Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 Fréttir DV Tapaði í hvert skipti sem Kaupfélag Þing- eyinga (KÞ) opnaði dyrnar á virkum dögum á liðnu ári, töpuðust liðlega 800 þúsund krónur. Starfsmönnum Mjólkursamlags KÞ tókst hins vegar að lækka tapið nokkuð eða um 100 þúsund krónur að meðaltali á dag. Það eru nöturlegar staðreyndir sem blasa við þegar ársreikningur elsta kaupfélags landsins fyrir liðið ár er skoðaður. Allt hefur greinilega gengið á afturfótunum, fyrir utan rekstur mjólkursamlagsins sem skilaði tæp- Hagnaður (tap) KÞ - tölur í þús. kr. Veltufé frá rekstri - tölur í þús. kr. 56.784 Rekstrarvandi Kaupfélags Þingeyinga: 800 þúsundum á dag Kaupfélag Þingeyinga F5T*a Rekstur rekstur og efnahagur 1998 1997 í m.kr. % af tekjum í m.kr. % af tekjum Tekjur 2.250 100,0% 2.200 100,0% Rekstrargjöld 2.218 98,6% 2.181 99,1% Hagnaður fyrir fjármagn 31 1,4% 19 0,9% Nettó fjármagnsgjöld Tap af reglulegri starfsemi -53 -2,4% -45 -2,0% f. skatta -22 -1,0% -25 -1,1% Eignarskattur -2 -0,1% -4 -0,2% Tap af reglulegri starfsemi -24 -1,1% -29 -1,3% Óreglulegar tekjur og gjöld -119 -5,3% 4 0,2% Tap fyrir áhrif dótturfélaga -144 -6,4% -24 -1,1% Hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga -34 -1,5% -6 -0,3% Tap ársins -177 -7,9% -30 -1,4% Veltufé frá rekstri -110 -4,9% 15 0,7% Efnahagur 1998 1997 í m.kr. % af eignum í m.kr. % af eignum Eignir alls 1.401 100,0% 1.445 100,0% Skammtímaskuldir 817 58,3% 730 50,5% Langtímaskuldir 516 36,8% 473 32,7% Skuldir alls 1.332 95,1% 1.203 83,2% Eigið fé 68 4,9% 243 16,8% Skuldir og eigið fé 1.401 100,0% 1.445 100,0% um 27 milljónum króna í hagnað. Rekstur kaupfélagsins að öðru leyti var í molum og sömu sögu er að segja um dóttur- og hlutdeildarfélög. Án mjólkursamlagsins, sem nú hefur ver- ið selt til KEA fyrir 237 milljónir, nam tap KÞ og tengdra félaga liðlega 204 milljónum króna. Vekur athygli Salan til KEA vekur nokkra athygli þar sem söluverðið er litlu hærra en bókfært eigið fé Mjólkursamlags KÞ sem um síðustu áramót nam 235 millj- ónum. Þær spurningar hljóta að vakna af hverju ekki var leitað tilboða í mjólkursamlagið og þannig gerð til- raun til að hámarka söluverðið og þar með tryggja hag kröfuhafa kaupfélags- ins enn betur. Miðað við uppgefið verð greiðir KEA eingöngu sem svarar tæplega níu ára hagnaði fyrir mjólkursamlag- ið, sem getur ekki talist hátt verð. Á Verðbréfaþingi Islands er algengt að verð á hlutabréfum sé 15-20 sinnum hagnaður liðins árs. í þessu sambandi er einnig vert að benda á að veltufé frá reksti var nær 43 milljónir hjá mjólkursamlaginu á liðnu ári. Þungur biti Vandi KÞ virðist djúpstæður, enda hefur reksturinn ekki skilað miklu á undanfórnum árum. Raunar hefur verið tap síðustu tvö ár og þrjú árin þar á undan var alkoman ekki til að hreykja sér af. Samfara taprekstri hef- ur eigið fé kaupfélagsins rýrnað stöðugt og þar með hefur íjárhagslegt bolmagn til að standa undir áfóllum orðið að engu. Þyngsti bitinn, sem KÞ gat ekki kyngt, var harðviðarvinnslufyrirtæk- ið Aldin hf. á Húsavík. Fyrirtækið, sem hefur starfað í skjóli kaupfélags- ins, er komið í þrot. Tap KÞ vegna þessa er nær 129 milljónir króna, þar af voru kröfur á Aldin upp á rúmlega 98 milljónir króna afskrifaðar. Og því hefur fjárhagslega veikt kaupfélag ekki efni á. Félagsmenn kaupfélagsins getur ekki annað en sviðið undan Aldin i Ijósi þess að þeir eiga aðeins 32,2% hlutafjár. Sofandi? Ekki er hægt að draga aðrar álykt- anir af lestri ársreiknings KÞ en að stjórnendur félagsins hafi flotið sof- andi að feigðarósi. Að minnsta kosti fóru viðvörunarbjöllur ekki að hljóma opinberlega fyrr en nokkrum dögum fyrir aðalfund, sem haldinn var í gær. Þá