Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 Afmæli Jóhann Eyjólfsson Til hamingju með afmælið 19. maí 85 ára Kolbeinn Guðnason, Engjavegi 10, Selfossi. Kristín Steindórsdóttir, Skyggni, Hrunamannahreppi. Jóhann Eyjólfsson verslunarmað- ur, Dalsbyggð 21, Garðabæ, er áttræður í dag. Starfsferill Jóhann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá VÍ 1938 og stundaði síðan verslunar- nám í Bretlandi og Bandaríkjunum. Jóhann stundaði verslunarstörf, fyrst í Liverpool, sem þá var mat- vöru- og búsáhaldaverslun, en stofn- aði síðan eigið fyrirtæki, ásamt foð- ur sínum, og starfrækti það um ára- bil. Jóhann æfði fimleika hjá Ár- manni frá tíu ára aldri. Hann var í sýningarflokki félagsins í mörg ár og sýndi þá m.a. á Austurvelli 1930, undir stjom Vignis Andréssonar, og á Melavelli 1944, undir stjóm Jóns Þorsteinssonar, auk þess sem flokk- urinn fór sýningarferðir til Norður- landanna. Þá keppti Jóhann með meistara- flokki Vals í knattspymu og varð ís- landsmeistari með liðinu 1944. Þá hefur hann stundað golf í mörg ár, varð hann íslandsmeistari í golfi 1960 og keppti á heimsmeistaramóti öldunga í golfi í Colorado í Banda- ríkjunum þar sem hann varð heims- meistari í sínum flokki 1975,1979 og 1981. Jóhann var formaður Vals 1950 og 1951, einn af stofhend- um Golfklúbbs íslands, sat í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur í mörg ár og í stjórn Golfsambands ís- lands. Jóhann er einn af stofhendum Lionsklúbbs- ins Ægis og var formaður hans 1970-71. Hann sat í hreppsnefnd Garða- hrepps 1954-57, í bygging- ar- og skipulagsnefnd Garðahrepps 1948-57 og formaður skólanefndar Garða- hrepps 1954-58. Hann var fyrsti for- maður Sjálfstæðisfélags Garða- hrepps 1957-61 og hefur gegnt ýms- um fleiri trúnaöarstörfum. Fjölskylda Fyrri kona Jóhanns var Elísabet Markúsdóttir. Synir Jóhanns og Elísabetar era Eyjólfur Jóhannsson, f. 13.5. 1949, prentari, kvæntur Ingibjörgu Yngvadóttur og eiga þau þrjá syni, Eyjólf, Daða og Andra, en sonur Eyj-ólfs frá fyrra hjónabandi er Jó- hann; Markús Jóhannsson, f. 25.2. 1951, heildsali, kvæntur Guðnýju Krist-jánsdóttur og eiga þau þrjú böm, Nönnu Mjöll, Lísu Maríu og Sindra. Jóhann kvæntist 13.3. 1963 Fríðu Jóhann Eyjólfsson. Valdimarsdóttur, f. 20.10. 1936, bókara. Hún er dótt- ir Valdimars Stefánsson- ar stýrimanns og Hólm- fríðar Helgadóttur hús- móður. Böm Jóhanns og Fríðu era Hanna Fríða, f. 13.3. 1960, húsmóðir, gift Hlöðver Þorsteinssyni og eru böm þeirra Hlöðver Steini og Helga Rún, auk þess sem dóttir Hönnu Fríðu frá fyrra hjóna- bandi er Katrín Ósk; Helga, f. 26.10. 1963, húsmóðir, gift Aðalsteini Svav- arssyni og eiga þau tvær dætur, Ag- nesi Ýr og írisi Ösp. Systur Jóhanns eru Ásthildur Eyjólfsdóttir Finlay, f. 28.9. 1917, ekkja í Bretlandi eftir William Fin- lay; Ingibjörg Eyjólfsdóttir, f. 23.10. 1925, kennari og ekkja í Hafharfirði eftir Kristján Hansson. Foreldrar Jóhanns vora Eyjólfur Jóhannsson, f. 27.12. 1895, d. 1.4. 1959, forstjóri, og k.h„ Helga Péturs- dóttir, f. 12.3. 1894, d. 5.1. 