra liggur inn í veröld sem hinn jarðbundni Ted hafði aldrei getað órað fyrir í sínum villtustu draum- um. Cronenberg segir að i upphafi hafi hann aðeins verið með það í huga að gera sakamálamynd um tölvuleikjahönnuð á flótta: „Eftir því sem ég hugsaði meira um leik- inn sjálfan, langaði mig meira og meira til að komast inn í leikinn og hugsaði með mér að ef áhorfend- urnir hugsuðu eins þá ætti ég að hafa leikinn sem aðalefni." Og Cronenberg heldur áfram: „Fyrir mér er vit í því að hægt verði í framtíðinni að plögga tölvuleik inn í taugakerfið og er aldrei að vita nema framtíðarmaðurinn telji það jafn sjálfsagt að fara í slíkan leik og að setja upp gleraugu eða setja á sig hanska. Það sem orkar tvímæl- is er ekki að okkur langi til að leika í slíkum tölvuleikjum heldur hvort leikurinn vill verða mann- eskja.“ Auk Jennifer Jason Leigh og Jude Law leika í eXistenZ: Ian Holm, Sarah Polley, Christopher Eccleston og Willem Dafoe. -HK David Cronenberg Þrátt fyrir að vera alræmaur sem vandræðabam 1 kvikmynda- heiminum og fyrir að gera myndir sem mörgum finnst hreinlega ógeð- felldar, viU David Cronenberg ekki kannast við að vera visvitandi að reyna að hneyksla einhvern og hann Htur ekki á sig sem róttækan kvikmyndagerðarmann. Cronen- herg skilgreinir sig sem listamann, og sem slíkur hafi hann það hlut- verk að túlka hugmyndir sinar, hugleiðingar og fantasiur eins og best hann getur, sama hversu óhugnanlegar þær geta verið, án þess að ritskoða sjálfan sig. AHt sem hann geri i kvikmyndum sín- um, geri hann til að koma þessu á framfæri. Á sama hátt vill Cronen- berg ekki kannast við að vera mjög tæknilega sinnaður, þrátt fyrir að vera þekktur fyrir hugvitsamlega notkun á tæknibrellum. Hann ein- faldlega neyðist til að taka tæknina i sina þjónustu til að koma list sinni til skila. Kvikmyndir sem Davld Cornenberg hefur leikstýrt: They Came Frorn Wlthin (1975), Rabid (1977), Fast Company (1979), The Brood (1979), Scanners (1981), Videodrome (1983), The Dead Zone (1983), The Fly (1986), Dead Ringers (1986), Naked Lunch (1991), M. Butterfly (1993), Crash (1996), eXistenZ (1999). Bandarískt menntaskólalíf ei hnotskurn í Varsity Blues, þa sem hetjurnar eru í ruðningsliði skólans sem hefur orðið meistari í tuttugi og tvö skipti: Varsity Blues, sem Sam-bíóin taka til sýningar í dag, er dæmi- gerð bandarísk menntaskólamynd, þar sem bestu ruðningsstrákarnir eru hetjumar sem aðrir nemendur dýrka. Myndin gerist í smábæ í Texas, þar sem allt snýst um fót- boltalið menntaskólans og bærinn vaknar til lífsins á hverjum föstu- degi þegar menntaskólaliðið kepp- ir. í myndinni fylgjumst við með flmm strákum sem era á síðast ári, sigrum þeirra og vonbrigðum. Þeir þola ekki bara harðræði frá þjálfar- anum sem pínir þá áfram, heldur eru foreldrarnir einnig stanslaust að hvetja þá til dáða og þeir eru undir miklum þrýstingi að enda menntaskólaferilinn sem hetjur, sem þýðir að þá verður liðið að verða meistari. Þegar líður að lokum keppnis- tímabilsins og allt leikur í lyndi meiðist fyrirliðinn og besti maður liðsins og liðið verður því að treysta á varamann hans, Jonathan Moxon (James Van Der Beek). Sá er ekki alveg tilbúinn að fóma öllu fyrir iþróttina og því kemur til áireksta í fyrstu milli hans og þjálf- arans Bud Kilmer (Jon Voight). James Van Der Beek, sem leikur aðalhlutverkið, er óþekktur leikari hér á landi. í Bandaríkjunum er hann vinsæll út á sjónvarpsseríuna Dawson’s Creek. James Van Der Beek byrjaði að leika þrettán ára gamall í heimabæ sínum, Cheshire í Connecticut. Sautján ára gamall Þjálfarinn (Jon Voight) segir fyrirliða sínum, Jonathan Moxon (James Van Der Beek), til syndanna. kom hann fyrst fram í leikhúsi í New York, í Finding the Sun eftir Edward Albee. Hann hefur leikið í fáeinum kvikmyndum áður, meðal annars Angus, þar sem mótleikar- ar hans voru George C. Scott og Kathy Bates, og I Love You.... I Love You Not, þar sem mótleikarar hans voru Jeanne Moreau, Claire Danes og Jude Law. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.