Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 1999 Viðskipti DV Þetta helst: ... Viðskipti á verðbréfaþingi 508 m.kr. ... Skuldabréfamarkaður 307 m.kr. ... Mikil hluta- bréfaviðskipti eða 184 m.kr. ... Mest í íslandsbanka, 55 m.kr. ... Gengið lækkaði um 2% í íslandsbanka ...Úrvalsvísitala hækkar um 0,283% ... Samherji 20 m.kr. ... ÚA 15 m.kr. ... FBA 13 m.kr. Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar í viðtali við DV: Þetta eru erfiðustu að- gerðir sem ég hef lent í segir Geir Magnússon stjórnarformður Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar hf., viðurkennir að verstu grunsemdir starfsfólksins hafi orðið að veruleika þegar stjórn fyrirtæk- isins ákvað að landvinnsla og fryst- ing í Þorlákshöfn og Vestmannaeyj- um yrði lögð niður með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks. „Jú, það er rétt, en skelfilegasta hættan var að gera ekki neitt. Það var það versta fyrir starfsfólkið og byggðarlögin. Það var ófær leið en auðvitað hugsar fólkið um sinn hag og sér hann ekki góðan. Það skil ég vel,“ segir Sigurgeir og vonast til að með þessum aðgerðum takist að grafa niður á þá klöpp sem til þurfi til að byggja fyrirtækið upp á nýtt. Áður en til þessara aðgerða kom var búið að segja upp 25 starfs- mönnum frá áramótum og nú liggur fyrir að öðrum 34 verði sagt upp. í þessum hópi er bæði aðkomufólk og heimafólk sem mun aö sjálfsögðu njóta forgangs um vinnu hjá Vinnslustöðinni í Eyjum. Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar hefur búið við mikið óöryggi undan- farna tvo mánuði og ennþá liggur ekki fyrir hverjir lenda undir niður- skurðarhnífnum. Það er því ljóst að óvissan hangir ennþá yfir höfði fólksins. Við munum reyna að vinna þetta eins hratt og vel og kost- ur er. Núna vorum við að funda með verkstæðismönnunum en á verkstæðinu, skrifstofunni og í yfir- Geir Magnús- son. Sigurgeir Brynj- ar Krisgeirsson. stjóm verður fækkað um tíu. Þegar eru þrír hættir í yfirstjóminni og verður nýtt fólk ekki ráðið í stað þeirra," segir Binni og á þar við Sig- hvat Bjarnason, fráfarandi fram- kvæmdastjóra, Þorberg Aðalsteins- son markaðsstjóra og Darra Gunn- arsson, yfirmann tæknisviðs. Eins og kemur fram í frétt stjórn- arinnar verður lögð aukin áhersla á saltfiskvinnsluna í Vestmanna- eyjum sem kemur m.a. fram í fjölg- un starfsfólks í þeirri grein. í dag eru 30 stöðugildi í saltfiski í Vest- mannaeyjum og verður þeim fjölgað um 15 þannig að í allt munu a.m.k. 45 manns vinna við saltfiskvinnslu. „Við gerum því ráð fyrir 50% fjölg- un starfa í saltfiskinum. Þetta nýja fólk kemur úr frystingunni sem dregur úr áhrifum uppsagna þar,“ segir Sigureir. í frétt stjórnar félagsins segir að leitað verði leiða til að nýta tæki í landfrystingunni í aðra vinnslu. Sigurgeir segir að þetta séu bara hugmyndir en það sé fullur vilji for- ráöamanna að fara ítarlega ofan í saumana á þeim möguleikum sem gætu verið fyrir hendi. Einn liður í þessu er að keyra áfram karfafryst- inguna í Vestmannaeyjum og sjá hvernig gengur með saltfiskinn. Gangi það ekki verður karfavinnsl- unni hætt en þá verður leitað ann- arra leiða. Mjög erfiðar aðgerðir Geir Magnússon stjómarformaður sagði í samtali við DV í gær að þessar aðgerðir væru þær erfiðustu sem hann hefði lent í. „Ef ekki hefði verið staðið svona að þessu hefði ekkert annað en gjaldþrot blasað við og þá væru fogur loforð og fyrirheit fyrir bí. Þessum aðgerðum er ætlað að byggja upp fyrirtækið og von okkar er sú að það takist," segir Geir. Eins og staðan var orðin var ekkert annað hægt að gera en það má sjálfsagt færa fyrir því rök að hægt hefði verið að sjá þetta fyrr og bregðast við. En staðan núna er staðreynd og við verðum að reyna að snúa henni við. Eins og fram kom í DV í gær hafa bréf Vinnslustöðvar- innar hækkað nokkuð í verði. Geir segir að Olíufélagið hf. sé ekki að kaupa bréf og hann viti ekki hver standi að baki kaupunum. -ÓG Raufarhöfn: UA og Burðarás kaupa meirihluta í Jökli DV, Akureyri: „Það er mat okkar að þessi kaup séu góður fjárfestingarkostur þegar til lengri tima er litið. Það sem við horf- um á er góður kvóti, m.a. 2.000 tonn af þorski. Við höfum góða þekkingu á landvinnslu og höfum trú á því sem unnið hefur verið í þeim málum á Raufarhöfn að