Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1999, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1999
ÞRIÐJUDAGUR 11. MAI 1999
25
Sport
Bland í poka
Nigerla hefur dregiö til baka um-
sókn sina um að fá að halda heims-
meistarakeppnina í knattspyrnu árið
2006. Nigeríumenn ákváöu þetta til að
hjálpa S-Afríku að fá keppnina en í
síðasta mánuði gerði Ghana það
sama. Auk S-Afríku hafa Brasilía,
Þýskaland, England og Marokkó sent
umsóknir um að halda keppnina en
Alþjóða knattspyrnusambandið mun
ákveða á fundi sínum í mars 2000
hver hreppir hnossið.
Michael Preetz, markakóngur
þýsku A-deildarinnar í knattspyrnu
og leikmaður Herthu Berlin, hefur
ákveðið að leika næstu þrjú árin með
félaginu. Preetz hefur skorað 19 mörk
á tímabilinu og er kominn í þýska
landsliðshópinn. Verri tíðindi í her-
búðum Herthu-liðsins eru þau að
krótatíski miðjumaðurinn Ante
Covic meiddist illa á hné í leiknum
gegn Bayem Múnchen í fyrrakvöld
og verður frá næsta hálfa árið.
Albert Jakobsson sigraði á fyrsta
móti hjólreiðamanna sem fram fór á
Þingvöllum á dögunum. Hjólaðir
voru fjórir hringir í þjóðgarðinum,
alls 68 km, og kom Albert fyrstur í
mark á 2:05,30 klst. Gunnlaugur
Jónasson varð annar á 2:05,50 klst.
og Steinar Þorbjörnsson hafnaði i
þrjðja sæti á 2:06,10 klst.
Gunnlaugur Jónasson sigraöi í svo-
kallaðri tímakeppni sem fram fór á
Krísuvíkurvegi en hjólaðir voru 18,6
km. Gunnlagur kom í mark á 29,58
min. Páll Elísson varö annar á 30:38
min og Albert Jakobsson þriðji á
31:22 mín.
Rúnar Kristinsson, landsliðsmaður
i knattspymu og leikmaður Lille-
ström, hefur byrjað leiktíðina með
glæsibrag og leikið hvem stórleikinn
á fætur öðrum. Rúnar er efstur í ein-
kunnagjöf norska netmiðilsins Nett-
avisen með 6,20 i meðaleinkunn þeg-
ar sex umferðum er lokiö.
Barcelona varó spœnskur meistari
í handknattleik. Liðið háði einvigi
við Ademar Leon og vann Barcelona
allar viðureignirnir þrjár á sannfær-
andi hátt. Barcelona tapaði aðeins
einum leik á öllu tímabilinu og varð
eins og kunnugt er Evrópumeistari á
dögunum. Barakaldo og Altea féllu
hins vegar i 2. deild.
Hiö fornfrœga liö Malaga er á
góðri leið með að tryggja sér sæti í
efstu deild á Spáni. Þegar íjómm um-
ferðum er ólokið hefur liðið átta stiga
forystu á Rayo Vallecano. Malaga var
á sinum tíma komið niður í 3. deild.
Þrír leikir voru í sænsku A-deild-
inni í knattspyrnu í gær. AIK lagði
Helsingborg, 2-1, Frölunda og
Djurgárden skildu jöfn, 1-1, og Elfs-
borg tapaði heima fyrir Trelleborg,
1-2.
Haraldur Ingólfsson lék síðasta
hálftimann fyrir Elfsborg og átti
ágæta spretti og var nálægt því að
jafna metin undir lokin. Hilmar
Björnsson fékk hins vegar ekki að
spreyta sig með Helsingborg. AIK,
örgryte og Frölunda eru efst með 10
stig en Örgryte, lið Brynjars Bjöms
Gunnarssonar, á leik til góða gegn
Gautaborg í kvöld.
