Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 Utlönd Stuttar fréttir ðv Forsætisráðherrakosningarnar í ísrael: Ehud Barak malaði Benjamin Netanyahu Sigur Ehuds Baraks í forsætisráð- herrakosningunum í Israel er einn sá stærsti í flmmtíu ára sögu lands- ins. Samkvæmt lokatölum í morg- un, sem ekki var búið að staðfesta, hlaut Barak 56 prósent atkvæða en Benjamin Netanyahu 43,9. í ræðu sem Barak hélt í Tel Aviv í morgun hét hann þvl að sameina ísraela og taka upp friðarviðræður við arabíska nágranna þeirra. Netanyahu, fráfarandi forsætis- Unnið að nýjum tillögum um Kosovo-stríðið Massimo D’Alema, forsætisráð- herra Ítalíu, og Gerhard Schröder Þýskalandskanslari unnu fram á nótt að nýjum tillögum til lausnar á Kosovo-deilunni. Tillögurnar verða kynntar í dag. ígor ívanov, utanrikisráðherra Rússlands, Ihrahim Rugova, leið- togi hófsamra Kosovo-Albana, og Milo Djukanovic Svartfjallalands- forseti áttu hver i sínu lagi fund með utanríkisráðherrum Evrópu- sambandsrikjanna í Brussel í gær. Flugvélar Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) héldu áfram af lofcárásum sínum á Júgóslavíu í nótt eftir tveggja daga hlé vegna óhagstæðra veöurskilyrða. Roflð var skarð í aðalhraðbraut Júgóslaviu og ráðist á borgir og bæi um landið endilangt. Lítið um blátt blóð í aðlinum Blátt blóð í æðum breskra að- alsmanna er af heldur skomum skammti, að því er fram kemur í nýrri útgáfu bókar um aðalsættir. Nærri helmingur aðalsmann- anna er lausaleikskrógar eða komnir af slikum, þrátt fyrir að þeir haldi því sjálfir fram að blóð þeirra sé hreint og tært og hafi verið svo í allt að þúsund ár. ráðherra, tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér embætti leiðtoga Likudflokksins aðeins 30 minútum eftir að kjörfundi lauk. Stjómmála- skýrendur sögðu að afsögn Netanya- hus gæti orðið til þess að Barak tæki Likudflokkin með i samsteypu- stjórn. Þar með væri búið að mynda stjóm sem hefði nægan stuðning til að hefja samningaviðræður við Palestínumenn. Barak hefur lofað að kalla heim Tómstundagaman Ehuds Baraks er að taka i sundur armbandsúr til þess að geta sett þau saman á ný. Þetta kemur fram í ævisögu hans, Barak - Numer One Soldier, sem rituð er af einlægum aðdáanda hans. 1 ævisögunni kemur einnig fram að Barak leikur á píanó. Barak, hinn nýkjömi forsætisráð- herra ísraels, hóf þátttöku i stjóm- málum fimm árum eftir að hafa lok- ið litríkum ferli sem yfirmaður Isra- elshers. ísraelar em hrifnir af her- foringjum sínum og þeir eru margir á þingi. Handahreyfingar Baraks era sagðar jafnáhrifamiklar og bíl- vinnukonur í hægagangi en orð hans em sögð vekja traust. Þau herlið ísraela frá öryggissvæðinu í Líbanon innan árs, hefja á ný frið- arviðræður við Sýrlendinga og ná lokasamningum við Palestinumenn. Samfylkingin Eitt ísrael undir forystu Verkamannaflokksins hlaut 27 af 120 þingsætum. Likudflokkur- inn hlaut 19 sæti en þrettán smá- flokkar skiptu á milli sín afgangin- um. Netanyahu tilkynnti að hann hygðist taka sér hvíld frá þykja svo traustvekjandi að hann kemst upp með að segja fátt. Barak hefur einnig tekist að vera það óljós í ummælum sínum að hann hefur ekki stuðað neina mögulega kjós- endur. Barak, sem er sagður hrokafullur en klár, hefur notið leiðsagnar sama kosningaráðgjafa og Bifl Clinton Bandaríkjaforseti, Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, og Ger- hard Schröder, kanslari Þýska- lands. Hann hefur breytt Verka- mannaflokknum og réðst að Benja- min Netanyahu, fráfarandi forsætis- ráðherra, frá miðju en ekki frá vinstri. Lögð var áhersla á það í kosn- ingabaráttunni að Barak væri her- stjórnmálum um skeið og verja tíma sínum með eiginkonunni og litlum bömum þeirra. Hann þyrfti að íhuga hvað hann ætlaði sér að gera í framtíðinni. Fjölmargar erlendar ríkisstjómir, sem em orðnar þreyttar á kyrrstöðunni í friðarviðræðunum í Miðausturlöndum, fógnuðu sigri Baraks. