Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 Viðskjpti 3Z>V Þetta helst: Viðskipti alls á Verðbréfaþingi íslands 1144 m.kr. Þar af banka- og ríkisvíxlar fyrir 534 m.kr. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hækkar . „ Gengið hækkaði um 2,56% Bréf Lands- bankans lækkuðu um 4,08% . Umframeftirspurn eftir bréfum Delta Viðskipti í Baugi 5,9 m.kr. Vaxtamunur í sögulegu hámarki Verðbólga og vaxtamun ur ógna stóðugleika Vaxtamunur milli íslands og um- heimsins er nú í sögulegu hámarki. Einnig mælist veröbólga hér töluverð og mörg merki á lofti eru um ofþenslu í þjóðfélaginu. Aukin verðbólga getur haft víðtækar afleiðingar, bæði fyrir heimili og fjármagnsmarkaðinn. Sem dæmi um það má nefna að flestar fjár- skuldbindingar eru verðtryggðar og hluta- og skuldabréfaverð eru mjög háð verðbólgu. Fyrir skömmu mældist verðbólga í Bandaríkjunum mun meiri en búist hafði verið við og olli það miklum titr- ingi á fjármagnsmörkuðum. Hlutabréf lækkuðu í verði og ávöxtunarkrafa skuldabréfa hækkaði sem veldur lækkun á verði bréfanna. Sérfræðing- ar á íslenskum markaði telja að ef verðbólga aukist hér á landi þá gætu við orðið vitni að svipaðri þróun hér á landi. Innlend skuldabréf og hluta- bréf eru háð verðbólgu og aukin verð- bólga gæti haft mjög neikvæð áhrif á fjármálamarkaðinn. Þó er of snemmt að örvænta og ef rétt er brugðist við þá ættu öllu að vera óhætt. Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri sagði í samtali við DV í gær nýjasta verðbólguspá bankans upp á 2,4-2,8% verðbólgu væri að öll- um líkindum of lág og trúlega væri hún komin yfir 3%. Margir sérffæð- ingar á fjármálamarkaði hafa hins vegar spáð mun meiri verðbólgu, eða allt upp í 5%. Slíkt gæti haft mjög al- varlegar afleiðingar í för með sér. Aðhald í opinberum rekstri Þessi mikli vaxtamunur og aukna verðbólga getur haft slæmar afleiðing- ar fyrir íslenskt atvinnulíf, sérstak- lega þá sem starfa að útflutningi. Ingólfur Bender, hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins, sagði í samtali við DV að samkeppnisstaða íslenskra fyr- irtækja væri að versna í kjölfar auk- innar verðbólgu. „Nú vinna ytri skil- yrði ekki með okkur og á síðasta ári hagnaðist íslenskur iðnaður á olíu- verðslækkun og hagstæðri gengisþró- un en því er ekki að skipta núna,“ segir Ingólfur. Því er eðlilegt aö spyrja hvað er hægt að gera til að sporna við þessari þróun. „Að mínu mati eru við komn- ir að útmörkum í aðhaldi í peninga- málum og tæplega verður gengið lengra í þá átt. Aukið aðhald í opin- berum rekstri myndi um þessar mundir bæta samkeppnisstöðu ís- lenskra fyrirtækja. Aukið aðhald myndi verja þá vinnu, tíma og fjár- muni sem fyrirtækin hafa kostað i til að byggja upp markaðsstöðu sína fyr- ir eyðileggingarmætti þenslunnar. Aukið aðhald ynni gegn spennu á inn- lendum vinnu- og fjármagnsmarkaði og drægi úr þeim uggvænlega við- skiptahalla sem við okkur blasir og þeirri ógn sem hann er fyrir stöðug- leika krónunnar. Aukið aðhald myndi efla fjárfestingu hér á landi og þar með hagvöxt til langframa. í baráttu við núverandi hagstjómarvanda er aukið aðhald hins opinbera virkasta vopnið. Vaxtamunurinn hefur einnig ákveðnar hættur í fór með sér, sér- staklega til skamms tíma. Hann veld- ur sterkari krónu sem síðan veldur auknum viðskiptahalla. Það kallar á aukið innstreymi skammtímafjár- magns en það getur verið hverfult. Allt saman stuðlar þetta að óstöðug- leika krónunnar og verri starfsskil- yrðum fyrir íslenskt atvinnulíf. Hins vegar er hægt að sporna við þessari þróun og er opinber spamaður ekki helsta, heldur eina vopnið í þeirri bar- áttu,“ segir Ingólfur Bender hagfræð- ingur. -BMG Austfirðir: Nýr svæðisstjóri Landsbankans DV, Eskifiröi: Arni G. Jensson, svæðisstjóri Landsbanka íslands á Austurlandi, lét nýlega af störfum vegna aldurs. Ámi hefur verið svæðisstjóri Landsbanka íslands á Austurlandi síðustu sjö árin og gegnt starfi