1979, hús- móðir. Ætt Eyjólfur var sonur Jóhanns, b. og alþm. í Sveinatungu í Borgarfirði, Eyjólfssonar, skálds í Hvammi í Hvítársíðu, Jóhannessonar Lund, vinnumanns á Gilsbakka, Jónsson- ar. Móðir Jóhanns í Sveinatungu var Helga Guðmundsdóttir, b. á Sámsstöðum í Hvítársíðu, Guð- mundssonar, bróður Sigurðar, afa Jóns Helgasonar, prófessors og skálds. Meðal annarra bræðra Guð- mundar vora Jónas og Gísli, afar Steins Dofra ættfræðings. Guð- mundur var sonur Guðmundar, b. að Háafelli, Hjálmarssonar, og Helgu Jónsdóttur, ættforeldra Háa- fellsættarinnar. Móðir Eyjólfs var Ingibjörg Sig- urðardóttir, b. í Geirmundarbæ á Akranesi, Erlendssonar, hrepp- stjóra á Bekansstöðum í Skilmanna- hreppi, Sigurðssonar. Helga var dóttir Péturs, á Breiða- bólstað í Vesturhópi, sonar Jóns Jónssonar og Herdísar Pétursdóttur sem varð rúmlega hundrað ára. Móðir Helgu var Ingibjörg Jóns- dóttir, b. og smiðs í Skildinganesi og Engey, Péturssonar, og Margrétar, * systur Péturs Þórarins, föður Sigur- jóns á Álafossi. Margrét var dóttir Hans, b. og vefara að Varmá og Eiði í Mosfellssveit, Hanssonar. Jóhann tekur á móti ættingjum og vinum í félagsheimili Vals að Hlíðarenda í dag, kl. 17.00-19.00. 80 ára Jóhann Samsonarson, Laufvangi 12, Hafnarfiröi. Þórunn Jónsdóttir, Hraunbrún 3, Hafnarfirði. 75 ára Jóhanna Pálsdóttir, Kirkjuvegi 1D, Keflavík. Kristfinnur Jónsson, Kambaseli 28, Reykjavík. 70 ára Þuriður Kristjánsdóttir, Sandholti 19, Ólafsvík. Eiginmaður henn- ar er Jóhannes Jóhannesson. Þau verða að heiman á af- mælisdaginn en taka á móti gestum síðar. Bryndís Tómasdóttir, Hjálmholti 1, Reykjavík. Hilmar S.R. Karlsson, Tjamargötu 10B, Reykjavik. Súsanna Halldórsdóttir, Stigahlíð 14, Reykjavík. Þórður Sigvaldason, Hákonarsst., Norður-Héraði. 60 ára Jón Guðmundsson Jón Guðmundsson húsasmiður, Hrismóa 4, Garðabæ, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jón fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugar- vatni 1942, lauk prófi frá Iðnskólanum i Reykjavík og sveinsprófi í húsa- smíði hjá Bergþóri Ólafssyni húsa- smíðameistara 1949 en öðlaðist meistararéttindi 1952. Jón starfaði við húsasmíðar til 1976, m.a. hjá íslenskum aðalverk- tökum og Tómasi Vigfússyni, var á fragtskipum Eimskipafé- lagsins 1956-62, og var húsvörður í Digranes- skóla 1976-92. Jón byggði sér hús í Kópavogi 1956 og bjó þar til 1990 en hefur síðan þá búið í Garðabæ. Fjölskylda Jón giftist 26.12. 1948 Jón Guðmundsson. Ágústu Þorsteinsdóttur, f. 2.7. 1928, húsmóður. Hún er dóttir Þorsteins Jósepssonar, f. 19.11.1900, d. 1982, innheimtumanns í Reykjavík, og k.h., Þóru Valgerðar Guðmundsdóttur, f. 29.8. 1904, hús- móður. Börn Jóns og Ágústu era Þóra Valgerður, f. 30.8. 1947, hjúkrunar- fræðingur, búsett í Garðabæ, gift Einari Steingrímssyni bakarameist- ara og húsasmíðameistara og eiga þau tvo syni; Anna Björg, f. 6.5. 1952, kennari, búsett í Hafnarfirði, gift Garðari Guðmundssyni kenn- ara og eiga þau þrjú böm; Ólafur Helgi, f. 29.4. 1954, húsgagnasmíða- meistari, búsettur í Garðabæ, kvæntur Ásdísi Geirsdóttur hjúkr- unarfræðingi og eiga þau þrjú böm; Jóna, f. 11.12. 1955, starfsmaður hjá Kópavogsbæ, gift Óskari Emi Ósk- arssyni lagermanni og eiga þau þrjár dætur; Ágúst Haukur, f. 10.3. 1962, innkaupastjóri hjá BYKO, bú- settur í Reykjavík, en kona hans er Þórann Þorsteinsdóttir húsmóðir og eiga þau fjóra syni. Albræður Jóns: Ólafur Guð- mundsson, f. 27.3. 1923, d. 1981, lag- ermaður hjá SVR; Helgi Guðmunds- son, f. 18.1. 1926, bifreiðastjóri, bú- settur í Reykjavík; Ellert Guð- mundsson, f. 1.6. 1927, nú látinn, tæknifræðingur, búsettur á Stokks- eyri. Hálfsystur Jóns, samfeðra: Ásta Guðmundsdóttir, nú látin, húsmóð- ir í Reykjavík; Dagný Wessman, nú látin, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Guðmundur Jónsson, f. 22.12. 1879, sjómaður í Reykjavík, og Jóna Ólafsdóttir, f. 27.7. 