Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 Fréttir Beljandi gangur í Fosshótelum: - opnað að ári í Reykjavík „Við ætlum okkur ekki að gleypa heiminn heldur það sem hagkvæmt er. Okkur vantar gistirými í Reykja- vík og þess vegna hyggjumst við reisa hundrað herbergja hótel á besta stað í Reykjavík og opna 1. maí á næsta ári. Þetta verður fjög- urra stjörnu hótel með öllum þæg- indum," sagði Ólafur Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Fosshótela, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig ná- kvæmar um staðsetninguna fyrr en öll leyfi væru fengin. Fosshótel byrj- aði með Hótel Lind við Rauðarár- stíg fyrir þremur árum og síðan hef- ur keðjan yfirtekið rekstur fjöl- margra hótela víða um land. Má þar nefna KEA á Akureyri, Bifröst í Borgarfirði og hótelið á HaOorms- stað þar sem Fosshótel reistu og eiga sjálfstæða hótelálmu. Önnur sambærOeg hótelálma í þeirra eigu verður byggð á Laugum i Reykjadal á næstunni. Þá munu Fosshótel taka við rekstri nýs hótels sem er í byggingu frá grunni á Reyðarfirði. Lúxushótel á Reyðarfirði „Þótt ekki komi álver í Reyðar- fjörð þá er mikil uppbygging á Aust- íjörðum og þar er skortur á gisti- rými. Egilsstaðir hafa þjónað ferða- mönnum þarna fyrir austan að Ólafur Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Fosshótela ásamt markaðsstjóra sínum, Hallgunni Skaptason: Ætlum ekki að gleypa heiminn. mestu leyti fram tO þessa en á því verður breyting með nýjum gisti- möguleikum. Hótelið á Reyðarfirði verður 20 herbergja lúxushótel með ráðstefnusal og öllum þægindum," segir Ólafur Þorgeirsson en það er Brunnur/eignarhaldsfélag sem er í eigu aðila á Austurlandi sem reisir sjálft hótelið. Þrátt fyrir mikil umsvif Fosshót- ela og byggingu hundrað herbergja hótels i Reykjavík vantar fyrirtækið DV-mynd E.OL enn hundrað herbergi á höfuðborg- arsvæðinu tO að mæta eftirspum. „Pantanir fyrir sumarið lofa góðu. Við erum bjartsýnir," sagði Ólafur Þorgeirsson. -EIR Hundrað herbergja fjögurra stjörnu hótel Hriktir í leikhússtjórastól Borgarleikhússins: Stöndum enn með Þórhildi - segir varaformaöur LR „Starfsandinn mætti greinilega vera betri hér í Borgarleikhúsinu en stjórn leikfélagsins stendur enn sem komið er með ÞórhOdi Þorleifs- dóttur leikhússtjóra," sagði EOert Ingimundarson, leikari og varafor- maður Leikfélags Reykjavíkur, um fréttir DV þess efnis að flótti væri brostinn á meðal starfsmanna Borg- arleikhússins. Hafliði Amgrimsson leiklistarráðunautur kvaddi Borgar- leikhúsið ásamt öðmm með þeim orðum að leikhúsið væri paradís allra vinnustaða en gæti snúist upp í andhverfu sína. Átti hann þar við samskiptaörðugleika við Þórhildi Þorleifsdóttur leikhússtjóra og stjórnunarstO hennar í Borgarleik- húsinu. „Samskiptaörðugleikar á miOi Þórhildur Þorleifsdóttir. starfsfólks og starfsmanna eru að sjálfsögðu alltaf slæmt mál. En í uppsögnum þeirra sem þegar em farnir er ekki minnst orði á sam- skiptaörðugleika við leikhússtjór- ann. Ef svo hefði verið væram við Ellert Ingimundarson. að sjálfsögðu búnir að taka málið upp í stjóminni. Við horfum tO þess að Borgarleikhúsið gengur vel núna, aðsóknartölur era góðar og út á það gengur þetta víst aOt saman,“ sagði EOert Ingimundarson. -EIR ...^^ „Frís - pólís“ Dagfari hefur svo sem flestir landsmenn horft á, ótalda lögreglu- og saka- málaþætti í sjónvarpinu að ógleymdum öllum bíómyndunum þar sem löggan tekur á bandítt- um og villimönnum og það engum vettlingatök- um. Flottast er þegar löggan nálgast þrjótana í afkróuðum bfl, helst með báðar hendur á Colt-skambyssunni og hrópar á þá og skipar þeim að hafa sig hæga. Gott ef það hljómar ekki á útlenskunni „frís- pólís“ og er þá vissara fyrir glæpona að hafa sig hæga. Það sem næst gerist í bíó- og sjónvarpsmyndunum er það að löggimann rífur upp hm-ðir á bíl þrjótanna og annað hvort skipar þeim út eða kippir delinkventum út með einu handtaki. Áöur en áhorfandi veit hefur bófunum verið hent að bílnum með hendm á þaki um leið og ganglimum þeirra er að kaOa sparkað í spíkatstöðu. Þá er handjárnum bragðið á úlnliði og hert að. Að þessu gjörðu strýkur löggan niður jakka sinn hafi eitthvað gengið úr lagi í átökunum og endar hreyf- inguna með léttri stroku gegnum hárið svo bylgjan haldi sér. í biósölum jafnt sem heimahúsum brjótast gjarn- an út fagnaðarlæti