Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 3. JUNI 1999 Afmæli Valgarður Stefánsson Dr. Valgaröur Stefánsson, yfir- verkefnastjóri Orkustofnunar, Bræðraborgarstíg 23, Reykjavík, varð sextugur í gær. Starfsferill Valgarður fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1959, fil. cand.-prófi í eðlisfræði frá háskólanum í Stokkhólmi 1964, fil. lic.-prófi í eðlisfræði við sama skóla 1969 og doktorsprófi í kjarneðlis- fræði þaðan 1973. Þá fór hann náms- ferð til Bandaríkjanna til að kynna sér notkun borholumælinga með geislavirkum efnum 1976 og til Nýja-Sjálands, Hawaii og vestur- strandar Bandaríkjanna til að kynn- ast nýjungum við vinnslu jarðhita til raforkuvinnslu 1978. Valgarður vann í hlutastarfi á jarðhitadeild Orkustofnunar 1959-64, var jarðeðlisfræðingur hjá AB Elektrisk Malmletning í Stokk- hólmi 1964, aðstoöarkennari við eðl- isfræðistofu Stokkhólmsháskóla 1965-73, kenndi stærðfræði við menntaskóla fullorðinna í Botkyrka og Stokkhólmi 1970 og 1971, var jarðeðlisfræðingur við jarðhitadeild Orkustofunar frá 1973, deildarstjóri borholumælinga jarðhitadeildar Orkustofnunar 1976-55, staðgengill forstjóra jarðhitadeildar Orkustofn- unar 1979-85, verkefnastjóri Orku- stofnunar við jarðhitarannsóknir og undirbúning Kröfiuvirkjunar 1976-81 og við jarðhitarannsóknir og undirbúning Nesja- vallavirkjunar 1981-85, sinnti kennslu og þjálfun við Jarðhitaskóla Há- skóla Sameinuðu þjóð- anna í Reykjavík 1979-85, var aðalráðgjafi þróunardeildar Samein- uðu þjóðanna í jarðhita- málum 1985-90 og sá þá um rekstur jarðhitaverk- efna SÞ í Bólivíu, Kina, Eþíópíu, Hondúras, Keníu og á Filippseyjum auk þess sem hann var verkefnastjóri SÞ í tveim jarðhita- verkefnum á Filippseyjum, for- stöðumaður forðafræðideildar Orkustofnunar 1990-97, fyrirlesarí og sérstakur leiðbeinandi við Jarð- hitaskóla Háskóla SÞ sem rekinn er á Orkustofnun 1990-98, sérstakur ráðgjafi orkumálastjóra um jarðhita 1997-98 og yfirverkefnastjóri á Orkumálasviði Orkustofnunar frá 1998. Valgarður fékk borholumælinga- bíl og tæki til borholumælinga með geislavirkum efnum sem styrk frá Alþjóða kjamorkumálastofnuninni i Vín 1976 og þróaði slíkar mæling- ar hér á landi, var í vinnuhópi sem skipulagði nám vegna fyrirhugaðs jarðhitaskóla Háskóla SÞ hér á landi, samdi áætlanir um jarðhita- rannsóknir í Tansaníu sem ráðgjafi Virkis/Sweco 1979, var formaður vinnuhóps sem gerði nákvæma áætlun um rannsóknir háhitasvæða Valgarður Stefánsson. á íslandi samkvæmt beiðni Alþingis 1982, sat í stjórnunarnefnd alþjóð- legs vinnuhóps um rann- sóknarboranir 1980-85, var ráðgjafi Virkis hf. við mat á jarðhitasvæðinu í Kenía 1981-85, ráðgjafi Virkis-Orkint hf. við end- urmat þar 1993 og við hag- kvæmnisathugun á raf- orkuvinnslu og hitaveitu í Rússlandi 1993, mat jarð- hita og jarðhitanýtingu í Georgíu á vegum sama fyrirtækis 1994, var ráðgjafi Virkis- Orkint hf. við hagkvæmnisathugun og forhönnun jarðhitanýtingar í Króatiu 1994, var sérstakur ráðgjafi World Energy Council við saman- tekt kafla um jarðhita heimsins 1995 og var þátttakandi í alþjóðlegum vinnuhópi um úttekt á jarðhitamál- um í Evrópu og tillögugerð EBS i þeim málum 1995-98. Valgarður hefur setið i stjórn International Geothermal Associ- ation 1995-98 og frá 1998, formaður aðildarnefndar samtakanna 1995-98 og frá 1998, er meðlimur í European Physical Society, í Svenska Fysi- kersamfundet frá 1968, iNorsk Fysisk Selskap frá 1968, var stofnfé- lagi Eðlisfræðifélags íslands 1977, í stjórn þess 1977-82 og formaður 1992-94, félagi í Jarðfræðafélagi ís- lands, í Society of Professional Well Log Analysts frá 1975, í American Geophysical Union frá 1983, í Sigma Xi, The Scientific Research Society, frá 1975, sat í stjórn Svensk islanska föreningen í Stokkhólmi 1962-65, í stjórn íslensk-sænska félagsins í Reykjavík 1975-79 og í stjórn Kjara- félags verkfræðinga i Reykjavík 1975-77. Fjölskylda Valgarður kvæntist 7.8. 