Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 Sport Bikarmeistarar Þórs frá Akureyri í ungiingaflokki karla 1999. Þór vann lið Keflavíkur í úrslitaleiknum í Borgarnesi, 80-75. Þetta eru fyrstu bikarmeistarar Þórs. Ágúst Guðmundsson, þjálfari liðsins, er búin að byggja upp sterkt lið á þeim fimm árum sem hann hefur verið með þessa stráka. slandsmelstarar FH í 2. flokki kvenna 1999. Liðið skipa Nancy Jóhannsdóttir (1), Þórdís Brynjólfsdóttir (2), Sigrún Gilsdóttir (5), Drífa Skúladóttir (6), Hafdís Hinriksdóttir (7), Guðrún Hólmgeirsdóttir (8), Dagný Skúladóttir (9), Harpa Vífilsdóttir (14), Gunnur Sveinsdóttir (18), Katrín Gunnarsdóttir(19) og Dröfn Sæmundsdóttir. MagnúsTeitsson þjálfar liðið og aðstoðarþjálfari er Heiga Magnúsdóttir. FH íslandsmeistari í 2. flokki kvenna í handbolta 1999: - fyrir FH-stúlkur eftir tapið í meistaraflokki Bestu leikmenn vallarins og 12 marka konur, Þóra B. Helgadóttir, Val (rauð peysa), og Þórdís Brynjólfsdóttir, FH, ■* þakka fyrir leikinn í leikslok. \, 1 \ i Mín skoðun: Dómaramál Drífa Skúla- dóttir (til vinstri) og Þórdís Brynjólfsdóttir skoruðu sam- an 16 mörk í úrslitaleiknum gegn Val og voru ánægðar í leikslok. Þær voru óumdeilanlega lið ársins í meistaraflokki með nokkrum viðbót- um en urðu þá að gefa eftir á endas- prettinum. Það var því nokkur sára- bót fyrir stelpurnar í 2. flokki FH að vinna íslandsmeistaratitilinn í 2. flokki eftir sigur á Val í ótrúlega spen- nandi úrslitaleik. FH vann leikinn, 29-28, sem fór í framlengingu eftir að liðin skildu jöfn, 25-25. Valur hafði yfir, 14-10, í hálfleik en FH-stúlkur komu mjög ákveðnar eftir leikhlé og voru fljótar að jafna leikinn sem hélst síðan á jöfnu út leiktímann. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 12, Dagný Skúladóttir 5, Drífa Skúladóttir 4, Gunnur Sveinsdóttir 3, Hafdís Hinriksdóttir 3, Guö- rún Hólmgeirsdóttir 1 og Katrín Gunnars- V dóttir 1. Mörk Vals: Þóra B. Helgadóttir 12, Marín Sörens 6, Sigurlaug Rúnarsdóttir 4, Bjamey Bjamadóttir 2, Hafrún Kristjánsdóttir 2, Anna Guðmundsdóttir 1, Ama Grimsdóttir 1. 13 titlar á fjórum árum Fjórar stúlkur í FH-liðinu og lykil- menn liðsins, Dagný Skúladóttir, Drífa Skúladóttir, Guðrún Hólmgeirs- dóttir og Þórdís Brynjólfsdóttir, voru að vinna þama sinn 13. titil á síðustu 4 árum. Þær voru saman hjá ÍR, sem vann 4 titla í 3. og 4. flokki 1996, og hafa síðan unnið 9 titla í 2. og 3. flokki með FH 1997-99. FH-liðið hefur á síð- ustu 3 árum unnið 9 titla og ekki verð- ur langt að bíða þar tfl titlamir fara að skila sér í meistaraflokki haldi þær áfram sem horfir. FH-liðið spilar hraðan og skemmtilegan handbolta en hefur oft látið slæma byrj un i leikjum fara illa með sig. Þannig töpuðu þær í undanúrslitum bikarsins með aðeins einu marki eftir að hafa lent undir, 1-8. Þær geta gert betur, eiga næsta ár inni til þess. Björt FH-framtíð FH, sem vann éinnig 4. flokk kvenna í vetur, þarf því ekki að hafa áhyggjur af skorti á færum hand- boltakon- um á næstu árum, því fram- tíð kvennahandbolta í Hafnarfirði er Umsjón Qskar Ó. Jónsson -..... ......- ■ - Við erum kannski orðin leið á að tala um vandræði með dómara og það að þeir standi sig ekki í stykkinu en ég tel mig til neyddan til að benda á miður skemmtilega staðreynd sem hefur borið mikið á í vor. Dómaramál yngri flokka í handbolta hafa nefnilega greinilega verið sett á hakann og þeim greinilega ekki nógu vel sinnt, ef marka má þennan vetur. Unglingasíðan hefur þurft að horfa upp á hvem úrslita- leikinn af öðmm á íslandsmótinu næstum eyðilagðan með slakri dómgæslu og það virðist vera staðan nú að okkar bestu dómarar era alveg fríaðir frá að dæma þessa erfiðu og mikilvægu leiki. Það er mín skoðun að bestu dómararnir og að- eins þeir eiga að dæma þessa úrslitaleiki sem era alvöru leikir, jafnir, harðir og spenn- andi þar sem dómgæsla ræður úrslitum sé hún slök og ómarkviss. Guðmundur Erlendsson og Tómas Sigurdórsson, sem hafa dæmt flestalla úrslitaleiki í ár, ráða t ekki við þessa leiki og er það einróma álit keppnisliða og aðstandenda þeirra. Ósamræmi og óá- kveðni kallar aðeins á vandræði og leiðindi, líkt og gerst hefur í mörgum leikjum í vetur. Það er leiðin- legt að þurfa að taka einhverja út en ábend- ingar félag- anna virðast ekki annars fá hljóm- grunn. Á þess- um málum þarf að taka og það strax. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.