Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1999, Blaðsíða 29
T>V ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 37 Annað kvöld verður sýning á Bjarti - landsnátnsmanni íslands. Þjóðleikhúsið: Sjálfstætt fólk Ein viðamesta íslenska leiksýn- ing síðari ára, Sjáifstætt fólk, gert eftir skáldsögu Halldórs Laxness, er sýnd í Þjóðleikhúsinu. Um er að ræða nýja leikgerð af þessari merku skáldsögu, eftir Kjartan Ragnarsson og Sigríði Margréti Guðmundsdóttur. Leikgerðinni er skipt í tvær sjálfstæðar sýningar. Sami leikhópurinn tekur þátt í báðum sýningunum en leikarar skiptast á hlutverkum. Slíkt hefur ekki áður verið gert með þessu sniði í íslensku leikhúsi. Leikarar eru Ingvar E. Sigurðs- son, Amar Jónsson, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Ólafia Hrönn Jóns- dóttir, Valdimar Öm Flygenring, Edda Amljótsdóttir, Herdís Þor- valdsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Bergur Þór Ingólfsson, Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld, Magnús Ragnarsson, Stefán Jónsson, Þór H. Tulinius og Rand- ver Þorláksson. Leikhús Atli Heimir Sveinsson semur tónlist við sýninguna og þrír hljóðfæraleikarar taka þátt í henni, þeir Guðni Franzson, Tatu Kantomaa og Þórður Högnason. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Annað kvöld verður fyrri hlutinn, Bjartur - Landnámsmaður ís- lands, sýndur á Stóra sviðinu. Seinni hlutinn, Ásta Sóllilja - Lifsblómið, verður sýndur á fimmtudagskvöld. Forspá um alvarlega lestrarörðugleika á leikskólaaldri Dr. Hugh Catts dósent heldur fyrir- lestur sem nefhist Forspá um alvar- lega lestrarörðugleika á leikskóla- aldri kl. 16 I dag í stofu M-201 í Kenn- araháskóla íslands við Stakkahlíð. í fyrirlestrinum mun dr. Catts ijaEa um hvemig greina má á unga aldri vísbendingar um lestrarörðugleika. Norrænirmenn og klass- ískar fornbókmenntir í dag kl. 16.15 flytur bandaríski bókmenntafræðingurinn dr. Randi C. Eldevik prófessor opinberan fyrirlest- ur í boði heimspekideildar Háskóla íslands í stofu 101 í Lögbergi. Fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku og nefnist: What’s Hecuba to them?: Medieval Scandinavian encounters with classical antiquity. Fyrirlestur- inn fjailar um viðtökur norrænna manna á miðöldum á klassískum fombókmenntum. Háralitur músa Dr. Ian Jackson Senior flytur fyrir- lestur sem hann nefnir: Mouse Pig- mentation Genes; a Colourful Way to Study Development. Það er miðstöð í erfðafræði og lífefha- og sameindalíf- fræði læknadeildar sem stendur að þessum fyrirlestri sem verður hald- inn í kennslustofu á þriðju hæð í Læknagarði og hefst kl. 16.00. Dr. Ian Jackson hefur lengi notað háralit músa til að svara þroskunarfræðileg- um spumingum, einkum um samspil prótína í lífverunni. Samkomur Kynferðisleg áreitni Ninni Hagman, helsti sérfræðingur Sviþjóðar í málefnum er varða kyn- ferðislega áreitni, heldur fyrirlestur á Hótel Sögu í dag kl. 13 sem nefhist Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum: goðsagnir - staðreyndir - hagnýt ráð og er fyrirlesturinn á ensku. Tónleikaferð um landið: Skemmtanir Hinn kunni söngvari og gítarleik- ari KK (Kristián Kristjánsson) hefur undanfamar