1965 Ingi- björgu Rannveigu Guðlaugsdóttur, f. 3.7. 1939, sviðstjóra við Aðalskipu- lag Reykjavikurborgar. Hún er dótt- ir Guðlaugs Gíslasonar, f. 1.8. 1908, d. 6.3.1992, framkvæmdastjóra, bæj- arstjóra og alþm. í Vestmannaeyj- um, og k.h., Sigurlaugar Jónsdóttur, f. 28.1. 1911, húsmóður. Stjúpdóttir Valgarðs er Ásdís Sig- urjónsdóttir, f. 29.11. 1959, og eru dætur hennar Ingibjörg Helga og Auður Olga. Börn Valgarðs og Ingibjargar Rannveigar eru Guðlaugur Val- garðsson, f. 22.1.1965, kvæntur Guð- rúnu Helgu Stefánsdóttur og eru dætur þeirra ísold og Silfrún Una; Lárus Valgarðsson, f. 21.4. 1968, kvæntur Sesselíu Ólafsdóttur; Val- gerður Rannveig Valgarðsdóttir, f. 16.6. 1975, gift James Banken. Foreldrar Valgarðs voru Stefán Gíslason, f. 7.5. 1912, d. 27.6. 1942, verslunarmaður i Reykjavík, og Lára Guðnadóttir, f. 7.2.1914, d. 30.4. 1997, skrifari. Valgarður er erlendis. Ólafur Guðmundsson Ólafur Guðmundsson, fyrrv. lögregluvarðstjóri, Hringbraut 50, Reykjavík, varð áttatíu og fimm ára í gær. Starfsferill Ólafur fæddist á Sörla- stöðum í Fnjóskadal og ólst upp i Fnjóskadalnum, á Akranesi og í Borgar- firði. Hann var i barna- skóla á Akranesi, stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1930-32, sótti lögreglu- námskeið 1937, þjálfunarnámskeið lögreglunnar á stríðsárunum og stundaði nám við lögregluskóla í Stokkhólmi 1946. Á unglingsárunum stundaði Ólaf- ur landbúnaðarstörf, fiskvinnslu og byggingarvinnu, auk þess sem hann var til sjós í fjögur ár. Ólafur hóf fyrst lögreglustörf 1930, varð lögreglumaður í Reykja- vík 1937, varð almennur stöðv- armaður 1952, annaðist umferðarfræðslu í skól- um 1947-57, og var lög- regluvarðstjóri i slysa- rannsóknardeild 1963-67 er hann lét þar af störf- um. Ólafur var fram- kvæmdastjóri Golf- klúbbs Reykjavíkur í Grafarholti 1967-68, hafði umsjón með fræðslustörfum fyrir Hægrinefndina og kynnti breytinguna I hægri umferð á landsbyggðinni 1968, var landvörður og löggæslu- maður i hinum nýstofnaða þjóð- garði í Skaftafelli þrjá mánuði á sumri í sex sumur frá 1968 og starf- aði við innheimtudeild Ríkisút- varpsins 1968-84. Ólafur stundaði frjálsar iþróttir um árabil, átti m.a. íslandsmet í kringlukasti 1938-48 og var íslands- meistari í fimmtarþraut i tvö ár. Ólafur var fulltrúi Lögreglufélags Olafur Guðmundsson. Reykjavíkur á tveimur BSRB-þing- um, ritari í stjórn Lögreglusjóðsins í tíu ár, ritari Lögreglukórs Reykja- víkur í nokkur ár, fyrsti gjaldkeri íslandsdeildar IPA, var fulltrúi Lög- reglufélags Reykjavíkur á ársþingi Lögreglusambands Svíþjóðar og á ársþingi Danska lögreglusambands- ins og fulltrúi á tveimur IPA-þing- um erlendis. Hann söng með Lög- reglukórnum og átti stóran þátt í því að kórinn gekk í óformlegt sam- band við lögreglukóra höfuðborgar Norðurlanda. Ólafur var heiðraður 1941, ásamt öðrum lögreglumanni, fyrir að bjargar fólki úr eldsvoða í Hafnar- stræti 11, Reykjavík. Hann er heið- urfélagi Lögreglukórsins frá 1984. Fjölskylda Ólafur kvæntist 1.10. 