Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 9 Utlönd Unnusta Játvaröar prins í öngum sínum: Kohl á veitinga- stað með göml- um vini í Róm Helmut Kohl, fyrrum Þýska- landskanslari, kom til Rómar í gær og hélt rakleiðis til hádegis- verðar með gömlum vini sínum, Romano Prodi, forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. „Við ætlum að setjast einir nið- ur og spjalla saman sem gamlir vinir,“ sagði Prodi og ljómaði af ánægju þegar þeir örkuðu til veit- ingastaðarins Ginos steinsnar frá ítalska þinginu. „Við mun eflaust tala um Evr- ópu, Balkanskaga og frið en um- fram allt verður umræðuefnið túlkun lykilatburða í menningu, stjómmálum og þjóðfélagsmál- um.“ Ekki er vitað hvað þeir félag- arnir snæddu hjá Gino. Indverjar gera nýjar loftárásir Indverski herinn gerði nýjar loftárásir á búðir skæruliða í fjöll- unum Indlandsmegin vopna- hléslínunnar í Kasmír í morgun. Árásirnar í morgun komu í kjölfar árása á skæruliða í gær. Að sögn embættismanna tóku sex orrustuþotur og tvær þyrlur þátt í árásunum í morgun. í gær voru það þyrlur sem skutu á skæruliða en orrustuþotur voru nálægar til að verja þær. Sophie andvaka vegna nektarmyndar í Sun Breska blaðið Sun baðst í gær af- sökunar á að hafa birt forsíðumynd af Sophie Rhys-Jones, unnustu Ját- varðar prins, með bert brjóst. Myndbirtingin vakti mikla reiði, meðal annars hjá bresku konungs- fjölskyldunni og Tony Blair forsæt- isráðherra. Á myndinni má sjá sjón- varpsstjörnuna Chris Tarrant, sem var samstarfsmaður Sophie fyrir 10 árum, toga í bikinibrjóstahaldara hennar þannig að sést í bert brjóst. Blaðið hafði keypt myndina af Kara Noble. Hún var samstarfskona Chris Tarrants og Sophie og tók myndina er þau voru í bil á ferð um Spán. Vinnuveitandi Nobles, út- varpsstöðin Heart, lýsti yfir haröri andstöðu sinni við myndbirtinguna. Var Kara Noble rekin. Keppinautar Sun fordæmdu birtingu myndarinnar og sögðu Sophie og Játvarður. Prinsinn styður unnustu sína en er öskureiður vegna myndbirtingarinnar. Símamynd Reuter Sophie í öngum sínum. Blaðið Daily Mail hafði það eftir ónafngreindum vini Sophie að hún hefði átt andvökunótt. Sophie dvaldi í gær í höll Játvarðar i stað þess að fara til vinnu sinnar. Að sögn vinar þeirra styður prinsinn Sophie sína en hann er engu að síður öskureiður vegna atburðarins. Chris Tarrant, sem boðið hefur verið til brúðkaups Sophie og Játvarðar í næsta mánuði, lýsti einnig yfir reiði sinni. Sagði hann fjölmiðla eiga að hætta að reyna að eyðileggja fyrirhugað hjónaband Sophie og Játvarðar. „Það hljóta að vera þúsundir ungra breskra stúlkna sem eiga svona myndir heima hjá sér. Það var aldrei neitt ástarsamband á milli okkar. Látið Sophie í friði,“ sagði Tarrant í gær. Starfsmenn skemmti- og dýragarös í Madrid fóru með fíiinn Clarissu í bæjarferð til kauphallarinnar tii að auglýsa að fyr- irtækið væri nú komið á hlutabréfamarkaðinn. Clarissu tókst hins vegar að sleppa frá þjálfurum sínum og æddi um mið- borgina. Ferð hennar var að lokum stöðvuð og hér er verið að koma henni á fætur framan við kauphöllina. Símamynd Reuter Þreföldu