Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 3. JUNI 1999 Utlönd Friðsælar kosningar í Suöur-Afríku i gær: Útlit fyrir stórsigur Afríska þjóðarráðsins Útlit er fyrir að Afríska þjóðar- ráðið hafi unnið stórsigur í þing- kosningunum í Suður-Afríku í gær. Kosningarnar, sem fóru friðsamlega fram, marka kaflaskil í sögu lands- ins þar sem Nelson Mandela forseti lætur af embætti og við tekur vara- forseti hans, Thabo Mbeki. Hann verður settur formlega í embætti þann 16. júní. Þegar búið var að telja um sex milljónir atkvæða í morgun, eða 39 prósent af áætluðum greiddum at- kvæðum, hafði Afríska þjóðarráðið, sem hefur farið með stjórn Suður- Afríku frá þvi fyrstu lýðræðislegu kosningarnar voru haldnar fyrir fimm árum, fengið 57 prósent. Lýð- ræðisflokkurinn hafði þá skotist upp í annað sætið, fram úr Nýja þjóðarflokknum, gamla stjórnar- flokki hvítu kynþáttaaðskilnaðar- stjórnarinnar. Frelsisflokkur Inkatha, flokkur zúlúmanna, var í fjórða sæti en eft- ir kosningarnar 1994 var hann þriðji stærsti flokkur landsins. Að sögn formanns yfirkjörstjórn- ar benti allt til að kjörsókn hefði verið 85 prósent. Sterkari til sveita Fyrstu atkvæðin sem talin voru komu aðallega úr borgum og bæj- um. Afríska þjóðarráðið sækir hins Stuðningskona Afríska þjóöarráösins í Suöur-Af ríku dansar af kæti meö sína menn í gær, enda næsta víst að flokkurinn færi með sigur af hólmi í þingkosn- ingunum. Símamynd Reuter vegar mesta fylgið sitt í sveitir landsins og því er ekki búist við öðru en að flokkurinn eigi eftir að sækja í sig veðrið þegar siðar dreg- ur í talningunni. Kjörstöðum var opinberlega lok- að klukkan 21 að staðartlma en mik- ill fjöldi manna beið enn eftir að geta greitt atkvæði sitt þegar gráma tók af degi í morgun. Hermenn fylgdust með mannfjöldanum, þess albúnir að kæfa öll vandræði í fæð- ingu. Yfirvöld sögðu að allir sem voru mættir á kjörstað fyrir klukkan 21 fengju að kjósa. Allt í góðu lagi Ekki urðu nein vandræði sem orð er á gerandi í kosningunum í gær, andstætt því sem gerðist í kosning- unum 1994 þegar endi var bundinn á kynþáttaaðskilnaðarstefnuna. David Steel, forseti skoska þings- ins, sem fer fyrir hópi eftirlits- manna frá fyrrum breskum nýlend- um, lýsti yfir ánægju sinni með framkvæmd kosninganna. „Ég var hér fyrir fimm árum og munurinn er alveg greinilegur, bæði í undirbúningi kosninganna og því hve þær voru lausar við of- beldi og hótanir. Þetta staðfestir að lýðræðið er að festa sig í sessi," sagði David Steel. Sænskur lög- reglumorðingi á Costa Rica Meintum morðingja tveggja lögreglumanna í Svíþjóð, Tony Olsson, er nú í felum á Costa Rica, að því er sænskir fjölmiðl- ar greina frá. Margt þykir benda til að hann hafi farið úr landi nokkrum klukkustundum eftir að hafa rænt banka ásamt tveimur félaga sinna og myrt tvo lögreglumenn. Greint hefur verið frá því að dögreglumenn- irnir hafi verið skotnir í hnakk- an með eigin vopnum. Samkvæmt heimildarmönn- um Aftonbladet yfirgaf Olsson Svíþjóð undir eigin nafni. Sænsku lögregluna grunar nú að Olsson beri ábyrgð á sjö rán- um í suðausturhluta Svíþjóðar síðasta hálfa árið. í hvert skipti sem hann fékk leyfi frá fangels- isvistinni var framið rán á þess- um slóðum. Tony Olsson var dæmdur í sex ára fangelsi 1995 fyrir dráps- tilraun. Hann þótti fyrirmynd- arfangi og fékk þess vegna oft leyfi. Hollywood-risar reiðir út í Bill Clinton Peningafurstar í Hollywood eru öskureiðir út i Bill Clinton Bandaríkjaforseta vegna her- ferðar hans gegn ofbeldisdýrkun skemmtanabransans. Daginn eftir að forsetinn tilkynnti um rannsókn á markaðsvæðingu of- beldisins í skemmtanabransan- um var hann sakaður um nornaveiðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.