er það sérkennilegt að stjómendur félagsins hafa staðið í stórræðum allt síðasta ár, án þess að nokkur sýnileg- ur grundvöllur hafi verið fyrir slíku. Á aðalfundinum komu fram ásakanir um stórveldisdrauma, eins og greint er frá hér í blaðinu í dag. Nokkur rök má færa fyrir þessum ásökunum. Fyrri hluta síðasta árs keypti KÞ 44% hlut Landsbankans í Kjötumboð- inu, en DV hefur ekki upplýsingar um kaupverðið. Fyrir átti kaupfélagið 5% og um síðustu áramót átti félagið því i heild 49% hlutaflár sem var bókfært á 66 milljónir króna. Á síðustu tveim- ur árum hefur KÞ (móðurfélagið) fjár- fest í hlutafélögum og sameinarfélög- um fyrir 158 milljónir króna, en á móti voru seld hlutabréf fyrir rúmar 58 milljónir. Þetta era ekki einu íjár- festingamar því á síðasta ári var fjár- fest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 21 milljón eða 74 miUjónir alls á síðustu tveimur árum. Samhliða fjár- festi félagið verulega í upplýsingakerf- um. Það sem vekur ekki síst furðu er hve liðlegt kaupfélagið hefur verið í fyrirgreiðslu við tengd félög, ekki sist þegar haft er í huga hvernig sú fyrir- greiðsla hefur verið fjármögnuð. Á liðnu ári jukust skuldir tengdra félaga við kaupfélagið um 84 milljónir króna og munar þar mest um fyrirgreiðslu við Aldin, eins og áður segir. Á sama tíma jukust skammtímaskuldir kaup- félagsins sjálfs um 128 milljónir. Króna eftir Þegar litið er á rekstrarreikning KÞ kemur i ljós hve ástandið á liðnu ári hefur verið erfitt. Aðeins ein króna og fjörutíu aurar voru eftir af hverjum 100 krónum sem félagið hafði í tekjur þegar búið var að greiða rekstrar- gjöld. Þá var eftir að standa undir fjár- magnskostnaði, sköttum og eðlilegri arðsemi eigin íjár. Þetta var því von- laus barátta, ekki síst vegna þess að siðan þurfti félagið að taka á sig veru- legt tap vegna dóttur- og hlutdeildarfé- laga. Þetta sést best á því að rekstur félagsins í heild tók til sín 110 milljón- ir á síðasta ári. En það er sama hvernig litið er á málið. Enginn kröfuhafi virðist hafa hag af þvi að kaupfélagið verði knúið i gjaldþrotaskipti, allra síst bændur sem eiga margir hveijir verulegar fjárhæðir á viðskiptareikningi. Hvort rétt hefur verið staðið að sölu þeirra eigna sem þegar eru seldar á kannski eftir að koma í Ijós, en úrræðin sem eru fyrir hendi eru ekki mörg. -ó Vitlaus fréttatími Á sínum tíma, þegar Stöð tvö hóf útsendingar, upphófst mikiö írafár á milli Stöðvar 2 og Ríkisútvarpsins hvenær kvöldfréttir færu í loftið. Var þá ýmist hringlað með tímann frá klukkan hálfátta til átta eða frá átta til hálfátta og þjóð- in mátti við það una að missa af fréttum og frétta ekki neitt eða rekast á fréttatímana fyrir tilviljun vegna þess að enginn vissi hvenær útsending ætti sér stað. Að lokum ákvað RÚV af gefa eftir og leyfa Stöð tvö að segja allar fréttir klukkan hálfátta sem fréttastofa RÚV endurtók svo klukkan átta og hefur svo verið um nokkurra ára skeið. Nú hefur Ríkisútvarpið hins vegar tekið á sig rögg og vill fara að segja fréttir upp á nýtt án þess að þjóðin hafi öll feng- ið að heyra þær fréttir á Stöð tvö hálftíma áður. Enda eru fréttir ekki fréttir nema þær séu fréttir þegar þær eru sagðar. Er út af fyrir sig gleðilegt að sjálft Ríkisútvarpið átti sig á þessu þegar haft er i huga að íslenska þjóðin verður öll að horfa ríkissjónvarpiö í skylduáskrift, hvort heldur sagðar eru fréttir og raunar algjörlega án tillits til þess hvenær fréttir eru sagðar. Þess vegna hefði Rikisútvarpið ekki þurft að hafa neina fréttatíma um þær fréttir sem birtar hafa verið á Stöð tvö vegna þess að við hefðum þurft að borga engu aö síður. Jæja, þegar Rikisútvarpið mannaði sig loksins upp í að ákveða að fara