Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 Viðskipti__________________________________________________________________________________________r>v Þetta helst: ... Viðskipti alls 564 m.kr. á VÍ, mest á peningamarkaði ... Hlutabréfaviðskipti taka við sér, alls 110 m.kr.. ... Mest í íslandsbanka, 31 m.kr. ... 18 m.kr. viðskipti í Baugi á genginu 9,99 ... Lyfjaverslun íslands hf. hækkar um 6,1% ... SR-mjöl lækkar um 6,7% ... Atvinnuleysi minnkar enn. ... Skattahækkanir eða aðhald í ríkisfjármálum - einu ráðin til að ráðast gegn verðbólgu Allir helstu sérfræðingar landsins í efnahagsmálum eru sammála um að bregðast verði fljótt við verðbólgu og þenslumerkjum sem nú eru skýr á lofti. Flestir virðast einnig sammála um að aðhaldsaðgerðir Seðlabankans dugi ekki og að menn séu komnir að útmörkum í þeim efnum. Birgir ísleifur Gunnarsson sagði í samtali við DV í gær að samt væri ekki hægt að útiloka frekari aðgerðir að hálfu bankans og sagði að það væri enn borð fyrir báru í þeim efnum. Þegar hann var spurður um hvort skattahækkun gæti verið möguleg sagði hann að slíkt væri ekki á valdsviði bankans en tók undir að spamaður ríkisins væri nauðsynleg- ur og vissulega er skattahækkun einn möguleiki i þeim efnum. Hann sagði að nauðsynlegt væri að auka tekjuaf- gang hins opinbera töluvert því stór hluti af þeim afgangi sem hann hefur sýnt undanfarið er ekki vegna að- halds í ríkisfjármálum heldur vegna þess góðæris sem rikt hefur. Auka sparnað með sölu rík- isfyrirtækja Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra sagði í gær að nauðsynlegt væri að bregðast við þessum fregnum og sagði að þær hefðu áhrif á stjórnar- myndunarviðræður stjórnarflokk- anna sem nú standa yfir. Verðbólga mælist 6,2% samkvæmt verðþróun- inni undanfarna þrjá mánuði og hafa bæði Þjóðhagsstofnun og Seðlabanki varað við þenslu og vaxandi hættu á aukinni verðbólgu. Hann sagði í sam- tali við Dag í gær að skoða yrði vel hvemig áframhaldandi stöðugleiki væri best tryggður. Með því að auka sparnað einstaklinga og hins opinbera Skipholti 35, sími: 553 1055 Birgir ísleifur Gunnarsson. er hægt að ná niður verðbólgu og minnka viðskiptahalla. Finnur benti sérstaklega á að sala á ríkisfyrirtækj- um gæti komið til greina og í þeim efnum yrði fólki gefmn kostur á að fjárfesta. Þannig aukast tekjur ríkis- sjóðs og sparnaður eykst. Hins vegar náðist ekki í Finn í gær til að bera undir hann hugsanlegar skattahækk- anir eða frekar aðhaldsaðgerðir ríkis- ins. Árhif á fjár- málamarkaði íslenskur fjár- málamarkaður ber nokkur merki um að þensla og verðbólga sé að fara af stað. Þau áhrif virðast enn Sigurður sem komið er Einarsson. vera fyrst og fremst á skulda- bréfamarkaði. Ávöxtunarkrafa hefur hækkað á helstu skuldabréfum, einkum óverð- tryggðum, og verð þeirra þar með lækkað. Hins vegar er ekki ljóst hvort það eru aðhaldsaðgerðir Seðlabankans eða verðbólguótti sem þar að verki. Mjög lítil hluta- bréfaviðskipti hafa verið undanfar- ið og ljóst er að markaðurinn hefúr hægt verulega á sér. Sigurður Ein- arsson, forstjóri Kaupþings, sagði í samtali við DV að kennitölur margra fyrirtækja gæfú til kynna að verð margra þeirra væri of hátt. Hins vegar væru ekki bein merki um að aukin verðbólga hefði áhrif á verð hlutabréfa, enn sem komið er. „Menn verða því að vanda sig meir en nokkru sinni í fjárfestingavali eins og staðan er nú. Sennnilega eru margir stórir fjárfestar á hluta- bréfamarkaði að halda að sér hönd- um en ástæður þess eru ekki aug- ljósar," segir Sigurður. Almar Guðmundson, hagfræðing- ur hjá Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins, tekur undir þetta. Hann bæt- ir við að nauðsynlegt sé að ríkis- valdið grípi til aðgerða því stjórn- tæki Seðlabankans virðast ekki duga til að halda verðlagi í skefjum um þessar mundir. Stjórntæki Seðlabankans eru fyrst og fremst fínstillingartæki en nú er þörf á raunverulegum sparnaði hins opin- bera til að slá á verðbólgu og við- skiptahalla. -BMG Finnur Ingólfsson. Veröbólga 6,2% á ársgrundvelli Hagstofan sendi frá sér mæl- ingar á vísitölu neysluverðs í vikunni. Það kom fram að vísital- an hækkaði mn 0,5% í aril en það jafngildir því að verðbólga á árs- grundvelli nemi 6%. Hækkun undanfama þrjá mánuði gefur hins vegar til kynna að verðbólg- an verði 6,2% á ársgrundvelli. Fjölmargar ástæður eru fyrir þessari hækkim. Helst ber að nefna að bensín og olía hækkaði um 