vikur verið á tónleika- ferð á landsbyggðiimi. Ferðin, sem hlaut nafnið Vorboðinn hrjúfí, hef- ur nú staðið yfir í tæpar fjórar vik- ur og gengið vel en áætlunin er sex vikur og 42 tónleikar. Áhersla hefur verið lögð á að tónleikamir séu ekki eingöngu á þéttbýlustu stöðum, heldur einnig sem mest á stöðum sem em ekki alltaf „í leiðinni" þeg- ar tónleikaferðir em famar og hef- ur KK verið vel fagnað á stöðum á borð við Grímsey, Mjóafjörö og Loð- mundarfjörð þar sem tónleikagestir voru ferjaðir á tónleikastaðinn. Margir viðkomustaðanna hafa ekki fengið heimsóknir af þessu tagi svo árum skiptir og sumir eru ekki í vegasambandi nema hluta úr ári (Grímsey reyndar aldrei). Næstu tónleikar KK eru í kvöld á Patreksfirði, annað kvöld verður hann í félagsheimilinu Baldurshaga í Bíldudal og á fimmtudagskvöld á KK með gítarinn í húsvagninum sem er hans heimili þessa dagana. Hrafnseyri við Amarfjörð. Um helg- ina er það svo ísafjörður og ná- grenni. Þar fær hann til Uðs við sig Þorleif Guðjónsson bassleikara og Kormák Geirharðsson trommara en þeir ásamt KK skipuðu KK-bandið vinsæla. AUir tónleikamir hefjast kl. 21. KK á Vestfjörðum Veðríð í dag Rigning og hvasst Á Grænlandssundi er 1000 mb. lægð sem hreyfist lítið en miUi Skotlands og Noregs er 1030 mb. hæð. Skammt austur af Hvarfi er vaxandi 998 mb. lægð sem hreyfist norðaustur. Suðvestankaldi en sunnan stinn- ingskaldi eða allhvasst er líður á daginn. Skúrir um landið vestan- vert en rigning síðdegis. Þurrt og lengst af bjartviðri norðaustan tU. Hiti yfirleitt á bUinu 5 tU 15 stig, hlýjast norðaustanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnankaldi og skúrir en gengur í allhvassa sunnanátt með rigningu síðdegis. Lægir nokkuð í nótt. Hiti 5 tU 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.46 Sólarupprás á morgun: 4.01 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.44 Árdegisflóð á morgun: 9.15 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 7 Bergsstaðir skýjað 6 Bolungarvík rigning 5 Egilsstaðir 4 Kirkjubœjarkl. léttskýjaó 2 Keflavíkurflv. úrkoma í grennd 6 Raufarhöfn hálfskýjað 4 Reykjavík skúr á síð.kls. 5 Stórhöfði úrkoma í grennd 6 Bergen léttkskýjaö 7 Helsinki skýjað 9 Kaupmhöfn léttskýjað 12 Ósló heiðskírt 9 Stokkhólmur 12 Þórshöfn skýjað 10 Þrándheimur léttskýjað 5 Algarve skýjað 14 Amsterdam hálfskýjað 12 Barcelona þokumóóa 16 Berlln heiðskírt 9 Chicago alskýjaö 17 Dublin léttskýjað 9 Halifax léttskýjaó 11 Frankfurt Glasgow léttskýjaö 14 Hamborg heiöskírt 8 Jan Mayen þoka -1 London rigning 11 Lúxemborg skýjað 12 Mallorca hálfskýjaö 15 Montreal léttskýjaö 16 Narssarssuaq skýjað 2 New York hálfskýjaó 14 Orlando léttskýjað 19 París skýjað 12 Róm alskýjað 20 Vín alskýjað 11 Washington léttskýjað 14 Winnipeg heióskírt 3 Verónika Sif Á myndinni era syst- umar Kassandra Líf, sjö ára, og Mónika Sól, tveggja og hálfs árs, með litlu systur sína, Bam dagsins Veróniku Sif, sem fæddist 22. nóvember siðastliö- inn. Hún var við fæðingu 4030 grömm og 52 sentí- metrar. Foreldrar hennar em Elísabet Magnúsdótt- ir og Sigurður Hilmars- son. Öxulþungi takmarkaður Vegna aurbleytu er öxulþungi takmarkaður víða á vegum og er það tilkynnt