Landsliö íslands í áhaldafimleikum
kvenna varð í öðru sæti á 3ja landa
móti á írlandi. fsland hlaut samtals
125,04 stig en Austurriki sigraði með
128,97 stig. íslenska liðið skipuðu þær
Bergþóra Einarsdóttir, Á, Erna Sig-
mundsdóttir og Kristín Einarsdóttir,
Gróttu, Lilja Erlendsdóttir, Gerplu,
og Freyja Sigurðardóttir og Ásta S.
Tryggvadóttir, Keflavík. Bergþóra
náði bronsverðlaunum í einstak-
lingskeppninni og var hársbreidd frá
silfurverðlaunum.
-EH/-GH/ JKS/-SK/-AIÞ
Úrslitaleikurinn í UEFA-bikarnum:
Stefnir í harðan
slag í Moskvu
- Parma og Marseille
ítalska liðið Parma og franska liðið Marseille mætast
í úrslitaleik UEFA-bikarsins í Moskvu á morgun.
Parma hefur einu sinni hampað UEFA-bikarnum en
það var 1995. Félagið varð Evrópumeistari bikarhafa
1994 og meistari meistaranna í Evrópu 1994. Uppgangur
félagsins hefur í raun verið ótrúlegur og hraður.
Mikil og glæsileg uppbygging
Það var undir lok síðasta áratugar sem hjól félagsins
fóru fyrir ctlvöru að snúast. Liðið var stofnað 1913 og
hefur aldrei orðið italskur meistari. Á síðustu tíu árum
hefur liðið verið í hópi bestu liða og oft verið með í bar-
áttunni um ítalska titilinn. Sterkir styrktaraðilar komu
hjólunum af stað og fyrir vikið var hægt að kaupa
sterka leikmenn til liðsins.
Litli heimavöllur liðsins hefur reynst því happadrjúg-
ur í UEFA-keppninni. Liðið vann alla sína leiki á
heimavelli en náði aðeins að vinna einn leik á útivelli,
gegn Atletico í Madrid. Parma sigraði Fenerbache í 1.
umferð, 3-2 samanlagt. í 2. umferð lagði Parma pólska
liöið Wisla Krakow, 3-2, samanlagt. Parma lagði síðan
Glasgow Rangers, 4-2, samanlagt í 3. umferð. 18-liða úr-
slitunum sigraöi liðið Bordeaux samanlagt, 7-2, eftir að
hafa tapað fyrri leiknum í Bordeaux, 2-1. í undanúrslit-
unum sigraði Parma lið Atletico Madrid samanlagt, 5-2.
Enrico Chiesa og Heman Crespo eru skæðustu
mætast þar á morgun
markahrókar liðsins en þeir hafa skorað fimm mörk
hvor á leið liðsins í úrslitin. Markatala liðsins í keppn-
inni er 21-10
Marseille hefur átta sinnum orðið franskur meistari,
síðast 1992. Tíu sinnum orðið bikcirmeistari, síðast 1989.
Evrópumeistari meistaraliða varð liðið 1993. Eftir það
átti liðið undir högg að sækja og varð dæmt niður í B-
deild vegna mútumála. Nú er öldin önnur og nú berst
liðið við Bordeaux um sigurinn í deildinni. Hjá
Marseille er valinn maður í hverri stöðu og nokkrir sem
voru í heimsmeistaraliði Frakka á sl. ári.
Það er eins með Marseille og Parma að liðið vann
ekki einn einasta leik á útivelli í keppninni en tapaði
heldur engum. Heimavöllur liðsins er frægt vígi og þar
tapar liðið sjaldan leikjum. Maurice Blanc, Christophe
Dugarry og Robert Pires, sem allir eru franskir, hafa
skorað þrjú mörk hver í UEFA-bikamum. Markatala
liðsins í keppninni er 16-9.
Leikstíllinn ekki ósvipaður
Liðin leika ekki ósvipaða knattspyrnu, stutt spil og
agaðan leik. Þegar öllu er á botninn hvolft og veikleik-
ar og kostir lagðir til hliðsjónar er ljóst að viðureign
þessara liða getur boðið upp á allt það besta í boltanum.