2,1% og föt og skór hækkuðu um 2,5%. Verðbólga í EES-rikjum frá mars 1998 til mars 1999, mæld í samræmda vísitölu neysluverðs, var 1,2% að meðaltali. Á sama tíma- bili var verðbólga á ís- landi 0,5% og í helstu viðskiptalöndmn okkar íslendinga var verðbólg- an 1,4%. -BMG Minni afli í apríl en meiri heildarafli Fiskaflinn í apríl var 50 þúsund tonn samanborið við tæp 80 þúsund tonn í apríl í fyrra. Hins vegar jókst heild- arafli frá janúar til april um 27% eða úr 655 þúsund tonn- um í 835 þúsund tonn. At- hygli vekur hve stór hluti aflans er bolfiskur. Það vek- ur mönnum bjartsýni og telja sérfræðingar Kaup- þings fyllstu ástæðu til að vænta góðrar afkomu sjávar- útvegsfyrirtækja því svo stór hluti aflans er bolfiskur. -BMG Heildarafli íslenskra skipa —janúar til apríl 1996-1999 QHeildarafli Heimild: Hagstofan_______ ________________ David Friedman á íslandi Bandaríski hagfræðingurinn, eðlis- fræðingurinn og lögfræðingurinn David Friedman er hér á landi. Hing- að kom hann fyrir tilstuðlan Ökonomiu, félags hagfræðinema á ís- landi, og hélt í gær og fyrradag þrjá fyrirlestra. David Friedman er kannski þekktastur fyrir að vera son- ur Rose og Miltons Friedmans, nóbels- verðlaunahafa í hagfræði. David er ákafur frjálshyggjumaður og hefur gefið út nokkrar bækur og fjölda fræðilegra og almennra greina. Fyrsta bók hans kom út árið 1971 og heitir The Machinery of Freedom. Sú bók fjallar um virkni frjáls markaðar og hvernig markaðurinn starfar án af- skipta. Næsta bók hans kom út árið 1986 og ber titilinn Price Theory. Nýjasta bók hans heitir Hidden Order: The Economics of Everyday Life og fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um daglegt líf mannanna en frá sjónarhóli hagfræðinnar. Þetta er stórskemmtileg bók sem sýnir að hag- fræðin fjallar ekki aðeins litillega um líflausar tölur en þess meira um hefð- bundnar ákvarðanir fólks. David Friedman ræðir rök með og á móti hinu opinbera viðskipta- molar Hlutafjárútboði Delta lokið Hlutcifjárútboði í Delta hf. lauk í gær. Boðið var nýtt hlutafé að nafnvirði 20 milljónir á genginu 12, eða 240 milljónir króna. Allt hlutafé sem í boði var seldist til forkaupshafa. Enn fremur ósk- uðu hluthafar eftir 115 milljónum að markaðsvirði í umframáskrift. Umframeftirspurn varð því 48%. Hagnaður Árvakurs hf. 93 miljjónir Árvakur hf., sem gefur út Morgunblaðið, skilaði 93 milljón- um króna í hagnað á síðastliðnu ári, samanborið við 74 milljónir árið 1997, og nemur aukningin milli ára 25,7%. Velta félagsins jókst um 18,2% milli ára, en hún nam 2.565 milljónum króna í fyrra, samanborið við 2.170 millj- ónir árið áður. Jökull selur fyrir skuldum Reynir Þorsteinsson, stjómar- formaður Jökuls hf., sagði á aðal- fundi félagsins í fyrradag að stefna stjómar væri að athuga með sölu eigna og lækka þannig skuldir. Gert er ráð fyrir 8 millj- óna króna hagnaði í ár miðað við 219 milljóna króna tap í fyrra. Góð afkoma Sæplasts Hagnaður Sæplasts á síðasta ári var 55 milljónir og er það nokkur breyting frá því sem var, en nokkurt tap var árið 1997. Fram kom á aðal- fundi félags- ins að gert er ráð fyrir að tekjur dragist saman á þessu ári og að hagnað- m- þessa árs verði 35 milljónir. Eins og komið hefur fram í frétt- um keypit Sæplast tvær hverfi- steypiverksmiðjur fyrir skömmu og talið er að velta félagsins eftir kaupin verði 1,2-1,5 milljarðar króna. Rólegt á gjaldeyrismörkuðum Rólegt hefur verið á gjaldeyris- mörkuðum undanfama tvo daga. Ástæðan er sú að beðið er vaxta- ákvörðunar Seðlabanka Banka- ríkjanna. Almennt er ekki búist við vaxtahækkun en ótti greip um sig á fóstudaginn var þegar í ljós kom að neysluverðsvísitala hækkaði mun meir en gert var ráð fyrir. Dollar styrkist gagnvart jeni og evru Summers, nýr fjármálaráð- herra Bandarikjanna, sagði að ekki væri að vænta stefnubreyt- ingar í gjaldeyrismálum. Hann sagði einnig að sterkur dollari væri í þágu Bandaríkjanna. Við þessi ummæli styrktist dollari bæði gagnvart jeni og evru. Sterkur dollari heldur niðri verð- bólgu og vöxtum. Uppgangur í Frakklandi Hagvöxtur í Frakklandi mæld- ist 3,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2% í fyrra. Framleiðsla jókst um 0,8% en hins vegar er smávægileg óvissa fólgin í þessum tölum því Frakkar eru nú að taka upp nýj- ar aðferðir við mælingar. Spáð er að atvinnuleysi í Frakklandi verði 11,3% í árslok.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.