Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1999 15 Krían er komin Það eru alltaf nokkrar fréttir þeg- ar krían kemur hingað í upphafi sumars. Hún er einn mesti ferða- langur heims. Hér á hún ástafund og kemur upp ungum í nóttlausri voraldar veröld hér norður við heimskautið. Síðsumars leggur hún aftur upp í endalaust ferðalag suður með strönd- um Evrópu og suð- ur alla Afríku þar til hún snýr við og kemur aftur með hækkandi sól. Reykjavík Við hrósum okkur af því að krían verpir í miðbæ Reykjavíkur í hólma í Tjöminni. Lengi vel var hún mest í hólmanum fram af Fríkirkjunni en svo flutti hún sig að hluta í lítinn hólma sem er í smátjöm úti í Hljóm- skálagarði hjá Hring- brautinni og sem kenndur er við högg- mynd af Þorfinni karls- efhi. Myndin stóð þar um tíma en hefur nú verið flutt. Síðan var hólminn lagfærður handa kríunni með því að gera hann flatari og þvi kunni krían vel. Hún er fjölmenn í Þor- finnshólma í dag. Það má því hæna kríuna að sér með ódýmm lagfæringum. Nýja hólma mæla með því að fleiri hólmar séu settir upp í Reykjavík fyrir kríuna og aðra fugla sem í þá verpa. Lengi var hólmi í minni Tjöminni þar sem gosbrunnurinn er núna. Það var flothólmi. Endurreisa má hann. Einnig mætti setja flathólma í Rauðavatn og Elliðavatn. Ef vel tekst til yrðu þeir gerðir varanleg- ir, en annars teknir burtu. Krían verpir núna t.d. rétt hjá brúnni yfir Elliðaárnar, austan ánna. Setja má girðingu 1 kringum varp- ið sem héldi hurt hundum og kött- um. Það hænir kríuna að. Gæsirnar Gæsirnar í Reykjavík sækja í græna bletti þar sem þeir eru í nágrenni bæj- arins. Sá mætti korni sem ekki væri tekið upp heldur látið standa yfir vet- urinn. í það færi gæsin þegar grasbletti vantaði fyr- ir hana. Seltjarnarnes Það er mikið um kríu á Seltjarn- amesi. Þar eru aðstæöur víða góð- ar fyrir hana t.d. hjá golfvellin- um. Samt er grasið orðið of þétt og hávaxið fyrir hana í sjálfu varpinu. Ungarnir vilja þá blotna og þola illa kulda og regn. Krían flytur sig þá bara inn á golfvöllinn eða hefur unga sína á malbikuðu bílastæðinu þar sem er þurrt og hreinlegt. Annars má margt gera sem er til bóta og fegurðar. Nokkuð er síðan hólmi var gerður í Bakka- tjörn á Seltjarnarnesi. Þar halda fuglar sig núna mikið og verpa. Að lokum má benda á að réttast væri að tengja Gróttu aftur við Seltjamames með landfyllingu, enda mun Grótta hafa verið hluti af Nesinu, en losnaði frá fyrir 200 árum. Þá komu þau stóru Básendaflóð sem skáru Gróttu frá og gerðu að eyju. í dag koma fáir í eyjuna. Grótta yrði vinsæl um leið og hún yrði landfóst. Jafnvel krían færi að verpa þar aftur. Lúðvík Gizurarson Grein þessi er skrifuð til að ,Það er mikið um kríu á Seltjarnarnesi. Þar eru aðstæður víða góðar fyrir hana t.d. hjá golfvellinum. Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hrl. „Grein þessi er skrifuö til ad mæla með því að fíeirí hólmar séu settir upp í Reykjavík fyrir kríuna og aðra fugla sem í þá verpa. Lengi var hólmi í minni Tjörninni þar sem gosbrunnurinn ernúna. Það var fíothólmi. Endur- reisa má hann.u Að meöaltali höfum við það ágætt - þ.e. þingmenn og ráðherrar Undanfarið hefur mönnum ver- ið tíðrætt um þær kjarabætur sem æðstu embættismenn hafa tekið sér. M.a. hefur komið fram sú spurning á fundum