-JKS
Franska liðið Bordeaux fékk að kenna á Parma í 8-liða úrslitum keppninnar. Bordeaux vann að vísu fyrri leikinn en
tapaði síðari leiknum í Parma, 6-0. Þá var glatt á hjalla eins og þessi mynd ber glöggt vitni. Hér sjást þeir Hernan
Crespo, Paolo Varoli og Erico Chiesa fagna einu markanna en Crespo og Chiesa skoraði tvö mörk hvor í umræddum
leik. Símamynd-Reuter
Heimsmeistaramótið í badminton:
Tékkar leiknir grátt
- íslendingar unnu alla leikina og mæta Sviss í dag
íslenska landsliðið í badminton
hóf keppni á heimsmeistaramótinu
í Kaupmannahöfn í gær af miklum
krafti. í fyrsta leik mættu íslending-
ar liði Tékklands og sigruðu okkar
menn, 5-0.
Tómas Viborg sigraöi sinn and-
stæðing í einliðaleik, 15-11, 15-13.
Brynja Pétursdóttir sigraði and-
stæðing í einliðaleik kvenna, 4-11,
11-2, 11-3. Broddi Kristjánsson og
Drífa Harðardóttir sigruðu í tvennd-
arleik, 15-6, 15-10. Vigdís Ásgeirs-
dóttir og Brynja Pétursdóttir sigr-
uðu í tvíliðaleik 15-7, 15-5. Broddi
Kristjánsson og Tryggvi Nielsen
sigruðu í sínum tvíliðaleik, 15-7,
15-6.
„Hugur í mannskapnum og
líst vel á framhaldið“
„Ég átti von á jafnari leik en
raunin varð á. Þvi er ekki að leyna
að það er mjög gott að byrja keppn-
ina með þessum hætti. Við vorum
einfaldlega miklu grimmari og í
miklu betra formi. Það eru allir
heilir og í finu formi. Það er enn-
fremur mikill hugur í mannskapn-
um og allir eru staðráðnir í því að
gera sitt besta. Mér líst bara vel á
framhaldið en það er ljóst að róður-
inn verður þyngri gegn Svisslend-
ingum í næsta leik. Á góðum degi
tel ég samt að við eigum góða mögu-
leika,“ sagði Broddi Kristjánsson
landsliðsþjálfari í samtali við DV í
gærkvöld.
-JKS
Reuter
David Ginola fagnar marki sínu gegn Chelsea í gærkvöld.
Chelsea er úr leik
Baráttan um enska meistaratitilinn í knattspyrnu stendur einungis á milli Arsenal
og Manchester United eftir að Chelsea náði aðeins jafntefli gegn Tottenham í gær-
kvöld. Gustavo Poyet kom Chelsea yfir á 4. mínútu en Steffen Iversen jafnaði metin
á 38. mínútu. í síðari hálfleik skoraði David Ginola gott mark fyrir Tottenham en
Daninn Bjame Goldbaek jafnaði með stórkostlegu marki fyrir Chelsea á 72. mtnútu.
Manchester United er efst með 75 stig eins og Arsenal en United er efst á fleiri skor-
uðum mörkum. Chelsea er með 72 stig. Arsenal leikur á heimavelli gegn Leeds í
kvöld og annað kvöld leikur United á heimavelli Blackburn. -SK
Sacramento kom verulega á óvart i
nótt meö því að sigra Utah, sigurliðið
í vesturdeild NBA, á útivelli í öðrum
leik liðanna í úrslitakeppninni. Utah
vann fyrsta leikinn með 30 stiga mun
um helgina en Sacramento kom fram
rækilegum hefndum. Sacramento fær
tvo næstu leiki á heimavelli og gæti
því gert út um einvígið þar.
„Við spilúðum miklu betri vöm en í
fyrri leiknum og það geröi útslagið,"
sagði Vlade Divac, júgóslavneski mið-
herjinn hjá Sacramento.
Miami jafnaði metin gegn New
York og þar var Alonzo Mourning
óstöðvandi. Sama er að segja um Dik-
embe Mutombo hjá Atlanta en lið
hans vann Detroit öðru sinni. Port-
land náði 2-0 forystu gegn Phoenix.