útibússtjóra á Eskifirði síðan 1980. Sex árin þar á undan var hann útibússtjóri Landsbankans í Neskaupstað. Ámi hefur reynst eink- ar flinkur bankamaður og farsæll í sínu starfi. Á sérstökum kynningarfundi og móttöku, sem stjóm Landsbankans hélt á Eskifirði, þakkaði Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Áma fyrir heilladrjúg störf. Enn fremur færðu margir af forsvarsmönnum atvinnu- lífsins á Austurlandi Áma kveðjur og þakklæti fyrir samstarfið. Við staifi Áma hefur tekið Kristján Einarsson - 30 ára rekstrarhagfræð- ingur. Kona hans er Ásta Björk Matthíasdóttir og eiga þau 2 stráka, 4ra mánaða og 7 ára. Þau hjón em bæði ættuð frá Akureyri og uppalin þar. Frá vinstri: Árni G. Jensson, Kristján Einarsson og Páll Björgvin Guð- mundsson. DV-mynd Emil Þá hefur Páll Björgvin Guðmunds- son, 29 ára Reykvíkingur, ættaður frá Hvolsvelli, flutt aðsetur sitt til Eski- fjarðar. Hann hefur sl. ár starfað sem sérfræðingur í einstaklings- og bréfa- viðskiptum við Landsbanka íslands á Austurlandi. Reglna viðskipta- molar Mikil viðskipti í bréfum SIF Á föstudaginn voru viðskipti með hlutabréf 137 milljónir, mest með bréf Baugs, fyrir 41 milljón, SÍF 30 milljónir og FBA 20 millj- ónir. Fréttir hafa borist að SÍF sé í viðræðum við spænskt innflutn- ingsfyrirtæki og hækkaði gengi bréfa SÍF nokkuð við þessar frétt- ir, eða um 3,33%. Vinnslustöðin hækkaði um 2,78%, Pharmaco um 2,19%, FBA 2,02% og Marel um 1,8%. Bréf Lyfjaverslunarinnar lækkuðu mest, eða 4,69%, Skinna- iðnaðar um 3,23%, Hraðfrystihúss Eskifjarðar um 1,42% og Þormóðs ramma um 1,1%. Nýr framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ÍS Jóhannes Már Jóhannesson hef- ur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs íslenskra sjávarafurða hf. Jóhannes Már er fæddur á Akureyri 16. ágúst 1962. Hann útskrifaðist frá Samvinnu- skólanum á Bifröst 1982 og var í starfsnámi Sambands íslenskra samvinnufélaga 1982-1984. Jóhannes sá um bókhald á skrifstofu SÍS í London 1984-1986 og var markaðsfulltrúi hjá Iðnað- ardeild SÍS og síðar Álafossi 1986-1989. Á árunum 1989-1992 starfaði Jóhannes hjá íslenskum sjávarafurðum hf., fyrst sem markaðsfulltrúi og síöar deildar- stjóri. Frá 1992 þar til á síðasta ári, eða í sex ár, var Jóhannes umsjónarmaður sölu- og markaðs- mála Samherja hf. á Akureyri. Frá þeim tíma hefur hann verið umsjónarmaður sölu- og markaðs- mála hjá Fiskafurðum Útgerð hf. á Seltjamamesi. Pharmaco kaupir í Baugi Pharmaco hf. keypti á föstudag- inn 1,5% hlut í Baugi. Það sam- svarar 15 milljónum króna að nafnvirði og verðið því nálægt 150 milljónum. Á sama tíma tilkynnti félagið að það hefði selt um 2 milljónir að nafnverði í Opnum kerfum hf. á um 206 milljónir, miðað við núverandi gengi. 7% hagvöxtur í Kína Búist er við að hagvöxtur í Kína verði 7% á þessu ári. í fyrra var hag- vöxturinn 7,8% en 8,3% árið 1997. Þetta er lítill hagvöxtur á kínversk- an mælikvarða en til að fjölga störf- um nægjanlega mikið þarf um 10-11% hagvöxt. Það er Asíukreppan sem hefur haldið aftur af hagvexti. S Attf L< iliis SS.Markaðsalióri er ómissandi tæki fyrir allt markaðsfólk sem vill hafa rauntímayfirlii yfir útgjöld og boðleiðír markaðs- ag auglýsingamála. í S3.Markaðaaliára er skráður kostnaður vegna hönnunar, prentunar, framleiðslu ag hirtingar á auglýsingum ag öðru markaösefni. Þessar upplýsingar má svo skaða m.t.t. mark- höpa, snertiverðs, umsvifum einstakra deilda eða vörumerkja svo Premium Partner Drailingaraðili Lolua Nolaa á falandi eitthvað sé nefnt, bæði í textafnrmi og eins með grafískri framsetningu. Þú undirhýrð fundinn á 10 mínútum með SS.Markaðaa tjóra! Þessi öflugi hugbúnaður var hannaður fyrir markaðsdeild Nýherja og hefur skilað markvissum og hnitmiðuðum vinnuhrögðum i markaðsmálum. ^aWig ^ IM f H t K JI Skaftahlíð 24 • Sími 569 7700 http://www.nyherji.is Sannkallað draumatæki markaðsstjórans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.