rafiðnaðar- manna undanfarnar vikur hvemig launamenn eigi að bregðast við endurtekinni sjálftöku embættis- og stjómmálamanna í kjaramál- um sínum. Þeir semji við sjálfa sig um mun betri lífeyrissjóði, rýmri greiðslur kostnaðar, rýmri bílaaf- not, rýmri orlofs- og veikindarétt og þar að auki miða þeir ávallt launahækkanir sínar við meðal- talslaunahækkanir og taka hik- laust í þá útreikninga það sem þeir lægst launuðu hafa fengið. Aldrei er.tekið tiilit til betri kjaraatriða sem þeir njóta. Þessi stórbættu kjör hripa síðan niður til þeirra launahópa, sem standa þeim næst og embættis- og stjóm- málamenn miða síðan við þær er þeir hækka laun sín aftur. Stöðugleikinn eða ... Þessi málatilbúnaður setur að- ila á vinnumarkaði í ákaílega erf- iða stöðu og það vita embættis- og stjórnmálamenn og þeir treysta því að launafólk geti ekkert gert. Verkalýðsfélögin hafa um það að velja að lemja í gegn jafnmiklar launahækkanir og þá um leið henda með því stöðugleikanum út í ystu myrkur og þeim árangri sem hún hefur náð á undanföm- um ámm, m.a. í mikilli kaup- máttaraukningu. Hún hefur verið meiri undanfar- inn áratug en næstu 30 ár þar á undan. Með því að haga sér á jafn- óábyrgan hátt myndum við kalla yfir okkur sams konar ástand og hér ríkti áður en við gerðum Þjóð- arsáttina. En ástæða virðist að minna á að hún var gerð af aðilum vinnumarkaðs i andstöðu þáver- andi stjómvalda. Hin leiðin er sú að halda áfram á þeirri ábyrgu braut sem mörkuð var með Þjóðarsáttinni og taka út launa- hækkanir í sam- ræmi við það sem hagkerfið ræður við. En það setur verkalýðsforystuna aftur á móti í ákaf- lega erfiða stöðu gagnvart félags- mönnum sínum. Reiði þeirra er skiljanlega mikil og hún mun bitna mun frekar á verkalýðs- hreyfingunni en stjómvöldum. Það er oft erfitt að vera í verka- lýðsforystu og taka ábyrga afstöðu og horfast í augu við það að of miklar launahækk- anir geta jafnvel haft öfugar afleið- ingar og minnkandi kaupmátt. Þessa ábyrgð hafa embættis- og stjómmálcimenn ekki til að bera, það höfum við ítrekað horft upp á. Ólíkt hafast þeir að Fyrir nokkrum árum tóku aðil- ar vinnumarkaðsins á hinum Norðurlandanna sig til og komu samningamálum þannig fyrir að embættismennimir komust ekki upp með að fara út fyrir þann ramma sem um var samið á hinum almenna vinnumarkaði. Við þetta nutu þeir góðs stuðn- ings þarlendra stjóm- málamanna, sem virðast vandaðri í verkum sín- um en hinir íslensku starfsbræður þeirra. Síðan þá hefur mark- visst verið unnið að því að jafna rétt allra launa- manna hvar á vinnu- markaði sem þeir starfa og skafa af embættis- mönnunum þau fríðindi sem þeir vom búnir að gefa sjálfum sér og sín- um nánustu. Við höfum alltaf verið á eftir hinum Norður- löndunum á flestum sviðum. Oft er talað um einn ára- tug. Nú hlýtur að véra kominn sá tími að aðilar íslensks vinnumcirk- aðar taki sig saman og framkvæmi sams konar hreingemingar hér á landi. Við höfum það nefnilega ekki öll jafngott þótt meðaltöl segi svo. Verkalýðsforystan hefur það t.d. mjög skítt þessa dagana, hún stendur með annan fótinn í ísköldu vatni og hinn í sjóðheitu, það er að meðaltali mjög óþægilegt en væri hægt að reikna út á hinn veginn. Guðmundur Gunnarsson „ Við höfum alltaf verið á eftir hin- um Norðuríöndunum á