Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999
Utlönd
Rússar reyna enn aö binda enda á átökin í Kosovo:
Sænski sendiherrann
í sprengjuregni á ný
Sprengjur flugvéla Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) viröast hund-
elta sendiherra Svíþjóðar í Belgrad
á röndum. Sendiherrann var í
veislu hjá svissneskum starfsbróður
sínum í gærkvöld þegar bústaður-
inn var fyrir skemmdum af völdum
sprengju NATO sem sprakk í nær-
liggjandi eldisneytisbirgðastöð.
Sænski sendiherrabústaðurinn
skemmdist í loftárásum NATO á
Belgrad í fyrrakvöld.
Bretar og Bandaríkjamenn sögðu
að loftárásunum yrði haldið áfram
þar til Slobodan Milosevic
Júgóslavíuforseti hefði gengið að
öllum skilyrðum Vesturveldanna
um Kosovo.
Rússar hafa forystuna í að reyna
að finna pólitíska lausn á átökunum
í Kosovo. Sendimaður þeirra, Vikt-
or Tsjemomyrdín, ræddi við full-
trúa vesturveldanna langt fram á
nótt en ekki urðu nein tímamót á
þeim fundum.
„Við munum halda áfram,“ sagði
Berezovskí
aftur kominn á
kreik í Moskvu
Skipan Sergeis Stepasjíns í
embætti forsætisráðherra Rúss-
lands kann að hafa opnað dymar
að nýju fyrir hinum umdeilda
kaupsýslumanni Borís Berezov-
skí, að því er rússneskir fjölmiðl-
ar greina frá. Þar tii í síðustu
viku var Berezovskí enn í ónáð
eftir að hafa áður haft mikil
áhrif.
Rússneskir fjölmiðlar fullyrða
hins vegar að kaupsýslumaður-
inn hafi nú tækifæri til að koma
að bandamönnum sínum í stjóm
Stepasjíns. Sumir fjölmiðla telja
víst að Berezovskí sé aftur kom-
inn í náð hjá Jeltsín Rússlands-
forseta og að hann hafi átt þátt í
brottrekstri Jevgenís Prímakovs.
Hætta við út-
gáfu bókar um
Gianni Versace
Bandaríska útgáfufyrirtækið
Little, Brown and Co. hætti
skyndilega í gær við útgáfu opin-
skárrar bókar um tískukónginn
Gianni Versace sem myrtur var
fyrir utan heimili sitt í júlí 1997.
Hætt var við útgáfuna þó að þeg-
ar væri búið að senda gagn-
rýnendum eintök af bókinni.
Engin skýring var gefin á því
hvers vegna höfundur bókarinn-
ar, Bretinn Christopher Mason,
hefði dregið handrit sitt til baka.
Dagblöð í New York telja að
Mason hafi óttast málsókn af
hálfu Versacefjölskyldunnar.
Þúsunda sakn-
að eftir fellibyl
í Pakistan
Þúsunda er saknað eftir fellibyl
í suðurhluta Pakistans í gær.
Veðurhamurinn olli því að hús á
ströndinni, þar sem er fjöldi lít-
illa fiskibæja, brotnuðu í flóð-
bylgjum.
Björgunarmenn sögðu að enn
væri óljóst hvort þeir sem saknað
er hefðu getað leitað skjóls uppi í
hæðum eða skolast burt með flóð-
bylgjunni. Óveðrið gekk yfir um
fjörutíu kilómetra austan við
Karachi og hélt áfram í átt til
Indlands.
Að sögn íbúa í Gharo era eyði-
leggingin gífurleg.
Irena Dinic særöist þegar flugskeyti frá orrustuvélum NATO hæföi sjúkrahús
í Belgrad þar sem hún var aö fæöa dóttur sína sem sést hér meö henni. Irena
og nýfædd dóttir hennar voru fluttar á annaö sjúkrahús.
Tsjernomyrdín að loknum fundum
með Stobe Talbott, aðstoðarutanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, og
Martti Ahtisaari Finnlandsforseta.
Breska blaðið Daily Telegraph
sagði í morgun að hershöfðingjar
NATO íhuguðu að stöðva loftárás-
imar áður en stjómvöld í Belgrad
hefðu fallist á öll skilyrðin.
Blaðið sagði að leiðtogar NATO
ríkjanna væru að íhuga alvarlega
áætlun sem Massimo D’Alema, for-
sætisráðherra Ítalíu, lagði fram. Þar
er gert ráð fyrir að loftárásirnar
verði stöðvaðar um leið og Öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna hefði gert
uppkast að samkomulagi um lausn
deilunnar. Stjórnarerindrekar á
fundi i Bonn í Þýskalandi eru
einmitt að vinna að slíkum drögum.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði að Bandaríkin stæðu enn
heils hugar að baki NATO og að
ekki væri hægt að semja um grand-
vallarskilyrðin fyrir því að loftárás-
unum verði hætt.
Cristina Sanchez, fremsti kvennautabani Spánar, fær huggunarkoss frá fööur sínum á fundi meö fréttamönnum í
Madríd í gær. Þar tilkynnti Cristina aö hún ætlaöi aö leggja sveröiö og slána á hilluna vegna karlrembunnar sem
mætti henni í starfinu. Stúlkan var gráti nær.
Nelson Mandela lofar
hvíta í kveðjuviðtali
Nelson Mandela, forseti Suður-Afr-
Iku, lofaði í gær í kveðjuviðtali í
sjónvarpi hvíta minnihlutann sem
hélt honum fóngnum í 27 ár.
