Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst<s>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblaö 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Mistök og úrelt rekstrarform
Kaupfélag Þingeyinga, elsta kaupfélag landsins, er
komið í þrot. Þótt aðalfundur félagsins, sem haldinn var
fyrr í vikunni, hafi gengið frá sölu eigna þess vantar
rúmlega 140 milljónir króna til að greiða allar kröfur.
Kröfuhafar virðast þó ekki hafa hag af því að knýja
kaupfélagið í gjaldþrot þótt deila megi um hvort hámark
söluverðs hafi fengist. Færa má rök fyrir því að Mjólk-
ursamlag KÞ hafi verið selt verulega undir sannvirði.
Kaupfélagið var burðarás í atvinnulífi Þingeyinga.
Skyndilegt fall þess er áfall fyrir héraðið, einstaklinga
og fyrirtæki. Það er jafnframt enn eitt dæmið um fall
samvinnufélags. Mörg kaupfélög víða um landið hafa á
undanfórnum árum lagt upp laupana, svo ekki sé
minnst á hrun Sambands íslenskra samvinnufélaga
sem áratugum saman var stærsta fyrirtæki landsins.
Þótt fleira komi til staðfestir þrot Kaupfélags Þingey-
inga enn og aftur að samvinnurekstrarforminu vegnar
illa í nútíma rekstrarumhverfi. Það rekstrarform átti
við þegar bændur tóku sig saman undir lok siðustu ald-
ar og brutust undan erlendu kaupmannaveldi en dæm-
in sanna að það hefur gengið sér til húðar. Hægt er að
taka undir forystugrein Viðskiptablaðsins í þessu sam-
hengi en þar sagði meðal annars að fé án hirðis ásamt
óljósum samfélagsfyrirheitum gengi einfaldlega ekki í
hörðum heimi viðskiptanna í dag. Arðsemi rekstrarins
er eini mælikvarðinn sem dugar. Þessu hafa kaupfélög-
in fengið að kynnast.
Ólga er meðal margra bænda, félagsmanna í Kaupfé-
lagi Þingeyinga. Þeir áttu fé sitt bæði á innlánsreikn-
ingum og viðskiptareikningum. Sú staða sem upp er
komin raskar eðlilega rekstraráformum þeirra á við-
kvæmum tíma þegar áburðarkaup standa fyrir dyrum.
Dæmi eru um að einstakir bændur hafi átt allt að hálfri
annarri milljón króna inni á viðskiptareikningum sem
nú hafa verið frystir. í viðtali við einn þeirra bænda
sem búa við óvissu um sín mál, Kára Þorgrímsson í
Garði, kom fram gagnrýni á rekstrarform kaupfélags-
ins. Kári sagðist, ólíkt mörgum bændum í héraðinu,
aldrei hafa litið á samvinnufélög eða samvinnustefnu
sem heppilegasta rekstrarformið í atvinnulífi.
Hið óvænta fall Kaupfélags Þingeyinga bendir til
þess að stjórnendur þess hafi flotið sofandi að feigðar-
ósi. Eftir að hin hrikalega staða félagsins varð á dögun-
um lýðum ljós hefur lítið borið á kaupfélagsstjóranum
sem sinnti hinni daglegu stjórn. Formaður stjórnar hef-
ur komið fram fyrir hönd félagsins og viðurkennir að
stjórnin hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu og ekki
greint þau hættumerki sem komu frá rekstrinum.
Stjórnin hafi hreinlega sofið á verðinum.
Það kom fram í samantekt í DV í fyrradag að rekst-
ur Kaupfélags Þingeyinga var í molum. Hið sama á við
um dóttur- og hlutdeildarfélög að öðru leyti en því að
Mjólkursamlag KÞ skilaði hagnaði. Nú þegar hið forn-
fræga félag er aðeins nafnið eitt blasir sú nöturlega
staðreynd við að kaupfélagið tapaði 800 þúsund krón-
um hvern virkan dag á liðnu ári. Banabiti þess varð
síðan harðviðarvinnslufyrirtækið Aldin á Húsavík sem
starfaði í skjóli kaupfélagsins. Tap KÞ vegna þess nam
129 milljónum króna.
