Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 17
i 16 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 25 Sport Sport ^ Makedóníumaður austur: I mark KVA Austfjaröaliöiö KVA, sem leikur í 1. deildinni í knattspymu, hefur fengiö til liðs viö sig markvörð frá Makedóníu, Antoni Filevski að nafni. Filevski er 33 ára gamall og kem- ur frá Vardar Skopje. Hann á einn landsleik að baki fyrir Makedóníu og var í landsliðshópnum gegn ís- landi fyrir tveimur árum. Filevski var timabilið 1996-97 varamark- vörður belgíska A-deildarliðsins Mechelen og spilaði tvo leiki í deild- inni þar. „Við bíðum eftir leikheimild og hún verður vonandi komin áður en við mætum Dalvík í fyrstu umferð- inni á föstudaginn," sagði Róbert Haraldsson, fyrirliði KVA, við DV í gær. -VS Heimsmeistaramótið í badminton: Ánægður þegar á heildina er litiö íslensku keppendumir stóðu í ströngu á heimsmeistaramótinu í badminton í Kaupmannahöfn í gær. í tvenndarleiknum töpuðust allir leikirnir. Tómas Viborg og Vigdís Ásgeirsdóttir töpuðu fyrir búlgörsk- um mótherjum. Þorsteinn Páll Hængsson og Brynja Pétursdóttir urðu undir gegn mótherjum frá Taívan. Erla Hafsteinsdóttir og Orri Ámason töpuðu fyrir mótherjum frá Búlgaríu og Njörður Lúdvígsson og Drífa Harðardóttir fyrir mótherj- um frá Taívan. í einliöaleiknum tapaði Tómas Viborg fyrir Finnanum Yaari Alto. Broddi Kristjánsson sigraði Hvít- Rússa en í 4. umferð tapaði hann fyrir S-Kóreumanni í hörkuleik. í tvíliðaleik töpuðu þeir Omi Ámason og Njörður Lúdvígsson fyr- ir Bandaríkjamönnum en í umferð- inni á undan lögðu þeir félagar mótherja frá Hvíta-Rússlandi. Tómas Viborg og Ástvaldur Harðar- son töpuðu fyrir Rússum. í tvíliðaleik kvenna unnu þær Sara Jónsdóttir og Ólöf Ólcifsdóttir mótheija frá Nígeriu og leika í 3. umferð á miðvikudag. Erla Haf- steinsdóttir og Drífa Harðardóttir komust einng í 3. umferð með því að leggja norska mótherja. Sveinn Sölvason og Brynja Pét- ursdóttir spila í einliðaleik í dag. „Þegar á heildina er litið er ég bara ánægður. Þetta er búið að vera ansi strangt mót og álag á keppend- um er mikiö,“ sagði Broddi Krist- jánsson landsliðsþjálfari í samtali við DV í gærkvöld. -JKS Draumaliðið Mikil þátttaka er að vanda í draumaliðsleik DV. Frestur til að skila þátttökuliðum rann út á mið- nætti en ákveðið var að framlengja hann til kl. 16 í dag vegna þess hve margir vildu vera með á síðustu stundu. Keppni í úrvalsdeildinni í knattspymu hefst í kvöld og því er ekki hægt aö framlengja frestinn frekar. Hægt er að koma með útfyllta þátttökuseðla á DV í Þverholti 11 til þess tíma, senda liðin á faxi eða í tölvupósti á netfangið draum- ur@ff.is. Allar upplýsingar um leikinn er að finna á íþróttavefnum á Vísi.is og þær birtust einnig í síðasta flmmtudagsblaði DV. Birting á tilvísunamúmemm þátttökuliðanna hefst í DV á morg- 88. íslandsmótið í knattspyrnu: Mikill áhugi á leik kvöldsins - KR og ÍA mætast á KR-velli Flautað veröur til leiks á 88. ís- landsmótinu í knattspymu í kvöld með viðureign KR og ÍA á KR-vellin- um klukkan 20. Ekki verður annað sagt en áhuginn sé mikill fyrir leiknum en í gærkvöld höfðu um eitt þúsund miðar selst í forsölu. KR-ingar hafa komið upp viðbótar- stæðum beggja vegna við stúkuna og áhorfendapöllum hinum megin vallarins. Með þessum framkvæmd- um tekur völlurinn um 4500 áhorf- endur. Leikmaður ársins á síðasta tíma- bili, Skotinn David Winnie, kom til landsins um helgina og verður klár í