Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 Jenetta Bárðardóttir er önnum kafin við garðvinnu þessa dagana, hefur grisjað heilmikið og tekið til. Til að losna við úrganginn leigði hún gám. Fyrir hann geið- ir hún ákveðið grunngjald, akstur til og frá húsi og leigu, en ekkert fyrir að losa garðúrganginn. DV-mynd E.ÓI. Ýmsar leiðir til að losna við úrgang: Flokkun sparar .Aðalatriðið er að hugsa málin áður en framkvæmt er og reyna að flokka úrganginn eins og frekast er unnt. Fyrirhyggja sparar mönnum fé í þessu eins og öðru. Reikningar vegna losunar hér geta komið fólki óþægilega á óvart,“ var DV tjáð hjá móttökp- og flokkunarstöð Sorpu. Fjöldi fólks er nú við garðvinnu og viða eru umtalsverðar fram- kvæmdir i gangi. Þá eru alltaf ein- hverjir sem eru að breyta húsnæði. Töluverður úrgangur fylgir oft slík- um framkvæmdum og fólki getur vaxið í augum að losna við hann. Það er í sjálfu sér ekki flókið mál. En ef anað er út í hlutina getur reikningurinn fyrir losun úrgangs orðið mun hærri en ella. Hefðbundin vorverk í garðinum hafa kannski ekki mikinn úrgang í fór með sér og margir hafa þegar nýtt sér árlega þjónustu borgar og sveitarfélaga þar sem rusl er hirt fólki að kostnaðarlausu. En stund- um eru vorverkin það umfangsmik- il og tímafrek að letia verður ann- arra leiða. Gámar leigðir Nokkur fyrirtæki eru starfandi sem leigja út gáma af ýmsum stærð- um og gerðum. Þessa gáma má leigja fyrir tiltölulega lítið fé, 50-650 krónur á dag. Lausleg könnun leiddi í ljós að það kostar um 5.100 krónur að koma með gám heim að húsi og um 7.400 krónur að taka hann aftur. Daggjald eða leiga fer síðan eftir stærð og gerð gámanna. Algeng stærð af gámi getur kostað um 300 krónur á dag. Þeir sem ætla að taka til hendinni um helgi ættu að kanna sérstök helgartilboð gámafyrirtækjanna. Á Akureyri má t.d. fá gám með akstri frá föstudegi til mánudags á um 5.500 krónur. Þarna er kominn á kveðinn grunnkostnaður. Fyrir tveggja daga leigu er hann um 13.000 krónur. All- ur annar kostnaður tengist losun úrgangsins. Því er við hæfi að nefna fyrst að losun garðaúrgangs, jarð- efna, steypubrota og slíks kostar ekki neitt. Hann er urðaður i ná- grenni Sorpu, við gömlu öskuhaug- ana í Gufunesi. Sé ekki um annan úrgang að ræða verður losunar- kostnaður enginn. Ódýrara að flokka En ef í gámnum er úrgangur sem verður ekki losaður nema gegn gjaldi er um að ræða ákveðið lág- marksgjald fyrir allan úrgang, 1.752 krónur. Blönduðum úrgangi er skipt í þrjá flokka, blandaðan úr- gang A, blandaðan úrgang B og grófan úrgang. Þessari flokkun ráða þættir eins og hver úrgangurinn er og síðan hversu blandaður hann er. Þannig er dýrast að losna við gróf- an úrgang þar sem alls kyns drasli ægir saman. Slíkur úrgangur kallar á skoðun og flokkun með vélum og mönnum umfram venju. Dæmi úr slíkan úrgang er þegar garöúrgangi, steinbroti og innréttingum er hent tilviljunarkennt í gám. Þama vega jarðefnin þyngst og því mundu hag- sýnir menn reyna að halda innrétt- ingunni sér, t.d. setja hana síðast 1 gáminn. Þá mætti henda henni af í Sorpu og greiða 3,50 krónur fyrir hvert kíló innréttingar í stað 10,58 krónur fyrir hvert kíló alls úrgangs- ins. Jarðefnin eru urðuð án gjalds og þannig má spara allt að 3.500 krónur miðað við 500 kg. Leiðbeina gjarnan Ætli menn að sleppa með lág- marksgjald mega þeir ekki koma Gámar eru ekki eingöngu notaðir til að flytja úrgang og önnur efni frá húsum manna. Flest gámafyrirtæki bjóða þá þjónustu að útvega fólki mold eða sand og notaðþannig ferð- ina með gáminn. Hagræði af þessu er augljóst þar sem fólk losnar við sérstaka ferð eftir þessum jarðefn- um. Að auki getur fólk dundað sér viö að losa mold eða sand úr gámn- með nema 275 kg af úrgangi A, 206 kg af úrgangi