í beinni útsendingu frá sveitasetri
Mandela í Qunu, sagði Mandela að
hvítir hefðu rétt fram sáttahönd og
aðstoðað hann við að leggja niður
kynþáttaaðskilnaðarstefnuna. Sam-
starfið hefði verið miklu betra en
hann hefði gert sér vonir um. Það
hefðu ekki bara verið stofnanir
heldur einnig einstaklingar sem
hefðu sýnt jákvæð viðbrögð.
Mandela, sem kvæntist ekkju Mó-
sambíkforseta á áttræðisafmæli
sínu í ágúst í fyrra, ætlar að setjast
að í Qunu þegar hann lætur af for-
setaembættinu 16. júní næstkom-
andi. Ætlar Mandela að skrifa bók
um fimm ára forsetatíð sína. Hann
kveðst þó munu gegna störfum fyrir
Mandela fær sér tesopa á fundi meö
fréttamönnum í Pretoríu.
Símamynd Reuter
Afríska þjóðarráðið verði leitað til
hans.
Mandela ítrekaði að hann vildi að
Thabo Mbeki varaforseti yrði eftir-
maður sinn. „Velji þjóðin Thabo
Mbeki sem næsta forseta tekur hún
mjög góða ákvörðun.“
Mbeki, sem er sonur samfanga
Mandela, Govans Mbeki á Robben-
eyju, er lærði hagfræði í London.
Hann var kjörinn leiðtogi Afríska
þjóðarráðsins í desember 1997 og
hefur síðan í raun stjómað.
Afríska þjóðarráðinu er spáð ör-
uggum sigri í kosningunum 2. júní
næstkomandi. Samkvæmt könnun
meðal stjórnmálaskýrenda hlýtur
Afríska þjóðarráðið 61,8 prósent at-
kvæða. Fýrrverandi Þjóðarflokkur-
inn, sem nú heitir Nýi Þjóðarflokk-
urinn, verður næststærstur með 9,9
prósent atkvæða.
Stuttar fréttir dv
Menningarvitar rífast
Franski menntamaðurinn og
byltingarsinninn fyrrverandi Ré-
gis Debray hefur gert allt vitlaust
í París með því að draga i efa þján-
ingar Albana i Kosovo. Menning-
arvitar skrifa hverja greinina á
fætur annarri gegn honum.
Hætta á klofningi
Hætta er talin á að Kongress-
flokkurinn á Indlandi klofni í
kjölfar brott-
vikningar
þriggja hátt-
settra flokks-
manna. Þeir
höfðu lýst því
yfir að Sonia
Ghandi, ekkja
Rajivs Ghandis,
fyrram forsætisráðherra, væri
ekki hæf til að stjóma flokkinum
vegna erlends uppruna síns.
Fransmenn ánægðir
Franski sendiherrann í Kaup-
mannahöfn hefur lýst ánægju
sinni með að lausn skuli fundin á
miðlínudeilu Færeyinga og Breta.
Sendiherrann heimsótti Þórshöfn
i vikunni.
Námsmenn mótmæla
Indónesískir námsmenn minn-
ast þess í dag að ár er liðið frá því
Suharto forseta var bolað frá og
verður það gert með mótmælaað-
gerðum í helstu borgum og bæj-
um landsins.
Á móti byggingum
Fulltrúi Palestínumanna hjá
Sameinuðu þjóðunum hefur hvatt
Öryggisráðið til að stöðva fram-
kvæmdir á tveimur nýbygginga-
svæðum gyðinga á arabísku landi
í Jerúsalem.
Varnarskjal Öcalans
Abdullah Öcalan, leiðtogi
skæruliðahreyfmgar Kúrda sem
nú dúsir í tyrk-
nesku fangelsi,
hefur skrifað
110 síðna varn-
arskjal með eig-
in hendi, að því
er Anatolian
fréttastofan
greindi frá. Þar
tekur Öcalan fyrir ákærumar
sem gætu leitt til dauðadóms yfir
honum.
Norska ríkið dæmt
Mannréttindadómstóll Evrópu
hefur dæmt norska ríkið til að
greiða dagblaði í Tromsö um 7
milljónir íslenskra króna i bætur.
Norskur dómstóll hafði dæmt
blaðið til að greiða selveiðimönn-
um bætur fyrir að birta skýrslu
eftirlitsmannsins Odds Lindbergs
um veiðiaðferðir þeirra.
Lélegt viðhald
Saksóknarar í Þýskalandi
álykta að lélegt viðhald hafi valdið
lestarslysinu í fyrra sem 101 lést í.
Havel á sjúkrahús
Vaclav Havel, forseti Tékklands,
var í gær fluttur á sjúkrahús. For-
setinn varð í
fyrradag að af-
lýsa ýmsiun er-
indum í þessari
viku vegna
veirusýkingar í
brjósti. Tals-
maður forsetans
sagði síðar að
hann væri með bronkítis. Heilsa
Havels hefur verið slæm undanfar-
in ár. Hann gekkst undir aðgerð
vegna krabbameins í lungum 1996.
Dæmdur til dauða
Tyrkneskur dómstóll dæmdi í
gær kúrdíska PKK-leiðtogann
Semdin Sakik til dauða. Sakik er
nánasti samstarfsmaður
Abdullahs Öcalans, leiðtoga PKK.
Arabísk á ísraelsþing
í fyrsta sinn í sögu fsraels
hefur arabísk kona, Husania
Jabara, hlotið sæti á ísraelsþingi.
Hún er yflrmaður námsstofnunar
um Miðausturlönd í Beit Berl-
háskólanum.