Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999
9
I>V
Utlönd
Sex særöust í skotárás í bandarískum framhaldsskóla:
Árásarmanninum lýst
sem skáta í ástarsorg
Fimmtán ára gamafl piltur sem
lýst hefur verið sem skáta í ástar-
sorg særði sex nemendur i fram- -
haldsskóla sínum í Georgíu í gær.
Hann var handtekinn þegar eftir
verknaðinn.
Arásin í Heritage framhaldsskól-
anum í Conyers, 40 kílómetra aust-
ur af borginni Atlanta, var gerð
þegar nákvæmlega einn mánuður
var liðinn frá fjöldamorðunum í
Columbine framhaldsskólanum í
Littleton í Kólóradó. Þar drápu
tveir unglingar tólf nemendur og
einn kennara áður en þeir sviptu
sig lífi.
Ein stúlka var flutt með þyrlu á
sjúkrahús í Atlanta þar sem hún
gekkst undir skiu'ðaðgerð. Líðan
hennar er sögð vera góð eftir atvik-
um. Fimm aðrir nemendur fengu
aðhlynningu á sjúkrahúsi í
Conyers. Þeir voru með sár á fótum
og afturendanum. Tveir fengu að
fara heim en þremur var haldið eft-
Lögregla rannsakar verksummerki við framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkj-
unum í gær þar sem nemandi særði sex aðra með byssum.
^ ',.i-----■z-mám-'PH-.
..-V..WI8 SSHSV -SS 5 ’2%K watwtrawr-ntwa’Br1
a»*Bijtr>nnnR«
mmmum&í mm»
r —r%........' ’ .- > * tT-TT-rrraK._
• ciKuiiiimniunnn . u l
Einn farþeganna, Donald Miller frá Glasgow í Skotlandi, tók þessa mynd af brennandi skemmtiferðaskipinu úr
björgunarbát sínum. Símamynd Reuter
Skemmtiferðaskip sökk undan strönd Malasíu:
Ellefu hundruð bjargað
Rúmlega ellefu hundruð farþegum
og skipverjum af skemmtiferðaskip-
inu Sun Vista var bjargað úr björg-
unarbátum í morgun undan vestur-
strönd Malasíu. Kviknað hafði í
skipinu sem sökk í lygnum sjó í um
45 kílómetra fjarlægð frá fylkinu
Perak. Eldurinn virðist hafa komið
upp í vélarrúmi skipsins í gær. Ekk-
ert varð við hann ráðið og neyddust
þeir sem um borð voru til að fara í
björgunarbáta og skilja allar eigur
sínar eftir.
Ferð skipsins hófst í Singapore og
ir á sjúkrahúsinu í nótt. Allir sex
munu ná fullum bata.
Bekkjarfélagi piltsins sagði að
hann hefði verið mjög miður sín
þar sem sambandi hans og kærust-
unnar hafði lokið fyrir skömmu.
Lögreglan sagði að tvær byssur
hefðu verið notaðar í árásinni, 22 kalí-
bera rifflll og 357 Magnum skamm-
byssa. Að sögn sjónvarpsstöðvar í Ge-
orgíu átti stjúpi piltsins byssumar.
Pilturinn kom með byssurnar í skól-
ann með skólavagninum. Hann
streittist ekki á móti þegar aðstoðar-
skólastjórinn tók hann í sína vörslu..
„Hann lagði byssuna bara frá sér
og skólastjórinn rak höfuðið út úr
skrifstofunni og sagði að aflt yrði í
lagi,“ sagði nemandinn Joe Watts.
„Pilturinn fór að hágráta og sagði:
Guð minn almáttugur, ég er svo
hræddur, ég er svo hræddur."
Ekki hefur verið greint frá nafni
piltsins, sem var á öðru ári í skól-
anum, vegna aldurs hans.