slaginn með KR-ingum í kvöld. Einar Þór Daníelsson er í leikbanni í fyrsta leik og leikheimild fyrir Bjarka Gunnlaugsson er ekki kom- in enn þá. Líklega kemst hreyfmg á málið í dag en Bjarki dvelst enn í Noregi. Freyr Bjamason, Hálfdán Gísla- son og Jón Þór Hauksson eru fjarri góðu gamni hjá Skagamönnum vegna meiðsla. Kári Steinn Reynis- son er tæpur vegna meiðsla. -JKS Grindvíkingar fá liðstyrk: Tveir Júgóslavar Knattspymulið Grindvíkinga í úrvalsdeildinni fékk tvo Júgóslava til liðs við sig í gær. Annar er miðjuleikmaður, Duro Mijuskovic, 29 ára, og hefur hann verið að leika með B-deildarliðinu Lovcen í júgóslavnesku deildarkeppninni, en það lið kemur frá Svartfjallalandi. Hinn heitir Stevo Vorkapit, 31 árs miðvöröur, og er honum ætlað að taka stöðuna sem Milan Stefán Jankovic hefúr leikið. Stevo lék um * hríð í A-deildinni, en hefur undan- farið leikið með liðinu Javor frá Ivanica í Serbíu í B-deildinni. Mikil óvissa ríkti um hvort þeir kæmust frá Júgóslavíu, en þeim tókst að komast yfir landamærin til Ungverjalands. Leikheimild liggur fyrir og era þeir löglegir fyrir leik- inn gegn Fram á fimmtudag. -bb Brynjar var sterkur - þegar Örgryte sigraði Djurgárden DV, Svíþjóð: Örgryte heldur sínu striki í sænsku knattspymunni en i gær- kvöld sigraði liðið Djurgárden á úti- velli, 0-3, og fór fyrir vikið á ný í efsta sætið. Brynjar Gunnarsson fékk góða dóma fyrir leik sinn og þótti hann mjög traustur í vöminni. Örgryte hefur komið mjög á óvart og virðist ekki ætla að gefa eftir toppsætið. Þrír aörir leikir vom í gærkvöld. Trelleborg vann góðan sigur á AIK, 1-0. Gautaborg og Halmstad gerðu jafntefli, 1-1, og Helsingborg lagði Vástra-Frölunda, 1-0. Þegar sex umferðum er lokið í deildinni er Örgryte efst með 14 stig. Kalmar er í öðra sæti með 12 stig og Trelleborg er í þriðja sæti með 11 stig. Öll stóm liðin em í sæt- unum fyrir neöan. -EH/JKS Ingólfur Snorrason á efsta þrepli á opna danska meistaramótinu í karate sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina. Á myndlnni til hliðar er íslenski keppnishópurinn. íslendingar létu til sín taka á opna danska meistaramótinu í karate: „Þetta var frábært" - Ingólfur Snorrason og Edda Blöndal unnu til verðlauna Selfyssingurinn Ingólfur Snorra- son og Edda Blöndal, Þórshamri, áttu hreint frábæran dag á opna danska meistaramótinu í karate sen fram fór í Kaupmannahöfn um helg- ina. Edda keppti i +60 kg flokki og keppti þar til úrslita gegn Gitte Helmuth frá Danmörku. Hún náði þar öðm sætinu en keppendur í flokknum vom 14 og sigraði Edda m.a. eina sterkustu karatekonu Nor- egs, Michela Fribloua. Ingólfur Snorrason keppti í +80 kg flokki. Þar mætti hann Christopher Roguli, Noregi, og var vitað að þeir myndu elda grátt silf- ur saman en Christopher sigraði, 5-3, í það skiptiö og fór alla leið í úr- slit og sigraði. Ingólfur fékk upp- reisnarglímur í átt að bronsinu. Þar vann kappinn sínar glímur sann- færandi og keppti um bronsið við Þjóðverjann Frank Studemann. Lokatölur urðu 5-4 fyrir Ingólf en keppendur í flokknum vom 38. Þetta reyndist aðeins byijunin þvi árangur hans í opna-kyu flokkn- um var stórglæsilegur en þar vom keppendur alls 63 í fjórum riðlum. Ingólfur VEum sinn riðil öragglega og keppti síðan í undanúrslitum. Hann var þar með kominn í úrslit og átti þar að mæta Þjóðverjanum Studeman en einhverra hluta vegna mætti Þjóðverjinn ekki til leiks og því átti Ingólfur sigurinn vísan. „Ég hefði ekki tapað