Úrslitin í nótt:
Miami-New York ...............83-73
Mouming 26, Sprewell 15, Johnson 13 -
Ewing 16, Brown 12, Porter 11.
Staðan er 1-1.
Atlanta-Detroit...............89-69
Mutombo 28, Smith 21, Blaylock 12 -
Hill 15, Dumars 14, J.Williams 11.
Staóan er 2-0 fyrir Atlanta.
Portland-Phoenix ............110-99
Grant 22, Stoudamire 22, Wailace 21 -
McCloud 15, Garrity 15, Robinson 14.
Staöan er 2-0 fyrir Portland.
Utah-Sacramento .............90-101
Malone 33, Stockton 13, Russell 12 -
Webber 20, Divac 18, Williams 18.
Staðan er 1-1.
Úrslitin i fvrrinótt:
Orlando-Philadelphia........90-104
Hardaway 19, D. Armstrong 18, Ander-
son 18 - Iverson 30, Geiger 23, Lynch 15.
Staóan er 1-0 fyrir Philadelphia.
Indiana-Milwaukee............110-88
Rose 24, D. Davis 16, Miller 16 -
Allen 22, Cassell 19, Robinson 16.
Staóan er 1-0 fyrir Indiana.
LA Lakers-Houston...........101-100
Rice 29, Shaq 27, Fisher 20 -
Barkley 25, Olajuwon 22, Pippen 14.
Staóan er 1-0 fyrir Lakers.
San Antonio-Minnesota ........99-86
Duncan 26, Johnson 21, Elliott 14 -
Garnett 21, Mitchell 19, Brandon 16.
Staöan er 1-0 fyrir San Antonio.
-VS
Allan Houston hjá New York og Dan Majerle hjá Miami eigast við. Reuter
- tyrkneski leikmaöurinn Hasan Vural æfingalaus
og Eyjamenn hafa sent hann til síns heima
Tyrkneski knatt-
spymumaðurinn
Hasan Vural, sem
Islands- og bikar-
meistarar ÍBV
fengu til reynslu,
fyrir helgina hefur
verið sendur heim.
„Hann stóð ekki
undir þeim vænt-
ingum sem til hans
voru gerðar. Hann
var æfingalaus og
því ekki um annað
að ræða en að láta
hann fara. Þetta
eru vissulega von-
brigði og það er
allt á huldu hvort
við fórum út í að fá
einhvem annan til
að skoða,“ sagði
Þorsteinn Gunn-
arsson, fram-
kvæmdastjóri
knattspyrnudeild-
ar ÍBV, við DVí
gær.
Miljkovic á
leiðinni
Eyjamenn búast
við því að Júgósla-
vinn Zoran Milj-
kovic komi til
landsins á fimmtu-
daginn. Ekki er
búið að greiða götu
hans en eins og
fram hefur komið
var Miljkovic sett-
ur i leikbann fyrir
að gera aðsúg að
dómara í leik í
Júgóslavíu í vetur.
Eyjamenn mæta
Skagamönnum í
undanúrslitum
deildabikarkeppn-
innar í Eyjum í
kvöld og í Árbæn-
um eigast við Fylk-
ir og Leiftur.
-VS/GH
^ Úrslitakeppni NBA:
Ovænt í Utah
Sigurvegarinn ýtti hjólinu í markið
A laugardaginn veit haldin keppni í
Enduró, sem er nokkurs konar
þolakstur á torfæmhjólum, á söndun-
um við Þorlákshöfn. Eknir vom níu 8
km hringir þannig að heildarvega-
lengdin var 72 km.
Ölfusárhreppur lánaði landgræðslu-
land sitt undir þessa keppni og á þakk-
ir skildar fyrir. Ræsti sveitarstjórinn
keppnina þannig að keppendur hlupu
að hjólum sínum og settu í gang og var
Þorvaldur Ásgeirsson með rásnúmer
10 fyrstur úr rásmarkinu.