Svo er að sjá sem sambland úrelts rekstrarforms, þar
sem aðhaldið vantar, og mistaka stjórnenda, sem
misstu öll tök á rekstrinum, hafi valdið falli Kaupfélags
Þingeyinga. Heimamanna bíður því mikið uppbygging-
arstarf.
Jónas Haraldsson
„Rauði krossinn byggði nýlega stórhýsi við Efstaleiti fyrir hundruð milijóna króna. Er ekki undarlegt að ekki sé
rými fyrir söfnunarstarfsemi í þessu glæsiiega húsi?“
Góður hugur
fylgir gjöf hverri
spumingar um hvert
hinn seldi fatnaöur
fari. Og sú er ástæðan
fyrir greinarkomi
þessu, aö í nóvember
1997 sá ég í Hamborg
þýskan sjónvarpsþátt
um þetta efni, sem olli
óhug. Ekki man ég á
hvaða stöð þátturinn
var en eflaust mætti
komast að því. En í
stuttu máli fylgdu
sjónvarpsmenn lest
flutningabíla, hlöðn-
um þúsundum sekkja
af gjafafatnaði frá ein-
staklingum og fyrir-
tækjum, kirfilega
merktum Rauða
krossinum, frá Þýska-
„Skyrtur voru t.d. teknar beínt úr
plastinu, börnin klipptu tölurnar
af og settu í körfur en konurnar
rifu. Önnur börn klipptu niður
barnaföt og minni flíkur. Úr þess-
um varningi voru síðan ofin gólf-
teppil Önnur börn klipptu niður
barnaföt og minni flíkur."
Kjallarinn
Guðrún
Helgadóttir
rithöfundur
í dægurmálaút-
varpi Ríkisútvarps-
ins var nýlega sagt
frá ferð með notaðan
fatnað í hús Rauða
krossins í Reykjavík.
Fram kom að ótrú-
legt magn af fatnaði
bærist til stofnunar-
innar svo að hluta
hans verður að flytja
upp á Akranes til
flokkunar. Verulegur
hluti er seldur
óflokkaður til
Hollands, en bestu
fötunum er haldið
eftir handa þurfandi
íslendingum. Ágóð-
inn af sölu fatnaðar-
ins var sagður renna
til líknarmála.
Spurningar
vakna
Þessar upplýsing-
ar koma á óvart.
Rauði krossinn
byggði nýlega stór-
hýsi við Efstaleiti
fyrir hundmð millj-
óna króna. Er ekki
undarlegt að ekki sé
rými fyrir söfnunar-
starfsemi í þessu
glæsilega húsi? Og i
grundvallarmarkmiðum Rauða
krossins segir „að hreyfmgin sé
borin uppi af sjálfboðnu hjálpar-
starfi". Eru ekki sjálfboðaliðar til-
tækir til að flokka gjafafatnað jafn-
harðan svo að hann komist hratt
og örugglega á áfangastað?
Þá vakti það athygli að heyra að
hluti fatnaðarins væri seldur úr
landi óflokkaður. Það er ákaflega
persónuleg gjörð að gefa öðmm
fatnað sinn og flestir gefendur
vilja eflaust að hann nýtist þeim
eins og hann var af hendi látinn.
Fyrst það er ekki víst vakna
landi til áfangastaða, sem vom ný-
frjálst fyrram Sovétlýðveldi og eitt
Afríkuríkja.
Ömurleg sjón
Bílstjórarnir reyndu mjög að
hefta för sjónvarpsmannanna en á
leiðarenda komust þeir, fyrst til
Sovétlýðveldisins. í ömurlegu
þorpi var sýnt þegar hverjum
bílfarminum á eftir öðmm var
hent inn í skemmu verksmiðju
einnar og æstist eigandinn mjög
yfir myndatökum í fyrirtækinu.
Og ekki að ástæðulausu.
Þar blásti við ömurleg sjón. Á
skítugu gólfinu sátu tötralegar
konur og böm og rifu söfnunarfót-
in í ræmur og köstuðu þeim í mis-
munandi litunarker og skipti engu
hvort fatnaðurinn var nýr eða not-
aður. Skyrtur voru t.d. teknar
beint úr plastinu, börnin klipptu
tölurnar af og settu í körfúr en
konurnar rifu. Önnur börn
klipptu niður bamafót og minni
flíkur. Úr þessum vamingi vom
síðan ofin gólfteppi! Glaðbeittur
embættismaður tjáði sjónvarps-
mönnunum að verksmiðjan væri
ný og malaði gull því að teppin
væru eftirsótt vara í Vestur-Evr-
ópu! Hinn dæmalaust ógeðfelldi
forstjóri harðneitaði að gefa
nokkrar upplýsingar um laun og
kjör verkafólksins.