fyrir þessum manni. Hann er stærri en ég en seinni og ég var í raun mjög öragg- ur með sigur gegn honum í þyngd- arflokknum þótt munurinn væri ekki verið nema eitt stig. Hann fékk þrjú stig nánast gefins og það hefði ekki gerst í úrslitunum. Dómaram- ir dæma þau einnig öðmvísi og maður kemst ekki upp með refsi- stigaveiðar þar,“ sagði Ingólfur. Ingólfur varð þess heiðurs aðnjót- . andi í lok mótsins að verða valinn kyu-keppandi mótsins samkvæmt mati dómaranna. „Það var frábært að fá þessi verð- laun en ég varð einnig fyrir valinu í fyrra. Ég var heldur ekki í raun ör- uggur með að fara þessa ferð þar sem ég hafði tognað mjög illa í baki einni og hálfri viku fyrir mótið. Mér var þvi ráðlagt að hvílast í þetta sinn. En ég náði skjótum bata með hjálp Bergs Konráössonar kírópraktors og lækna á Selfossi og vil ég þakka Bergi fyrir hans fram- tak,“ sagði Ingólfúr aö lokum. '* Keppendur á danska meistara- mótinu vom alls um 340 frá 14 þjóð- um en auk Ingólfs og Eddu kepptu þeir Gunnlaugur Sigurðsson, Bjarki Birgisson, Vilhjálmur Svan Vil- hjálmsson og Þórir Sveinsson á mótinu. -JKS Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik: Lakers réö ekki við „Turnana" hjá Spurs Fyrstu leikirnir í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik fóm fram í nótt. Á austurströnd- inni sigraði Indiana Pacers lið Philadelphia 76ers með 94 stigum gegn 90 og á vesturströndinni sigr- aði San Antonio Spurs lið LA Lakers, 87-81. Strákamir hans Larry Bird léku vel gegn 76ers. AUan Iverson átti stórleik fyrir 76ers, skoraði 35 stig, en það dugði ekki til sigurs. Hjá Indiana var það varamaðurinn Jalen Rose sem stal senunni en hann kom af bekknum og skoraði 27 stig. Reggie Miller kom næstur honum með 18 stig og átti ágætan leik. Matt Geiger skoraði 16 stig fyrir 76ers sem á öragglega eftir að velgja Indiana undir uggum síðar í einvígi liðanna. Satt Antonio Spurs vann góðan sigur og náöi þar með forystunni gegn Los Angeles Lakers. Tum- amir tveir hjá Spurs, Tim Duncan og David Robinson, fóm á kostum og Lakers réði ekkert við þessa snjöllu leikmenn. Duncan skoraði 26 stig og varði sex skot. Hann fór oft illa með Shaquille O’Neal sem lét góðan vamarleik andstæðing- anna oft fara í taugarnar á sér. í lokin varð Kurt Rambis, þjálfari Lakers, að halda aftur af O’Neal, sem ætlaði að láta dómarana hafa það óþvegið. Avery Johnson skor- aði 12 stig fyrir Spurs og Sean Elliott 10. Hjá Lakers vora þeir O’Neal, Glen Rice og Kobe Bryant með 21 stig. Spurs er í miklu stuði þessa dagana og liðið hefur unnið sigur í 35 af 41 leik. Utah Jazz var ljónheppið að komast í undanúrslitin á vestur- ströndinni er liðið marði Sacra- mento Kings í fyrrinótt eftir fram- lengdan leik. Kings gat tryggt sér sigurinn i lokin en skot frá Vlade Divac rataði ekki rétta leið á lokasekúnd- unni. Utah sigraði 99-92 og er ekki líkegt til afreka gegn Portland i næstu lotu. Það sem háir liðinu mest er aö enginn miöherji er í því. Ostertag, sem leikur sem slík- ur, er afspymuslakur og skoraði til að mynda ekki stig í leiknum gegn Sacramento. Karl Malone var stigahæstur hjá Utah, skoraði 20 stig en var ekki svipur hjá sjón. Homacek skoraði 18 stig, Russell 16, Anderson 16 og Stockton 12. í skemmtilegu framtíðarliði Sacramento Kings var Vernon Maxwell langbestur og skoraði 22 stig. Divac var með 15 stig, Barry 14 og Webber 12. Atlanta mætir Knicks Atlanta Hawks tryggði sér áframhald i úrslitakeppninni með góðum