með merkjum við viðkomandi vegi. Yfirleitt er takmörkunin miðuð við sjö eða tíu tonn. Vegavinnuflokkar em að Færð á vegum störfum á nokkmm vegum, meðal annars á Snæ- fellsnesi. Á einstaka stöðum á Suðausturlandi er steinkast. Að öðm leyti er ágæt færð á öUum aðal- vegum landsins. Skafrenningur m Steinkast E1 Hálka S Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkar ^fært IU Þungfært (£) Fært fjallabílum Ástand vega Clint Eastwood leikur blaða- manninn Steve Ever- ett sem á viö margs konar vandamál aö stríöa. Glæpur Trae Crime, sem Bíóborgin sýn- ir, er nýjasta kvikmynd Clints Eastwoods sem bæði leikstýrir myndinni og leikur aðalhlutverkið, rannsóknarblaðamanninn Steve Everett, sem á við mörg vandamál- in að stríða. Hann er alkóhólisti sem hefúr aðeins verið edrú í tvo mánuði. Þegar kemur að kvenfólki hefur honum verið laus höndin og nú er svo komið að eiginkona hans hefúr fengið nóg og er um það bU að fleygja honum á dyr. Þá er stutt síðan honum var sagt upp störfúm á The New York Times, en hefúr fengiö vinnu tímabundiö á Oakland Tribune. TU að kóróna aUt saman heldur hann við eigin- konu fréttastjóra blaðsins (Denis Leary) sem Kvikmyndir veit af því og þegar hann þarf á Everett að halda hringir hann heim tU sín og biður eiginkonuna að láta Everett taka simann. Verkefnið er að taka viðtal við morðingjann Frank Beachum (Isiah Washington) sem bíður aftöku. Af gömlum vana fer Everett að rannsaka mál Beachmn og kemst að því að ekki er aUt eins og það á að vera. Nýjar myndir i kvikmyndahúsum: Bióhöllin: 8MM Saga-Bíó: Varsity Blues Bíóborgin: True Crime Háskólabíó: Forces of Nature Háskólabíó: Arlington Road Kringlubíó: Belly Laugarásbíó: Free Money Regnboginn: Taktu lagiö, Lóa Stjörnubíó: Deep End of the Ocean Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 18 17 18 19 20 Lárétt: 1 dans, 6 baga, 8 rækta, 9 veiðarfæri, 10 gráðug, 12 glöggum, 13 hag, 15 þyngdareining, 16 nokk- ur, 18 róta, 20 venjumar. Lóðrétt: 1 ritfærisins, 2 ástæða, 3 greinUegur, 4 hænsfugl, 5 kven- mannsnafn, 6 fáviska, 7 matar- veisla, 11 spU, 14 geit, 17 ekki, 19 málmur. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 orðstír, 7 fjóla, 9 sá, 10 vá- legan, 12 æsa, 14 Ult, 16 norpar, 18 U, 19 strák, 20 hilé, 21 ægði. Lóðrétt: 1 ofvæni, 2 rjá, 3 sleipt, 4 tagl, 5 ís, 6 rán, 11 alráð, 13 soU, 15 9 tæki, 17 arg, 19 sé. Gengið Almennt gengi LÍ18. 05. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollgengi Dollar 73,130 73,510 73,460 Pund 118,610 119,220 118,960 Kan. dollar 50,140 50,450 49,800 Dönsk kr. 10,5120 10,5700 10,5380 Norsk kr 9,5240 9,5770 9,4420 Sænsk kr. 8,6780 8,7260 8,8000 Fi. mark 13,1418 13,2207 13,1780 Fra. franki 11,9120 11,9835 11,9448 Belg. franki 1,9370 1,9486 1,9423 Sviss. franki 48,7700 49,0400 48,7200 Holl. gyllini 35,4572 35,6702 35,5548 Þýskt mark 39,9510 40,1911 40,0610 ít. lira 0,040350 0,04060 0,040470 Aust sch. 5,6785 5,7126 5,6941 Port. escudo 0,3897 0,3921 0,3908 Spá. peseti 0,4696 0,4724 0,4710 Jap. yen 0,595500 0,59900 0,615700 írskt pund 99,214 99,810 99,487 SDR 98,690000 99,29000 99,580000 ECU 78,1400 78,6100 78,3500 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.