Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 26
i 34 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 Afmæli Pálmi Guðmundsson Pálmi Guðmundsson, kaupfélags- stjóri KASK, Austurbraut 13, Höfn, er fertugur í dag. Starfsferill Pálmi fæddist í Borgamesi og ólst þar upp. Hann stundaði nám á verslunarbraut við framhaldsdeild Grunnskóla Borgamess, hóf nám við Samvinnuskólann að Bifröst 1978 og lauk þaðan prófum 1980, hóf hagfræðinám í Aalborg Uni- versitetscenter í Álaborg í Dan- mörku 1989 og lauk þaðan BS-prófi í hagfræði 1992. Pálmi var deildarstjóri matvöra- verslunar Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík 1980, yfírverslunar- stjóri þar 1980-83, vöruhússtjóri hjá Kaupfélagi Ámesinga á Selfossi 1983-87, vöruhússtjóri hjá KRON, Kaupstað í Mjódd, í Reykjavík 1987-88, vann við sölu- og markaðs- mál hjá Japis hf. 1988 og stundaði síðan ýmis ráðgjafarstörf hjá kaup- félögunum 1988-89 og hefur verið kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga frá 1992. Pálmi var formaður skólafélags Samvinnuskólans 1979-80, sat í stjórn Golfklúbbs Selfoss 1986-87, starfaði með framsóknarfélaginu á Selfossi, m.a. að bæjarmálefnum þar, starfaði í ýmsum nefndum og stjómum á vegum samvinnuhreyf- ingarinnar í tengslum við störf hjá kaupfélögunum, sat i stjórn Dansk Islandsk forening í Álaborg 1990-92, var stjórnarformaður Borgeyjar 1992-99, sat í stjóm Innkaupa- sambands kaupfélaganna 1993-96, situr í stjóm Vinnumálasambands- ins, situr í sóknamefnd Hafnar- sóknar og hefur setið í ýmsum nefndum um viðskiptamálefni. Fjölskylda Pálmi kvæntist 14.2. 1981 Elínu Magnúsdóttur, f. 23.4. 1956, fótaaðgerðarfræðingi. Hún er dóttir Magnúsar Thorvaldssonar, f. 22.6. 1926, blikksmíðameistara í Reykja- vík, og k.h., Önnu Gestsdótttur, f. 24.6. 1928, ljósmóður. Börn Pálma og Elínar era Guð- mundur Birkir Pálmason, f. 10.12. 1980, nemi; Hlynur Pálmason, f. 30.9. 1984, nemi; Ingibjörg Lilja Pálmadóttir, f. 17.6. 1988, nemi. Fósturbörn Pálma era Bjarki Már Jóhannsson, f. 5.9. 1973, verslunar- maður á Húsavík, en kona hans er Erla Ásgeirsdóttir nemi; fris Heiður Jóhannsdóttir, f. 13.8. 1976, háskóla- nemi. Systir Pálma er Margrét Guð- mundsdóttir, f. 28.10. 1948, fram- kvæmdastjóri dvédarheimilis aldr- aðra í Borgarnesi, gift Jóhannesi Þór Ellertssyni vélvirkja og eru börn þeirra Ingibjörg, f. 21.10. 1971, Guðmundur Ellert, f. 30.10. 1976, og Katrín, f. 22.11. 1983. Foreldrar Pálma eru Guðmundur Ingimundarson, f. 9.3.1927, lengst af deildarstjóri Essóstöðvar Kaupfé- lags Borgfirðinga í BorgEunesi og síðar forstöðumaður, auk þess oddviti og sveitarstjómarmaður í Borgamesi um langt árabil, og k.h., Ingibjörg Stefanía Eiðsdóttir, f. 5.8. 1927, húsmóðir, auk þess sem hún hefur unnið við ræstingar og heim- ilishjálp. Ætt Guðmundur er bróðir Inga, aðal- bókara hjá sýslumanninum í Borg- amesi, föður Ingimars, lögfræðings og deildarstjóra hjá Eimskip. Guð- mundur er sonur Ingimundar, b. á Helgustöðum og síðar verkstjóra í Borgarnesi, Einarssonar, b. í Hjarð- amesi á Kjalarnesi, Gottsveinsson- ar. Móðir Ingimundar var Gróa Ingimundardóttir. Móðir Guðmundar var Margrét H. Guðmundsdóttir, b. á Hundastapa, Jónssonar og Stein- unnar Jónsdóttur. Ingibjörg Stefanía er dóttir Eiðs, b. í Hörgsholti og síðar