1899, saumakona. Jón verður að heiman á afmælis- daginn. Hafsteinn Þ. Björnsson Hafsteinn Þórarinn Bjömsson vélstjóri, Háarifi 61, Rifi, Hell- issandi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Hafsteinn fæddist á Hellissandi og ólst þar upp og á Rifi. Hann stundaði nám við Vélskóla íslands og lauk þaðan vélstjóraprófi 1968. Hafsteinn byrjaði til sjós fimmtán ára á bátnum Breiðfirðingi frá Reykjavík og hefur síðan stundað sjómennsku lengst af, einkum á fiskibátum, frá Snæfellsnesi, Reykjavik, Vogum og Grindavík. Þá hefur Hafsteinn verið í verk- takavinnu, starfað í vélsmiðjum og á bifvélaverkstæði en vinnur nú með syni sínum við plastbátaviðgerðir og bátasmíðar. Fjölskylda Eiginkona Hafsteins er Steinunn Júlíusdóttir, f. 16.9. 1949, húsmóðir og húsvörður. Hún er dóttir Júlíusar Pálssonar, vél- stjóra í Hafnarfirði, og k.h., Gunnhildar I. Ge- orgsdóttur húsmóður sem auk þess starfaði við kjötvinnslu um árabil. Böm Hafsteins og Steinunnar era Júlíus Bjöm Hafsteinsson, f. 24.10. 1968, flutningabílistjóri á Nýja-Sjá- landi, kvæntur Lisu Jenny Haf- steinsson; Gunnhildur Kristný Haf- steinsdóttir, f. 1.7.1970, hárgreiðslu- meistari á Hellissandi, en hennar maður er Gunnar Bergmann Traustason skrifstofumaður og er sonur þeirra Jóhann Steinn, f. 30.6. 1998; Viðar Páll, f. 21.8. 1974, fram- kvæmdastjóri og báta- smiður, búsettur á Rifi, en kona hans er Sólveig Bláfeld Agnarsdóttir og era böm þeirra Viktoría Sif, f. 31.12. 1995, og Haf- steinn Ingi, f. 26.10. 1997; Hlynur, f. 2.5. 1976, verk- taki á Rifi. Hafsteinn átti átta hálf- systkini, samfeðra en sex þeirra eru á lífi. Hann átti eina hálfsystur, sammæðra, sem er látin. Þá á Hafsteinn tvær al- systur. Þær era Kristný, húsmóðir I Reykjavík; Guðrún Alda, húsmóð- ir í Reykjavík. Foreldrar Hafsteins vora Bjöm Kristjánsson, f. 18.7. 1899, d. 17.4. 1957, sjómaður á Hellissandi, og s.k.h., Guðríður Jóhanna Hafliða- dóttir, f. 16.3.1920, d. 25.6. 1978, hús- móðir. Hafsteinn verður að heiman á af- mælisdaginn. Aðstoðarmann í eldhús vantar. Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ vantar aðstoðarmann í eldhús. Aðstoðarmaðurinn þarf að geta eldað í forföllum matráðsmanns. Daglegur vinnutími er frá kl. 9 til 14 hvern virkan dag, auk þess annan hvern helgan dag. Launakjör eru samkvæmt samningum S.F.R. og ríkisins. ( Upplýsingar í síma 530 6606 á vinnutíma. Hafsteinn Þórarinn Björnsson. Jadwiga Binkowska, verkakona og hjúkranarkona, Bakkavegi 27, Hnífsdal. Maður hennar er Stanislaw Binkowska. Einar Magnússon, Sæbólsbraut 38, Kópavogi, og tvíburabróðir hans, Jón Anton Magnússon, Holtagötu 3, Drangsnesi. Þeir taka á móti gestum í sam- komuhúsinu Baldri á Drangs- nesi fostud. 21.5. frá kl. 20.00. Anna J. Benediktsdóttir, írabakka 12, Reykjavík. Elías Sveinsson, Brautarholti 1, ísaflrði. Guðrún Áslaug Ámadóttir, Kerlingadal, Mýrdalshreppi. ívar ívanovic, Hjálmholti 8, Reykjavík. 50 ára Gunnar Haraldsson hagfi'æðingur, Háaleitisbraut 34, Reykjavík. Guðrún Guðmundsdóttir hjúkrunarkona, Fjölnisvegi 6, Reykjavík. Dagný Kristjánsdóttir, Barmahlíð 8, Reykjavik. Jóhannes Jóhannesson, Stafholtsveggjum, Borgarbyggð. Már Kristjánsson, Orrahólum 7, Reykjavík. Ólafur Sigurðsson, Laugamesvegi 67, Reykjavík. Sigríður M.S. Eiríksdóttir, Dalbraut 4, Búðadal. 40 ára Auður Rut Guðgeirsdóttir, Miðtúni 34, Reykjavík. Ámi Yngvi Hermansson, Löngumýri 43, Garðabæ. Guðrún Vilhjálmsdóttir, Hlíðartúni 1, Höfn. Halldór Eyþórsson, Álfatúni 19, Kópavogi. Páll Snæfeld Björnsson, Suðurhvammi 11, Hafnarfirði. Svanborg Guðrún Einarsdóttir, Kögurseli 25, Reykjavík. Sölvi Rúnar Sólbergsson, Hliðarstræti 8, Bolungarvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.