Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Page 28
44 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 DV onn Ummæli mlu flokk- arnir ekki vettvangurinn „Það gengur ekki þegar búið er að kjósa menn á þing fyr- ir Samfylking- una að þing- menn fari að halda fundi í , gömlu flokkun- um út af hin- um ýmsu mál- um sem upp koma.“ Jóhann Arsœlsson, nýkjör- inn þingmaður Samfylking- arinnar, í Degi. KR og Valur falla „Ég held að það verði KR og Valur sem falla að þessu sinni. Liðin eru orðin öldung- ar í knattspymunni og það hlýtur að koma að því fyrr eða seinna að þessi lið falli.“ Magnús Pétursson, fyrrv. knattspyrnudómari, í DV. Svikin vara „Sjaldan hefur jafnmiklu verið til kostað að auglýsa svikna vöra.“ Hjörleifur Gutt- ormsson, fyrrv. alþingismaður, um Samfylking- una, í DV. Ætlum að skemmta okkur „í afmælisveislunni ætlum við KR-ingar að skemmta okkur vel, en sjáum svo í haust hvort pakkamir verða okkur að skapi." Magnús Orri Schram, fram- kvæmdastj. KR-rekstarfé- lags, um 100 ára afmæli fé- lagsins, í Degi. Þeir stóru sjá um sitt „Það hvarflar að mér og öðrum að Kaup- , félag Eyfiröinga , og Landsbank- inn séu að tryggja hvort annars hags- muni í þrota- búinu áður en öðrum verður hleypt að skrokknum." Kári Þorgrímsson bóndi um ástand Kaupfélags Þingey- inga, í DV. Vilja lágt verð á kjúklingum „Hitt sýnist mér algengast, að landa okkar langi til Bruss- el af því þar eru styrkir marg- ir sem þeir ætla sér að ganga í og að þaðan kemur ótrúlega lágt verð á kjúklingum." Árni Bergmann rithöfundur, ÍDV. Eiður Aðalgeirsson langhlaupari hljóp 110 kílómetra: Trúi því varla enn að hafa ekki fengið harðsperrur daginn eftir Eiður Aðalgeirsson langhlaupari vann það mikla afrek á laugardaginn að hlaupa 110 kílómetra. Þetta er lengsta hlaup sem Íslendingur hefur hlaupið og gerði Eiöur það til styrkt- ar heimilislausum börnum á Indlandi. Það var ABC-hjálparstarfið sem sá um þá hlið mála. Eiður byrjaði á Reykja- nestánni klukkan níu um morguninn og endaði tæpum þrettán tímum síðar og var þá kominn langleiðina að Nesjavöllum. Þetta var mikil þolraun og ekki bætti úr skák rigning og hvassviðri þegar líða tók á daginn og allan Nesjavallaveginn hljóp Eiður á móti vindi. í stuttu --------------- spjalli var Eiður spurð- ur hvort hann hefði ekki verið rúmliggj- andi daginn eftir: „Það ótrúlegasta við þetta var að ég fann ekki fyrir neinni þreytu á sunnudaginn. Ég var orðinn mjög þreyttur þegar ég hætti að hlaupa en daginn eftir var ég ekki einu sinni með harðsperrur og ég hafði orð á því við eiginkonu mína að þetta væri með ólíkindum og ég tryði þessu varla. Þetta er enn undarlegra vegna þess að ég taldi mig ekki vera í nógu góðri æfingu fyrir hlaupið." Eiður hóf að hlaupa af alvöru í kringum 1990, þá rúmlega þritugur: „Ég tók þetta af mikilli hörku strax og fór fljótlega í maraþonhlaup. Tveimur árum síðar tók ég þátt í ofurmaraþoni í Suður-Afríku sem er rúmir níutíu kílómetrarar. Þaö var ákaflega spenn- andi og skemmtilegt og hef ég endur- tekið það einu sinni síðan. Ég fann strax að mér leið betur þegar ég hljóp langt og hef lítið hugsað um hraða eða stutt hlaup á mínum hlaupaferli." Eiður hefur hlaupið rúmlega þrjá- tíu maraþonhlaup: Því miður er það gallinn við mig að ég skrái aldrei neitt um hlaup mín svo ég er alveg úti á þekju þegar ég er spurður um besta eða næstbesta árangur eða hvenær það var. Ég hef oft hugsað út í það að ég þyrfti að fara að skrá hlaupin mín og hafa einhveija reglu á þessu en aldrei komið þvi í verk.“ Eiður býr í Hafnarfirði og vinn- ur á Suðumesjum: „Ég gerði það um tíma að hlaupa í Maður dagsins vinnuna en er hættur því núna. Ég hleyp alltaf frá heimili mínu og fer oftast upp í Heið- mörk. í dag finnst mér nefhilega gott að hlaupa á möl. Eftir að ég hafði verið í Suður-Afriku við æf- ingar og keppni og hlaupið eingöngu á malbiki, fannst mér i fyrstu, eftir að heim kom, ómögulegt að hlaupa á mölinni en hef vanist því síð an enda þykir mér ekkert skemmtilegra en að hlaupa úti í ósnort- inni náttúr- unni.