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, sendi Barak einnig hamingjuóskir. maður og að hann hefði tekið þátt í árás sérsveita 1972 á farþegaflugvél á flugvellinum í Tel Aviv, drepið palestínska skæruliða og bjargað hundmðum farþega. Ári seinna laumaðist Barak í kvenmannsklæð- um inn í Beirút og gerði árás á palestínska skæruliða. Barak hefur lofað að halda áfram friðarviðræðmn við Palestínumenn en hann setur öryggismál á oddinn. Hann vill vemda byggðir gyðinga á Vesturbakkanum og Gazasvæðinu og segir ekki koma til greina að skipta Jerúsalem milli gyðinga og araba. Barak þykir þijóskur og sam- starfsmaður hans segir að Arafat, leiðtogi Palestínumanna, eigi ef til vill eftir að sakna Netanyahus. Matur til N-Kóreu Bandarísk stjómvöld tilkynntu í gær að þau myndu láta Norður- Kóreumönnum í té 400 þúsund tonn af matvælum til viðbótar við það sem þegar var ákveðið. Gegn glæponum Sergei Stepasjín, forsætisráð- herraefni Borísar Jeltsins Rúss- landsforseta, hét því í gær að fletta í eitt skipti fyrir öll ofan af glæpa- mönnum sem ógna efnahags- batanum í land- inu. Þá fór hann fram á það við Rússlandsþing að það legði sitt af mörkum til að tryggja efnahagsað- stoð frá Vesturlöndum. Vilja vítur á stjórnina íhaldsmenn í stjómarandstöðu í Frakklandi sögðust í gær ætla að fara fram á það við þing lands- ins að það vítti ríkisstjómina fyr- ir meðhöndlun hennar á íkveikju- hneyksli sem lögreglan er viðrið- in á Korsíku. Spenna í Dili Mikil spenna var í Dili, höfúð- borg Austur-Tímors, í morgun, daginn eftir að Sameinuðu þjóð- imar sökuðu vopnaða stuðnings- menn Indónesíustjórnar um að drepa fimm óbreytta borgara. Eþíópar gera árásir Forseti Erítreu sakaði Eþíópa um að gera loftárásir á land sitt til að grafa undan tilraunum til að koma á friði í landamæradeil- um ríkjanna. Arftaki Clintons borgar Arftaka Bifls Clintons í emb- ætti ríkisstjóra í Arkansas hefur verið gert að greiða 70 milljónir króna í sekt fyrir skattsvik. Lík- legt er talið að þetta verði síðasta málið sem kemur út úr White- water-rannsókn Kenneths Starrs. Berbossar á skilorði Tveir bandarískir karlar sem hafa atvinnu af því að fækka fót- um fengu eins árs skilorðsbund- inn dóm á Bermúda eftir að nekt- arsýning þeirra olli smáuppþoti í næturklúbbi á eyjunni. Ekki gegn Hague William Hague, leiðtogi breskra íhaldsmanna, þarf ekki að óttast að Kenneth Clar- ke, fyrrum fjár- málaráðherra, ætli að reyna að bola honum úr embætti. Clarke lýsti því yfir í gær að hann sæktist ekki eft- ir embættinu og að hann byggist við að Hague myndi sitja fram að næstu kosningum. Umhverfisskattar Fráfarandi framkvæmdastjóm ESB vifl að komið verði á sam- ræmdum umhverfissköttum til að draga úr losun mengunar. Nýkjörinn forsætisrá&herra ísraels, Ehud Barak, fagnar sigri. Símamynd Reuter Hrokafullur og klár 16 síðna aukablað um Suðurnes fýlgir DV á morgun Atvinnulífið verður skoðað og sömuleiðis mannlífið og fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.