Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 11
r lennmg ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1999 dacjlem lífinu Ef einhvem tímann verður tekið saman yfir- litsrit með úrvali íslenskrar ljósmyndunar frá upphafi og til nútiðar má reikna með því að landslagsljósmyndir verði þar frekar til rúms- ins. Það gerir sinálægð landslagsins og tákn- ræn þýðing þess í íslenskri sjálfstæðisbaráttu og seinni tima þjóðrækni. Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson í spánnýju yfirlitsriti rnn danska ljósmynd- un í 150 ár er hins vegar ekki að finna eina ein- ustu landslagsljósmynd, sem út af fyrir sig ætti ekki að koma neinum á óvart. Okkur íslend- ingum hefur aldrei þótt Danir eiga sér lands- lag. í staðinn er í öndvegi manneskjan í starfi og leik og þar sem Danir hafa alltaf kimnað að meta holdsins lystisemdir ér leikurinn fyrir- ferðarmikill í ljósmyndaúrvalinu: strandlíf, götulíf, ástalíf, lífið á fjölunum. Við fáum á til- finningima að þessi ágæta vinaþjóð okkar hafi Rauðsokkur gera innrás í Tuborg-verksmiðj- urnar 1970. Ljósm. Christen Hansen alltaf lifað og starfað fyrir opnum tjöldum, ef til vill í rikara mæli en nokkur önnur Evrópuþjóð. Bókin sem hér er til umræðu heitir Danske fotografier - for og nu og er gefin út af Fogt- dal-útgáfunni. Útgefandinn, Palle Fogtdal, er raunar sér- stakur áhugamaður um ljós- myndun. Frá 1996 hefur hann rekið sérstakt ljósmynda-kaffihús í Ostergade í Kaupmannahöfn, þar sem hann hefur sett upp þematískar sýningar á ljósmyndum. í bókinni er að finna úrval ljósmynda af þessum sýningum, um 400 myndir alls. Myndefh- inu er deilt niður i kafla sem nefnast Líkaminn, Portrett af konum, Höfuð- atriói (sem eru ýmiss konar til brigði um höfuð- fata-stef), Götulíf og Leikhúslíf. Þeir settu svip á bæ- inn Það þarf ekki að fletta bókinni lengi til að komast að því að hér er ekki á ferðinni fræðileg úttekt á danskri ljósmyndun heldur er markmið höf- unda fyrst og fremst að hafa texta í lágmarki og búa til eins konar myndaalbúm um tíðarandann á hverjum tíma, samansafn af skemmtilegum „myndasög- um“ úr daglega lífinu, með sérstaka áherslu á þá sem „settu svip á bæinn“. Út frá þessum for- sendum má njóta bókarinnar til fullnustu og draga um leið af henni margháttaðar menning- arsögulegar ályktanir, séu menn á þeim buxun- um. Aðall bókarinnar eru hugmyndaríkar sam- setningar ljósmyndanna; til dæmis hvemig höfundar tefla saman konumyndum frá ýmsum tímum eða rekja breytingar á „baðstranda- Franciska Clausen listmálari, 1985. menningu“ Dana í heila öld, án þess að lesanda þyki nokkurri mynd ofaukið. Vel hefúr tekist til með val á myndum í flesta kafla. í „líkamskaflanum" má til dæmís rekja breytingar á viðhorfi manna til líkams- ræktar og líkamans yfir- leitt, allt frá kraftajötnum á ströndinni við Múllers-æfing- ar til ungra pönkara með gaddajám í gegnum naflann. Og í kafl- anum um kvennaportrett er fjöld fi-á- bærra andlits- mynda sem aldrei hafa áður birst; einkum eru eldri mynd- imar af- bragð. Gaml- ar myndir af ung- um al- þýðukon- um, fang- elsuðum fyrir ýms- ar smá- vægileg- ar sakir, em einnig átak- anlegri en tárum taki. Fyrst í stað virk- ar kaflinn um höfuð- fot eins og út úr kú, en við nánari skoðun vinnur hann á, ekki síst