fíestum sviðum. Oft er talað um einn ára- tug. Nú hiýtur að vera kominn sá tími að aðilar íslensks vinnumark- aðar taki sig saman og fram- kvæmi sams konar hreingerningar hér á landi.u Kjallarinn Guðmundur Gunnarsson form. Rafiðnaðarsam- bands íslands Með og á móti Er eölilegt að bregðast við nýjustu verðbólgu- mælingum með því að hækka skatta? Birgir ísleifur Gunnarsson seðlankastjóri sagði í samtali við DV á mánudaginn að mælingar á verðbólgu hér á iandi sýndu mikla þenslu. Hann taldi að ný verðbólgu- mæling, sem sýndi 2,4-2,8 prósenta verð- bólgu, væri of lág og hún væri nærri þremur prósentustigum. Margir hafa talið eðlilegt að bregðast við með því að hækka skatta en þeir hafa farið lækkandi á síðustu árum og enn aðrir telja að of geyst hafi verið farið í skattalækkanir. Óskynsamleg skattaáætlun „Ég hafði mikla efasemdir um það á sínum tíma að skattalækk- unaráætlun ríkisstjórnarinnar væri skynsam- leg. Fyrst og fremst vegna dreifingarinnar skattbyrðarinn- ar sem út úr henni kom þvi hún nýttist best barnlausu há- tekjufólki. Svo voru ýmis teikn á lofti um að það væri efn- hagslega óskynsamlegt að lækka skatta við þessar aðstæður og ég tel að það sé að koma á daginn. Nú er að vísu alltaf viðkvæmt að hækka það sem búið er að lækka og sérstaklega ef skattalækkanirn- ar voru hluti af kjarasamningum. En efnhagslegi veruleikinn sýnir að þetta var ekki skynsamleg áætlun hjá ríkisstjóminni. Það hefði verið eðlilegra að beita skattkerfinu þannig að jalnvægis- stilla mætti hagkerfið heldur en að fara frekari hamförum í einka- væðingu eins og varaformaður Framsóknarflokksins virðist vera að boða.“ Steingrímur J. Sig- fússon, alþingis- maður og formaður VG. Tryggvi Þór Her- bertsson, forstöðu- maður Hagfræði- stofnunar HÍ og dósent. Greiða niður skuldir „Nei. Skattahækkanir ná ein- ungis til takmarkaðs hóps á vinnumarkaðinum, hóps sem þeg- ar hefur fengið loforð um lækk- aða skatta. Verðlagshækk- anir undanfarið stafa einkum af þrennu, þenslu á fasteigna- markaði, hækk- un verðs á þjón- ustu og hækkun á innflutnings- verðlagi. Þetta má að hluta til rekja til aukins lánsfjár- framboðs sem varð í kjölfar sölu ríkisins á hlutabréfum í bönkun- um. í stað þess að draga fjármagn- ið út úr bönkunum var það notað til að þenja út efnahagsreikninga þeima til að gera þá enn vænlegri kost í framtíðinni. Þetta leiddi síð- an til mikils framboðs á lánsfjár- magni sem hefur m.a. leitt til þenslu á fasteignamarkaði undan- farið ár. Að mínu áliti ætti að hraða sameiningu í bankakerfinu og einkavæðingu til að slá á þenslu. Hið opinbera ætti að selja hluti sína í bönkunum og Lands- símanum og nota þá fjármuni sem þannig fengjust til að greiða upp erlend lán. Þannig myndi þrýst- ingurinn á gengið minnka og það hækka sem myndi aftur leiða til lækkunar á innflutningsverðlagi. Einnig ætti Seðlabankinn að halda áfram aðgerðum sínum í peninga- málum til að minnka lánsfjárfram- boð í bankakerfinu. Einkavæðing myndi einnig leiða til aukins spamaðar einstaklinga sem dreg- ur úr neyslu og til langs tíma litið dregur fjármagn út af markaðin- um. Samhliða þessu ætti hið opin- bera að draga úr umsvifum sínum eins og framast er unnt, sérstak- lega sveitarfélögin.“ -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.