“ Egill starfar sem verkstjóri hjá ræstingafyrirtæki Hilmars Sölvason- ar sem er tengdafaðir hans og vinnur hann mikið á Keflavíkurflugvelli. Eig- inkona hans heitir Sigurlína Hilmars- dóttir og eiga þau fjögur börn: „Börn- in eru mikið á skíðum og eru þrjú þeirra í Ármanni og því var farið á skíði allar helgar sem hægt var í vet- ur og því hljóp ég mun minna. Ég not- aði samt oft tækifærið meðan krakk- arnir voru i brekkunum og brá mér á gönguskíði og gekk í kringum tuttugu kílómetra. Eiður segir að fram undan sé að taka þátt í hlaupum í sumar: „Ég gat því miður ekki tekið þátt í mars- maraþoninu þar sem ég var veik- ur en stefhi að því að hlaupa maraþonhlaup í Mývatnssveit og taka þátt í helstu hlaupum sumars- ins.“ -HK Elín Ósk sinni tileinkuð íslenskum Óskars- tónskáldum fyrr og nú, þar á dóttir meðal Jóni Nordal, Páli ís- stjórnar ólfssyni, Hákoni Leifssyni og Rangæ- Björgvini Þ. Valdimarssyni. ingakórn- Rangæingakórinn í Reykja- um f vík mun ljúka starfsárinu kvöld. með söngferðalagi til Ítalíu í lok maí. Þar tekur kórinn þátt í alþjóðlegri kórahátíð. Myndgátan Vortónleikar Rangæingakórsins Rangæingakórinn í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika i Seljakirkju í kvöld kl. 20.30. Stjómandi kórsins er Elín Ósk Óskarsdóttir en hún hef- ur stjómað kómum_______________ undanfarin níu ár. Tnnloilrar Einsöngvarar á tón- * vnilCIHCII leikunum í kvöld eru Kjartan Ólafsson og Giss- ur Páll Gissurarson. Píanó- leikari er Guðlaug Hestnes. Efnisskrá kórsins er að þessu Snæfellingakórinn í Reykjavík Snæfellingakórinn í Reykjavík heldur tónleika í kvöld í Salnum, Tónleika- húsi Kópavogs, kl. 20.30. Á _____efnisskránni eru verk eftir Pál ísólfsson, Jón Ásgeirsson, Hjálmar ------H. Ragnarsson, And- erson, Taube og fleiri. Stjórnandi kórsins er Frið- rik S. Kristinsson og undir- leikari Peter Máté. Særir draug Myndgátan hér aö ofan lýsir orötaki. Gunnar Hansson og Linda Ás- geirsdóttir leika í hádeginu í Iðnó. Leitum að ungri stúlku Nú fara í hönd síðustu sýningar á verðlaunaleikritinu Leitum að ungri stúlku eftir Kristján Þórð Hrafnsson, sem hefur verið sýnt að undanförnu við góða aðsókn í hádeginu í Iðnó. Næsta sýning er í hádeginu á morgun og önnur sýning í hádeginu á föstudag. Verkið fjallar um unga stúlku sem Leikhús kemur í áheyrnarprufu til ungs kvikmyndaleikstjóra sem er að gera sína fyrstu kvikmynd. Hug- myndir þeirra um lífið og listina stangast harkalega á og samskipt- in taka brátt óvænta og undarlega stefnu. Þar verður sálfræðilegt valdatafl, óvæntar uppákomur, spenna og fyndni. Með hlutverk fara Gunnar Hansson og Linda Ásgeirsdóttir. Leikstjóri er Magn- ús Geir Þórðarson. Leikmynd er eftir Snorra Frey Hilmarsson. Bridge í mörgum tilfellum er hægt að draga miklar upplýsingar af sögn- um andstæðinganna en margir gleyma því að það felast einnig upp- lýsingar í því að andstæðingamir segja ekki á spilin. Hér er 30 ára gamalt spil þar sem sagnhafi var Bandaríkjamaðurinn Billy Eisen- berg. Hann lenti í samningi sem leit ekki gæfulega út en dró réttar álykt- anir sem leiddu til vinnings í spil- inu. Suður gjafari og AV á hættu: * Á1082 » DG7 ♦ 872 4 642 * K7 » ÁK42 * 1096 * G1085 * D9653 » 1096 ♦ K53 4 K3 Suður Vestur Norður Austur pass 14 pass 1 » pass 1 grand pass 2 grönd pass 3 grönd p/h Ósköp eðlilegar sagnir á standard sagnkerfi. Eisenberg sat í vestur, lofaði 12-14 punktum og jafnskiptri hendi þegar hann sagði eitt grand og þegar félagi hans gaf áskorun hækkaði hann í þrjú. Norður spilaði út spaðatvisti og þær upplýsingar fást að útspilareglurnar hjá vöm- inni gegn grandsamningnum em fjórða hæsta. Þar með liggur nokk- uð ljóst fyrir að norður á 4 spil og suður 5 spil í spaða. Samningur- inn er ekki gæfu- legur og báðir láglitakóngarnir verða einfaldlega að liggja í spilinu til að hægt sé að vinna það. En hvort á að hleypa spaðanum yfir á gosann heima eða stinga upp kóngn- um í blindum? Eisenberg vissi ná- kvæmlega hvað hann var að gera. Suður varð að eiga báða láglita- kóngana og ef hann átti einnig spaðaásinn hefði hann einfaldlega komið inn á einum spaða eftir hjartasögn austurs. Með það fyrir augum stakk hann upp kóngnum í blindum og fékk 11 slagi. ísak Örn Sigurðsson 4 G4 »853 ♦ ÁDG4 4 ÁD97

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.