þegar bæði menningarsöguleg og táknræn þýðing höfuðfata er höfð í huga. Einna skemmtilegasti kaflinn er um „götulíf- ið“ þar sem allt morar í undarlegu mannlífi, auk þess sem sagan er þar sínálæg. Sjálfur hefði ég sett spumingarmerki um leikhúskafl- ann sem höfðar til innvígðra í rikara mæli en aðrir kaflar þessarar ágætu myndabókar. Danske fotografier - for og nu, 178 bls. Forlaget Palle Fogtdal, Kaupmannahöfn, 1999 Ljósm. Ole Haupt Umsjón Adalsteinn Ingóffsson Af sjaldheyrðum verkum asta og Helga lék sín sóló afar fallega í þeim þriðja. Samleikur þeirra var í heild góður, einkum i lokakaflanum þar sem þau vora sem eitt og var útkoman stórgóð. Freistingar heilags Antoníusar Eftir hlé var svo komið að Alinu Dubik messósópran og strengjakvartett að viðbættri Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Fyrst fluttu þau verk Samuel Barbers, Dover Beach, sem hann samdi árið 1931 við ljóð Matthews Amolds sem var skáld og menntafrömuður á Viktor- íutímabilinu. Ljóðið er afar svartsýnt og dökkt og tónlistin í samræmi við það og var það vel flutt þannig að angistin og einmana- leikinn nísti inn að beini. Síðasta verkið á efhisskránni var svo La Tentation de Saint Antoine eftir þýska tónskáldið Wémer Egk sem hefði orðið 98 ára í gær (17. maí). Verk- ið, sem var framflutt árið 1947, er sóló kantata fyrir altrödd og strengjakvartett og er byggt á frönskum alþýðukveðskap frá 18. öld. í verkinu segir frá tilraunum djöfsa til að afvegaleiða Antoníus hinn góða á kaldhæðn- islegan og kómískan máta og þá ekki síst á kostnað hins guðhrædda dýrlings. Tónlistin var uppfull með þennan gáska og var greini- legt að hljóðfæraleikararnir skemmtu sér konunglega á sviðinu og léku sér að því að búa til umgjörðina fyrir textann sem Alina túlkaði hreint frábærlega. Var það réttur endir á verulega skemmtilegum tónleikum. Gnægtabrunnur tónbókmenntanna verður seint þurrausinn og því gefur auga- leið að sum verk fá meiri athygli og spil- un en önnur sem týnast i fjöldanum, heyr- ast sjaldan eða aldrei. Á tónleikum í Saln- um á sunnudagskvöld voru flutt þrjú verk sem ekki er vitað til að hafi verið flutt op- inberlega á landi áður, Píanókvartett nr. 2 í g-moll ópus 45 eftir Gabriel Fauré, Dover Beach ópus 3 eftir Samuel Barber og La tentation de Saint Antoine eftir Wemer Egk. Lítið er vitað um sögu píanókvart- ettsins en hann var að öllum líkindum Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir saminn á árunum 1885-6, rétt eftir að Fauré hafði hlotið Chartier-verðlaun Listaakademíunnar fyrir kammerverk sín. Píanóleikarinn Emmanuel Ax hefur látið þau orð falla um þetta verk að „þar riki fegurðin ofar öllu og jafnvel örvæntingin sé prýdd ljómandi geislabaug". Nokkuð er til í því auk þess sem hugmyndaauðgi Faurés virðist engin takmörk sett. Því er undarlegt að verkið skuli ekki hafa öðlast vinsældir. Flytjendur verksins voru þau Sif Tulinius, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, víóla, Richard Alina Dubik - „túlkaði hreint frábærlega." Talkovsky, selló, og Virginia Eskin, píanó- leikari. Falleg litbrigði vora í leik þeirra í fyrsta kaflanum og var allt að því viðkvæmn- islegur leikur Sifjar í draumkenndum köflum i fyrsta kaflanum verulega finn. Píanóleikar- inn fór á kostum í kraftmiklum og