Eftir einn hring var staðan þannig
að Einar Sigurðsson númer 4 var fyrst-
ur en Reynir Jónsson númer 2 annar.
Hann missti síðan annað sætið til
Viggós Viggóssonar númer 1 þegar
hann tók viögerðarhlé og hélt hann því
til enda keppninnar.
Sandurinn var bæði laus og harður
í sér þannig að keppnin var allan tím-
ann slagsmál við stýrið og hjólið enda
vom margir keppendur bæði þreyttir
og skítugir þegar komið var í mark.
Sumir höfðu þó verið það séðir að taka
með sér vatnsbrúsa á bakinu með
slöngu upp í gegnum hjálminn til að
geta svalað sér á leiðinni.
Eitt var lika dálítið sérstakt við
þessa keppni en það var líklega i fyrsta
skipti á íslandi sem tvö lið umboðs-
manna framleiðenda tóku þátt en þaö
vom lið Kawasaki frá Vélhjólum og
saœðlum með 6 keppendur og lið KTM
frá KTM-umboðinu, Bifreiðaverkstæði
Reykjavíkur, með 7 keppendur. Höfðu
liðin með sér þjónustulið reiðubúið til
aðstoðar ef á þyrfti, meðal annars til
að bæta á bensíni, og höfðu til þess sér-
staka brúsa til að flýta fyrir. Aðdáun-
arvert var að sjá hvað liðin voru fljót
að þjónusta keppendur og var há-
marksstopp í pytti 30 sekúndur og
vom menn þá búnir að fylla á bensíni,
skipta um gleraugu og fá sér að
drekka. Minnti þetta stundum á
Formula 1.
Samt varð sigurvegari keppninnar
bensínlaus 50 metra frá markinu og
þurfti að ýta hjólinu síðasta spölinn.
Keppt var í nokkrum flokkum, þar af
tveimur til fslandsmeistara en það var
opinn flokkur og flokkur 40 ára og
eldri sem góð þátttaka var í. Úrslit þar
urðu þannig að Steini Tótu númer 8
vann en Þorsteinn B. Bjamason núm-
er 66 varð annar og Heiðar Jóhanns-
son þriðji. Annars urðu úrslit yfir
heildina sem hér segir:
Einar Sigurðsson, KTM 380 ... .1:16,04
Viggó Viggósson, Yamaha WR400 1:17,36
Reynir Jónas, Kawasaki KX250 .1:17:58
Guðm. Sigurðs, KTM 360 ......... 1:22,18
Steini Tótu, Kawasaki KX500 .. 1:22,48
Magnús Bess, Suzuki RMX250 .. 1:24,37
Helgi V. Georgs, Husaberg 501 . 1:24,37
Karl Lillendal, Kawasaki KLX300 1:25,09
Steingr. Leifsson, Yamaha YZ250 1:26,05
Einar Sigurðsson ýtir hjóli sínu í lokamarkið.
: ■WF'i
i , M WL * :
i J ■ -*;*$*! •,
i $ S ®
[ ,Í»; 1
- ■1-riia—t; - —ááfc-'l wi'.\ ji |» -iC [|7b S
1 §í •._ • S 57 ‘J
Þrír efstu menn í flokki 40 ára og eldri.
Sport
gí INGLAND
Mikill fögnuöur hefur ríkt í borg-
inni Bradford síðan á sunnudag en
knattspyrnulið hennar tryggði sér þá
sæti í A-deildinni í fyrsta skipti í 77
ár. Geoffrey Richmond, forseti Brad-
ford, sagði 1 gær að nú yrði samning-
ur framkvæmdastjórans, Pauls Jew-
ells, riftnn í tætlur og honum boðinn
nýr og betri samningur til þriggja
ára.
Ipswich sat eftir fjóröa árið í röð og
þarf að fara i úrslitakeppni um eitt
sæti í A-deildinni. Ipswich mætir þar
Bolton og Watford leikur við Birm-
ingham. Sigurvegarar í þessum ein-
vígjum mætast síðan í úrslitaleik á
Wembley þann 31. maí.
