Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst<§rff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Klárið dæmið NATO er á góðri leið með að missa stjóm á málum í Kosovo í að því er virðist endalausri baráttu við Slobod- an Milosevic, forseta Júgóslavíu, og glæpahyski hans. Það fer brátt að komast upp í vana hjá NATO og Banda- ríkjastjórn að klúðra málum á Balkanskaga. Vandi NATO og þó sérstaklega Bandaríkjanna er að þau em ekki tilbúin að stíga þau skref sem nauðsynleg em á Balkanskaga. Bandaríkjamenn hafa reynt að telja sjálfum sér trú um að hægt sé að standa í stríðsrekstri án þess að verða fyrir mannfalli, sem er auðvitað mót- sögn í sjálfu sér. Vesturlönd voru neydd til þess að hefja loftárásir á Júgóslavíu, eftir margra mánaða innantómar hótanir, enda skilja Milosevic og hans líkar ekki annað en vopna- vald. Stefna Vesturlanda undir forystu Bandaríkjanna í málefnum Balkanskaga var fyrir löngu búin að sigla í strand enda tryggði hún öðm fremur völd Milosevics. Árið 1991 lýsti James Baker, þáverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, yfir stuðningi við sameinaða Júlóslavíu. Tveimur mánuðum síðar réðust Serbar á Króatíu. Vopnasölubann Sameinuðu þjóðanna gerði ekki annað en að draga mátt úr andstæðingum Serba og Milosevics. Dayton-friðarsamkomulagið svokallaða, sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti kom á, gerði ekki annað en treysta Milosevic enn frekar í sessi. Vitlaus stefna, hringlandaháttur, barnaskapur og ístöðuleysi Vesturlanda era undirrótin að vandamálum Balkanskaga og hafa gert Milosevic kleift að stunda þjóð- ernishreinsanir í Kosovo - glæpamaðurinn starfar í skjóli vanmáttar lýðræðisríkja. Vandinn nú er að NATO hefur ekki verið tilbúið til að ganga hreint til verks og á það treystir Milosevic. Loft- árásir á Júgóslavíu kunna að hafa verið skynsamlegar sem fyrsta skref til að koma böndum á Serba, en þær ein- ar duga skammt, eins og reynslan hefur sýnt. NATO veigrar sér við að klára dæmið. Ætli menn sér í stríð eiga þeir að vera tilbúnir til stríðsrekstrar og beita öllum þeim hernaðarmætti sem þeir búa yfir. Aukin bjartsýni Glæsilegiu- sigur Ehuds Baraks, frambjóðanda Verka- mannaflokksins til embættis forsætisráðherra ísraels, yfir Binyamin Netanyahu kann að koma friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs aftur af stað. Að minnsta kosti binda flestir vonir við að sá einstrengisháttur sem ein- kennt hefur stjórnartíð Netanyahus og Likud-flokksins heyri nú sögunni til. En vegurinn til varanlegs friðar milli ísraels og ná- grannaríkja er langur og þyrnum stráður. Stefna hins nýja forsætisráðherra er í mörgu ekki frábrugðin stefnu forvera hans. Barak hefur ekki útilokað stofnun sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna, en jafnframt lýst því yfir að ísrael muni aðeins láta þau landsvæði af hendi sem nauðsynlegt er og alls ekki allt það land sem hertekið var í sex daga stríðinu 1967. Ekki kemur heldur til greina að samið verði um Jerúsalem. En úrslit kosninganna gefa nokkra ástæðu til meiri bjartsýni en áður, þrátt fyrir að þær leiði einnig í ljós að gyðingar hafa að líkindum aldrei verið meira sundraðir, hvort heldur er pólitískt eða trúarlega. Baraks bíða erfið verkefni, fyrst að mynda starfhæfa ríkisstjórn