bitastæö- um parti í skertsókaflanum sem og þeim síð- Við elda Indlands í vetur hafa Félag íslenskra háskóla- kvenna og Kvenstúdentafélag íslands skipulagt ýmiss konar námskeið og fyr- irlestra fýrir félagskon- ur, til dæmis fræðilega fyrirlestra um Njálu, um leikhús og sjálfsstyrk- ingu kvenna. Nú fer einnig i hönd námskeið þessara félaga um verð- bréfaviðskipti. í kvöld kl. 19.30 efna félögin hins vegar til for- vitnilegs vorfundar um Indland, en áður hafa Japan, Mexíkó og Egyptaland verið á dagskrá þeirra. Fyrirlesarar á þessu Indlandskvöldi verða Shabana Christensen, listakokkur sem rekið hef- ur indverskan veitingastað í Kópavogi (á mynd), Einar Falur Ingólfsson, mynd- stjóri af Morgunblaðinu, sem segir frá Indlandsferð sinni í máli og myndum, og loks fjallar Ema Magnúsdóttir líf- efnafræðinemi um stöðu kvenna á Ind- landi en hún dvaldi þar um nokkurra mánaða skeið fyrir skömmu. Vorfundurinn um Indland fer fram í Þingholti, Hótel Holti, þar sem ind- verskur matur verður fram reiddur í tilefni dagsins. Er öllum heimil þátttaka gegn vægu gjaldi. Hlín á Tíbrá í kvöld fara fram síðustu tónleikam- ir í Salnum, Kópavogi í tónleikaröðinni Tíbrá, sem Jónas Ingimundarson píanó- leikari er upphafsmaður að en Kópa- vogsbær hefur styrkt af rausn. Þá flytja þau Hlín Péturs- dóttir sópransöngkona (á mynd) og Gerrit Schuil pianó- leikari fjölþætta efnisskrá með söngvum eftir Mozart, Mendelssohn. Pál ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Ric. hard Strauss og Kurt Weil. Hlín hefur ekki haft sig mik- ið í frammi hér á landi en hefur orðið vel ágengt í hörðum heimi evrópskra söngvara. Árið 1994 hlaut hún gestasamning við óperuna í Stutt- gart en árið eftir fastan samning til tveggja ára við Pfalzteater í Kaiserslautern; í kjölfarið fylgdu samn- ingar við óperuna í Frankfurt, leikhús í Múnchen og óperuna í Bremen. Meðal hlutverka hennar era Val- encienne í Kátu ekkjunni, Zenia í Boris Godunov, Hirte í Tannháuser, Despina í Cosi fan tutte, Sophie í Rosenkavalier og Fransquita í Carmen. „Southem winds come streaming" Meðal vönduðustu árbóka sem hér era gefnar út er án efa Ritmennt, ársrit Landsbókasafns Íslands-Háskólabóka- safns. Bæði er útlit þessa rits til fyrir- myndar, enda vélar þar um Torfi Jóns- son, ráðgjafi DV vegna menningarverð- launa fyrir hönn- un, og efhið er fjöl- breytt og áhuga- vert. Meðal efnis í nýútkominni Rit- mennt er grein um Jónatan Þorláks- son, landsfrægan bókasafnara á 19 öld, grein um ensk- ar þýðingar á ljóðum Jónasar Hall- grímssonar, umfjöllun um íslendinga í Hamborg fyrr á öldum, kynningu á dag- bókasafni Landsbókasafnsins, grein eft- ir Gunnlaug S.E. Briem um glerverk sem hann vann fyrir Þjóðarbókhlöðu fyrir nokkram árum og ýmislegt annað markvert. Meðal þess forvitnilegasta sem þarna er birt, era þýðingar bandaríska pró- fessorsins Dick Ringlers (t.v. á mynd) á ljóöum Jónasar Hallgrímssonar. Marg- ar þeirra era býsna læsilegar. Sjá til dæmis fyrstu hendinguna af Ég biö aó heilsa upp á ensku: Serene and warm, now southem winds come streaming / to waken all the billows on the ocean, / who crowd toward Iceland with an urgent motion - / isle of my birth! where sand and surf are gleaming. Myndasögur úr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.