Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Side 11
FÖSTUDAGUR 21. MAI 1999 wnmng u Á kölska vegum Fyrr á tímum þótti snilligáfa yfirnáttúrleg, og töldu margir hana stafa af því að vinveittir and- ar hvísluðu snilldarlegum hugmyndum í eyru fárra útvalinna á næturnar. Sumir hljóðfæra- virtúósar, á borð við Frans Liszt og Niccolo Paganini, áttu þó að vera í slagtogi við skugga- legri verur og sumir staðhæfðu að þeir hefðu jafnvel selt sjálfum djöflinum sál sína til að öðl- ast ofurmannlega tækni. hrífur mann, og tónl'ist Wieni- awskis gerir það ekki, þó hún sé vel spiluð. Dálítið kuldalegt verk Tónlist Jónas Sen Þetta er örugglega alveg rétt, þó nú á dögum eigi þeir bara að hafa æft sig marga klukkutíma á dag. Á þetta minntist fiðluleikarinn Rachel Barton á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskóla- bíói í gærkvöld, auðvitað gerði hún grin að samningi við kölska og sagðist sjálf aðeins hafa æft sig til að ná árangri, en samt gnmaði mann ýmislegt þegar hún mundaði fiðlubogann ógnandi framan í áheyrendur og tók svo ótelj- andi heljarstökk upp og niður strengina eins og ekkert væri. Viðfangsefhi hennar á tónleikunum voru fiðlu- konsert í fís-moll op. 14 og Polonaise brilliante op. 4 nr. 1 eftir Henryk Wieniawski, reyndar ekki merkilegar tónsmíðar, grunnhugmyndimar ein- faldar og formúlukenndar, en áhættuatriðin svo svakaleg að þau fengu hárin til að rísa. Einleik- arinn bjó yfir djöfullegri tækni og leiddist manni ekki neitt, tónninn var mikill og áreynslulaus, og bæði bogatækni og fingraflmi með því besta sem heyrist. Það verður þó að segjast eins og er að svona sýning ristir ekki djúpt, þvi hverjum er ekki sama þó einhver sé ekki bara fiðluleikari heldur fiðluáhættuleikari og geti allt? Maður vill eitthvað Rachel Barton. dýpra og merkilegra á tónleikum, eitthvað sem Tvö önnur verk voru flutt af Sinfóníuhljóm- sveit íslands á tónleikunum, sinfónía í d-moll eftir César Franck og Þrjár setningar eftir Karólínu Eiríksdóttur. Hið síðarnefnda var frumflutt árið 1993, kliðmikið verk og ágætlega samið, dálítið kuldalegt en oft- ast sannfærandi. Að visu var byrjunin eins og hljóðfæraleikararnir væru enn að hita sig upp og áttaði maður sig ekki á því að verkið var byrjað fyrr en nokkrum minútum síðar. En margt var fallegt sem fyrir eyru bar, innblástur bjó þar greinilega að baki og komst tónlistin á skáld- legt flug i öðrum kafla og hélt þræðinum allt til loka. Síðasta verkið á tón- leikunum var fyrrnefnd sinfónía eftir César Franck, ljóðræn og tignarleg, og jaðrar stemningin oft við að vera trúarleg. Sinfóníu- hljómsveitin lék þessa mögnuðu tónsmíð af miklum glæsibrag, hljóm- sveitarstjórinn Vassily Sinaisky hafði fyrsta kaflann nokkuð hraðan, en túlkunin var þó aldrei yfirborðsleg. Margt var einstaklega fallegt, eins og sam- leikur hörpu og strengja í upp- hafi annars þáttar, óbósólóið sem sveif þar yfir var eins og rödd úr öðrum heimi. Vassily Sinaisky er góður hljóm- sveitarstjóri sem hafði ■ i| fullt vald á öllu sem hann gerði, hljómsveitin lék vel og voru þetta að mörgu