B og 165 kg af grófum úrgangi. Annars kostar hvert kíló útgangs 6,37 krónur, 8,48 krónur og 10,58 krónur. Loks ber að geta þess að ef um mjög mikið magn úrgangs er að ræða getur borgað sig að losa t.d. gróður- og jarðvegsúrgang fyrst og síðan innréttingar, þakefni eða ann- að. Þá bætist um 7.400 króna akst- ursgjald við vegna aukaferðar með gáminn. Hjá Sorpu segjast menn reiðu- búnir að leiðbeina fólki, vilji það fá upplýsingar um losun úrgangs. Hagstæðast er að úrgangurinn sé flokkaður sem næst heimilinu. Sumum er hins vegar alveg sama um mögulegan sparnað og láta allt gossa þótt þeir þurfi að greiða stór- fé fyrir. Þegar gerður er samningur um leigu á gámi og fyrirséð að hann þarf að fara í Sorpu er tekin trygg- ingarávísun fyrir losunarupphæð- inni eða kortnúmer og reikningur- inn gerður upp eftir á. Vörubílar Ef aðstæður eru til að taka á móti vörubíl með grabba, tenntri grip- skóflu á bómu eða armi, getur verið hagstætt að kalla slíkan til. Hjá Vörubílastöðinni Þrótti fengust þær upplýsingar að einnar klukkustund- ar leiga á slíkum bíl kostaði 6-7 þúsund krónur. Ef um jarðefni eða gróöurúrgang er að ræða kostar ekkert að losa úrganginn en ef fara þarf í Sopru gildir það sama og rit- að er hér að ofan. um og fyllt hann síðan af úrgangi. Verð jarðefnanna er misjafnt, allt eftir fmleika og gæðum og hvar þau eru fengin. Ef mold eða sandur er keyptur um leið og gámur er leigður tryggir það líka ákveðið hreinlæti þar sem jarðefnin fljóta ekki um alla götu eða bílastæði. -hlh Þrjú tonn af sandi Mjög auðvelt er að nálgast sand af öllu tagi vegan heflulagn- ar eða annarra framkvæmda. Hjá einu sandsölufyritæki kostar dæmigerður hellusandur 969 krónur rúmmetrinn og 1100 krón- ur hjá öðru. Venjulegt vörubíls- hlass af sandi er 7-9 rúmmetrar. Átta rúmmetra hlass kostar þá annars vegar 7.752 krónur og 8.800 krónur. Við bætist kostnað- ur vegna aksturs sem getur verið mismunandi eftir því hve langt þarf að sækja hlassið. Fínn sand- kassasandur er dýrari, kostar 1400-2000 krónur rúmmetrinn eða 11.200-16.000 krónur hlassið. Dý- ari sandurinn er landsandur og kostar tölvuverðan akstur að fá hann á sölustað. í pokum Sand má einnig fá afgreiddan i kerrur og í pokum. Allar tegund- ur af sandi í 40 kg pokum kosta 250-270 krónur. Pokarnir eru mejög hentugir fyrir þá sem ætla að kaupa lítið eða eiga ekki kerru. Kasta má sandpokunum, sem eru sterkir plastpokar, í skottið á venjulegum fólksbíl. Sparað með puði Sandur í kerrum kostar frá 1000 krónum rúmmetrinn hjá einu sandsölufyrirtæki en hjá öðru fyrirtæki fast gjald fyrir mismunandi stærðh’ kerra óháð hvemig and er verið að kaupa. Kostar 720 krónur ða fylla litla kemu, 930 krónur að fylla mið- stærð og 1130 krónur að fylla stórá kerru. Er mokstur innifalin í þessum verðum. Vilji menn puða sjálfir og moka spara þeir um 250 krónur á hlassiö. Sandur í beð Sé ætlunin að blanda sandi í gróðurmold er vert að hafa í huga að kaupa má tvenns konar sand, landsand og sjávarsand. Meira salt er í sjávarsandinum og því síður sækilegt að hann fari í beð- in. Moldarhlass Mold er misjöfn að gæðum. Hjá einu msöluaðila sem DV ræddi við kostar hreinsuð mold um 600 krónur rúmmetrinn. Þegar búið er að bæta í moldina skít og bæti- efnum ýmis konar kostar rúmmetrinn um 1200 krónur. Mold íblönduð Moltu frá Sopru kostar um 3000 krónur rúmmetr- inn en hrein Moltan um 7.000 krónur rúmmetrinn. Moldarhlass kostóir þannig um 4.800 til 56.000 krónur auk aksturskostnaðar. Losnað við úrgang 500 kg í gámi - leigður í 2 daga Aksturog m Eyðing leiga 18.290 3.185 4.240 5.290 13.000 13.000 Jarð- og Blandaður Blandaður Grófur gróðurefni úrgangur A úrgangur B úrgangur -hlh Fá sand eða mold í gámunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.