undanfórnu," segir Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa hf., en ÚA og Burðarás hafa keypt öll hlutabréf Raufarhafnar- hrepps i Jökli hf. Um er að ræða tæplega 61% eignar- hlut í fyrirtækinu, og kaupir ÚA 45% hlut og Burðarás um 15% og er kaup- verðið um 580 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að síðar á árinu verði Jökull sameinaður ÚA en fyrirhuguð er áframhaldandi starfsemi á Raufar- höfn. Svalbakur EA verður skráður á Raufarhöfn og mun hann veiða bol- fiskkvóta Jökuls. Rauðinúpur, Öx- amúpur og Reistarnúpur verða gerðir út á rækju og mun Rauðinúpur veiða rækjukvóta Jökuls og ÚA ásamt því að möguleiki er á að veiða um 360 tonn af rækju á Flæmingjagrunni. Þá er stefnt að því að halda áfram land- vinnslu á frystu hráefni og byggja á þeim árangri sem náðst hefur á þessu ári. „Fyrir okkur er það mikið atriði að fá traustan aðila sem hefur reynslu, þekkingu og vilja til að leggjast á ár- arnar með okkur í atvinnustarfsemi á Raufarhöfn. Okkur er það ljóst að for- senda þessara kaupa ÚA og Burðaráss á hlutabréfum sveitarfélagsins er að starfsemin á Raufarhöfn verði rekin með ásættanlegum hagnaði og við höf- um trú á að starfsmenn ÚA muni leggja sitt af mörkum til þess að svo verði," segir Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, um söluna á hlutabréfum hreppsins. -gk viðslcipta- molar Margeir Pétursson opn- ar verðbréfafyrirtæki Margeir Pétursson, stórmeistari í skák, lögfræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari, er með opnun nýs verðbréfa- fyrirtækis í undirbúningi. Margeir hefur lengi verið stór- ______ tækur á verð- nmSBliaS!M^SK bréfamarkaðin- um og hefur mikla reynslu og þekk- ingu. Þetta kom fram í Viðskipta- blaðinu i gær en í samtali DV sagði Margeir að þetta væri á teikniborð- inu en ekki frágengið. Aukin bjartsýni Viðhorfsvísitala neytenda í Bandarikjunum hækkaði sjöunda mánuðinn í röð. Ástæður eru m.a. raktar til lítillar verðbólgu og sterks vinnumarkaðar. Erlendar fjárfestingar minnka í Kína Erlendar ijárfestingar minnkuðu um 13,3% í Kína fyrstu íjóra mán- uði ársins. Kínverjar hafa lagt mikla áherslu að fá erlenda ijár- festa til landsins en efnahag- skreppu í Asiu er kennt um minnk- andi fjárfestingar. Hneyksli í Brasilíu Mikil lækkun varð á hlutabréfa- mörkuðum í Brasilíu vegna frétta um að forseti landsins væri viðrið- inn hneykslismál. Þetta kemur rétt eftir að markaðir í Brasilíu voru að jafna sig eftir hrunið fyrr á árinu. Lætur á sér standa Neylsuverðsvísitala í Þýskalandi hækkaði um 0,4% í síðasta mánuði á ársgrunni en var 0,7% mánuðinn áður. Minni hækkun er rakin til ol- íuverðslækkunar en hins vegar voru orkuskattar hækkaðir á sama tíma. Þessar fregnir benda til þess að efnahagsbati láti á sér standa enn um sinn. Verðlag sjávarafurða - breytingar frá áramótum Frá áramótum Sl. 12 mánuði Landfiystar afurðir 0,10% Sjófrystar afurðir 0,29% Saltfiskafurðir -2,96% Loðnumjöl Loðnulýsi Humar Rækja -30,5% -42,0% 2,2% -0,1% 7,59% 8,46% 13,24% -51,4% -65,1% -2,1% 6,0% Heimlld: Kaupþing hf. Þafl er míkllvægt al taka vel igmndaða ákvörflun.* Nýjustu ISDN-símstöðvamar frá Siemens hafa svo sannarlega hitt í mark hérlendis. Því bera frábærar viðtökur viðskiptavina okkar órækt vitni. Fjölbreyttir möguleikar kerfanna, s.s. tölvutengingar, talhólf, sjálfvirk svörun, beint innval, þráðlausar lausnir og margt fleira, nýtast breiðum hópi notenda allt frá einstaklingum upp í stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Við bjóðum afbragðsbúnað, fyrsta flokks þjónustu og hagstætt verð. Láttu í þér heyra. Fáðu verðtilboð. Það margborgar sig. SIEMENS ZLsjl 1 é 1100 *• p: m - - SfllfV •m m 1 >m jjl 'W IM •m ZTT m j '■ *» icom SN *... það gerðu þau: • Gula línan • Sjúkrahús Reykjavíkur • Ríkisútvarp-Sjónvarp • Félagsþjónustan i Reykjavík • Skeljungur • ÍSAL • íslenskir aðalverktakar • Flugmálastjórn • Ræsir hf • Domus Medica • Mjólkursamsalan • Hallgrímskirkja • Grímsneshreppur • Magnús Kjaran • Hótel Keflavík • Rafiðnaðarskólinn • Sameinaði lífeyrissjóðurinn • St. Jósepssprtali • Taugagreining • Tölvu- og verkfræðiþjónustan • Dagvist barna • Rauði kross íslands • Plastprent* Ölgerð Egils Skallagríms • (slensk miðlun hf. o.fl. o.fl. SMITH & NORLAND V Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.