morðin í Noregi: Tengjast fyrri banatilræðum Norska lögreglan telur sig hafa nokkuð örugga vissu fyrir því að morðin á Anne Orderup Paust, fyrr- um einkaritara norska landvama- ráðherrans, og öldruðum foreldrum hennar um hvítasunnuhelgina teng- ist banatilræðunum gegn Anne og eiginmanni hennar, Per Paust, í fyrrasumar. „Það er athyglisvert að manneskja sem lendir tvisvar sinnum í slíku skuli svo vera drepin tæpu ári síð- ar,“ segir lögreglufulltrúinn Tom Démielson í viðtali við norska blað- ið Aftenposten. Sem stendur eru tilræðin og morðin rannsökuð sem aðskilin mál en aukin samvinna er milli lög- reglusveitanna sem fara með málin. Lögreglan ætlar að rannsaka marga þeirra sem voru undir smá- sjá hennar vegna tilræðanna í fyrra en ekki tókst að sanna neitt á. Með- al þeirra er maður sem tengdur er glæpaklíkum í Osló og hefur hlotið nokkra refsidóma. Hann hefur enn ekki verið yfirheyrður vegna morð- anna. „Það verður gert siðar. Núna ein- beitum við okkur að því að rann- saka morðstaðinn," segir heimildar- maður við Aftenposten. Lögreglan ku hafa fundið margt merkilegt í húsinu þar sem morðin voru framin og bíður spennt eftir niðurstöðu rannsóknar á því. kavt^zijfada^az SWAROVSKI Fallegar útskriftargjafir Silfurkristalshálsmen, verð frá kr. 3.500.- Eyrnalokkar, verð frá kr. 1.890.- Armbönd, verð frá kr. 3.950.- m KRISTALL m KRISTALL Kringlunni sími: 568 9955 Faxafeni sími: 568 4020 Brasilíuforseti flæktur í síma- söluhneyksli Fernando Henrique Cardoso Brasilíuforseti reyndi að hafa áhrif á útboðið á landssímanum brasilíska þegar hann var einka- væddur í fyrra, að því er fram kemur í brasilískum fjölmiðlum. Útvarps- og sjónvarpsstöðvar léku leynilega upptekið símtal þar sem forsetinn reyndi að fá stóran eftirlaunasjóð til að leggja inn tilboð í símafélagið til að hækka á þvi verðið. Mál þetta hefur þegar orðið til þess að fjarskiptaráðherra Brasil- íu og bankastjóri þróunarbanka landsins neyddust til að segja af sér. Þeir reyndu báðir að hygla fyrirtækjasamsteypu sem ekki fékk samninginn. Eldur í svefnherbergi Sonju drottningar Eldur kom upp í gærkvöld í bú- stað norsku konungshjónanna á Skaugum í Asker vestan við Ósló. Þegar slökkvilið kom á staðinn log- aði eldur meðal annars í rúmi Sonju drottningar og urðu skemmdir af völdum elds og reyks í svefnherberg- inu talsverðar. Engan sakaði í elds- voðanum. Ekki var ljóst í gærkvöld um eldsupptök. Haraldur Noregskonungur og Sonja sátu og snæddu kvöldverð með ensk- um vini sínum þegar eldurinn braust út. Þau urðu um kyrrt í bústaðnum eftir að slökkvistarfinu lauk. Samkvæmt norsku hirðinni tók konungur öllu með ró. Hann lýsti yf- ir ánægju sinni með hversu fljótt slökkviliðið kom á vettvang og sinnti starfi sínu fljótt og vel. Ný- tísku brunavarnakerfi er á Skaugum með beinni tengingu við stjórnstöð. UUIi Sumarskór í úrvali Tegund: 3365 Stærð: 37-41 Litir: Blátt og brúnt (■ E.995 Tegund: Sapri Stærð: 36—41 Litir: Brúnt og svart Tegund: 7040 Stærð: 36-40 Litir: Svart og brúnt Veltusundi v/lngólfstorg Sími 552 1212

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.