1939 Guð- rúnu Einarsdóttur frá Hemru í Skaftártungum, f. 17.6. 1914, d. 31.12. 1993, húsmóður. Hún var dóttir Ein- ars Bergssonar, f. 23.3. 1885, d. 24.6. 1918, bónda á Mýrum í Alftaveri, og k.h., Jóhönnu Jónsdóttur, f. 21.10. 1883, d. 3.5. 1975, húsfreyju. Börn Ólafs og Guðrúnar eru Bjarni Einar Ólafsson, f. 10.8. 1941, flugvirki, búsettur í Garðabæ, kvæntur Guðrúnu Grímu Árnadótt- ur hárgreiðslumeistara; Guðmund- ur Ólafsson, f. 10.7. 1944, verslunar- maður, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Mariu Ólafsdóttur húmóð- ur. Systkini Ólafs: Guðný, f. 7.9.1915, húsmóðir í Hafnarfirði; Sigurður, húsgagnasmiður og lögregluþjónn á Akranesi; Guðbjörg, f. 11.7. 1920, nú látin, húsmóðir í Bandaríkjunum; Karl, f. 1.9. 1924, verkfræðingur; Björn, f. 22.8. 1928, klæðskeri í Reykjavik; Ingólfur, f. 22.11. 1930, prestur og lektor við KHÍ. Foreldrar Ólafs voru Guðmundur Ólafsson frá Sörlastöðum, f. 11.2. 1885, d. 16.5. 1958, lengst af kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni, og k.h., Ólöf Sigurðardóttir, f. 21.4. 1890, d. 11.1. 1976, húsmóðir. Gullbrúðkaup Haraldur Sveinsson og Stella Lange Sveinsson Hjónin Haraldur Sveinsson og Stella Lange Sveinsson, Bláhömrum 4, Reykjavík, eiga gullbrúð- kaup á morgun, fóstudag- inn 4.6. í tilefni dagsins verða þau með opið hús að heimili sínu eftir kl. 19.00 á morgun. Þeim þætti vænt um að sjá sem flesta úr fjölskyld- unni, vini og vandamenn. Haraldur Sveinsson og Stella Lange Sveinsson. Hl hamingju með afmælið 3* • >> . juni 95 ára________________ Margrét Jónsdóttir, Hrafnistu, Reykjavik. 85 ára________________ Helga Sveinsdóttir, Borgarbraut 65A, Borgarnesi. 80ára Guðrun Anna Magdalena Guðbjartsdóttir, Einholti 9, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Maris Kristinn Arason, viðgerðar- maður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem lést 1992. Anna Jóhannsdóttir, Vesturgötu 59, Akranesi. Kristln Ásgeirsdóttir, Dalbæ, Dalvík. Páll Eyþórsson, Víkurbraut 14A, Grindavík. 75 ára________________ Bjarney Arinbjarnardóttir, Fjólugötu 8, Akureyri. 70ára Vilhelm R. Guðmundsson kennari, Ljárskógum 14, Reykjavík. Bryngerður Bryngeirsdóttir, Þúfubarði 14, Hafnarfirði. Guðjón Rögnvaldsson, Eyjabakka 3, Reykjavik. Gunnar Marteinsson, Hálsi, Ljósavatnshreppi. Sigurlaug Hermannsdóttir, Hjaltastöðum, Ljósavatnshr. 60ára Helga Hafberg, Mávahlíð 24, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Friðfinnur Ágústsson. Þau taka á móti gestum í safnaðarheimili Langholts- kirkju, laugard. 5.6. kl. 16-18. Aðalheiður Sigtryggsdóttir, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Arnold Robert Sievers, Skeiðarvogi 157, Reykjavík. Gylfl Árnason, Árskógum 2, Reykjavík. Málfríður Loftsdóttir, Otrateigi 22, Reykjavík. Sigurlaug Jónsdóttir, Hlíðarlundi 2, Akureyri. 50 ára Einar Karlsson, Hlíðartúni 20, Höfn. Hjördís Helgadóttir, Langholti 1B, Selfossi. Steinn Halldórsson, Melbæ 38, Reykjavík. Þórarinn Guðnason, Naustahv. 54, Neskaupstað. Þórarinn Jóhannesson, Hjallastræti 21, Bolungarvík. 40 ára Ásthildur Heiðarsdóttir, Stekkjarbergi 10, Hafnarfirði. Edda Sigurðardóttir, Miðskógum 2, Bessastaðahr. Ingibjörg K. Valgeirsdóttir, Túngötu 17, Patreksfirði. Jón Sverri Wendel, Goðheimum 12, Reykjavík. Ólafur A. Hilmarsson, Hátúni 10, Reykjavík. Sigríður Ó. Reynaldsdóttir, Markarflöt 53, Garðabæ. Skúli Kristófer Skúlason, Furubyggð 21, Mosfellsbæ. Þóra Þórhallsdóttir, Hlíðarvegi 35, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.