leyti skemmtilegir tónleikar. f ■ ■ Tónvísi í vöqmmf Það hefur lítið farið fyrir Hlm Pétursdóttur sópransöngkonu i íslensku tónlistarlífi, enda hefur hún verið upptekin að syngja við þekkt óperuhús í Þýskalandi þar sem hún býr og starfar. Uppi- staða efniskrár tónleika hennar og Gerrits Schuils píanóleikara, sem haldnir voru í Salnum á þriðjudagskvöldið, voru þýsk og íslensk sönglög. Tónleikarnir hófust samt sem áður á tveimur konsertaríum eft- ir Mozart, Nehmt meinen Dank, ihr holden Gönner og Vorrei spi- egarvi, oh Dio! . Skiljanlegur og vel fyrirgefanlegur taugatitring- ur setti svolítið mark sitt á fyrri Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir aríuna þó þar væri margt mjög fallega gert. í þeirri síðari, sem er afar vandmeðfarin eins og svo margt eftir meistarann, sýndi Hlm marga snilldartakta í fyrri hlutanum; eilítið meiri kraftur hefði þó mátt vera í þeim síðari. í kjölfarið fylgdu fjögur sönglög eftir Mendelssohn, hið ljúfa Bei der Wiege sem var afar vel gert sem og Romanze, einhverjir smáhnökrar flæktust þó fyrir. Allt slíkt var víðsfjarri i hinu fallega lagi Frage þar sem lag og ljóð féllust í þétt faðm- lag í meðfórum Hlínar og Gerrits. Sömu sögu er að segja af Neue Liebe sem var ekki sist pi- anóleikaranum að þakka. Þrjú sönglög Páls ísólfssonar komu þar á eftir, hið marg- þvælda í dag skein söl sem hún söng fallega, Hlín Pétursdóttir. Eg kom í garö minn sem var kyrrlátt og fag- urt og Kossavisur, léttar og fallega sungnar af miklu öryggi. Textaframburður Hlinar er góður og hvert orð skiljanlegt sem var áber- andi i tveimur skemmtilegum lögum Þorkels Sigurbjörnssonar, Trúöar og Tilbrigði og var flutningurinn á þeim allur hinn ágætasti. Of bundin nótunum Richard Strauss átti megnið af lög- unum eftir hlé, en þá voru sungin: Schlagénde Herzen, Nichts, Ich wollt ein Stráujílein binden, Sáusle, liebe Myrte, Amor, Die Nacht og Morgen sem eru hvert öðru fallegra og sum svínslega erfið. Hlín virtist kunna lögin misvel og var með nótur í sum- um þeirra sem skapar alltaf svolitla óöryggistilfinningu. Þannig var því farið með fyrsta, þriðja og fjórða lag sem voru ágætlega sungin eri söng- konan of bundin nótunum til þess að leika sér að þeim, því var útkoman svolitið beint af augum. Þótt Hlín væri einnig með nóturn- ar í laginu Amor þar sem flytjandinn fær virkilega tækifæri á að sýna hvað í honum býr var ekki annað hægt en að hrífast með og dást að frá- bærum söng hennar. Þetta á einnig við um Die Nacht sem var sennilega með þvi besta á efnisskránni. Form- legri efriisskrá lauk svo með Jennýj- arsögu Kurts Weills við texta Ira Gershwins og var hún ágætlega flutt þrátt fyrir smátextarugl. Gerrit brá ekki út af vananum og var pottþéttur og ljóst að enginn er svikinn af því að hafa hann með sér á sviðinu. Hlín hefur fallega háa sópranrödd og ágæta tækni, þetta tvennt í bland við vænan skammt af því músíkkvaliteti sem hún hefur hlotið i vöggugjöf á vafalaust eftir að fleyta henni langt. Vonandi fárnn við fleiri tækifæri tO að fylgjast með framvindunni. Hlín Pétursdóttir, sópran