verkamanns í Borgarnesi, Sigurðssonar, b. á Vil- mundarstöðum, Magnússonar, ætt- föður Vilmundarstaðaættar, Jóns- sonar. Móðir Sigurðar var Ástríður Hannesdóttir. Móðir Eiðs var Guð- rún Jónsdóttir, b. á Bæ í Bæjar- sveit, Þorvaldssonar frá Deildar- tungu, Jónssonar, ættfóður Deildar- tunguættar, Þorvaldssonar. Móðir Guðrúnar var Helga Jónsdóttir, b. í Deildartungu, bróður Þorvalds. Móðir Ingibjargar Stefaníu var Anna Björnsdóttir, b. á Brekku í Skagafirði, Bjarnasonar og Stefaníu Ólafsdóttur. Sólrún Yngvadóttir Sólrún Yngvadóttir, húsmóðir og leikkona, Hamraborg 18, Kópavogi, er sjötug í dag. Starfsferill Sólrún fæddist í Reykjavík en ólst upp í Keflavík. Hún lauk lands- prófi frá Héraðsskólanum í Reyk- holti og stundaði síðan nám við Leiklistarskóla Ævars Kvaran. Sólrún flutti á Akranes og hóf störf með Leikfélagi Akraness 1948 en þar sat hún í stjórn og var for- maður félagsins í mörg ár. Hún flutti í Kópavoginn 1967 og hefur m.a. starfað með Leikfélagi Kópa- vogs. Auk þess hefur hún leikið í nokkrum kvikmyndum en Sólrún lék Soffíu í kvikmyndinni Jón Odd- ur og Jón Bjarni. Fjölskylda Sólrún giftist 9.4. 1949 Ásmundi Guðmundssyni málara, f. 12.9. 1921. Foreldrar Asmundar: Guðmundur Guðmunds- son skipstjóri og Guðlaug Grímsdóttir. Ásmundur ólst upp hjá fósturmóður sinni, Kristbjörgu Þórðar- dóttur, og bömum hennar á Akranesi. Börn Sólrúnar og Ás- mundar: Kristbjörg, f. 2.9. 1949, símavörður hjá Húsasmiðjunni, búsett í Kópavogi, gift Ólafi Ing- ólfssyni vélstjóra og eru börn þeirra Ásbjörn, Ingólfur, Rúnar og Guðrún Helga; Elín Ebba, f. 11.12. 1955, iðjuþjálfi við geðdeild Landspítalans, gift Jóni Kell Seljiseth, arkitekt og hljómlist- armanni, en þau eru búsett í Reykjavík og era synir þeirra Kell Þórir Seljiseth, Yngvi Seljiseth og Snorri Seljisteth; Ásmundur Einar, f. 30.10.1963, málarameistari í Kópa- Sólrún Yngvadóttir. vogi, en kona hans er Sigrún Óskarsdóttir við- skiptafræðinemi og er sonur þeirra Ásmundur Óskar. Systkini Sólrúnar: Ósk- ar, f. 16.7. 1931, bygg- ingameistari í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu Hjaltadóttur og eiga þau tvær dætur, Sigrúnu og Ágústu; Þorgeir, f. 26.10. 1941, byggingameistari og starfsmaður hjá Sjó- vá-Almennum, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Þrúði Pálsdóttur og eiga þau þrjú börn, Gunnar, Guðrúnu og Fjölni; Eygló, f. 31.5. 1950, starfsmaður hjá Kaup- þingi, búsett í Kópavogi, og er dótt- ir hennar Harpa Sigurðardóttir. Foreldrar Sólrúnar vora Yngvi Loftsson, f. 18.5. 1904, d. 1974, múr- arameistari, og k.h., Ágústa Jóseps- dóttir, f. 30.8. 1907, d. 1986, húsmóð- ir. Yngvi og Ágústa fluttu í Kópavog- inn 1943 og áttu þar síðan heima. Ætt Yngvi var sonur Lofts, b. í Gröf í Miðdölum, Magnússonar, b. í Stóra- Skógi, Bjarnasonar, b. á Lambastöð- um, Jónssonar. Móðir Magnúsar var Sigríður Magnúsdóttir. Móðir Lofts var Herdís Ólafsdóttir. Móðir Yngva var Jóhanna Guðný Guðnadóttir, b., hreppstjóra og kennara á Dunkárbakka, Jónsson- ar, b. á Dunkárbakka, Jónssonar. Móðir Guðna var Þorkatla Guðna- dóttir. Móðir Jóhönnu var Guðný Daníelsdóttir, b. á Fremri-Hrafna- björgum, Kristjánssonar. Sólrún er að heiman á afmælis- daginn. Rögnvaldui Guðmundsson Rögnvaldur Guömunds- son sjómaöur, Traðar- landi 4, Bolungarvik, varð fimmtugur í gær. Starfsferill \ * Rögnvaldur fæddist í Súðavík en ólst upp í Bol- ungarvík. Hann lauk vél- á stjóraprófi og stýri- mannaprófi og hefur verið til sjós um árabil. Rögnvaldur Guðmundsson. Fjölskylda Rögnvaldur kvæntist 2.12. 