að segja nýjar fréttir og færa fréttatíma sjónvarps til klukkan sjö hefur orðið uppi fótur og fit hjá bændum og búaliði, einkum þó Landssambandi verslunarmanna sem mótmæl- ir þessari breytingu harðlega og það gera bændur sömuleiðis á þeirri forsendu að þeir séu að mjólka klukkan sjö og þeir geta ekki bæði mjólkað og hlustað á fréttir í einu. í sjálfu sér eru það athyglis- verðar athugasemdir frá sam- tökum vinnandi fólks að ekki megi segja né birta fréttir nema öruggt sé að enginn sé að vinna því þá verða líklega aldrei sagð- ar neinar fréttir ef haft er í huga að fólk vinnur óreglulega vinnutíma og stendur vaktir og er úti á sjó og búðir eru opnar fram eftir öllum kvöldum og hvenær á þá að segja fréttir? Allur þessi hringlandi stafar af þvi að ríkisvaldið leyfði Stöð tvö og nærtækast er að taka af þeim leyfið hjá íslenska út- varpsfélaginu því þá getur Rikisútvarpið aftur haft fréttir þegar því sýnist eða engar fréttir ef því er að skipta ef fólk sem er að störfum hefur ekki tíma til að hlusta á fréttir þegar fréttatímar eru. Það er ófært fyrir áhorfendur að hafa fréttir á svo mismunandi tímum að þeir hafi ekki tök á því að fylgjast með fréttum. Þá er betra að hafa engar fréttir. Dagfari Bubbi og kaþólskan Það var ekki laust við að ýms- um sem stilltu á trúboðsstöðina Omega mitt í allri kosningahríð- inni hafi brugðið þegar sjálfur box- og rokkkóngurinn Bubbi Morthens birtist á skjánum. Er skemmst frá að segja að Bubbi ræddi þar um trúarlíf sitt af miklum móð en hingað til hefur Bubbi helst verið til frá- sagnar um hluti sem ekki verða beint tengdir við guðrækni. Svo virð- ist Bubbi láti ekki sitja við orð- in tóm í trúarefnum þar sem hann ku nýlega hafa spurst fyr- ir um inngöngu í kaþólska söfn- uðinn ... Þúsundeyjasósa Þegar Magnús Geir Þórðar- son og félagar í Iðnó tóku við rekstri hússins fyrir ári höföu ýmsir frammámenn í leikhúslíf- inu frammi illspár sem sumir sögðu reyndar fela í sér ósk um hrakför sýnu verrf. Iðnó-menn hafa víst ekkert látið þetta á sig fá og hefur rekstur Iðnó gengið vel fyrsta starfsárið. Úr Iðnó er það annars helst að frétta að nú standa yfir æf- ingar á nýju verki Hallgríms Helgasonar sem ber nafhið Þús- undeyjasósa. Leikritið verður frumsýnt 2. júní i Hádegisleik- húsinu og mun skarta hinum stórskemmtilega Stefáni Karli Stefánssyni í aðalhlutverki... Maður er nefndur Hannes... Hinn skeleggi stjórnmálafræð- ingur Hannes Hólmsteinn Gissurarson er ávallt með mörg járn í eldinum og undrast sumir aö hann komi jafnmiklu í verk og hann gerir. Heyrst hefur að Hannes hafi und- anfarið verið að vinna að fjölda sjónvarpsþátta fyrir RÚV sem bera heitið Maöur er nefndur. Þar mun, líkt og í samnefndum þáttum í útvarp- inu, vera rætt við ýmsa valin- kunna einstaklinga úr menning- arlífinu og margar skemmtilegar sögur rifjaöar upp. Sagan segir að þættimir verði teknir til sýn- inga næsta vetur og að þeir séu á bilinu 50-100 talsins ... Óvæntur ráðherraþröskuldur Bæði Guðni Ágústsson og Kristinn H. Gunnarsson sækja fast i ráðherrastóla Framsóknar og miðað viö úrslitin á Suður- landi ætti Guðni í raun að vera sjálfkjörinn. Lítt þekktur þröskuld- ur er þó á leið beggja. í vetur brutu nefnilega báðir sig frá stjórnarliðinu þegar tillaga Steingríms J. Sigfússonar um brottför kom til atkvæða á Alþingi. Krist- inn greiddi atkvæði með henni og Guðni sat hjá við litla ánægju for- ystumanna stjórnarflokkanna. Mörgum finnst ekki fýsilegt að meðan Nató á í erfíðu og um- deildu stríði í Júgóslavíu, þar sem ísland er aðili, setjist í ríkis- stjómina þingmenn sem ekki eru pottþéttir gagnvart Nató ... Umsjón Kjartan B. Björgvinsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.