sigri gegn Detroit Pistons, 87-75. Atlcmta mætir New York Knicks í undanúrslitum austur- strandarinnar og er til alls líklegt. Long var stigaliæstur gegn Detroit og skoraði 20 stig. Blaylock skoraði 17 stig, Corbin 16 og Smith 16. Hjá Detroit var Hill stigahæst- ur með 21 stig, Dele 17 og Stack- house 11. -SK Bland i noka í umfjöllun DV1 gær um Formula 1 kappaksturinn í Mónakó var missagt aö þeir Michael Schumacher og Eddie Irvine heföu unnið keppnina í Mónakó í fyrra. Þeir félagar hjá Ferr- ari voru ekki í tveimur efstu sætun- um í fyrra i Mónakó. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Nettelstedt hefur fengið keppnisleyfi fyrir næsta tímabil í þýska handbolt- anum en verður á svokailaðri gjör- gæslu næstu þrjú árin. Fjárhagsleg staða félagins er slæm og á dögunum var það eina félag A-deildar sem fékk ekki keppnisleyfi. Vikingar leika fyrsta leik sinn í úr- valsdeildinni í knattspyrnu í Víkinni á fimmtudag, ekki í Laugardalnum eins og til stóð. Þeir fá þá Keflvíkinga í heimsókn. Enn fremur hefur leikur Fram og Keflavíkur í 2. umferð verið fluttur af Laugardalsvelli á Valbjam- arvöll. Tveir Skotar, Alan Kerr og Barry Thompson hafa bæst viö í leik- mannahóp Þórs í knattspyrnunni. Alan er miðjumaður og spilaði síðast með. Barry er markvörður en hann var varamarkvörður Dundee í skosku knattspyrnunni. Þeir spiluðu báðir í æfmgaleik milli Þórs og Magna á sunnudaginn þar sem Þór vann, 7-1. Þjóöverjinn Mattio Battista, sem var í skoðun hjá Fram um liöna helgi, er farinn af landi brott af per- sónulegum ástæðum. Hann mun ekki koma til baka. Aö minnsta kosti tíu leikmenn norska liðsins Stabæk eru frá vegna meiösla en með liðinu leikur sem kunnugt er Helgi Sigurósson lands- liðsmaður. Samt sem áður er liðið i 2.-4. sæti í deildinni. Helgi hefur leik- ið vel með liðinu og hefur skorað fimm mörk i deildinni. Barcelona keypti í gær eitt mesta efni í portúgalskri knattspymu. Leik- maðurinn sem hér um ræðir er 19 ára sóknarmaður og heitir Simao Sa- brosa og kemur frá Sporting í Lissa- bon. Fréttir hermdu að Barcelona hefði greitt um 1100 milljónir fyrir leikmanninn sem skrifa mun undir átta ára samning viö spænska liðið. Álaborg og Bröndby heyja harða toppbaráttu í dönsku knattspyrn- unni. Bröndby sigraði Herfolge, 1-0, í gærkvöld. Álaborg er efst með 56 stig og Bröndby hefur 54 stig í öðru sæt- inu. Boavista tryggöi sér endanlega ann- að sætið í Portúgal i gærkvöld með sigri á Beira Mar, 2-1, og um leiö sæti í meistaradeild Evrópu í fyrsta skipt- ið í sögu félagsins. -SK/VS/JKS/JJ ENCHLAMP Steve Bruce sagði í gær upp störfum sem framkvæmdastjóri hjá B-deildar- liðinu Sheffield United. Ástæðan var óánægja með þá ákvörðun stjómar félagsins að eyða litlum peningum til kaupa á leikmönnum fyrir næstu leiktíð. Bruce er orðaður við bæði Huddersfield og Bamsley sem em án framkvæmdastj óra. Tottenham hefur gengið frá fjögurra ára samningi við Hollendinginn Willem Korsten, en hann lék sem lánsmaður hjá Leeds í vetur. Totten- ham greiðir Vitesse 180 milljónir fyr- ir Korsten. Mark Fish, fyrirliði Bolton, meiddist i fyrri undanúrslitaleik úrslitakeppn- innar í B-deildinni við Ipswich á sunnudag og óvíst er að hann spili seinni leikinn annað kvöld. Geti Fish ekki spilað, tekur Guðni Bergsson stöðu hans en Guðni kom inn á þegar Fish meiddist. Richard Gough, fyrrum fyrirliði Skota, hefur gert eins árs samning við Everton. Gough, sem er 37 ára, lék með Nottingham