og síðan að koma friðarferlinu aftur af stað. Óli Björn Kárason „Því miður stefnir allt í framhald samstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknar þrátt fyrir skilaboð kjósenda til þess síðarnefnda," segir Kristín m.a. í grein sinni. Dundað við mynd- un ríkisstjórnar Kjallarinn Kristín Halldórsdóttir fyrrv. þingkona einstaklinga, jafnvel milli manna á sama lista. - Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála hjá Samfylkingunni næstu fjögur árin. Verkin töluðu Framsóknarmenn fengu verðskuldaða ráðningu í kosning- unum og eiga bágt með að leyna gremju sinni. Þeir reyna að kenna um aðför að formanninum svo og því að þeir hafi haft svo erfið ráðuneyti með höndum. Þeir ættu að hugsa sitt ráð „Það fer að verða vísindalegt rannsóknarefni hvernig stærsta flokki landsins tekst að sigla í gegnum pólitíska stórsjói án þess að setja fram skýr stefnumið og án þess að þurfa að svara fyrir verk sín.“ Eftir frábæran ár- angur Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs í nýafstöðn- um kosningum er einkennilegt að heyra einn og einn gera því skóna að þetta stjórnmálaafl verði ekki langlíft og muni fyrr en síðar renna inn í Samfylk- inguna. Með tilliti til sterkrar málefna- stöðu og góðs anda í okkar röðum er það fráleitur möguleiki í mínum huga. Þráin eftir leiðtoga Mér finnst satt að segja miklu líklegra að Samfylkingunni gangi treglega að ná upþ samkennd og samræmingu mis- vísandi sjónarmiða innan sinna raða og að þeir erfiðleikar leiði til þess að úr henni kvarnist til vinstri og hægri eftir því sem á líður. Þráin eftir leiðtoganum sterka var bæld niður í kosningaslagnum en braust upp á yfirborðið um leið og óá- nægðir liðsmenn Samfylkingarinn- ar tóku að viðra vonbrigði sín með lélegra gengi í kosningunum en þeir höfðu vænst. Von er að menn leiti skýringa, en að mínu mati er ósanngjarnt að kenna leiðtoga eða leiðtogaleysi um útkomuna. Ástæðan var ein- faldlega samstöðuleysi og mis- ræmi sjónarmiða, skortur á trú- verðugleika, ólík afstaða til mikil- vægra mála eftir landshlutum, t.d. i umhverfismálum og náttúru- vemd, og augljós togstreita milli og fara betur ofan í verk sín á síð- asta kjörtímabili því það eru þau sem tala eins og þeir sjálfir aug- lýstu og súpa nú seyðið af. Mín skoðun er sú að ekki síst hafl kjósendur verið að refsa fram- sóknarmönnum fyrir frammistöð- una í umhverfismálum, þar sem ábyrgðin var fyrst og fremst á þeirra herðum. Þeir hafa ekki skil- ið kall tímans og brugðist rangt við í mikilvægustu málunum. Allt hjal um sátt milli sjónarmiða verndar og nýtingar er t.d. mark- laust þegar öllum má ljóst vera að þeir em tilbúnir að fórna einstök- um gersemum náttúrunnar fyrir skammtíma fjárhagslega hags- muni. . Sjálfstæðisflokkurinn kemst á undraverðan hátt hjá allri gagn- rýni í þessum efnum eins og ýms- um öðrum þó að augljóslega sé hann engu betri og hafi mælt upp í Framsóknarflokknum alla vit- leysuna og axarsköftin í umhverf- ismálunum á síðasta kjörtímabili. Það fer að verða vísindalegt rann- sóknarefni hvernig stærsta flokki iandsins tekst að sigla í gegnum pólitíska stórsjói án þess að setja fram skýr stefnumið og án þess að þurfa að svara fyrir verk sín. Það er eins og stærðin ein valdi lotningu og öryggistilfinningu kjósenda, að ekki sé