með klappi, stappi og blístri þeg- ar löggan hefm með svo snöfurmannlegum hætti lagt bófana að velli. Áhorfandinn fyllist öryggis- kennd. Hann sér að hið góða hefur sigrað það Ola og kerfinu, í líki lögreglunnar, er treystandi fyrir ör- yggi borgaranna. Það liggur hins vegar ekki fyrir hvort þetta gengur svona fyrir sig i raunveruleikan- um en þó gæti svo verið, að minnsta kosti í Banda- ríkjunum. Hvað sem því líður er þetta sígflt í bíó. Spennufíklum tfl armæðu er fjarri lagi að svona lögregluaðgerðir hafi sést hér uppi á Fróni. Lögregl- an hefm helgað sig samfélagshjálp, séð útigangs- mönnum fyrir næturgistingu, leiðbeint anda- mömmu með unga sína á Tjömina og annað í þeim dúr. Enginn hefur í raun gert athugasemd við þetta þótt íslensk lögga standist með þessu engan saman- bm-ð við ofurlöggm kvikmyndanna. Það var ekki fyrr en um nýliðna hvítasunnuhelgi að íslensk lögga rak af sér slyðruorðið. Þar voru að vísu ekki á ferð stórborgarlöggm Reykjavíkur held- ur starfsbræðm þeirra í Akmeyrarlöggunni. Líklegt má telja að þeir hafí eytt mörgum tilbreytingarlaus- um vöktum með því að kíkja á löggumyndir þar sem alvörulöggm járnuðu þrjóta í strokubílum. Svoleið- is er hvatning til dáða. Þeir gripu því til tafarlausra aðgerða og fórnarlömbin voru tveir strákar úr Hafn- arfirði á leiðinni norður á kvennafar. Strákamir voru að vonum spenntir þegar þeir nálguðust Akur- eyri og keyrðu því létt. Löggan var á útkikki eftir þrjótum, eftirlýstum bfl, og þótti hormónaglaðir Hafnfirðingar líklegir. Þar voru því engar vöflm á. Strákarnir voru stoppaðir með stæl. Akmeyrar- lögga hrópaði, með norðlenskum hreim á útlensk- unni, „frís - pólís“, kippti guttunum út og járnaði þá. Aðgerðin heppnaðist í alla staði vel og var ekki síðri en í hoflívúddmynd nema hvað löggan stopp- aði vitlausan bíl og vitlausa menn. Hafnfirðingarn- ir voru því miðm- ekki bófarnir eftirlýstu. En þetta gengur bara betur næst. Dagfari Steinhættir svo Sandkorn er á ljóðrænum nót- um í dag. Margir hafa fylgst undrandi með því þegar sjálft Al- þingi, sem setur þjóðinni lög, og forseti þess fóru ekki að friðunar- lögum og létu rífa niðm hluta frið- aða vamarveggj- arins umhverfis garð Alþingis- hússins á dög- unum. Þegar þingskáldin Jón Kristjáns- son og Hjálmar Jónsson hittust í fyrradag ræddu þeir þessa at- burði í bundnu máli og Jón sagði: Framkvœmdasamur á flesta grein, forsetinn blœs á orðagjálfur. Rífur veggina stein fyrir stein og steinhœttir svo að lokum sjálfur. Þá svaraði Hjálmar: Ólafs Garðars er brautin bein, og byggingaráform traust. Veggina rífur stein fyrir stein og staflar þeim upp í haust. Án þess að nokkrum líki Ný ríkisstjóm verður að öflum likindum kynnt á morgun, fóstu- dag, og formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa verið að ræða við þing- menn undir fjögur augu og ýmsar hræringar hafa verið á bak við tjöldin eins og gengur. En brátt verður óvissan á enda og þá verða efalaust margir gáfaðir eft- ir á og sjá að ýmislegt hefði átt að gera öðruvisi. Um þetta orti Hjálmar Jónsson alþingismað- m: Halldór og Davíó hafa kallað helstu mál og sett á blað. Svo mun gerast eitt og annað, án þess aö nokkrum líki það. Pinninn í botni hraðakstur lögreg unnar á ísafirði gegnum þorpið Súðavík. Sagf þar að lögregla hefði verið kær fyrir athæfii Við lestur frét arinnar dal þessi limra í úr einum lesanda: Það er lygilegt en samt er það satt, að sumir aka of hratt. Atferli slíkt væri löggunni líkt en þaö játar hún ekki svo glatt. Nauðvörn Einn góðvinur Sandkornsrit- ara hefm verið í vandræðum með að standa skfl á lögboðnu af- notagjaldi Ríkisútvarpsins, nokkru sem ófáir kafla nauðungar- gjald fyrir það eitt að hafa aðgang að lifandi skjámynd af Ragnheiði Clausen og fleirum. Um tíma sóttu inn- heimtumenn RÚV mjög að umræddum manni. Honum tókst að verjast með hálfsannleik og öðrum brefl- um. Svo flutti kauði og var þá látinn í friði lengi vel. En þar kom að innheimtumenn létu tfl skarar skríöa á ný. Þeir hringdu bjöllunni og vinur vor stakk trýninu út um rifuna. Þegar er- indið var borið upp sagði maður- inn hastarlega: Konan mín er blind og ég kæri mig ekki um að sífellt sé verið að minna hana á það. Ekki hefur frést af frekari aðgerðum innheimtumanna á þeim bænum. Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.