Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1999, Page 15
 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 1999 DV Sviðsljós Liz Hurley er söm við sig 1 Carmes: Lét brjósta- haldið falla Liz Hurley sveik ekki í kvik- myndaborginni Cannes á miðviku- dag. Hún lét brjóstahaldið falla á hótelsvölunum og lagðist í sólbað. Alveg eins og i fyrra. Er nema von að ljósmyndaraþúsundirnar á kvik- myndahátíðinni líti nú svo á að hefð sé komin á. Liz hin snoppufríða hneykslaði víst fina fólkið í Cannes með uppá- tæki sínu í fyrra en ekki fer neinum sögum af viðbrögðunum nú. í viðtali við tímaritið Vogue segir leikkonan og sýningarstúlkan, kærasta hjartaknúsarans Hughs Grants, frá því að í fyrra hafi hana langað svo óskaplega mikið að leggj- ast í sólbað. Hún hafi vitað af ljós- myndurunum en ekki viljað láta þá eyðileggja það fyrir sér. „Það eina sem ég vildi gera var að lesa þókina mína úti í stað þess að gera það inni í hitasvækjunni í her- berginu," segir Liz. Sams konar lestrar- og sólbaðs- þörf virðist hafa gripið stúlkuna nú. Annars er Liz í Cannes til að kynna tvær kvikmyndir sem hún leikur í. Annars vegar mynd um Hér er Liz Hurley alklædd í kvik- myndaborginni Cannes. furðufuglinn Austin Powers og hins vegar myndinni EdTV. í viðtali við norska blaðið VG seg- ist Liz ekki ætla að giftast kærast- anum fyrr en hún verði ófrísk. Hvort og hvenær það verður veit aftur á móti enginn. Katarina Marx, barnabarn hins mikla þýska heimspekings og örlagavalds Karls Marx, mætir brosandi tii frumsýningar kvikmyndarinnar La Balia á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri myndarinnar, sem er í aðalsam- keppninni í Cannes, er hinn frábæri italski Marco Beilocchio. Salma léttklædd á auglýsingaskiltum: Óttast ekki árekstra Salma Hayek, kynbomban frá Mexíkó, er ekkert hrædd við að ökumönnum verði svo um að sjá hana léttklædda á auglýsingaskilt- um meðfram evrópskum þjóðvegum að þeir keyri hver á annan eða bara út í skurð. „Ég vona og trúi því að ökumenn hafi meira vit í kollinum en svo. Það ekur enginn út af vegna mín,“ segir hin 32 ára gamla leikkona við sænska blaðið Expressen. Svíamir hafa svona brennandi áhuga á mál- inu af því að umrædd auglýsinga- skilti eru frá fyrirtækinu Henn- es&Mauritz. Salma býr meö kærastanum sín- um Edward Aterton og að eigin sögn er hún ákaflega fylgjandi notk- un smokka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.