Verkfall danskra
hjúkrunarfræð-
inga stöðvað
Yfirvöld í Danmörku hafa
þvingað hjúkrunarfræðinga til að
samþykkja 7,5 prósenta launa-
hækkun sem greiða á á næstu
þremur árum. Þar með var bund-
inn endi á vikulangt verkfall
hjúkrunarfræðinga. Frá því að 7
þúsund af 50 þúsundum danskra
hjúkrunarfræðinga fóru í verk-
fafl hefur orðið að aflýsa þúsund-
um aðgerða og senda heim sjúk-
linga sem ekki eru lífshættulega
veikir.
Italskir hryðju-
verkamenn
drepa ráðgjafa
Staðfest hefur verið að hryðju-
verkamenn hafi skotið Massimo
D’Antona, háttsettan ráðgjafa at-
vinnumálaráðherra Ítalíu, til
bana í Róm í gær.
Skjal sem sagt er vera frá
Rauðu herdeildunum, hryðju-
verkasveit sem talið var að hefði
verið upprætt, barst til dagblaðs í
Róm aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir morðið. Þar lýsti
hópurinn ábyrgð á morðinu á
hendur sér. Rauðu herdeildirnar
báru ábyrgð á fjölmörgum árás-
um á áttunda og níunda áratugn-
um, þar á meðal á ráninu og
morðinu á Aldo Moro, fyrrum for-
sætisráðherra.
Tveir ungir menn, sem höfðu
falið sig í sendibíl, skutu D’Ant-
ona fyrir utan heimili hans.
D’Antona lést á leið á sjúkrahús.
Morðið bar öll einkenni árása
hryðjuverkamanna frá því á ár-
um áður.
Massimo D’Alema forsætisráð-
herra lýsti yflr þungum áhyggjum
sínum af morðinu.
Talið er að víg D’Antona sé
fyrsta pólitíska morðið á ítalíu frá
árinu 1988 þegar vinstrisinnaðir
skæruliðar drápu Roberto
Ruffllli, ráðgjafa þáverandi for-
sætisráðherra úr Kristilega
demókrataflokknum.
Segist hafa
pissað í skál
Forráðamenn nútímalistasafns-
ins í Stokkhólmi standa gjörsam-
lega ráðþrota frammi fyrir fullyrð-
ingum myndlistarskólanema
nokkurs sem segist hafa pissað i
eina af pissuskálum franska lista-
mannsins Marcels Duchamps.
Safnmenn segja ekki neinar vis-
bendingar um verknaðinn en
námsmaðurinn segist hafa mynd-
ir máli sínu til sönnunar. Safn-
stjórinn telur myndirnar vera
falsaðar.
Duchamp setti nafn sitt fyrst á
pissuskál 1917 og sagði vera list.
Stúdentagjafir
Fallegir skartgripir til stúdentagjafa.
Verð á hringum
á mynd, 7.800
og 8.900.
hafði verið lagt að bryggju í Malacca
í Malasíu til þess að ná í fleiri far-
þega. Var áætlað að sigla með farþeg-
ana til ferðamannaeyjunnar Phuket.
Farþegarnir voru af um tuttugu þjóð-
um, þar á meðal Bretar, Bandaríkja-
menn og Japanir.
Gullhringar. Gullháismen.
Stúdentastjarna,
verð 3.700.
Útskriftarmen með perlu,
verð 5.900.
Laugavegi 49, sími 561 7740.
/ /
SHARP
ER-A150
Sjóövél
SHARR
1 AR-280/335
28/33 eintök á mínútu
Stafræn
VilNilSí
ISiSLA
SHARP
AL-1000
10 eintök á mínútu
Stafrœn
VilSílSiSLA
Skrifstofutæki
Ljóspitunanuélar, faxtæki og sjóðvelar
Betri lækl eru vandfundin!
Leitið nánari upplýsinga hjá sölurnönnum okkar \
BRÆÐURNIR^
^QRMSSON
Lágmúla 8 • Sími 533 2800