Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 27 ! Sviðsljós Lucas hrifinn af Zeta-Jones George Lucas, maðurinn á bak við nýju Stjörnustriðsmyndina, er ástfanginn af Catherine Zeta-Jones, ef marka má skrif tímaritsins Star Magazine. Sögusagnir um ástarsam- band þeirra fóru á flug eftir þau komu komu nýlega saman í partí fyrir frægt fólk. Samkvæmt Star Magazine er það . ekkert leyndarmál að George, sem er 55 ára og einstæður faðir þriggja kjörbarna, vilji ganga í hjónaband á ný. Samt sem áður misstu flestir andlitið þegar hann birtist með Catherine, sem er 29 ára, upp á arm- inn. Nokkrir gestanna i fyrrnefndu partíi þóttust hins vegar vita að þau hefðu hist nokkrum sinnum að und- anfómu. Að sögn þessara heimildar- manna Star Magazine ætlaði George alveg að éta Catherine og hún á ekki að hafa litið af honum heldur. Hin fagra Catherine er sögð vera veik fyrir eldri mönnum og áhuginn er gagnkvæmur. Hún segir að Sean Connery, sem hún leikur á móti í myndinni Entrapment, sé kyn- þokkafyllsti maður sem hún hefur séð. Hún tekur Connery og Anthony Hopkins fram yfir unga fola eins og Antonio Banderas. Og nú mun hún sem sagt hafa heillast af George Lucas. Eiginkona George yfirgaf hann eftir að hafa hitt annan mann rétt eftir að þau höfðu ættleitt dóttur árið 1982. George ættleiddi sjálfur tvö börn til viðbótar. ! I Charlotte Nilsson, fulltrúi Svíþjóðar í Evrópusöngvakeppninni, er vinsæl. Eurovision- Charlotte er kynþokkafyllst Svía Charlotte Nilsson er kynþokka- fyllsta kona Svíþjóðar. Því er ekki furða að hún sé í uppáhaldi blaða- manna og Ijósmyndara sem fylgjast með Evrópusöngvakeppninni í ísra- el. Charlotte er jú fulltrúi Svía og ætlar sér stóra hluti, eins og sagt er. „Þetta hefur engin áhrif á starf mitt en það var æðislegt," segir Charlotte um nafnbótina. Og bætir hæversklega við, í viðtali við VG hið norska, að til séu margar miklu flottari stelpur en hún í Svíaríki. Charlotte hefur lagt gjörva hönd á margt. í eina tíð sýndi hún undirföt en núna leikur hún aðallega í aug- lýsingamyndum, auk þess sem hún syngur, að sjálfsögðu. Charlotte hefur æft af kappi und- anfama daga en í fyrradag gerði hún smáhlé á púlinu, fækkaði föt- um og fékk sér sundsprett í 28 stiga heitu Dauðahafinu. Þar með rættist langþráður draumur „Það var algjört æði,“ segir Charlotte söngkona. með öllu, ek. 15 þús. km, dekurbíll, sem nýr. Upplýsingar í síma 566 7363 og á kvöldin í síma 566 7196.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.