Forest tvo síð- ustu mánuði tímabilsins. Gianluca Vialli gaf í skyn í gær að hann myndi leggja skóna á hilluna fyrir næsta tímabil og einbeita sér að því að stjóma liði Chelsea. „Ég mun gera það sem kemur liðinu best,“ sagði Vialli sem skoraði síðara mark Chelsea f 2-1 sigri á Derby á sunnu- dag. Danny Mills, bakvöröur Charlton og enska 21-árs landsliðsins, er mjög eft- irsóttur þar sem lið hans féll úr A- deildinni. West Ham og Sheffield Wednesday hafa þegar sýnt honum mikinn áhuga. Þaö œtti víst að koma fáum á óvart að Alex Ferguson, knattspymustjóri ManChester United var í gækvöld útnefndur þjálfari ársins i deildinni. -SK/VS/JKS Þrjár í Grindavík Kvennalið Grindavíkur leikur í fyrsta sinn í 23 ár í efstu deild í sumar og um helgina fékk liðið tvær stúlkur frá Kanada til liðs við hópinn og innan fárra daga er von á bandarískum mark- veröi. Allar hafa þessar stúlkur verið að leika með háskólaliöi í Ohio í Bandaríkjunum. Önnur kanadiska stúlkan hefur staðið nærri landsliðinu í sínu heima- landi og báðar kunna þær sitt- hvað fyrir sér í knattspymunni að sögn Pálma Ingólfssonar þjálfara. -bb Örn Arnarson hefur skapað sér nafn í sundheiminum með glæsilegri framgöngu sinni. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum snjaila íþróttamanni í mótunum í sumar. Mikil uppsveifla er í sundinu hér á landi og er mikil vinna að skila sér til baka. DV-mynd E.ÓI íslendingar á styrkleikalista Alþjóða sundsambandsins: Staðan aldrei betri - Örn Arnarson í þriðja sæti í 200 baksundi í 25 metra laug Það er ljóst að staða staða íslend- inga I sundinu hefur aldrei verið jafhgóð og um þessar mundir. Sex ís- lenskir sundmenn em á alþjóðalistan- um og að auki frækin boðsundssveit Hafnfirðinga. Örn ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska sundmenn Þetta em miklar fréttir og sýna svo ekki verður um villst að islenskt sund er á hraðri uppleiö. Öm Amarson ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska sundmenn og er hann á lista í 12 sund- greinum og fjórum sundaðferðum. Það er einungis í bringusundi sem Om kemst ekki á lista. Það segir meira en mög orð um fjölhæfni hans. Engin íslenskur sundmaður hefur komist á lista í svo mörgum greinum. Öm er hæst í 3. sæti í 200 m baksundi með tíma sínum frá því í Sheffield, það er í 25 m laug. í 50 m laug er Örn hæst í 200 m baksundi í 19. sæti. Á lista pilta fæddra 1980 og yngri er Öm nr. 5 í 200 m baksundi og 200 m skriðsundi. Kolbrún Ýr er í 18. sæti á listanum í 50 m baksundi í 50 m laug. Lára Hrand er í 57. sæti í 100 m fjór- sundi í 25 m laug. Það er líka athyglisvert að sveit SH er á lista í öllum boðsundum í 25 m laug. Gríðarleg vinna farin að skila sér „Ég sé ekki annað en sundfólk okk- ar geti bætt sig enn frekar. Frá því á Ólympíuleikunum í Atlanta hefur af- rekshópurinn stöðugt verið að bæta sig. Til marks um aukinn styrk voru þátttakendur á Evrópumótinu 1996 í Rostock fimm talsins en í dag eiga ell- efu sundmenn sæti í A-hópnum svo- nefnda. Sundfélög hafa sannarlega slegið í klárinn og lagt á sig rosalega vinnu sem er að skila sér svo um mun- ar. Við eigum sex sundmenn á Evr- ópumóti unglinga í sumar og fimm sundmenn á Evrópumótinu í Istanbúl. Þessi fjöldi keppenda héðan undir- strikcU' framfarir sem orðið hafa,“ sagði Magnús Tryggvason, sundþjálfari á Selfossi og ritari lands- liðsnefndar sundsambandsins, í sam- tali við DV í gærkvöld. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.