1972 Halldóru Jóhönnu Þórarinsdóttur, f. 24.4. 1953, starfskonu við leikskóla. Hún er dóttir Þórarins Leifs Áma- sonar og Jórannar Guðmundsdóttur í Bolungarvík. Böm Rögvalds og Halldóra eru Ragnheiður María, f. 3.12. 1974, þroskaþjálfanemi en maður hennar er Sigmundur B. Skúlason, f. 29.9. 1971, og era þau búsett á Sauðár- króki; Harpa Rut, f. 18.2. 1976, hús- móðir í Bolungarvík, en maður hennar er Pétur Jónsson, f. 3.10. 1972, og er sonur þeirra Kristján Freyr, f. 25.3. 1998; Þórunn Eik, f. 5.2.1981, fiskvinnslukona í Bolungarvík; Sigurjón Ragnar, f. 16.10. 1985, nemi í Bolungarvík; Sveinbjöm, f. 28.2. 1987, nemi í Bolungarvík. Systkini Rögnvalds era Soffla Guðmundsdóttir, f. 12.1. 1953, búsett í Bol- ungarvík og á hún tvær dætur; Kári Guðmunds- son, f. 8.1.1955, búsettur í Bolungarvík, kvæntur Ósk Jóseps- dóttur; Kristján Guðmundsson, f. 5.10. 1956, búsettur í Garðabæ, kvæntur Erlu Ósk Sigurðardóttur og eiga þau tvær dætrn-; Sveinbjöm Guðmundsson, f. 22.3.1958, búsettur í Bolungarvík, og á hann einn son; Kristín Þuriður Guðmundsdóttir, f. 15.12. 1959, búsett í Keflavík, en maður hennar er Jóhann Ævarsson og eiga þau þrjá syni; Guðmundur Hafsteinn Guðmundsson, f. 2.2.1968, búsettur í Kópavogi, kvæntur Karen Kristjánsdóttur og á hún einn son; Eysteinn Magnús Guð- mundsson, f. 1.1. 1971, búsettur í Reykjavík, kvæntur Eygló Guð- mundsdóttur og eiga þau einn son. Foreldrar Rögnvalds era Guð- mundur Hafsteinn Kristjánsson, f. 19.8. 1925, langferðabilstjóri i Bol- ungarvík, og k.h., Jónína Þuríður Sveinbjörnsdóttir, f. 19.3. 1930, hús- móðir. Hl hamingju með afmælið 18. maí 75 ára Guðrún Sigfúsdóttir, Strandgötu 8, Hvammstanga. 70 ára Bjarni Kristjánsson, Rafstöðvarvegi 27, Reykjavík. Hann er að heiman. 60 ára Auður Viktoría Þórisdóttir, Hringbraut 52, Reykjavík. Fanney Jónsdóttir, Engihjalla 23, Kópavogi. Ragnheiður B. Björgvinsdóttir, Hunkubökkum, Skaftárhreppi. Sigurlaug Ágústsdóttir, Bröttuhlíð 14, Hveragerði. 50 ára Haukur Hermannsson matreiðslu- meistari, Álfaskeiði 84, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Ólöf Ásgeirsdóttir. Þau taka á móti gestum í Tumi Fjörakrárinnar í Hafnarfirði, sunnud. 23.5. milli kl. 20.00 og 23.00. Guðrún Ólafsdóttir, Neðstaleiti 14, Reykjavík. Haraldur Rafn Gxmnarsson, Holtagerði 47, Kópavogi. Hjalti Már Hjaltason, Bröttukinn 11, Hafnarfirði. Jódís Arnrún Sigurðardóttir, Spóarima 27, Selfossi. Karitas Sigurðardóttir, Logafold 81, Reykjavík. Sigríður Jóhannesdóttir, Borgarhrauni 5, Grindavík. Sigurður Þórir Hansson, Kirkjulundi 6, Garðabæ. Þorsteinn A. Pétursson, Bröttukinn 16, Hafnarfirði. 40 ára Halldór ívar Ragnarsson, Þórólfsgötu 14, Borgamesi. Lína Hoa Tmong, Suðurmýri 48, Seltjamarnesi. Ragnheiður Lýðsdóttir, Goðheimum 17, Reykjavík. Þorbjörg Rögnvaldsdóttir, Laugarnesvegi 73, Reykjavlk. Þórdis Þórisdóttir, Akurgerði 18, Reykjavík. Þröstur Vatnsdal Axelsson, Ránargötu 9, Akureyri. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur o\\t mil/i himins ( og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.