Gerrit Schuil, píanó Tónlist eftir Mozart, Mendelssohn, Strauss, Pál ísólfsson o.fl. Salurinn 18. maí Ofur venjuleg fjölskylda Hlynur Hallsson myndlistarmaður (á mynd) hefur verið atkvæðamikOl í þýsku myndlistarlífi að undanfomu. í gær var opnuð stór sýning á verkum hans í Kunstverein í Hann- over þar sem er að finna verk frá síðustu þremur árum en með þessari sýningu kvitt- ar listamaðurinn fyrir starfslaun sem list- stofnunin veitti hon- um árið 1996. í upplýs- ingabæklingi , vegna sýningarinnar segir að á henni dragi Hlynur upp margþætta mynd af fjölskyldu sinni, aðallega með ljósmyndum og póst- kortum, í því augnamiði að grennslast fyrir um fyrirbærið „ofur venjuleg fjöl- skylda“. „í verkum Hlyns skarast hið einkalega og opinbera, hið kunnuglega og hið ókunnuglega. Á hárfinan og launkíminn hátt viðrar listamaðurinn efasemdir um viðtekin landfræðOeg, menningarleg og einkarleg viðmið, og gerir okkur kleift að taka til endurskoð- unar viðhorf okkar tO þeirra,“ segir í bæklingnum. Sýningunni í Kunstverein Hannover lýkur þann 13. júní. Hlynur Hallsson er einnig þátttakandi í alþjóðlegri sýningu bókverka sem nefnist amAzonas, sem opnuð verður þann 29. maí nk. í Villa Minimo í Hannover. Með honum á sýningunni eru þekktir listamenn á borð við Carst- en HöUer, Damien Hirst, Franz Acker- mann o.fl. Þessari sýningu lýkur þann 20. júní. Lampar, rekkar, klukkur Ólafur Þórðarson, hönnuöur í Banda- ríkjunum, er lika iðinn við kolann. Ný- lega var hann með sérstakan bás á Alþjóðlegu húsgagna- sýningunni í Jacob Javits Centre í New York, þar sem hann sýndi nýstárlega lampa, rekka og klukkur sem hann hefur hannað (sjá mynd). Um þessar mundir tekur hann þátt í samsýn- ingu fjögurra hönnuða í Klisanin Ross GaUery (26 2nd Ave at 2nd St.) sem kaUast 4 Begassto. Með honum sýna ungir banda- rískir hönnuðir, Michael Graves, Melsica Klisanin og Christopher Ross. Þessi sýning stendur tU 15. júní. NH0P í Þjóðleikhúsinu íslenskir jassgeggjarar hljóta að vera í sjöunda himni um þessar mundir, því jasshljómleikar, eða að minnsta kosti samblástur af einhverju tæi, fer nú fram í bænum með reglulegu miUibili, jafnt með íslenskum sem erlendum kröftum. Og nú er á leiðinni tU landsins stórvin- ur íslendinga, sjálfur Niels Henning 0rsted Pedersen (á mynd), þekktasti kontrabassaleikari í bransanum. Er þetta í ellefta sinn sem NH0P kemur til íslands, en síðast kom hann á RúRek hátíðina árið 1994. Eins og venjulega er NH0P með ein- valalið með sér, gít- arleikarann Ulf Wa- kenius, sem leikur með þeim Oscar Peterson á nýjum geisladiski sem fjallað var um á þessum síðum fyrir skömmu og trommuleikarann Jonas Johansen, sem árum saman hefur leikið með Stórsveit danska útvarpsins. Þeir félagar spUa í Þjóðleikhúsinu þann 31. maí kl. 21, en kvöldið áður leika þeir í Akógeshúsinu I Vestmannaeyjum. Er það í fyrsta sinn sem NH0P & Co leika utan Reykjavík- ur. Efinsskrá tríósins er sem fyrr úr ýms- um áttum, spiluð verða frumsamin verk, ný og gömul, sígildir jassópusar og norræn þjóölög. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.