Manchester City getur komist aftur í
B-deildina eftir árs fjarveru. City
mætir Wigan í aukakeppni um eitt
sæti í B-deild og Preston leikur við
Gillingham. í úrslitakeppni um sæti í
C-deild leikur Scunthorpe við Swan-
sea og Rotherham við Orient.
Huddersfield rak í gær knattspymu-
stjórann Peter Jackson eftir 18 mán-
aða starf. Huddersfteld sem byrjaði
tímabilið í B-deildinni mjög vel og
var i forystu í nóvember hafnaði 110.
sæti deildarinnar 15 stigum frá því að
komast í úrslitakeppnina um laust
sæti í A-deildinni. Forráðamenn
Huddersfield eru með Roy Evans,
fyrrum knattspymustjóra hjá Liver-
pool, í sigtinu svo og Steve Bruce,
knattspyrnustjóra Sheffield United.
Steve Vickers, vamarmaður Middles-
brough, spáir því að Arsenal verji
meistaratitil sinn en á skömmum
tíma hefur Middlesbrough leikið
bæði gegn Arsenal og Manchester
United. „United er með frábært lið en
eftir að hafa mætt Arsenal í þvílíkum
ham þegar liðið gersigraði okkur,
6-1, get ég ekki séö hvernig á að
koma í veg fyrir að liðiö vinni deild-
ina. Ég spái því að Arsenal vinni
Leeds en Blackburn tekur stig af
United og kemur þannig í veg fyrir
sigur liðsins I deildinni," segir
Vickers.
Litil ánœgja rikir í Fulharn þessa
dagana með Kevin Keegan. Fyrir
tveimur eða þremur vikum lýsti
Keegan því yfir að hann myndi aldrei
yfirgefa Fulham til að gerast lands-
liösþjálfari Englendinga til frambúð-
ar. Nýverið lýsti Keegan þvf yfir að
hann vildi taka við enska landsliðinu
til frambúðar og þar með gaf hann
Fulham langt nef.
Þaö sem forráðameitn Fulham eru
óánægðir með er að þeir fréttu um
endanlega ákvöröun Keegans á einni
bresku sjónvarpsstöðinni. Skiljanlega
fannst forráðamönnum Fulham rétt-
ara aö Keegan hefði tilkynnt þeim
um ákvöröun sína fyrst.
Sú staöreynd að forráðamenn Ful-
ham sáu það í sjónvarpinu að hann
vildi ekki starfa lengur hjá Fulham
hleypti í þá illu blóði og nú vilja þeir
ekki láta enska knattspymusamband-
ið sleppa með að greiða háa fjárhæð
fyrir Keegan.
Nú er taliö fullvíst að Roy Keane
leiki ekki með Manchester United
gegn Blackburn annað kvöld. Keane
meiddist í síðasta leik United gegn
Middlesborough og það er mikiö áfall
fyrir United að fyrirliðinn verður
fjarri góðu gamni í síðasta útileik
liðsins á leiktföinni. Forráðamenn
United vonast eftir því að Keane
verði með United þegar liðið mætir
Tottenham um næstu helgi í síðasta
leik sínum í deildinni.
-VS/GH/-SK
Boðið aftur
til Wimbledon
Enska knattspyrnufélagið
Wimbledon hefur boðið Jóni
Skaftasyni, 16-ára KR-ingi, að
dvelja hjá félaginu við æfingar í
nokkur skipti næsta vetur.
Eins og fram kom í DV á dög-
unum hefur Jón spilað að und-
anförnu með unglingaliði
Wimbledon og staðið sig mjög
vel. Eftir sigurleik gegn Arsenal
um helgina var honum boðinn
samningur en þar sem hann
hyggur á nám á íslandi næsta
vetur tók Jón þvi ekki aö svo
stöddu.
Samkomulag varð um að Jón
kæmi nokkrum sinnum til fé-
lagsins næsta vetur og gæti dval-
ið þar í allt að 3-4 vikur í hvert
skipti. -VS