Einnig í Afríku
Og áfram var haldið til Afríku
með það sem eftir var og allt fór á
sömu leið. 1 þeim bæ var eymdin
'enn átakanlegri, en eigandi teppa-
verksmiðjunnar þar hafði ekkert
á móti myndatökum og gortaði
mjög af eigin gróða, sagði hráefn-
ið ódýrt og vinnulaun lág. Var
satt að segja skelfúegt að horfa á
þetta.
Það fór því ekki hjá því að upp-
lýsingar starfsmanns Rauða
krossins um að umtalsvert magn
af söfnunarfatnaði væri selt til
Hollands yrðu tii þess að rifja upp
þennan sorglega þýska sjónvarps-
þátt. Grandalaust fólk áttar sig
ekki alltaf á því hversu vondur
heimurinn er á stundum. Það var
satt að segja óhugnanlegt að sjá ör-
þreytt börn sitja við að rífa í
hengla barnafót sem betur hefðu
verið komin á þeim sjálfum en á
gólfum gefendanria í Vestur-Evr-
ópu. Það væri betra að vita fyrir
víst að fótin frá íslandi enduðu
ekki þannig.
Guðrún Helgadóttir
Skoðanir annarra
Léleg vörn í hlutabréfum
„Nú á dögum er ekki hægt að vorkenna fjárfestum
þótt verðbólgudraugurinn láti á sér kræla, því þeir
geta tryggt kaupmátt sinn með því að setja sparifé
sitt á verðtryggða reikninga eða kaupa verðtryggð
ríkisskuldabréf. Fjármagnsflutningar eru orðnir
frjálsir og ódýrt og auðvelt að flytja spamað til lands
þar sem verðbólguhættan er minni... Til lengri tíma
em flestöll hlutabréf léleg vörn gegn verðbólgu
vegna þeirrar miklu óhagkvæmni sem hún veldur."
Margeir Pétursson í Viðskiptablaði Mbl. 20. maí.
Ráðherraþensla
„Ýmsir stjómarsinnar hafa gripið á lofti aðvaran-
ir forstjóra Þjóðhagsstofnunar og bankastjóra Seðla-
bankans um ofþenslu í efnahagslifinu og aukna
verðbólgu ... Nýjasta ráðstöfunin sem eykur á þensl-
una í þjóðfélaginu er úrskurður kjaradóms um 30
prósent hækkun launa ráðherra og alþingismanna ...
Þaö er hins vegar athyglisvert að í þeim viðræðum
sem nú standa yfir um að framlengja líf ríkisstjórn-
ar Davíðs Oddssonar virðast þær einu hugmyndir
uppi um þennan kostnaðarlið skattborgaranna að
fjölga enn frekar ráðhermm! ... Þvert á móti hníga
mörg rök að því að rétt sé að sameina ráðuneyti, til
dæmis í atvinnumálum, og fækka ráðherrum í
næstu ríkisstjóm frá því sem nú er.“
Elias Snæland Jónsson í Degi 20. maí.
Hvar eru efndirnar?
„Bæði vinstri-grænir og Samfylkingin stóðu fastar
á því en fótunum að jafna skyldi kaupmátt lands-
manna og er það hið besta mál. En hvar eru efndim-
ar þegar þau fá tækifæri á silfmfati daginn eftir
kosningar? Hefði ekki verið sterkt í upphafi kjör-
tímabilsins að hafna þessari launahækkun með til-
liti til lægstu launa landsmanna? Ætluðu þessir
sömu flokkar ekki að hefja bætur og eldri manna líf-
eyri til vegs og virðingar? Hvemig er þá betra að
byrja en með því að neita óviðeigandi 30% launa-
hækkun hæstu launa opinberra starfsmanna? Þessir
þingmenn sem þiggja þessa launahækkun þvert ofan
í stefnu flokka sinna hljóta að segja af sér og taka
pólitíska ábyrgð á þessum gerðum sínum ...“
Sigurður F. Sigurðarson í Mbl. 20. maí.