minnst á áberandi hnjáliðamýkt fjölmiðla- manna í garð flokksformannsins. Skipt um andlit Því miður stefnir allt í fram- hald samstarfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknar þrátt fyrir skila- boð kjósenda til þess síðar- nefnda. Útkoma Sjálfstæðis- flokksins sýnir að stór hluti landsmanna vill hafa hann við stjórnvölinn og því sitjum við efalaust uppi með þann kost. Sú hugmynd hefur reyndar skotið upp kolli að réttast væri að hann myndaði stjórn einn og sér og leit- aði samstarfs við aðra flokka eftir málefnum. Engin hefð er fyrir slík- um stjórnarháttum hér, sem tíðkast þó víða annars staðar og væri ef til vill þess virði að reyna. Líklegast er hins vegar að gamla stjórnin skipti um nokkur andlit og þjóðin megi búa við sama stjórnarmynstur næstu fjög- ur árin. Geir og Finnui' dunda sér við hrossakaupin næstu daga með- an Halldór er í útlöndum og Davíð í gönguferðum jneð Tanna. Þeir telja sig hafa nægan tíma og þvi miður er það trúlega svo. Kristín Halldórsdóttir Skoðanir annarra Þenslumerki valda áhyggjum „Við höfum ítrekað varað við þenslunni og þeim af- leiðingum sem hún kynni að hafa á verðlag. Við get- um ekki gengið öllu lengra án þess að þessi þensla fari að segja til sín i verðbólguþrýstingi og það eru ákveðin merki um að það sé farið að gerast. Þegar þetta gengur til baka segir það auðvitað til sín, þannig að það er að sumu leyti að koma fram undir- liggjandi verðbólga sem hefur í sjálfu sér verið í ein- hverjum mæli. Það er auðvitað óskaplega mikilvægt að okkar mati að missa alls ekki verðlagið úr bönd- unum og ég tel að það eigi að beita öllum ráðum til þess, bæði peningamálunum og einnig opinberu fjár- málunum þegar maður horflr til aðeins lengri tima.“ Friðrik Már Baldursson í Mbl. 18. maí. Eftir 100 ára einokun „Það er yfirleitt talað um að það sé tvennt að bylta fjarskiptatnarkaönum. Annars vegar að fjarskipti eru gefin frjáls, hvort heldur er í Bandaríkjunum eða Evr- ópu. Það veldur þvi að það verður til einhvers konar samkeppni eftir nær 100 ára einokun, oftast ríkis- símafyrirtækja. Hins vegar er internettæknin að ryðja sér til rúms i fjarskiptum og það breytir mjög miklu. Þetta voru yflrleitt lokuð og læst kerfi en núna erum við að fá kerfi sem eru algjörlega opin, þar sem allur samskiptabúnaður talar saman. Það mun lækka verð á flutningi gríðarlega af því þá eru þetta ekki lokuð kerfi þar sem menn okra á viðskiptavinum heldur opið flæði af stafrænum pökkum." Eyþór Arnalds í Degi 18. maí. Ímyndarstríð kosninganna „(En) heimur ímyndanna er óstöðugur. Þeir sem náðu mestum árangri í kosningunum voru þeir sem áttuðu sig á óstöðugu eðli táknanna sem sífellt taka á sig nýjar myndir og finna sér jafnvel ný mið. Sjálf- stæðisflokkurinn virðist hafa áttað sig, að minnsta kosti fór hann varlega í að leita á ný mið ... Fram- sóknarmenn fóru flatt á nýjungagirninni. Hinar stóru, glitfogru og heillavænlegu ímyndabyggingar sem reistar voru í kringum flokkinn og formann hans skyggðu algerlega á traustlegt útlit hans ... Vinstri- grænir fóru kannski byltingarkenndustu leiðina og höfðuðu þannig til uppreisnargjamra kjósenda. Þeir reyndu að endurvekja hugmyndafræðina og hafna upplausninni." Þröstur Helgason í Mbl. 18. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.